Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 16
16 Fréttir Helgarblað 19.–22. september 2014 Varpar ábyrgðinni á undirmann sinn n Innanríkisráðherra segist hafa haft samráð við lögreglustjóra um samskiptin H anna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra varpar ábyrgðinni á samskiptum hennar við Stefán Eiríks- son, fyrrverandi lögreglu- stjóra á höfuðborgarsvæðinu, yfir á lögreglustjórann sjálfan, í þriðja svarbréfi sínu við spurningum umboðsmanns Alþingis. Þar seg- ist hún hafa fengið staðfestingu frá Stefáni um að ekkert óeðlilegt væri við samskiptin. Þá segist hún jafnframt treysta þessu áliti undir- manns síns enda hafi hann langa reynslu úr stjórnsýslunni: „Ég tók í meginatriðum sjálf ákvarðanir um samskipti mín við L, en líkt og áður sagði gerði ég það í samráði við hann sem hefur langa reynslu úr stjórnsýslunni, bæði hjá lögreglu og fyrrum dómsmálaráðuneyti. Ég treysti því staðfestingu hans á því að ekkert óeðlilegt væri að ræða ákveðna þætti málsins við hann.“ Þetta gengur í berhögg við það sem Stefán sagði í samtali sínu við umboðsmann. Þar upplýsti hann um að hann hefði forðast samskipti við ráðherrann meðan á rannsókn lekamálsins stóð enda hefði hann „litið svo á að meðan embætti hans væri með umrætt mál til rannsókn- ar gæti hann ekki verið að óska eftir fundum með ráðherra […] Þannig að ég leit svo á að frá upphafi og ég gerði ríkissaksóknara grein fyr- ir því að ég þyrfti að halda að mér höndum hvað þetta varðaði, þessi samskipti við ráðuneytið, meðan sú staða væri uppi að við værum að rannsaka ráðherra og samstarfs- menn hennar vegna gruns um brot á hegningarlögum.“ Ítrekuð afskipti Hanna Birna hefur ítrekað lagt Stefáni orð í munn, bæði í fjölmiðl- um og í svörum sínum til umboðs- manns, og sagt hann hafa staðfest að engin óeðlileg afskipti hefðu verið höfð af rannsókninni. „Stefán hefur sjálfur ítrekað sagt það að það hafi enginn beitt hann þrýstingi í þessari rannsókn,“ sagði hún til að mynda í viðtali í Kastljósi á dögun- um. Hið rétta er að Stefán hefur hvergi staðfest að engin óeðlileg af- skipti hafi verið af rannsókninni, né heldur neitað því að hann hafi verið beittur þrýstingi, þrátt fyrir að hafa fengið fjölmörg tækifæri til þess í samtölum sínum við fjölmiðla. Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum að undanförnu, hefur Stefán lýst ítrekuðum af- skiptum ráðherra af rannsókninni. Þannig hefur hann sagt ráðherra hafa „ýtt á eftir“ lögreglunni, sett á hana tímapressu, hellt yfir sig „dá- góðri gusu af gagnrýni“, kvartað undan umfangi rannsóknarinnar, deilt á einstakar rannsóknarathafn- ir lögreglu, gagnrýnt lögregluna fyrir að taka og rannsaka tölvu að- stoðarmanns hennar, beðið um að flýta yfirheyrslum og lýst því yfir að rannsaka þyrfti rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara. Þarf ekki að hafa haft áhrif Í þriðja svarbréfi sínu sakar Hanna Birna umboðsmann um að „draga upp“ mynd af samskiptum hennar við Stefán sem ekki samræmast hennar eigin upplifun. Ekki fæst séð að upplifun ráðherra af sam- skiptum við undirmann skipti nokkru máli þegar kemur að því hvort samskiptin standist van- hæfisreglur stjórnsýslulaga. Björg Thorarensen lagaprófessor sagði í samtali við RÚV í ágúst að innan- ríkisráðherra og lögreglustjóri ættu aldrei að ræðast við meðan emb- ættisfærslur á skrifstofu ráðherra væru til rannsóknar. Slík samskipti væru óvenjuleg og án fordæma. Hæstaréttarlögmenn sem DV hefur rætt við benda á að engu máli skipti hvort afskipti ráðherra höfðu áhrif á niðurstöðu rannsóknar lekamálsins eður ei, nóg sé að sam- skiptin hafi átt sér stað: „Það þarf ekki að hafa haft áhrif, það er nóg að það líti út fyrir það.“ Í því sam- hengi sé upplifun Hönnu Birnu og/ eða Stefáns málinu óviðkomandi. Ein helsta málsvörn Hönnu Birnu í þriðja svarbréfi hennar var sú að samskiptin við Stefán skiptu ekki máli þar sem ríkissaksóknari hefði farið með yfirstjórn rannsóknar- innar. Ríkissaksóknari hefur hins vegar áréttað að lögreglustjórinn hafi farið með framkvæmd rann- sóknarinnar. „Fullorðinn maður“ „Stefán er fullorðinn maður, hann er lögreglustjóri í Reykjavík, við ræddum þetta margsinnis hvernig við ættum að hafa þetta. Stefán ávarpaði það aldrei við mig að þetta væri fyrir honum með ein- hverjum hætti óeðlilegt,“ sagði Hanna Birna í Íslandi í dag þann 26. ágúst. Eins og fyrr segir hefur Stefán hins vegar sagt að hann hafi forðast slík samskipti við ráðherra meðan á rannsókn málsins stóð. Þess má geta að þegar fjölmiðlar kölluðu eftir viðbrögðum Stefáns við þriðja bréfi Hönnu Birnu vísaði hann í fyrri orð sín en vildi ekki tjá sig frekar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra, tók í sama streng og Hanna Birna þegar hann svaraði fyrir málið í Kastljósi í síðustu viku: „… Það má þó ekki líta fram hjá því að lögreglustjór- inn segir sjálfur að hann telji ekki að hún hafi ætlað að hafa áhrif á rannsóknina heldur virðist hún fyrst og fremst hafa haft áhyggjur af því hvaða áhrif þetta væri að hafa á þá stofnun sem hún fór fyrir.“ Þegar Sigmundur var inntur eftir frek- ari svörum sagðist hann ekki telja æskilegt að hann tjáði sig frekar um málið á meðan hann væri ráðherra dómsmála. Ein helsta málsvörnin Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra hefur tjáð sig með svipuð- um hætti og Sigmundur og Hanna Birna. Þannig er meint upplifun Stefáns af samskiptunum orðin ein helsta málsvörn ráðherranna þriggja í málinu og hluti af tilraun til þess að gera undirmann ráð- herra samábyrgan. Þess má geta að lögreglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu er skipaður af innanríkis- ráðherra og það var því í verka- hring Hönnu Birnu að ákveða hvort Stefán fengi áframhaldandi skipun í embætti árið 2016. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hanna Birna reynir að varpa ábyrgðinni yfir á aðra í lekamál- inu. Þannig má nefna að í desem- ber bendlaði hún Rauða krossinn við leka persónuupplýsinga þrátt fyrir að henni hafi mátt ljóst vera að hjálparsamtökin höfðu minnis- blað innanríkisráðuneytisins ekki undir höndum. Þá sagði ráðherra nýlega að lögfræðingar innanríkis- ráðuneytisins hefðu ráðlagt honum hvernig ætti að haga sam- skiptunum við lögreglustjórann. Síðar neitaði ráðherra að veita umboðsmanni Alþingis frekari upplýsingar um lögfræðiálitið. n „Ég tók í megin­ atriðum sjálf ákvarðanir um samskipti mín við L, en líkt og áður sagði gerði ég það í sam­ ráði við hann. Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „Ég gerði ríkis­ saksóknara grein fyrir því að ég þyrfti að halda að mér hönd­ um hvað þetta varð­ aði, þessi samskipti við ráðuneytið. Ábyrgð varpað á undirmann Hanna Birna varpar ábyrgðinni á samskiptum hennar við Stefán Eiríksson ítrekað yfir á lögreglustjórann sjálfan. Mynd Sigtryggur Ari taka í sama streng Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson hafa tekið í sama streng og Hanna Birna og vísað til þess að Stefán hafi ekkert við samskiptin að athuga. Forðaðist samskipti Stefán Eiríksson sagði í samtali við umboðsmann Alþingis að hann hefði litið svo á að hann gæti ekki beðið um fundi með ráðherra meðan á rannsókn lekamálsins stóð. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.