Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 8
8 Fréttir Helgarblað 19.–22. september 2014 Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Félag Bjarna græddi rúmar 164 milljónir n Á rúmlega þriggja milljarða eignir n Hlutabréfaeignin tvöfaldaðist F járfestingarfélag Bjarna Ár­ mannssonar, Sjávarsýn ehf., hagnaðist um rúmlega 164 milljónir króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi fé­ lagsins fyrir 2013 sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra. Í ársreikningnum kemur vel fram hversu sterkefnaður Bjarni er en eigin fjárstaða félagsins – eignir mín­ us skuldir – er jákvæð um nærri 2,4 milljarða króna. Sjávarsýn ehf. er sennilega þekkt­ ast fyrir að vera félagið sem hélt utan um hlutabréfaeign Bjarna Ár­ mannssonar í Glitni á árunum fyrir hrunið. Bjarni hætti sem kunnugt er sem bankastjóri Glitnis í apríl 2007 – þegar hlutabréfaverð á Íslandi var í hæstu hæðum – og seldi þá hlutabréf sín í bankanum með milljarða hagn­ aði. Bréfin voru keypt af Bjarna á yfir­ verði og var það hluti af samkomu­ lagi hans við nýja stjórn Glitnis um starfslok en fjárfestingafélagið FL Group hafði þá yfirtekið bankann ásamt meðfjárfestum. Bjarni endur­ greiddi skilanefnd Glitnis síðar yfir­ verðið sem hann fékk fyrir hluta­ bréfin og fékk hann því einungis markaðsverð fyrir þau. Í dag er Sjávarsýn það félag Bjarna sem heldur utan um fjár­ festingar hans í íslenskum fyrirtækj­ um eins og Gasfélaginu, Kælitækni, tölvufyrirtækinu Securstore á Akra­ nesi og eignarhaldsfélaginu Actuar sem það á ásamt Keili, Íslenskum aðalverktökum og Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Á 700 milljónir í félögum Félag Bjarna á eignir upp á nærri 3,3 milljarða króna en á móti eru skuld­ ir upp á nærri 936 milljónir króna. Af eignunum mynda skuldabréf og aðrar langtímakröfur nærri 2,3 millj­ arða króna en eignarhlutir í fyrir­ tækjum eru tæplega 700 milljónir. Hlutabréfaeign fyrirtækisins nærri tvöfaldaðist á milli áranna 2012 og 2013, fór úr rúmlega 360 milljónum upp í tæplega 700 milljónir. Bjarni hefur aukið nokkuð umsvif sín í ís­ lensku atvinnulífi á liðnum árum eft­ ir að hafa haldið frekar að sér hönd­ um strax í kjölfar hrunsins. Bjarni bjó meðal annars í Noregi um tíma en hann flutti þangað eftir að hafa hætt hjá Glitni og eftir að REI­verkefnið rann út í sandinn síðla árs 2007. Rann inn í Sjávarsýn Eitt af félögum Bjarna sem komst í fréttirnar eftir hrunið, Imagine In­ vestments, rann inn í Sjávarsýn árið 2011. DV greindi frá því árið 2009 að Imagine Investments hefði kom­ ist að samkomulagi við skilanefnd Glitnis um afskrift á rúmlega 800 milljóna króna skuld við bankann. Bjarni greiddi nokkra tugi milljóna – hann vildi ekki segja nákvæmlega hversu mikið – upp í skuldina en fékk eftirstöðvarnar afskrifaðar. Imagine Investments hafði fjárfest í norska fasteignafélaginu Glitnir Property Holding fyrir um milljarð þar sem hann lagði fram rúmlega 350 millj­ ónir í eiginfjárframlag en fékk af­ ganginn lánaðan. Greitt upp í skuld Bjarni tapaði svo eiginfjárfram­ lagi sínu en eftir stóð skuldin við Glitni sem gera þurfti upp, greiða eða afskrifa, með einhverjum hætti. Lendingin varð því sú að Glitnir tók bréfin í fasteignafélaginu og afskrif­ aði stærstan hluta skuldar félags­ ins við bankann eftir að Bjarni hafði greitt nokkra tugi milljóna, sem hann hefði sjálfsagt ekki nauðsynlega þurft að greiða, upp í skuldina. Þegar Bjarni var spurður af hverju hann hefði ekki bara greitt alla skuldina þar sem hann væri sannarlega borgunarmaður fyrir henni, meðal annars í ljósi sterkrar stöðu Sjávar­ sýnar, sagði hann að slíkt hefði ver­ ið „óábyrg“ meðferð á fjármunum: „Enda væri það náttúrulega bara óábyrg meðferð á fé af minni hálfu að gera það. Er það ekki?“ Tveimur árum síðar rann þetta félag sem Glitnir afskrifaði hjá inn í Sjávarsýn sem stendur afskaplega vel í dag eins og ársreikningur þess fyrir 2013 sýnir. n „Enda væri það náttúrulega bara óábyrg meðferð á fé af minni hálfu að gera það. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Sterkefnaður Eiginfjárstaða félagsins er jákvæð um nærri 2,4 milljarða króna. Stendur í hótelrekstri Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, hefur haslað sér völl í hótelrekstri eftir hrunið 2008. Meðal annars í ION Hotel á Nesjavöllum. 63 milljóna tap á hóteli Hreiðars Más Kaupþingsforstjórinn haslaði sér völl í ferðamannageiranum R úmlega 63 milljóna króna tap varð af rekstri ION Luxury Adventure Hotel, sem meðal annars er í eigu eignarhalds­ félags Hreiðars Más Sigurðssonar, í fyrra. Hótelið, sem er á Nesjavöll­ um, hét áður Hótel Hengill en eft­ ir að Hreiðar Már og meðfjárfest­ ar hans keyptu það hafa farið fram miklar framkvæmdir við bygginguna og henni gerbreytt í fínni gististað sem markaðssettur hefur verið sem lúxus hótel. Á þriðjudaginn greindi DV frá því að yfirmenn á Landspítal­ anum hefðu dvalið á hótelinu nýlega í þrjá daga vegna ráðstefnuhalds. DV greindi frá kaupum Hreiðars Más á hótelinu í október 2011 en það var áður í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Salan á hótelinu tengdist nokkuð umfangsmikilli eignasölu Orkuveitu Reykjavíkur á þeim tíma. Hreiðar Már var þá einn af fjárfestunum sem kom að eigninni eftir að hún skipti um hendur og átti meðal annars í samningaviðræðum við fyrrverandi hótelhaldarann um möguleg kaup á öðrum eignum á staðnum. Þrátt fyr­ ir að hótelið á Nesjavöllum hafi verið vel markaðssett og fái talsverða um­ fjöllun í fjölmiðlum þá var samt tap á rekstrinum í fyrra. Slíkt er að vísu alls ekki skrítið þar sem um var að ræða fyrsta rekstrarár þess. Eiginfjárstað­ an er neikvæð eins og er, en einungis um rúmar 9 milljónir króna. n ingi@dv.is Fríhöfnin tapaði 25 milljónum Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríks­ sonar tapaði 25,4 milljónum króna, fyrir afskriftir, vexti og skatta á fyrri helmingi ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu um afkomu félagsins. Fram kemur að á sama tímabili í fyrra hafi félagið hagnast um 39 milljónir. Í tilkynningunni segir að rekstrarkostnaður hafi hækkað um 28 prósent fyrstu sex mánuði ársins en þar muni mestu um hús­ næðiskostnað, sem hafi hækkað um 30,4 prósent á milli ára. Þrátt fyrir þetta segir í upp­ hafi tilkynningarinnar að rekstur­ inn hafi gengið vel á fyrri helm­ ingi ársins og að reksturinn sé í samræmi við áætlanir. Tekjur Frí­ hafnarinnar námu tæpum fjórum milljörðum króna á tímabilinu, sem er 14,5 prósenta hækkun frá fyrra ári. Hjá Fríhöfninni vinna 145 starfsmenn en þeir voru 129 í upp­ hafi árs. Æfðu viðbrögð við olíueldi Slökkviliðsmenn á Keflavíkur­ flugvelli eru í stöðugri þjálfun en nú á dögunum æfðu þeir við­ brögð við olíueldi. Með á æfingunni voru slökkvi­ liðsmenn á Akureyrarflugvelli en þeir hafa æft með slökkvi­ liðsmönnum á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga. Þeir hafa meðal annars æft reykköfun og að sprauta á „fuglinn“ eins og hann er kallað­ ur af slökkviliðsmönnum en það er flugvélarlíkan sem er á æfinga­ svæði slökkviliðsins á Keflavíkur­ flugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.