Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Page 8
8 Fréttir Helgarblað 19.–22. september 2014 Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Félag Bjarna græddi rúmar 164 milljónir n Á rúmlega þriggja milljarða eignir n Hlutabréfaeignin tvöfaldaðist F járfestingarfélag Bjarna Ár­ mannssonar, Sjávarsýn ehf., hagnaðist um rúmlega 164 milljónir króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi fé­ lagsins fyrir 2013 sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra. Í ársreikningnum kemur vel fram hversu sterkefnaður Bjarni er en eigin fjárstaða félagsins – eignir mín­ us skuldir – er jákvæð um nærri 2,4 milljarða króna. Sjávarsýn ehf. er sennilega þekkt­ ast fyrir að vera félagið sem hélt utan um hlutabréfaeign Bjarna Ár­ mannssonar í Glitni á árunum fyrir hrunið. Bjarni hætti sem kunnugt er sem bankastjóri Glitnis í apríl 2007 – þegar hlutabréfaverð á Íslandi var í hæstu hæðum – og seldi þá hlutabréf sín í bankanum með milljarða hagn­ aði. Bréfin voru keypt af Bjarna á yfir­ verði og var það hluti af samkomu­ lagi hans við nýja stjórn Glitnis um starfslok en fjárfestingafélagið FL Group hafði þá yfirtekið bankann ásamt meðfjárfestum. Bjarni endur­ greiddi skilanefnd Glitnis síðar yfir­ verðið sem hann fékk fyrir hluta­ bréfin og fékk hann því einungis markaðsverð fyrir þau. Í dag er Sjávarsýn það félag Bjarna sem heldur utan um fjár­ festingar hans í íslenskum fyrirtækj­ um eins og Gasfélaginu, Kælitækni, tölvufyrirtækinu Securstore á Akra­ nesi og eignarhaldsfélaginu Actuar sem það á ásamt Keili, Íslenskum aðalverktökum og Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Á 700 milljónir í félögum Félag Bjarna á eignir upp á nærri 3,3 milljarða króna en á móti eru skuld­ ir upp á nærri 936 milljónir króna. Af eignunum mynda skuldabréf og aðrar langtímakröfur nærri 2,3 millj­ arða króna en eignarhlutir í fyrir­ tækjum eru tæplega 700 milljónir. Hlutabréfaeign fyrirtækisins nærri tvöfaldaðist á milli áranna 2012 og 2013, fór úr rúmlega 360 milljónum upp í tæplega 700 milljónir. Bjarni hefur aukið nokkuð umsvif sín í ís­ lensku atvinnulífi á liðnum árum eft­ ir að hafa haldið frekar að sér hönd­ um strax í kjölfar hrunsins. Bjarni bjó meðal annars í Noregi um tíma en hann flutti þangað eftir að hafa hætt hjá Glitni og eftir að REI­verkefnið rann út í sandinn síðla árs 2007. Rann inn í Sjávarsýn Eitt af félögum Bjarna sem komst í fréttirnar eftir hrunið, Imagine In­ vestments, rann inn í Sjávarsýn árið 2011. DV greindi frá því árið 2009 að Imagine Investments hefði kom­ ist að samkomulagi við skilanefnd Glitnis um afskrift á rúmlega 800 milljóna króna skuld við bankann. Bjarni greiddi nokkra tugi milljóna – hann vildi ekki segja nákvæmlega hversu mikið – upp í skuldina en fékk eftirstöðvarnar afskrifaðar. Imagine Investments hafði fjárfest í norska fasteignafélaginu Glitnir Property Holding fyrir um milljarð þar sem hann lagði fram rúmlega 350 millj­ ónir í eiginfjárframlag en fékk af­ ganginn lánaðan. Greitt upp í skuld Bjarni tapaði svo eiginfjárfram­ lagi sínu en eftir stóð skuldin við Glitni sem gera þurfti upp, greiða eða afskrifa, með einhverjum hætti. Lendingin varð því sú að Glitnir tók bréfin í fasteignafélaginu og afskrif­ aði stærstan hluta skuldar félags­ ins við bankann eftir að Bjarni hafði greitt nokkra tugi milljóna, sem hann hefði sjálfsagt ekki nauðsynlega þurft að greiða, upp í skuldina. Þegar Bjarni var spurður af hverju hann hefði ekki bara greitt alla skuldina þar sem hann væri sannarlega borgunarmaður fyrir henni, meðal annars í ljósi sterkrar stöðu Sjávar­ sýnar, sagði hann að slíkt hefði ver­ ið „óábyrg“ meðferð á fjármunum: „Enda væri það náttúrulega bara óábyrg meðferð á fé af minni hálfu að gera það. Er það ekki?“ Tveimur árum síðar rann þetta félag sem Glitnir afskrifaði hjá inn í Sjávarsýn sem stendur afskaplega vel í dag eins og ársreikningur þess fyrir 2013 sýnir. n „Enda væri það náttúrulega bara óábyrg meðferð á fé af minni hálfu að gera það. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Sterkefnaður Eiginfjárstaða félagsins er jákvæð um nærri 2,4 milljarða króna. Stendur í hótelrekstri Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, hefur haslað sér völl í hótelrekstri eftir hrunið 2008. Meðal annars í ION Hotel á Nesjavöllum. 63 milljóna tap á hóteli Hreiðars Más Kaupþingsforstjórinn haslaði sér völl í ferðamannageiranum R úmlega 63 milljóna króna tap varð af rekstri ION Luxury Adventure Hotel, sem meðal annars er í eigu eignarhalds­ félags Hreiðars Más Sigurðssonar, í fyrra. Hótelið, sem er á Nesjavöll­ um, hét áður Hótel Hengill en eft­ ir að Hreiðar Már og meðfjárfest­ ar hans keyptu það hafa farið fram miklar framkvæmdir við bygginguna og henni gerbreytt í fínni gististað sem markaðssettur hefur verið sem lúxus hótel. Á þriðjudaginn greindi DV frá því að yfirmenn á Landspítal­ anum hefðu dvalið á hótelinu nýlega í þrjá daga vegna ráðstefnuhalds. DV greindi frá kaupum Hreiðars Más á hótelinu í október 2011 en það var áður í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Salan á hótelinu tengdist nokkuð umfangsmikilli eignasölu Orkuveitu Reykjavíkur á þeim tíma. Hreiðar Már var þá einn af fjárfestunum sem kom að eigninni eftir að hún skipti um hendur og átti meðal annars í samningaviðræðum við fyrrverandi hótelhaldarann um möguleg kaup á öðrum eignum á staðnum. Þrátt fyr­ ir að hótelið á Nesjavöllum hafi verið vel markaðssett og fái talsverða um­ fjöllun í fjölmiðlum þá var samt tap á rekstrinum í fyrra. Slíkt er að vísu alls ekki skrítið þar sem um var að ræða fyrsta rekstrarár þess. Eiginfjárstað­ an er neikvæð eins og er, en einungis um rúmar 9 milljónir króna. n ingi@dv.is Fríhöfnin tapaði 25 milljónum Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríks­ sonar tapaði 25,4 milljónum króna, fyrir afskriftir, vexti og skatta á fyrri helmingi ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu um afkomu félagsins. Fram kemur að á sama tímabili í fyrra hafi félagið hagnast um 39 milljónir. Í tilkynningunni segir að rekstrarkostnaður hafi hækkað um 28 prósent fyrstu sex mánuði ársins en þar muni mestu um hús­ næðiskostnað, sem hafi hækkað um 30,4 prósent á milli ára. Þrátt fyrir þetta segir í upp­ hafi tilkynningarinnar að rekstur­ inn hafi gengið vel á fyrri helm­ ingi ársins og að reksturinn sé í samræmi við áætlanir. Tekjur Frí­ hafnarinnar námu tæpum fjórum milljörðum króna á tímabilinu, sem er 14,5 prósenta hækkun frá fyrra ári. Hjá Fríhöfninni vinna 145 starfsmenn en þeir voru 129 í upp­ hafi árs. Æfðu viðbrögð við olíueldi Slökkviliðsmenn á Keflavíkur­ flugvelli eru í stöðugri þjálfun en nú á dögunum æfðu þeir við­ brögð við olíueldi. Með á æfingunni voru slökkvi­ liðsmenn á Akureyrarflugvelli en þeir hafa æft með slökkvi­ liðsmönnum á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga. Þeir hafa meðal annars æft reykköfun og að sprauta á „fuglinn“ eins og hann er kallað­ ur af slökkviliðsmönnum en það er flugvélarlíkan sem er á æfinga­ svæði slökkviliðsins á Keflavíkur­ flugvelli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.