Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 11
Helgarblað 19.–22. september 2014 Fréttir 11 „Næst líkkistan og kirkjugarðurinn“ n Böðvar neitar að hafa ráðist á Hörð með heykvísl n Óvíst hvað tekur við E f ég ætlaði að ráðast á hann þá væri hann ekki til frásagnar,“ segir Böðvar Birgisson í sam- tali við DV. Hörður Sverris son, áttræður Akureyringur, lýsti á dögunum í DV upplifun sinni af því er Böðvar bankaði upp á heima hjá honum með heykvísl í hendi og ógn- aði honum. Hörður taldi sig vera í lífs- hættu en Böðvar segir að hann hafi að- eins mundað heykvíslina til að leggja áherslu á orð sín. Málið allt snerist um vinnugalla sem Böðvar tók ófrjálsri hendi á heimili Harðar. Böðvar segir að hann hafi tekið vinnugallann vegna skuldar Harðar við hann. Glataðir minjagripir Böðvar segir, líkt og Hörður, að málið eigi sér nokkra forsögu. Hann segist hafa leigt herbergi hjá Herði í einn mánuð fyrir tveimur árum. „Það var ágætt fyrir utan að það var ofboðslega sóðalegt. Ég gerði nú ekkert mikið mál úr því. Ég þurfti á þessu að halda.“ Hann segist hafa farið í meðferð frem- ur skyndilega og því hafi ýmsar eign- ir hans orðið eftir í herberginu. „Það var þarna tölva, mjög verðmætar og sjaldgæfar bækur, og gripir tengd- ir minningum svo sem verðlaun fyrir hástökk,“ segir Böðvar. Hann heldur því fram að sonur Harðar hafi selt allt nema tölvuna, sem faðir Böðvars tók, og er hann enn verulega ósáttur við það. „Þetta voru mjög persónulegir hlutir.“ Vildi komast í hita Ekki dregur aftur til tíðinda í máli Böðvars og Harðar fyrr en í upphafi síðastliðins ágústmánaðar. „Ég dvaldi tvær, þrjár nætur á tjaldstæðinu á Akur eyri en ég hringdi í hann af ein- hverri rælni. Ég minntist ekkert á þetta dót en spurði hvort ég mætti ekki leigja herbergi. Hann sagði að ég mætti vera til mánaðamóta og það dugði mér, ég vildi bara komast í hita út af lungnabólgunni,“ segir Böðvar. Hörður sagði í samtali við DV að hann hefði boðið Böðvari að dvelja hjá sér endurgjaldslaust. Böðvar segir hins vegar að hann hafi lofað að borga þrjátíu þúsund krónur þegar hann gæti það. Tók gallann og fór Böðvar segir að hann hafi farið að lok- um þar sem honum þótti hreinlætið ekki nægilegt. Spurður um hvort hann hafi tekið ýmsa hluti ófrjálsri hendi á heimili Harðar neitar Böðvar því ekki. „Ég fékk í magann, fór út, og tók tjaldið. Ég tók gallann sem ég var myndaður í. Það var bara upp í skuld vegna mun- anna sem voru seldir. Ég gerði þetta því mig vantaði eitthvað hlýtt, til að kólna ekki niður,“ segir Böðvar. Hann segist hafa verið á vergangi fyrst um sinn eftir þetta. Hörður sagði áður að flotvinnugallinn hafi verið nýr og kost- að um hundrað þúsund krónur. Ekki góð hugmynd að veifa hnífi Á Menningarnótt Akureyrarbæjar ákvað Böðvar að fara í miðbæinn til að gera sér glaðan dag. Þar fer hann inn í bókabúð en fer úr gallanum og hengir á stól meðan hann fer á salernið. „Ég var með símann og fleiri muni í gall- anum. Þegar ég kom aftur var gallinn horfinn. Ég er alltaf vopnaður og greip hníf en hugsaði að það væri ekki snið- ugt þar sem það væru börn þarna á Menningarnótt. Ég opnaði aldrei hníf- inn, tók hann bara upp. Hugsaði að það væri ekki góð hugmynd að vera að veifa hníf þarna,“ segir Böðvar. Hann taldi það vonlaust að finna gallann úr þessu. Segist hafa fundið heykvíslina Eftir þetta fór Böðvar á lögreglustöð þar sem hann hugðist tilkynna stuld á vinnugallanum. „Ég kærði stuld á jakka en þá komu lögreglumenn sem voru víst að leita að mér. Þá átti ég víst að hafa veifað hnífi yfir fólki, sem er bara lygi,“ segir Böðvar sem gisti þá nótt í fangaklefa. Hann segist hafa haft grun um að Hörður hafi tek- ið gallann og því næst farið á heimili hans morguninn eftir. „Ég ætlaði að ná allavega í símann. Ég varð að gera eitthvað. Ég fór ekki í neinni reiði og tók þarna heykvísl sem var fyrir utan,“ segir Böðvar. Næg ógnun að halda á kvíslinni Böðvar segir að þegar Hörður kom til dyra hafi hann ekki verið með ógn- andi tilburði heldur hafi hann ein- göngu stungið heykvíslinni í jörðina. Fram til þessa hefur frásögn Böðvars og Harðar verið nær alveg samstíga. Böðvar segir það af og frá að hann hafi ráðist á Hörð. „Halló, ef ég hafði ráðist á hann og viljað gera honum mein þá væri hann ekkert til frásagnar um það. Ég setti kvíslina niður í jörðina. Við slógumst ekki um kvíslina. Mér þótti næg ógnun að vera með heykvíslina. Ég sagði: „hvar er síminn?“ og stakk niður kvíslinni. Svo fór ég í burtu. Ég réðst aldrei á hann með heykvísl, ef ég hefði gert það þá hefði hún farið í hann,“ segir Böðvar. Hann segir lög- regluna hafa tekið skýrslu af honum vegna málsins. Hörður hefur kært málið og segist Böðvar fagna því. Stillir sig vegna guðs Böðvar segir mjög óvíst hvað gerist næst hjá honum. „Tjaldstæðið lokar á morgun og löggan neitar að hýsa mig. Ég hósta blóði og var uppi á sjúkrahúsi í gær, ég er fárveikur. Ætli það verði ekki næst líkkistan og kirkjugarðurinn. Mér líður þannig, það er allt kom- ið í klessu. Ég gæti hefnt mín á þjóð- félaginu, ég hef margar ástæður, en ég stilli mig því ég á minn guð. Hann segir að þú skalt ekki drepa og það er það eina sem heldur mér frá því,“ segir Böðvar að lokum. n 10. september 2014 12 Fréttir Vikublað 10.–11. september É g nötra allur og skelf,“ seg- ir Hörður Sverrisson, 74 ára Akur eyringur, en Böðvar Birgis son réðst á hann með heykvísl á heimili Harðar síð- astliðinn miðvikudag. Böðvar var í viðtali við DV á dögunum þar sem hann lýsti því hvernig það væri að búa í tjaldi. Böðvar á að baki langa sögu fíkniefnaneyslu og geðveilu, að eigin sögn. Hörður, sem var nýkominn af spítala, náði með naumindum að verjast atlögu Böðvars en Hörður þjáist bæði af krabbameini og hjarta- sjúkdómi. Hörður telur að Böðvar hafi viljað hann feigan. „Þetta urðu bara slagsmál og það brotnaði hérna dyrakarmur. Þetta var svakalegt. Þetta var bara spurning um hver dræpi hvern,“ segir Hörður í samtali við DV. Hann hefur kært árásina til lögreglunnar. Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, stað- festir að kæra vegna árásarinnar hafi borist lögreglu en segir að kvíslinni hafi ekki verið beitt í árásinni. Ekki náðist í Böðvar við vinnslu fréttar- innar. Bauð gistingu í óveðri Hörður segir að málið eigi sér nokkurn aðdraganda en Böðvar leigði hjá Herði fyrir tveimur árum. „Svo fór hann í meðferð og þetta var allt í lagi, það fór vel á með okk- ur. Svo um verslunarmannahelgina núna þá dinglar hann bjöllunni, ég fer til dyra en þetta var eini dagur- inn um helgina sem var rok og rign- ing. Ég segi við hann að hann megi alveg vera hérna meðan þetta veður gengur yfir, því hann var bæði kaldur og hrakinn. Hann þáði það og ég fór á bílnum og hjálpaði honum með dótið sitt, sem var aðallega í plast- pokum, inn í herbergi,“ segir hann. Flotvinnugallinn Hörður segir að Böðvar hafi verið hjá sér rúmlega viku. „Einn morgun- inn er hann horfinn og það er alls konar dót horfið líka. Það voru mat- væli, stórir hnífar sem maður notar í eldhúsum og flökunarhnífur, svo tók hann flotvinnugalla sem maður not- ar ef maður fer út á sjó. Þetta var nýr galli, kostaði 90 eða 100 þúsund,“ segir Hörður. Þessi galli átti eft- ir að verða afdrifaríkur því rekja má heykvíslarárásina til hans. Böðvar er klæddur í umræddan galla á með- fylgjandi mynd. Endurheimti gallann Hörður ákvað að aðhafast ekkert vegna stuldarins. „Ef ég hef ekið um bæinn þá hef ég svona litið eftir hon- um. Núna á laugardaginn var ég með bróður mínum í Eymundsson, ég fékk leyfi frá sjúkrahúsinu til að fara niður í bæ svona rétt að gamni mínu. Þar sátum við úti í horni og þá sá ég út undan mér að einhver kom struns- andi fram hjá og ég sá að hann var í alveg eins galla og ég átti. Ég fylgd- ist með manninum inni í búðinni,“ lýsir Hörður. Eftir stutta stund sting- ur hann upp á við bróður sinn að þeir fari út og horfi á skemmtiatriði sem þar voru. Þegar þeir sneru aftur að borði sínu liggur þar flotvinnugall- inn á stól. „Ég tek gallann, hristi hann tvisvar og segi svona stundarhátt: „Þetta er gallinn minn og ég tek hann“.“ Hörður segist hafa geymt gallann í skotti bíls bróður síns. Skildi ekkert Eftir bæjarferðina fór Hörður aftur á sjúkrahús og þegar þangað var kom- ið hóf Böðvar að hringja í hann. „Ég ansaði fyrst en hann talaði þannig að ég skildi ekkert hvað hann var að segja. Síðan kom í ljós að það var farsími í gallanum,“ segir Hörður en hann telur að Böðvar hafi viljað símann aftur. Hann var útskrifaður af spítalanum síðastliðinn þriðju- dag og daginn eftir, laust fyrir ellefu, bankar Böðvar upp á hjá honum. Hélt að Böðvar væri hjúkrunarkona „Ég hélt að þetta væri hjúkrunarkon- an að koma, hún kemur einu sinni á dag, þar sem ég er með illvígan sjúk- dóm, krabbamein og hjartveiki. Þá var það maðurinn en ekki hjúkr- unarkonan. Hann sagði eitthvað, ég skildi ekki eitt einasta orð. Ég sagði við hann að síminn væri í bílnum hjá bróður mínum og við gætum náð í hann. Þá reif hann fram þessa heykvísl, með fjórum tuttugu sentí- metra löngum göddum, og ætlaði bara að stinga mig,“ segir Hörður. Að sögn hafði Böðvar kvíslina falda þegar hann opnar fyrst dyrnar. Náði taki á heykvíslinni Hörður segir að hann hafi á ein- hvern óskiljanlegan hátt náð taki á heykvíslinni. „Ég náði taki þeim megin sem gaddarnir voru með hægri hendi, með með hinni hendinni náði ég í skaftið. Ég átti mér einskis ills von og þetta gerðist bara á einu sekúndubroti,“ segir Hörð- ur. Að hans sögn ruddi Böðvar sér leið inn á sama tíma og hann mund- aði heykvíslina. „Hann var með tak á gaflinum sem lenti á dyrakamri í forstofunni. Hann braut hann bara í spón, svo höggið hefur verið mikið.“ Slógust í holinu Ryskingarnar færðust því næst inn í innra anddyri eða það sem kall- að er hol. „Þar slógumst við um þetta morðvopn. Einhvern veginn í ósköpunum þá gat ég komið honum undir og gat haldið honum niðri. Ég var með skaftið á hálsinum á hon- um, ég veit ekki hvaða orku ég fékk í mig þarna. Þá kallaði ég – ég er með nokkra leigjendur – og bað um að hringt yrði á lögregluna í hvelli. Það ansaði enginn því það var enginn í húsinu, nema ég,“ segir Hörður og telur hann að hróp hans hafi fælt Böðvar frá. „Hann linaði takið og ég fann að hann vildi velta sér á hliðina til að losna. Ég ákvað þá að standa upp með þetta morðverkfæri og hann hentist á fætur og hljóp út úr húsi eins hratt og hann gat. Ég sat eft- ir, bara nötrandi á beinunum,“ segir Hörður en heykvíslin varð eftir. Skjálfandi eins og hrísla Hörður segir að þrátt fyrir veikindi sín sé hann ekkert verulega slasaður á líkama eftir átökin. Eina sem hann nefnir í því samhengi er að hann hef- ur verið bakveikur og sviptingarnar hafi gert þann verk verri. Honum er þó verulega brugðið og í samtali við blaðamann tveimur dögum eftir árásina sagðist hann enn vera með skjálfta. „Skyldfólk mitt kom og allan daginn var ég bara nötrandi eins og hrísla. Ég er þarna að bjarga lífi mínu og á tímabili þá var bara spurningin hver hefði drepið hvorn með þessu voðalega vopni,“ segir Hörður. Hann hefur flúið til systur sinnar þar sem hann hefur ekki treyst sér til að sofa einn í húsinu. „Ég var svo lítill í mér eftir þetta að ég varð bara að flýja. Ég er ekki viss um að ég hefði leikið þennan leik aftur. Ég sef voðalega vel hjá systur minn, þar er ég öruggur,“ segir Hörður að lokum. Ógnandi en ekki ógnað „Ég er ekki alveg viss í hvaða far- vegi þetta mál er. Þetta var svo sem ekki alvarlegt mál. Eftir því sem mér skilst þá var ekki ógnað með kvíslinni en það var ógnandi að mæta með kvíslina í höndunum að dyrunum. Henni var ekki beitt sem slíkri eða otað. Hún er samt í höndum ógæfu- manns náttúrlega ógnvekjandi. Hann upplifir sig í lífshættu, sem eðlilegt er,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlög- regluþjónn á Akureyri. Hann segist þó ekki vera tilbúinn að fullyrða hve alvarlegt málið sé. Daníel segir að málið sé í rannsókn og telur að lög- reglan hafi rætt við Böðvar. „Þetta er maður sem er meira og minna inni á gafli hjá okkur. Við erum hans þrautalending ef á bjátar. Hann hverf- ur stundum,“ segir Daníel. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Stimplaður sprautu- sjúklingur“ Böðvar Birgisson sagði í viðtali við DV á dögunum að hann eigi rúmlega sjötíu innlagnir á geðdeild að baki og hafi í 41 skipti farið inn á Vog. „Ég er stimplaður sprautusjúklingur, eiturlyfjaneytandi og geðsjúkur glæpamaður,“ sagði Böðvar. Þegar blaðamaður DV ræddi við hann bjó hann í tjaldi á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti og hafði hann orð á því að hann væri „að gefast upp“. Þegar viðtalið við Böðvar var tekið hafði Hörður ekki endurheimt flotvinnugall- ann. Hörður segir að gallinn sem Böðvar klæðist á myndunum sé sinn. „Ég er þarna að bjarga lífi mínu og á tímabili þá var bara spurningin hver hefði drepið hvorn með þessu voðalega vopni. Hörður Sverrisson Myndin er tekin af kápu bókarinnar Smásagnasafn 1 sem Hörð- ur gaf út árið 2013. Myndin er ekki nýleg. Réðst á öldung með heykvísl n Áttræður varði sig með ótrúlegum hætti n Löng saga um andleg veikindi Flotvinnugallinn og Böðvar Myndin var tekin fyrir viðtal sem tekið var við Böðvar í síðustu viku, fáeinum dögum áður en hann réðst gegn Herði á miðvikudag. Hörður segir Böðvar vera í gallanum sínum. MyNd BjarNi EiríkSSoN 2. september 2014 Vikublað 2.–4. september 2014 8 Fréttir É g er stimplaður sprautusjúk- lingur, eiturlyfjaneytandi og geðsjúkur glæpamaður. Jafn- vel barnaperri sem ég er alsak- laus af. Nafn mitt er handónýtt. Ég er við það að gefast upp,“ segir Ak- ureyringurinn Böðvar Birgisson sem býr í tjaldi á tjaldsvæðinu við Þór- unnarstræti og leitar í ruslagámum eftir einhverju ætilegu. Glókollurinn frægi Líf Böðvars hefur ekki verið dans á rósum. Hann segir æskuna hafa ver- ið erfiða en vill lítið segja um for- eldra sína. „Heiðra skaltu föður þinn og móður,“ segir hann en viðurkenn- ir að hafa alist upp á brotnu heim- ili. „Þetta var allt saman eitthvað svo klikkað,“ segir hann hugsandi en bætir svo við: „Ég er þessi frægi glókollur sem lagið var samið um. Pabbi samdi það um drenginn sinn,“ segir hann og þylur brot úr textanum hratt upp: „Sofðu nú sonur minn kær senn kemur nótt. Úti hinn blíðasti blær bærist svo hljótt.“ Grét alla æskuna Böðvar er klæddur í kuldagalla þrátt fyrir hlýindi síðustu daga og útskýr- ir að honum sé alltaf kalt. „Það var eitrað fyrir mér og eftir það þoli ég ekki minnsta kulda. Það er kalt hér á morgnana en blessuð sólin hitar mig upp.“ Hann segist hafa fæðst líkamlega bæklaður. „Hællinn sneri fram og tærnar aftur, allt heila klabbið,“ seg- ir hann og rífur sig úr skónum til að sýna ummerkin. „Ég fann alltaf til og grét alla æskuna. Það vantaði 3,8 sentimetra á annan fótinn eftir að- gerðina og því er ég með krónísk- an verk í mjóbaki. Samt var ég alltaf duglegur að vinna og var farinn að fiska með pabba þegar ég var fimm ára. Ég skil samt ekki af hverju ég fékk engin laun. Ég var mjög fiskinn.“ Dó innra með sér Hann segist hafa verið ódæll í skóla en að þá tíma hafi ekki verið búið að finna upp hugtakið ADHD. „Ég átti erfitt með að læra tölur og fékk vana- lega 0,0 í stærðfræði. Mesta lagi 1,0. Það er eitt af einkennum ADHD,“ segir hann en bætir við að hann hafi fundið sig í tónlistinni. Eitt atvik úr æsku hafði meiri áhrif á hann en margt annað og það er greinilegt að honum þykir erfitt að rifja það upp: „Líkamlegur sársauki er eitt en and- legur sársauki er annað. Konur sem voru mikið á djamminu og ein þeirra nákomin mér; kvenfólk sem mér þótti vænt um, gerðu hluti sem ég vil ekki fara nánar út í. Þá dó eitthvað innra með mér, andlega, líkamlega og sálarlega.“ Að sama skapi segist hann hafa þjáðst mikið vegna blæðandi ristils auk þess að hafa verið með lifrar- bólgu A, B og C en fullyrðir að í síð- ustu þremur skoðunum hafi veiran ekki fundist. „Svo hef ég verið með lungnabólgu síðustu daga en ég er að ná mér. Kuldinn fer bara svo illa í mig,“ segir hann og bætir við að hann sé einfaldlega eitt líkamlegt flak og alltaf með verki. Amfetamín fyrsta ástin Böðvar hefur ekki með tölu á öll- um þeim greiningum sem hann hefur fengið hjá geðlæknum en tel- ur þó upp geðklofa, maníu, ADHD og svefnleysi. Hann hefur ver- ið sprautufíkill um árabil en full- yrðir að hann sé hættur að sprauta sig. „En það trúir mér enginn,“ seg- ir hann og rifjar upp sín fyrstu kynni af amfetamíni. „Ég var alltaf með svo mikið rugl í kringum hausinn sem læknar gátu ekki skýrt. Svo var ég í partíi og sá þessar tvær hvítu línur sem fólk var að taka í nefið. Ég próf- aði og svona 20 mínútum síðar hvarf allt ruglið. Þetta efni ætlaði ég alltaf að eiga og mikið af því. Amfetamín- ið var lyfið mitt – ég elskaði það. Ég var á sjó á þessum tíma og átti nógan pening. Þetta var mín fyrsta ást, ást sem byrjaði fallega en endaði skelfi- lega. Ég þurfti alltaf meira og meira og niðurtúrarnir; ég ætla ekki einu sinni að lýsa þeim. Algjör viðbjóður. Ég á rúmlega 70 innlagnir á geð- deild að baki, hef farið 41 sinni á Vog, sex eða sjö sinnum á Hlaðgerðarkot, þrisvar eða fjórum sinnum á Krýsu- vík og hef oft verið sviptur sjálf- ræðinu á 33 A. Ég skil ekki af hverju ég er á lífi. Það skilur það enginn. En ég er á lífi og fyrir það ber að þakka guði,“ segir hann og leggur hönd sína á Biblíu sem hann hefur með sér. Keypti sér vini Hann segir vinina hafa komið þegar hann var á sjó og átti pening en um leið og síðustu aurarnir hafi klárast hafi þeir látið sig hverfa. „Ég keypti mér vini og það var ágætt meðan á því stóð. En það svíkja mig allir. Öllu dótinu mínu hefur verið stolið af mér. Ég kynntist þessum Sigga hakkara í fangelsi og féll fyrir rugl- inu í honum; ætlaði til Svíþjóðar í einkalífvarðaskóla og greiddi honum 150 þúsund fyrir loforð um húsnæði og bíl,“ segir hann og veifar afriti af bankamillifærslunni. „Ég er orðinn þreyttur og ég er að gefast upp. Það hafa allir snúið við mér bakinu; félagsmálayfirvöld, lög- reglan og trúfélagar, bara allir. Ég á ekki neitt, ekki einu sinni bágt,“ seg- ir hann og bætir við að hann viti ekki hvað verði um hann þegar haustar. „Ég er ekki eins slæmur og margir halda en ég er búinn að gefast upp á Íslandi. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að vinna mannorð mitt til baka. Það er ekki hægt, það trúir mér enginn hvort sem er. Ég er farinn frá Íslandi og kem aldrei aftur.“ n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Þetta var mín fyrsta ást, ást sem byrjaði fallega en endaði skelfilega. Leitar í gámum Böðvar fann ýmislegt ætilegt þegar ljósmyndarinn hitti hann við ruslagám verslunar. Býr í tjaldi Böðvari er alltaf kalt og gengur um í kuldagalla þrátt fyrir blíðviðri. MynDIr BjArnI EIríKsson n Böðvar býr í tjaldi á Akureyri n Ólst upp á bro tnu heimili n „Kuldinn fer illa í mig“ „Ég er að gefast upp“ 2. september 2014 Vikublað 2.–4. september 2014 8 Fréttir É g er stimplaður sprautusjúk- lingur, eiturlyfjaneytandi og geðsjúkur glæpamaður. Jafn- vel barnaperri sem ég er alsak- laus af. Nafn mitt er handónýtt. Ég er við það að gefast upp,“ segir Ak- ureyringurinn Böðvar Birgisson sem býr í tjaldi á tjaldsvæðinu við Þór- unnarstræti og leitar í ruslagámum eftir einhverju ætilegu. Glókollurinn frægi Líf Böðvars hefur ekki verið dans á rósum. Hann segir æskuna hafa ver- ið erfiða en vill lítið segja um for- eldra sína. „Heiðra skaltu föður þinn og móður,“ segir hann en viðurkenn- ir að hafa alist upp á brotnu heim- ili. „Þetta var allt saman eitthvað svo klikkað,“ segir hann hugsandi en bætir svo við: „Ég er þessi frægi glókollur sem lagið var samið um. Pabbi samdi það um drenginn sinn,“ segir hann og þylur brot úr textanum hratt upp: „Sofðu nú sonur minn kær senn kemur nótt. Úti hinn blíðasti blær bærist svo hljótt.“ Grét alla æskuna Böðvar er klæddur í kuldagalla þrátt fyrir hlýindi síðustu daga og útskýr- ir að honum sé alltaf kalt. „Það var eitrað fyrir mér og eftir það þoli ég ekki minnsta kulda. Það er kalt hér á morgnana en blessuð sólin hitar mig upp.“ Hann segist hafa fæðst líkamlega bæklaður. „Hællinn sneri fram og tærnar aftur, allt heila klabbið,“ seg- ir hann og rífur sig úr skónum til að sýna ummerkin. „Ég fann alltaf til og grét alla æskuna. Það vantaði 3,8 sentimetra á annan fótinn eftir að- gerðina og því er ég með krónísk- an verk í mjóbaki. Samt var ég alltaf duglegur að vinna og var farinn að fiska með pabba þegar ég var fimm ára. Ég skil samt ekki af hverju ég fékk engin laun. Ég var mjög fiskinn.“ Dó innra með sér Hann segist hafa verið ódæll í skóla en að þá tíma hafi ekki verið búið að finna upp hugtakið ADHD. „Ég átti erfitt með að læra tölur og fékk vana- lega 0,0 í stærðfræði. Mesta lagi 1,0. Það er eitt af einkennum ADHD,“ segir hann en bætir við að hann hafi fundið sig í tónlistinni. Eitt atvik úr æsku hafði meiri áhrif á hann en margt annað og það er greinilegt að honum þykir erfitt að rifja það upp: „Líkamlegur sársauki er eitt en and- legur sársauki er annað. Konur sem voru mikið á djamminu og ein þeirra nákomin mér; kvenfólk sem mér þótti vænt um, gerðu hluti sem ég vil ekki fara nánar út í. Þá dó eitthvað innra með mér, andlega, líkamlega og sálarlega.“ Að sama skapi segist hann hafa þjáðst mikið vegna blæðandi ristils auk þess að hafa verið með lifrar- bólgu A, B og C en fullyrðir að í síð- ustu þremur skoðunum hafi veiran ekki fundist. „Svo hef ég verið með lungnabólgu síðustu daga en ég er að ná mér. Kuldinn fer bara svo illa í mig,“ segir hann og bætir við að hann sé einfaldlega eitt líkamlegt flak og alltaf með verki. Amfetamín fyrsta ástin Böðvar hefur ekki með tölu á öll- um þeim greiningum sem hann hefur fengið hjá geðlæknum en tel- ur þó upp geðklofa, maníu, ADHD og svefnleysi. Hann hefur ver- ið sprautufíkill um árabil en full- yrðir að hann sé hættur að sprauta sig. „En það trúir mér enginn,“ seg- ir hann og rifjar upp sín fyrstu kynni af amfetamíni. „Ég var alltaf með svo mikið rugl í kringum hausinn sem læknar gátu ekki skýrt. Svo var ég í partíi og sá þessar tvær hvítu línur sem fólk var að taka í nefið. Ég próf- aði og svona 20 mínútum síðar hvarf allt ruglið. Þetta efni ætlaði ég alltaf að eiga og mikið af því. Amfetamín- ið var lyfið mitt – ég elskaði það. Ég var á sjó á þessum tíma og átti nógan pening. Þetta var mín fyrsta ást, ást sem byrjaði fallega en endaði skelfi- lega. Ég þurfti alltaf meira og meira og niðurtúrarnir; ég ætla ekki einu sinni að lýsa þeim. Algjör viðbjóður. Ég á rúmlega 70 innlagnir á geð- deild að baki, hef farið 41 sinni á Vog, sex eða sjö sinnum á Hlaðgerðarkot, þrisvar eða fjórum sinnum á Krýsu- vík og hef oft verið sviptur sjálf- ræðinu á 33 A. Ég skil ekki af hverju ég er á lífi. Það skilur það enginn. En ég er á lífi og fyrir það ber að þakka guði,“ segir hann og leggur hönd sína á Biblíu sem hann hefur með sér. Keypti sér vini Hann segir vinina hafa komið þegar hann var á sjó og átti pening en um leið og síðustu aurarnir hafi klárast hafi þeir látið sig hverfa. „Ég keypti mér vini og það var ágætt meðan á því stóð. En það svíkja mig allir. Öllu dótinu mínu hefur verið stolið af mér. Ég kynntist þessum Sigga hakkara í fangelsi og féll fyrir rugl- inu í honum; ætlaði til Svíþjóðar í einkalífvarðaskóla og greiddi honum 150 þúsund fyrir loforð um húsnæði og bíl,“ segir hann og veifar afriti af bankamillifærslunni. „Ég er orðinn þreyttur og ég er að gefast upp. Það hafa allir snúið við mér bakinu; félagsmálayfirvöld, lög- reglan og trúfélagar, bara allir. Ég á ekki neitt, ekki einu sinni bágt,“ seg- ir hann og bætir við að hann viti ekki hvað verði um hann þegar haustar. „Ég er ekki eins slæmur og margir halda en ég er búinn að gefast upp á Íslandi. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að vinna mannorð mitt til baka. Það er ekki hægt, það trúir mér enginn hvort sem er. Ég er farinn frá Íslandi og kem aldrei aftur.“ n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Þetta var mín fyrsta ást, ást sem byrjaði fallega en endaði skelfilega. Leitar í gámum Böðvar fann ýmislegt ætilegt þegar ljósmyndarinn hitti hann við ruslagám verslunar. Býr í tjaldi Böðvari er alltaf kalt og gengur um í kuldagalla þrátt fyrir blíðviðri. MynDIr BjArnI EIríKsson n Böðvar býr í tjaldi á Akureyri n Ólst upp á brotnu heimili n „Kuldinn fer illa í mig“ „Ég er að gefast upp“ Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Ég er alltaf vopn- aður og greip hníf en hugsaði að það væri ekki sniðugt þar sem það væru börn þarna á Menn- ingarnótt. Neitar árás Böðvar segist vissulega hafa bankað upp á hjá Herði með heykvísl í hendi en hann neitar staðfast- lega að hafa ráðist á hann. Böðvar er hér í vinnugallanum margumrædda. MyNd BjarNi EiríkSSoN „Ég gæti hefnt mín á þjóðfélaginu, ég hef margar ástæður, en ég stilli mig því ég á minn guð.“ LiðhLaupinn úr LögregLunni n Jón Óttar hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu ár út af gagnrýni sinni á embætti sérstaks saksóknara fram í góðri trú, þá er ekki hægt að sakast við heimildarmanninn. Óháð öllum trúnaðarskyldum þá hlýtur sannleikurinn að vera þeim yfirsterkari, sérstaklega ef réttindi einstaklinga sem eru til rannsóknar hafa verið brotin. Hvort tilgangur Jóns Óttars með uppljóstrunum sínum og gagnrýni er eingöngu að ata emb- ætti sérstaks saksóknara auri, og kasta rýrð á rannsóknir þess, eða hvort hann vill bara að sannleik- urinn komi fram um starfshætti þess skal ósagt látið. Erfitt getur verið að fullyrða nokkuð um það. Sú staðreynd að hann er gram- ur út í embættið út af kærunni gegn honum sem það sendi til ríkissaksóknara og eins að hann vinnur fyrir aðila sem eru til rann- sóknar hjá embættinu dregur þó sannarlega úr trúverðugleika hans. Svo virðist sem Jón Óttar sé í hefndarhug og hafi tekið sér skýra stöðu gegn embættinu og vinnu þess. Hvað nákvæmlega rekur hann áfram í þeirri baráttu er hins vegar erfiðara að meta. n Hörð gagnrýni Jón Óttar hefur gagn- rýnt fyrrverandi vinnustað sinn, emb- ætti sérstaks saksóknara, harkalega. Hér sést Ólafur Hauksson í réttarsal. MyNd SiGTryGGur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.