Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 28
Helgarblað 19.–22. september 201428 Fólk Viðtal É g fer aldrei aftur á hjól. Nú ræð- ur konan. Hún hafði beðið mig um morguninn að fara ekki á hjólinu því hún hefði slæma til- finningu. Ég svaraði því að það væri ekki eins og ég væri að fara detta, enda hafði ég aldrei lent í neinu,“ segir fjölmiðlamaðurinn Sigurjón Magnús Egilsson sem lenti í vélhjólaslysi fyrir rúmum hálfum mánuði. Lunga féll saman Sigurjón ætlaði að skreppa heim í hádeginu. Þegar hann kom að hringtorginu hjá Korputorgi féll hann af hjólinu með þeim afleiðing- um að annað herðablað og fimm rif- bein brotnuðu auk þess sem annað lungað féll saman. „Ég var búinn að slá eitthvað af hraðanum og var kannski á 60. Þá var bara eins og fót- unum væri kippt undan mér. Ég bara steinlá. Það er eitthvað að malbikinu þarna, einhver hálka,“ segir Sigurjón sem lá á sjúkrahúsi í tíu daga. Hann man lítið atburðarásina eft- ir slysið. „Þeir settu strax í mig dren til að reyna að hreinsa blóð og ann- að sem var við lungað, sem var tals- vert fallið saman. Ég var með morfín beint í mænu í marga daga og þurfti súrefni til að geta andað. Annars fór ágætlega um mig á sjúkrahúsinu. Ég var mikið lyfjaður fyrst en sá margt undarlegt þarna inni, þegar ég var sjálfur kominn til sæmilegrar meðvitundar, sem stórmerkilegt var að verða vitni að. Eins og hvað sjúk- lingar sem komu af gjörgæslu eft- ir erfiðar skurðaðgerðir brögguð- ust hratt. Sjúklingar sem rétt rymdi úr eftir aðgerð buðu góðan daginn daginn eftir og voru jafnvel komnir á ról á þriðja degi. Það er svo margt fallegt að gerast þarna; kraftaverk í hverju rúmi. Fyrir forvitinn mann var þetta ákveðið upplifelsi.“ Grét þegar mamma kom Sigurjón fékk að upplifa á eigin skinni hið margumtalaða ástand á Landspítalanum. „Heilt yfir var gott að vera þarna og fólkið er gott en áður en ég fór heim fékk ég skoðunarferð og fékk þá að sjá á bak við tjöldin, það sem sjúklingar og gestir sjá ekki. Ef Landspítalinn væri togari fengi hann ekki haffærisskírteini. Þetta er barn síns tíma og löngu sprungið.“ Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Sigurjón slasast alvarlega. Þegar hann var 14 ára varð hann undir dráttarvél með þeim afleiðingum að báðir fætur hans brotnuðu. „Ég gleymi aldrei ferðinni til Reykjavík- ur. Árið var 1968 en þá var verið að undirbúa Hellisheiðina fyrir mal- bik svo hristingurinn yfir heiðina var mikill. Þetta var erfitt ferðalag en ég beit á jaxlinn en þegar mamma kom á sjúkrahúsið hágrét ég. Núna var ég fyrst fluttur á bráða- móttöku á Borgarspítalanum en var svo færður yfir á Hringbrautina. Í sjúkrabílnum á milli fékk ég að heyra að því miður væri malbikið fyrir utan spítalann óslétt svo ég yrði að búa mig undir hristing. Það sýnir ástandið; að sjúkrabílarnir þurfi að hossast yfir óslétt malbik fyrir utan sjúkrahúsið með stórslasað fólk innan borðs.“ Ótrúlegur bati Sigurjón hefur séð um útvarpsþátt- inn Sprengisand í sex ár og er auk þess nýráðinn fréttaritstjóri 365 miðla. Stuttu eftir að hafa útskrifast af sjúkrahúsinu var hann farinn að láta sjá sig á ritstjórninni. „Ég var ný- búinn að ráða mig í krefjandi vinnu og núna snýst líf mitt um að finna jafnvægi í þessu andlega og líkam- lega. Það var mér erfitt að vera ekki í vinnunni. Þegar ég var kominn sæmilega til sjálfs míns á sjúkrahús- inu leitaði hugurinn mikið í vinnuna en ég var það máttlaus og sætti mig við það. En eftir að ég var orðinn ról- fær eirði ég mér ekki heima allan daginn og mæti nú á fundi og skrifa leiðara. Ég get ekki setið eða stað- ið heilan dag en vonandi verð ég að einhverju gagni.“ Hann segir tímasetninguna hafa verið slæma en er ekki að velta sér upp úr slíku. „Af því að ég datt finnst mér ég hafa sloppið vel. Ég dróst ekki eftir malbikinu, allir útlimir eru heilir og ég fékk ekki höfuðhögg. Það sést mikið á hjálminum en höf- uðið slapp og innvortismeiðsl munu jafna sig. Batinn er hreint ótrúlegur. Ég er lánsamur,“ segir hann og bætir við að hann hafi aðeins fundið fyrir væntumþykju þegar hann mætti aftur í vinnu. Alkóhólismi fjölskyldu- sjúkdómurinn Sigurjón fæddist í janúar 1954 og fagnaði því sextugsafmæli sínu í byrjun árs. Hann bjó fyrstu árin í „Ég Fjölmiðlamaðurinn Sigurjón Magnús Egilsson slasaðist alvarlega þegar hann féll af vélhjóli á dögunum en er staðráðinn í að ná bata. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Sigurjón um heilsuna, ástina, stöðuna á fjölmiðlunum, erfiða æsku og alkóhólismann sem markað hefur líf hans. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is brást he i“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.