Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 14
14 Fréttir Helgarblað 19.–22. september 2014 Hvarf sendiHerrans er stórfrétt í Kína n Íslendingum brugðið vegna málsins n Staðgengill sendiherra svarar ekki spurningum DV S kyndilegt hvarf kínverska sendiherrans á Íslandi, Ma Jisheng, vakti athygli al- þjóðlegra fjölmiðla í liðinni viku. Fullyrt var að hann og eigin kona hans, Zhong Yue, hefðu verið kölluð til Kína í byrjun ársins og handtekin af kínverskum ör- yggissveitum í febrúar síðastliðnum vegna gruns um njósnir fyrir japönsk stjórnvöld. Kínverska utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað staðfesta fregnirnar. DV greindi frá því þann 5. september síðastliðinn að ekkert hefði spurst til Ma síðan hann yfirgaf landið þann 23. janúar. Hjá kínverska sendiráðinu fengust þær upplýsingar að spurn- ingum DV varðandi málið yrði ekki svarað eða eins og ritari sendiráðsins sagði: „Ég er búinn að tala við fólkið sem stýrir svona löguðu og svarið er að þessu verður ekki svarað á þessum tímapunkti.“ Viðmælendum DV sem þekkja til sendiherrans er brugðið vegna málsins. Benda sumir þeirra á að málið virðist flóknara en látið sé í veðri vaka í fjölmiðlum enda engar opinberar skýringar verið gefnar. „Þetta kemur mér nú töluvert mik- ið á óvart ef að satt reynist,“ segir Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusar stofnunarinnar Norður- ljósa, og bætir við að Ma hafi verið mjög þægilegur maður í alla staði. Handtekinn sem sendiherra Stefán Skjaldarson, sendiherra Ís- lands í Kína, segir um stórfrétt að ræða, „ekki bara á Íslandi, heldur á heimsvísu, ekki síst í Kína.“ Þegar DV spurði Stefán út í hvarf sendiherrans í upphafi síðustu viku sagði hann: „Ég get bara staðfest að skv. okkar bestu upplýsingum er ekkert dularfullt við fjarveru sendiherrans eða að fjarvera hans tengist spillingarmálum. Fjar- veran mun stafa af fjölskylduástæð- um eingöngu, erfiðs heilsufars aldr- aðra foreldra sendiherrans og óskar hans um leyfi frá störfum til að sinna þeim.“ Nú segir hann ljóst að hann hafi búið yfir röngum upplýsingum: „Ég hef greinilega ekki haft réttar upplýs- ingar þegar ég svaraði þér um daginn, en þær voru þær einu sem við höfð- um þá. Nú er ljóst að þær voru óná- kvæmar svo vægt sé nú til orða tekið.“ Arnþór Helgason, formaður Kín- versk-íslenska menningarfélagsins (KÍM), og vináttusendiherra Kínverja á Íslandi, segir fréttirnar hafa komið honum í opna skjöldu: „Þetta kemur mér mjög á óvart vegna þess að mér hefur fundist Ma Jisheng heldur ein- lægur maður.“ Kínverska utanríkisráðuneytið tilkynnti því íslenska í maí að Ma myndi ekki snúa aftur til starfa og að staðgengill sendiherra væri Chen Laiping. Séu fregnir af handtökunni í febrúar réttar, má ljóst vera að kín- verski sendiherrann hafi verið í haldi í um þrjá mánuði áður en staðgengill hans tók opinberlega við embættinu. Mögulegt er að ásakanir um njósnir fyrir japönsk stjórnvöld sé tylliástæða en erfitt er að ímynda sér verri glæp en njósnir fyrir erkióvininn. „Ég veit það ekki“ Ma Jisheng fæddist árið 1957 í Kína og er með meistaragráðu í sagnfræði. Hann hóf störf í kínversku utanríkis- þjónustunni árið 1988, meðal annars sem sendifulltrúi í sendiráðum Kína í Indónesíu og Japan. Samkvæmt frétt- um Guardian, Reuters, NRK og fleiri miðla á hann að hafa látið japönsk- um yfirvöldum í té upplýsingar á meðan hann starfaði í Japan á árun- um 2004–2008. Ma tók við sem sendi- herra Kína á Íslandi haustið 2012 og þykir að sögn viðmælenda DV afar geðþekkur maður. DV reyndi á miðvikudag og fimmtudag að fá svör frá sendiráði Kína á Íslandi varðandi málið. Ritari sendiráðsins sagðist ítrekað ekkert vita um málið. Aðspurður hver gæti svarað slíkum spurningum sagði hann: „Ég veit allavega ekkert um það núna.“ Þegar hann var beðinn um að gefa blaðamanni símanúmer eða netfang á staðgengil sendiherra, Chen Laiping, bað hann blaðamann um að senda fyrirspurn á netfang sendiráðsins. Aðspurður hvort ein- hverra viðbragða væri að vænta frá sendiráðinu vegna málsins sagði rit- arinn: „Ég veit það ekki.“ DV sendi fyrirspurn á netfang kín- verska sendiráðsins á miðvikudag sem stíluð var á staðgengil sendi- herra, Chen Laiping. Þar var hann meðal annars spurður hvort hann vissi um afdrif Jisheng og Yue og hvort hann hefði heyrt eitthvað frá þeim á síðustu mánuðum. Þessi fyrir- spurn var ítrekuð á fimmtudag. Ekk- ert svar hafði borist þegar blaðið fór í prentun. Glaður með heiðursnafnbót „Mér dettur í hug hvort þarna geti verið um lausmælgi að ræða frekar en beinan ásetning um að miðla upplýsingum til Japana,“ segir Arn- þór Helgason, formaður KÍM, sem vonast til þess að málið fái að hafa sinn gang í kínverska réttarkerf- inu. Arnþór ber Ma góða söguna en þeir ræddust stuttlega við í síma áður en hann yfirgaf Ísland í janúar. Menningarfélagið hugðist veita Ma heiðursnafnbót þegar hann kæmi til baka en hann hafði aðstoðað félagið við að leysa ýmis vandamál sem upp komu um það leyti sem verið var að undirbúa sextíu ára afmæli félagsins á síðasta ári. „Hann var mjög glaður og sagði að þetta væri mjög gott fyrir ferilskrána sína og að sér hefði aldrei verið sýndur slíkur heiður,“ sagði Arnþór í viðtali við DV þann 10. sept- ember. „Maður skyldi nú halda að maður eins og Ma Jisheng sem er þetta nærri stjórnvöldum fái eðlilega málsmeð- ferð,“ segir Arnþór nú í samtali við DV. „Ég ætla ekki að dæma nokkurn skapan hlut fyrr enn, og ef maður fréttir eitthvað af því hver dómur hans verður, eða hvaða dóm hann fær.“ Að- spurður hvort eitthvað annað geti legið að baki en meintar njósnir fyrir japönsk stjórnvöld segir Arnþór: „Ég þori ekki að fara með það, en mið- að við það sem hefur gengið á í kín- verska stjórnkerfinu að undanförnu, þá held ég að menn ætli sér nú ekki að fara að búa til sakir á hendur fólki.“ Allt of mikið sé í húfi til þess að ráða- menn fari fram með upplognar sakir. Gagnrýni dagblaðs „Ég trúi því ekki fyrr en á það reyn- ir, að kínversk stjórnvöld, í þessu nú- tímaríki, hafi það í hyggju að ljúga upp sökum til þess að koma fólki á kné,“ segir Arnþór sem bendir á að árið 2011 hafi refsilöggjöfin í Kína verið endurbætt, meðal annars til þess að tryggja að menn fengju eðli- lega málsmeðferð. Mikil herferð hef- ur verið í gangi gagnvart spilltum embættismönnum í Kína síðan Xi Jinping tók við forsetaembætti í mars á síðasta ári. Sumir halda því fram að forsetinn sé með þessum hætti að tryggja völd sín á meðan aðrir vilja meina að með þessu sé verið að ráð- ast að rótum ýmiss konar spillingar- vanda í kínverska kerfinu. Ljóst er að almenningur bindur miklar von- ir við þessar aðgerðir og því er það mat margra að forsetanum megi ekki mistakast þetta ætlunarverk sitt. „Kína er mjög lagskipt ríki og það getur tekið talsverðan tíma að koma lagafyrirmælum í framkvæmd í fjarlægustu héruðum landsins, en dómskerfið verða Kínverjar að laga, og ég held að það hafi verið gerð- ar nægjanlegar ráðstafanir til þess að við trúum því að svo sé.“ Arnþór segir það vekja athygli að dagblaðið Global News hafi gagnrýnt kínversk stjórnvöld fyrir að halda slíkum mál- um leyndum fyrir almenningi, en þau geti verið víti til að varast. „Lægra settir embættismenn og þeir sem hafa verið stjórnvöldum óþægur ljár í þúfu hafa hingað til mátt þola mikla umfjöllun og gagnrýni í fjölmiðlum.“ Möguleg dauðasök Geir Sigurðsson, dósent í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands, segir herferðir gegn spillingu embættis- manna hafa verið algengar innan Kommúnistaflokksins allt frá stofn- un Alþýðulýðveldisins og því hneigð- ist hann til að taka þessari tilteknu herferð mátulega alvarlega. „Það er þó alkunna meðal al- mennings að sukk embættismanna á kostnað ríkisins hefur verið gríðar- legt í gegnum tíðina. Í dag er almennt litið svo á að embættismenn séu spilltir og einbeiti sér fyrst og fremst að því að maka sinn krók. Þess vegna ríður mjög á að bæta ímynd þeirra, enda jafngildir neikvætt viðhorf til þeirra neikvæðu viðhorfi til flokksins og það vilja Xi og aðrir hæstráðendur forðast með öllu.“ Þá segist hann vona að herferðin skrumskælist ekki í nornaveiðar á blórabögglum eins og tíðkaðist á tíma Maos og jafnvel að honum öll- um. „Ég veit hins vegar ekkert um athæfi hr. Ma en get ímyndað mér að iðnaðarnjósnir fyrir Japana sé dauðasök í Kína og því ekkert grín að verða fyrir slíkum ásökunum.“ n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Hvar er Ma? Kínverska utanríkisráðuneytið hefur ekki svarað því hvað orðið hefur um sendiherrann eða hvort hann hafi verið handtekinn fyrir njósnir. Dæmir engann Arnþór Helgason, for- maður KÍM, segist engan ætla að dæma fyrr en niðurstaða fæst í málið. Þægilegur maður Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, segir Ma hafa verið mjög þægi- legan mann í alla staði. Rangar upplýsingar Stefán Skjaldarson, sendiherra Íslands í Kína, segist hafa búið yfir röngum upplýsingum þegar hann sagði fjarveru Ma stafa af fjölskylduveikindum. „Ég veit hins vegar ekkert um athæfi hr. Ma en get ímyndað mér að iðnaðarnjósnir fyrir Japana sé dauðasök í Kína og því ekkert grín að verða fyrir slíkum ásökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.