Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 21
Fréttir Erlent 21Helgarblað 19.–22. september 2014 Alræmdur morðingi fær leyfi til að deyja n Den Bleeken fær heimild til líknardauða n Mikil aukning á síðustu árum B elgískur dómstóll hefur veitt Frank Van Den Bleeken, alræmdum nauðgara og morðingja, leyfi til binda enda á líf sitt. Líknardráp eru lögleg í Belgíu en Van Den Bleeken, sem er fimmtugur, afplán- ar nú lífstíðarfangelsi fyrir fjölmörg kynferðisbrot og morð sem hann framdi á níunda áratug liðinnar ald- ar. Hann hefur setið inni undanfarin þrjátíu ár en segist þrátt fyrir fanga- vistina ekki getað stjórnað löngun- um sínum. Málið vakti talsverða athygli í vikunni en líknardráp á lögráða einstaklingum voru gerð lögleg í Belgíu árið 2002. Varð Belgía þar með annað ríkið í heiminum til að heimila líknardráp, á eftir Hollandi. Á síðasta ári bundu 1.807 manns enda á líf sitt í Belgíu með þessum hætti. Barátta Van Den Bleeken fyrir réttinum til að deyja hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið. Flest bend- ir til þess að hann verði fluttur úr fangelsinu í Brugge, þar sem hann afpánar dóm sinn, á næstu dögum á sjúkrahús þar sem læknar munu sprauta hann með banvænu lyfi. Upplýst ákvörðun Ströng skilyrði eru fyrir líknardrápi í Belgíu, að því er AFP-fréttastof- an greinir frá. Í flestum tilfellum er um að ræða sjúklinga sem haldnir eru banvænum sjúkdómum, en það er þó ekki algilt eins og dæmið Van Den Bleeken sýnir. Sjúklingar þurfa meðal annars að vera í ástandi til að geta tekið upplýsta og vel ígrundaða ákvörðun og tekur þetta ferli oftar en ekki nokkur ár. Þá þurfa sjúklingar að sýna fram á að þeir þjáist mjög líkamlega eða andlega. Verjandi Van Den Bleeken, Vander Velpen, seg- ir við AFP að skjólstæðingur hans hafi uppfyllt öll þessi skilyrði og þess vegna fengið leyfið. „Ég er mann- eskja, alveg sama hvað ég hef gert þá er ég enn manneskja. Þannig að já, gefið mér leyfi til að deyja líknar- dauða,“ sagði Van Den Bleeken í við- tali ekki alls fyrir löngu. Hættulegur samfélaginu Sjálfur telur Van Den Bleeken að hann sé enn hættulegur samfé- laginu og hann geti aldrei geng- ið um frjáls nema eiga á hættu að brjóta af sér aftur. Hann hefur sjálfur hafnað því að fá reynslu- lausn, af einmitt þessari ástæðu, en hefur látið hafa eftir sér að að- stæðurnar sem hann sé í séu ekki manneskjulegar. Á þeim 30 árum sem Van Den Bleeken hefur ver- ið í fangelsi hefur hann einungis einu sinni farið út fyrir veggi fang- elsisins, en það var til að vera við- staddur útför móður sinnar. Að sögn AFP sótti Van Den Bleeken fyrr á þessu ári um að vera færður yfir í annað fangelsi fyrir andlega vanheila glæpamenn í Hollandi en umsókn hans var hafnað. Þess í stað var honum boðið pláss á sam- bærilegri stofnun sem til stendur að opna í Belgíu seinna á árinu en hann hafnaði því og valdi frekar að deyja líknardauða. Líknardráp á börnum lögleg Lög sem heimila líknardráp hafa verið nokkuð umdeild í Belgíu allt frá því að þau tóku gildi. Í febrú- ar á þessu ári stigu belgísk yfir- völd enn stærra skref þegar þau heimiluðu líknardráp á börnum sem þjást af banvænum sjúkdóm- um – svo framarlega sem þau geti sjálf tekið lokaákvörðunina. Olli þessi breyting talsverðu fjaðrafoki í belgísku samfélagi. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Aðgerðin mistókst Nathan Verhelst vildi verða karlmaður Sem fyrr segir eru fjölmörg líknardráp framin í Belgíu á ári hverju og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Á síðasta ári vakti mál Belgans Nathans Verhelst mikla athygli en hann ákvað að deyja líknardauða eftir að kynleiðréttingaraðgerð sem hann undir- gekkst mistókst. Verhelst, sem fæddist í líkama konu, hóf kynleiðréttingaraðgerð árið 2009. Aðgerðin hófst eins og venja er með hormónameðferð en árið 2012 var búinn til limur og græddur á hann. Aðgerðin mistókst hins vegar hrapallega og í kjölfarið leitaði Verhelst eftir leyfi til að deyja. Honum varð að ósk sinni og lést hann 2. október í fyrra. Var hann sprautað- ur með banvænu lyfi. Líknardráp eru orðin svo algeng í Belgíu að nú er svo komið að 1 af hverjum 50 andlátum þar í landi eru tilkomin vegna líknardráps. Árið 2011 dóu 1.133 manns líknardauða þar í landi en 1.432 árið 2012. Eins og kemur fram hér á síðunni var metfjöldi líknardrápa á síðasta ári þegar 1.807 manns bundu enda á líf sitt með þessum hætti. Leyfi til að deyja Den Bleeken telur að hann sé enn hættulegur samfé- laginu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir fjölmörg kynferðisbrot og morð. Banvænt lyf Van Den Bleeken verður sprautaður með ban- vænni lyfjablöndu. Mistókst Kynleið- réttingaraðgerðin sem Verhelst gekkst undir mistókst. Játaði 40 árum síðar Loks er komin fram játning á morði sem framið var á hinni 17 ára Mary Jayne Jones árið 1974. Jones sást síðast á lífi þann 9. apríl 1974 þegar hún var á ferð í bænum Ottumwa í Iowa í Bandaríkjunum. Nokkru síðar fannst illa útleikið lík hennar á bónda- býli skammt frá bænum og gáfu vegsummerki til kynna að hún hefði orðið fyrir kynferðislegri árás áður en hún var skotin til bana. Fljótlega féll grunur á 27 ára karlmann, Robert Pilcher, en bóndabýlið sem líkið fannst á var í eigu frænku hans. Ein helsta ástæða þess að grun- ur féll á hann var sú að fjórum dögum áður en líkið fannst hafði hann lokkað unga konu á bóndabýlið, en sú sagðist hafa orðið fyrir kynferðislegri árás af hans hálfu. Þrátt fyrir að margt benti til þess að Pilcher hefði framið ódæðið hélt hann staðfastlega fram sakleysi sínu og þá fund- ust engin sönnunargögn sem tengdu hann við morðið. Árið 2010 var ákveðið að taka upp rannsókn málsins að nýju og meðal gagna sem rannsök- uð voru voru lífsýni sem tekin voru á vettvangi. Sem fyrr seg- ir hefur Pilcher nú játað á sig verknaðinn enda fundust líf- sýni úr honum á vettvangi. Sak- sóknarar gerðu samkomulag við Pilcher um að ef hann ját- aði myndu þeir ekki fara fram á lífstíðarfangelsisdóm yfir hon- um. Varð niðurstaðan sú að far- ið yrði fram á tíu ára fangelsi sem dómarinn í málinu féllst á. Pilcher er í dag 68 ára. Reyndi að synda til Norður-Kóreu Bandarískur karlmaður var handtekinn undan ströndum Suður-Kóreu. Maðurinn fannst örmagna við bakka Han-árinn- ar skammt frá landamærum Norður-Kóreu, en hann tjáði landamæravörðum að hann hefði ætlað að synda yfir til Norður-Kóreu, meðal annars í þeim tilgangi að hitta Kim Jong- un, leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta stórhættulega uppá- tæki hefði eflaust getað kostað manninn lífið, en í fyrra var suðurkóreskur karlmaður skot- inn til bana af landamæravörð- um eftir að hafa ætlað að synda til Norður-Kóreu. Maðurinn, sem er um þrítugt, er nú í haldi yfirvalda í Suður-Kóreu, að sögn CNN. n Uppnám vegna kosningasigurs Sverigedemokraterna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.