Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 4
Helgarblað 19.–22. september 20144 Fréttir „Það er bara ekkert til í því“ Gullberg áfram í sömu höndum A dolf Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri útgerðarinnar Gullbergs á Seyðisfirði, hafn- ar því alfarið að til standi að selja fyrirtækið. Gullberg er í 29. sæti yfir kvótahæstu útgerðir landsins með tæplega 2.800 þorskígildistonn. Sögusagnir hafa gengið um að Síldarvinnslan í Neskaupstað hafi rennt hýru augu til Gullbergs. Ad- olf, sem einna þekktastur er fyrir að vera formaður LÍÚ, segir hins vegar ekkert hæft í þeim sögusögnum. „Það er bara ekkert til í því. Ekkert svoleiðis í gangi.“ Adolf, og aðrir eigendur og stjórn- endur Gullbergs, hafa viljað halda út- gerðinni á Seyðisfirði og eru þekktir fyrir að hafa látið þau sjónarmið í ljós í gegnum tíðina. Sala á útgerðinni gæti þýtt að starfsemin yrði flutt annað með tilheyrandi afleiðingum fyrir fólk og atvinnulíf á Seyðisfirði. Slíkar sögur úr íslenskum sjávar- byggðum eru orðnar mýmargar á Ís- landi síðastliðna áratugi. Miðað við orð Adolfs þá stendur ekkert til að breyta eignarhaldinu á útgerðinni: „Það hafa auðvitað komið mörg tilboð í fyrirtækið gegn- um árin en þeim hefur öllum verið hafnað.“ Hann segir þvert „nei“ þegar spurt er hvort hluthafarnir í seyðfirsku útgerðinni séu á „sölu- buxunum“. n ingi@dv.is Öllum hafnað Adolf segir að í gegnum árin hafi öllum tilboðum í seyðfirsku útgerðina Gullberg verið hafnað. Ölvaður í faðmi lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu handtók karlmann aðfara- nótt fimmtudags vegna gruns um ölvun við akstur. Segja má að ökumaðurinn hafi ver- ið nokkuð kokhraustur enda hafði hann komið akandi á bif- reið inn í port lögreglustöðvar- innar við Hverfisgötu. Tilgang- ur heimsóknar hans í portið var að sækja vin sinn sem hafði verið handtekinn skömmu áður vegna líkamsárásar í mið- borginni. Auk þess að vera ölv- aður undir stýri var maðurinn án ökuréttinda. Að upplýsinga- og sýnatöku lokinni var mað- urinn látinn laus og hélt hann leiðar sinnar. Bifreið hans varð hins vegar eftir í porti lögreglu- stöðvarinnar. Spá óbreyttum stýrivöxtum Greining Íslandsbanka ger- ir ráð fyrir því að peninga- stefnunefnd Seðlabankans muni ákveða að halda stýri- vöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður 1. október næst- komandi. „Rökin fyrir óbreytt- um vöxtum verða þau að okkar mati að verðbólgan er við verð- bólgumarkmiðið, krónan stöð- ug og verðbólguhorfur nokk- uð góðar en bankinn spáir því í sinni nýjustu verðbólguspá að verðbólgan verði við verð- bólgumarkmiðið út spátím- ann, sem nær til ársins 2017,“ segir í umfjöllun um málið á vef Greiningar. Telur deildin að peningastefnunefnd bank- ans muni halda stýrivöxtunum óbreyttum fram á seinni hluta næsta árs. U nga konan sem lést í borginni Algeciras á Spáni á þriðjudag var rúmlega tvítug. Hún hafði nýlega flutt til Spánar og ætlaði að setjast að í borginni. Málið er mikill harmleikur og fjölmargir vinir og ættingjar hennar hafa sagt frá sorg sinni á samfélagsmiðlum. Utanríkisráðuneytið vinnur að því að aðstoða fjölskyldu konunnar og er ræðismaður Íslands að vinna að málinu. Börðust við kerfið Unga konan hafði glímt við fíkni- efnavanda og hafði reynt að snúa við blaðinu margoft. Sonur henn- ar, sem er um tveggja ára, er í um- sjá foreldra hennar. Sem áður sagði hafa vinir og fjölskylda konunnar lýst harmi sínum á samfélagsmiðlum. Þar er ættingjum hennar sendar fallegar samúðarkveðjur á erfiðum tímum. Í viðtali við DV fyrir þremur árum greindi móðir konunnar frá þeim erfiðleikum sem þau for- eldrarnir höfðu þurft að takast á við vegna dóttur sinnar og baráttu við kerfi sem engu skilaði. Þegar viðtalið var tekið hafði unga konan verið týnd í nokkuð langan tíma og foreldrar hennar voru úrkula von- ar. Fjölskylda konunnar baðst undan viðtali, en benti á samtök- in Olnbogabörn. Samtökin voru stofnuð fyrir aðstandendur barna með áhættuhegðun. Samtök- in hafa opinberlega gagnrýnt úr- ræðaleysi stjórnvalda þegar kem- ur að hópi barna sem sýna af sér áhættuhegðun og eru jafnvel í neyslu. Fyrir þau skorti raunsæ úr- ræði og staði sem eru í stakk bún- ir til þess að takast á við mál barna og ungmenna. Ekki rannsakað sem grunsamlegt dauðsfall Ræðismaður Íslands á Malaga, Per Dover Petersen, sagði í sam- tali við DV að konan hafi verið stödd í hafnarborginni Algeciras á Suður-Spáni. Lögreglan í Al- geciras gefur engar upplýsingar um andlát íslensku konunnar. Þegar DV hafði samband við lög- regluna á Spáni var málið á borði rannsóknarlögreglunnar. Þar fengust þau svör að málið væri í rannsókn og nánari upplýsingar fengjust á föstudag. „Við vitum ekki til þess að þetta sé rannsakað sem grunsamlegt dauðsfall,“ segir Urður Gunnars- dóttir, upplýsingafulltrúi utan- ríkisráðuneytisins en dánarorsök ungu konunnar liggur ekki fyrir. „Við erum að aðstoða fjöl- skyldu hennar,“ segir hún. Borgara þjónusta utanríkisráðu- neytisins leiðbeinir einstakling- um og fjölskyldum í aðstæðum sem þessum. Hlutverk þeirra er að aðstoða við tengsl við málsað- ila erlendis svo sem lögreglu og að aðstoða við hagsmunagæslu fyrir fjölskyldu hins látna. Andlát á Spáni Þetta er í annað sinn í sumar sem Íslendingur deyr á Spáni. Ungur piltur, Andri Freyr Sveinsson, lést af slysförum í skemmtigarðinum Terra Mitica í byrjun júli. n Var nýflutt til Spánar n Sviplegt fráfall ungrar móður n Vinir og fjölskylda harmi slegin Flutti til Algeciras Lögreglan í Algeciras gefur engar upplýsingar um andlát íslensku konunnar að svo stöddu. Mynd REutERS Mikill harmur Fjölskylda og vinir hafa lýst harmi sín- um á samfélags- miðlum í dag. Ásta Sigrún Magnúsdóttir Atli Már Gylfason astasigrun@dv.is / atli@dv.is „Við vitum ekki til þess að þetta sé rannsakað sem grunsam- legt dauðsfall. urður Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.