Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Síða 4
Helgarblað 19.–22. september 20144 Fréttir „Það er bara ekkert til í því“ Gullberg áfram í sömu höndum A dolf Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri útgerðarinnar Gullbergs á Seyðisfirði, hafn- ar því alfarið að til standi að selja fyrirtækið. Gullberg er í 29. sæti yfir kvótahæstu útgerðir landsins með tæplega 2.800 þorskígildistonn. Sögusagnir hafa gengið um að Síldarvinnslan í Neskaupstað hafi rennt hýru augu til Gullbergs. Ad- olf, sem einna þekktastur er fyrir að vera formaður LÍÚ, segir hins vegar ekkert hæft í þeim sögusögnum. „Það er bara ekkert til í því. Ekkert svoleiðis í gangi.“ Adolf, og aðrir eigendur og stjórn- endur Gullbergs, hafa viljað halda út- gerðinni á Seyðisfirði og eru þekktir fyrir að hafa látið þau sjónarmið í ljós í gegnum tíðina. Sala á útgerðinni gæti þýtt að starfsemin yrði flutt annað með tilheyrandi afleiðingum fyrir fólk og atvinnulíf á Seyðisfirði. Slíkar sögur úr íslenskum sjávar- byggðum eru orðnar mýmargar á Ís- landi síðastliðna áratugi. Miðað við orð Adolfs þá stendur ekkert til að breyta eignarhaldinu á útgerðinni: „Það hafa auðvitað komið mörg tilboð í fyrirtækið gegn- um árin en þeim hefur öllum verið hafnað.“ Hann segir þvert „nei“ þegar spurt er hvort hluthafarnir í seyðfirsku útgerðinni séu á „sölu- buxunum“. n ingi@dv.is Öllum hafnað Adolf segir að í gegnum árin hafi öllum tilboðum í seyðfirsku útgerðina Gullberg verið hafnað. Ölvaður í faðmi lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu handtók karlmann aðfara- nótt fimmtudags vegna gruns um ölvun við akstur. Segja má að ökumaðurinn hafi ver- ið nokkuð kokhraustur enda hafði hann komið akandi á bif- reið inn í port lögreglustöðvar- innar við Hverfisgötu. Tilgang- ur heimsóknar hans í portið var að sækja vin sinn sem hafði verið handtekinn skömmu áður vegna líkamsárásar í mið- borginni. Auk þess að vera ölv- aður undir stýri var maðurinn án ökuréttinda. Að upplýsinga- og sýnatöku lokinni var mað- urinn látinn laus og hélt hann leiðar sinnar. Bifreið hans varð hins vegar eftir í porti lögreglu- stöðvarinnar. Spá óbreyttum stýrivöxtum Greining Íslandsbanka ger- ir ráð fyrir því að peninga- stefnunefnd Seðlabankans muni ákveða að halda stýri- vöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður 1. október næst- komandi. „Rökin fyrir óbreytt- um vöxtum verða þau að okkar mati að verðbólgan er við verð- bólgumarkmiðið, krónan stöð- ug og verðbólguhorfur nokk- uð góðar en bankinn spáir því í sinni nýjustu verðbólguspá að verðbólgan verði við verð- bólgumarkmiðið út spátím- ann, sem nær til ársins 2017,“ segir í umfjöllun um málið á vef Greiningar. Telur deildin að peningastefnunefnd bank- ans muni halda stýrivöxtunum óbreyttum fram á seinni hluta næsta árs. U nga konan sem lést í borginni Algeciras á Spáni á þriðjudag var rúmlega tvítug. Hún hafði nýlega flutt til Spánar og ætlaði að setjast að í borginni. Málið er mikill harmleikur og fjölmargir vinir og ættingjar hennar hafa sagt frá sorg sinni á samfélagsmiðlum. Utanríkisráðuneytið vinnur að því að aðstoða fjölskyldu konunnar og er ræðismaður Íslands að vinna að málinu. Börðust við kerfið Unga konan hafði glímt við fíkni- efnavanda og hafði reynt að snúa við blaðinu margoft. Sonur henn- ar, sem er um tveggja ára, er í um- sjá foreldra hennar. Sem áður sagði hafa vinir og fjölskylda konunnar lýst harmi sínum á samfélagsmiðlum. Þar er ættingjum hennar sendar fallegar samúðarkveðjur á erfiðum tímum. Í viðtali við DV fyrir þremur árum greindi móðir konunnar frá þeim erfiðleikum sem þau for- eldrarnir höfðu þurft að takast á við vegna dóttur sinnar og baráttu við kerfi sem engu skilaði. Þegar viðtalið var tekið hafði unga konan verið týnd í nokkuð langan tíma og foreldrar hennar voru úrkula von- ar. Fjölskylda konunnar baðst undan viðtali, en benti á samtök- in Olnbogabörn. Samtökin voru stofnuð fyrir aðstandendur barna með áhættuhegðun. Samtök- in hafa opinberlega gagnrýnt úr- ræðaleysi stjórnvalda þegar kem- ur að hópi barna sem sýna af sér áhættuhegðun og eru jafnvel í neyslu. Fyrir þau skorti raunsæ úr- ræði og staði sem eru í stakk bún- ir til þess að takast á við mál barna og ungmenna. Ekki rannsakað sem grunsamlegt dauðsfall Ræðismaður Íslands á Malaga, Per Dover Petersen, sagði í sam- tali við DV að konan hafi verið stödd í hafnarborginni Algeciras á Suður-Spáni. Lögreglan í Al- geciras gefur engar upplýsingar um andlát íslensku konunnar. Þegar DV hafði samband við lög- regluna á Spáni var málið á borði rannsóknarlögreglunnar. Þar fengust þau svör að málið væri í rannsókn og nánari upplýsingar fengjust á föstudag. „Við vitum ekki til þess að þetta sé rannsakað sem grunsamlegt dauðsfall,“ segir Urður Gunnars- dóttir, upplýsingafulltrúi utan- ríkisráðuneytisins en dánarorsök ungu konunnar liggur ekki fyrir. „Við erum að aðstoða fjöl- skyldu hennar,“ segir hún. Borgara þjónusta utanríkisráðu- neytisins leiðbeinir einstakling- um og fjölskyldum í aðstæðum sem þessum. Hlutverk þeirra er að aðstoða við tengsl við málsað- ila erlendis svo sem lögreglu og að aðstoða við hagsmunagæslu fyrir fjölskyldu hins látna. Andlát á Spáni Þetta er í annað sinn í sumar sem Íslendingur deyr á Spáni. Ungur piltur, Andri Freyr Sveinsson, lést af slysförum í skemmtigarðinum Terra Mitica í byrjun júli. n Var nýflutt til Spánar n Sviplegt fráfall ungrar móður n Vinir og fjölskylda harmi slegin Flutti til Algeciras Lögreglan í Algeciras gefur engar upplýsingar um andlát íslensku konunnar að svo stöddu. Mynd REutERS Mikill harmur Fjölskylda og vinir hafa lýst harmi sín- um á samfélags- miðlum í dag. Ásta Sigrún Magnúsdóttir Atli Már Gylfason astasigrun@dv.is / atli@dv.is „Við vitum ekki til þess að þetta sé rannsakað sem grunsam- legt dauðsfall. urður Gunnarsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.