Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 25
Helgarblað 19.–22. september 2014 Umræða 25 Endurútreikninga vantar Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins Kjallari Í sumar hef ég unnið að ýmsum málum er tengjast gengistryggð- um lánum og lögmæti þeirra. Til mín hafa leitað einstaklingar sem voru með gengistryggð lán hjá fjármálastofnunum. Þessir einstak- lingar eiga það allir sameiginlegt, að þeir eru að reyna leita réttar síns vegna lánanna en baráttan gengur því miður illa, svo vægt sé til orða tekið. Í öllum tilfellum er um að ræða lán sem kom þeim í þrot. Þess ber að geta að sams konar lán, sem inniheldur sömu lánaskilmála, hef- ur verið dæmt ólöglegt fyrir Hæsta- rétti. Þrátt fyrir það þá neita fjár- málastofnanirnar að endurreikna lánin nema að þessir einstaklingar fari í mál við bankann. Ég ætla hér að segja ykkur stutta sögu sem er einmitt lýsandi dæmi fyrir þá einstaklinga sem til mín hafa leitað. Raunverulegt dæmi Þessi raunverulega saga segir frá einstaklingi sem var með geng- istryggt lán frá fjármálastofnun. Í kjölfar af hruninu, á haustmánuð- um 2008, þá hækkaði lánið upp úr öllu valdi. Samningaviðræður um afborganir voru í fullum gangi við viðskiptabanka viðkomandi, en skiluðu engum árangri. Þetta endar með því að einstaklingurinn fer í þrot. Þetta gerist aðeins örfáum dögum eftir að sams konar lán, með sömu lánaskilmála, voru dæmd ólögleg fyrir Hæstarétti. Neita að leiðrétta Þessi einstaklingur sem sagan fjall- ar um, hefur reynt að leita réttar síns. Hann hefur óskað eftir endur- útreikningum hjá viðskiptabank- anum en þar er því neitað, nema hann fari í mál við bankann. Gerum okkur grein fyrir að lítill hluti fólks í þessari umræddu stöðu, hefur fjár- hagslegt bolmagn til að fara á móti fjármálastofnunum. Að vísu er hægt að sækja um gjafsókn í þessum mál- um, en skilyrðin eru mjög þröng. Leitað hefur verið til hag- fræðings hjá virtri stofnun sem komst að því að endurreikna þurfi lánin þar sem þau væru ólögmæt og að einstaklingurinn ætti inni hjá fjármálastofnuninni í kringum 40 milljónir króna. Matsmaður hef- ur verið ráðinn til að fara yfir lán- in, en hann var samþykktur bæði af báðum aðilum, þ.e. bankanum og einstaklingnum. Matsmaður- inn komst að sömu niðurstöðu og hagfræðingurinn. Þrátt fyrir þetta þá neitar fjármálastofnunin enn að endurreikna lánin. Gengið á veggi Leitað hefur verið til ýmissa stofn- ana sem eiga að tryggja hag neyt- enda og hafa aðhalds- og eftirlits- skyldu með fjármálastofnunum. Það hefur ekki gengið vel því það virðist sem enginn geti tekið á þessu máli og allir sem leitað hefur verið til, benda á aðra í þessu máli. Að lokum Mikilvægt er að fundin verði leið til að þrýsta á fjármálastofnanir til að klára þau mál sem enn eru eftir í endurútreikningi gengis- tryggðra lána. Við sem sitjum á Al- þingi verðum að skoða þessi mál og reyna eftir fremsta megni að tryggja, að einstaklingar geti sótt rétt sinn í hinum ýmsu neytenda- málum. n „Þessi einstaklingur sem sagan fjallar um, hefur reynt að leita réttar síns. Mest lesið á DV.is 1 Ung kona svipti sig lífi á Vogi 22 ára kona svipti sig lífi á sjúkrahúsinu Vogi á föstudagskvöldið. Samkvæmt heimildum DV hafði konan barist við fíkniefnadjöfulinn um nokkurt skeið en þeirri baráttu lauk á sorglegan hátt. 60.658 hafa lesið 2 Íslenskur barnaníðingur setur upp barnaleikrit Þann 25. október næstkomandi mun unglingaleikhópurinn Alverna – álfarnir – frumsýna leikritið Alven och den hemliga grottan – Álfurinn og leynihellirinn - í Borlänge í Svíþjóð. Leikritið er eftir Björn Maron Grétarsson en það er dulnefni Sigurbjörns Sævars Grétarssonar sem var árið 2004 dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm piltum. 37.372 hafa lesið 3 „Þú varst alltaf svo klár stelpa Una, þú gætir orðið hvað sem þú vilt“ Tónlistar- og leikskólakennarinn Una Stef birti pistil á Facebook-síðu sinni á dögunum þar sem hún svarði gagnrýni föður gamallar skólasystur. 35.289 hafa lesið 4 Stal osti til að gleðja börnin Tveggja barna móðir í litlu bæjarfélagi á Suðvesturlandi stal osti úr Bónus til þess að gleðja börnin sín. Móðirin segist hafa brotið stóra reglu í lífi sínu með þjófnaðinum en þetta hafi hún gert til þess að sjá börnin sín brosa. 29.355 hafa lesið 5 Toppar spítalans gistu á glæsihóteli Yfirmenn Landspítala Íslands héldu á dögunum þriggja daga ráðstefnu á einu glæsilegasta og dýrasta hóteli landsins, Ion Luxury Adventure Hotel, við Þingvelli. 29.000 hafa lesið DJ Margeir lenti í hrekkjalómi og fékk bréf þar sem sagt var að hann ætti dóttur. – Facebook Er ekki í lagi að ég snúi svona að þér Ég vaknaði alveg lömuð Maria Jimenez Pacifico sagði frá því hvernig henni var byrluð ólyfjan og nauðgað. – Ísland í dag Já, ég er búin að leggja inn mína uppsögn Hulda Bjarnadóttir er hætti í Bítinu á Bylgjunni. – Séð og heyrtHanna Birna Kristjánsdóttir í viðtali við Björn Inga Hrafnsson. – Eyjan Myndin Turninn rís Verktakar eru nú í óða önn að reisa nítján hæða turn í Skuggahverfi við Skúlagötu. Turninn er nokkuð umdeildur og hefur verið sagður eyðileggja dýrmætt útsýni. Staðsetningin er þó löngu samþykkt á öllum stigum í borgarkerfinu. MyND siGTRyGGuR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.