Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 43
Helgarblað 19.–22. september 2014 Sport 43 Skapheiti Spánverjinn M iklar væntingar voru gerð- ar til Diegos Costa, leik- manns Chelsea, sem í sumar gekk í raðir liðsins frá Spánarmeisturum Atletico Madrid. Costa fór á kost- um á síðustu leiktíð og raðaði inn mörkum. Hann átti stóran þátt í vel- gengni liðsins á Spáni og í Meistara- deild Evrópu, þar sem liðið lék til úr- slita. Costa hefur staðið undir þeim væntingum sem til hans hafa verið gerðar. Hann hefur skorað sjö mörk í fyrstu fjórum leikjum Chelsea, sem situr eitt og óhaggað á toppi deildar- innar. Eins og sakir standa er liðið það besta í deildinni – ekkert lið er í sjónmáli sem getur velt Chelsea úr sessi, eins og liðið hefur farið af stað. Þegar Costa gekk í raðir Chelsea kepptust sparkspekingar við að lofa kaupin. Robbie Savage, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, sagði á BBC að hann væri síðasta púslið í frábæran leikmannahóp Chelsea. Liðið gæti, með hann innanborðs, unnið titilinn með nokkrum mun. Goðsögnin Alan Shearer tók í svip- aðan streng og benti á að líkamleg- ur styrkur Costa félli sem flís við rass í ensku deildinni, þar sem líkam- legt atgervi skiptir miklu. Þá hafa menn bent á að með tilkomu Costa sé loksins leikmaður í liðinu, sem geti haldið boltanum fremst á vellin- um. Slíkur leikmaður hafi ekki verið í hópnum síðan Didier Drogba hvarf á braut. Sparkspekingar hafa haft rétt fyrir sér. Costa hefur blómstrað og tilkoma hans og Cesc Fabregas hefur heldur betur glætt sóknarleikinn lífi, eins og 15 mörk í fyrstu fjórum leikj- um Chelsea bera vitni um. En engin er rós án þyrna. Í um- ræddum þætti á BBC, fyrir tímabilið, spáði Robbie Savage, sem sjálfur var ekki barnanna bestur á sínum tíma, að Costa myndi lenda í vandræðum með skapið. Varnarmenn myndu gera í því að koma sóknarmannin- um úr jafnvægi. Það hefur komið á daginn, eins og fjallað er um hér síð- ar, en Costa hlaut nærri því 70 gul spjöld og allnokkur rauð á átta ára ferli sínum á Spáni. Byrjaði að æfa af alvöru 16 ára Diego Costa fæddist í Lagarto í Sergipe-sýslu í Brasilíu þann 7. október 1988. Hann stundaði götu- bolta til 16 ára aldurs en fór þá að æfa með Barcelona Esportive Capelo, í höfuðborginni Sao Paulo. Árið 2006 gekk fékk hann sitt fyrsta tækifæri sem atvinnumaður, Braga í Portúgal fékk hann til liðs við sig. Þar fékk hann ekki að spila en var lánaður til annarrar deildar liðsins F.C. Penafiel. Þar skor- aði hann fimm mörk í 13 leikjum, sín fyrstu á atvinnumannsferlinum. Hann staldraði stutt við hjá Braga því árið 2007 var Costa, sem heit- ir fullu nafni Diego da Silva Costa, keyptur til Atletico Madrid. Hann spilaði ekki leik fyrir Atletico fyrr en löngu síðar. Frá félaginu var hann fyrst lánaður til Braga, því næst til Celta á Spáni og loks til Al- bacete, líka á Spáni. Árið 2009 keypti Atletico Madrid mark- vörðurinn Sergio Asenjo frá Valladolid. Costa var ekki hærra skrifaður en svo að hann var settur upp í, sem hluti af greiðslu. Atletico auðnaðist þó að koma inn ákvæði um for- kaupsrétt við lok leiktíðarinnar. Notaður sem skiptimynt Hjá Valladolid byrjaði hann vel og skoraði sex mörk í fyrstu tólf leikjunum. Hann skoraði hins vegar lítið það sem eftir var leiktíðar og svo fór að liðið féll um vorið. Atletico ákvað, þrátt fyrir misjafnt gengi, að nýta sér for- kaupsréttinn. Félagið greiddi Braga þriðjung kaupverðsins auk þess sem Atletico greiddi upp samning, 126 milljónir króna, umboðsskrifstof- unnar Gestifute, sem átti hlutdeild í leikmanninum. Atletico sá fyrir sér að Costa yrði varamaður fyrir ekki minni menn en Sergio Agüero og Diego Forlán. Skoraði þrennu í fjarveru Forláns Costa fékk sitt fyrsta tækifæri í byrj- unarliðinu þegar Agüero meiddist, þann 26. september 2010. Hann nýtti tækifærið vel og skoraði eina mark leiksins gegn Real Zaragoza. Árið eftir vakti hann aftur athygli þegar hann kom inn í liðið á kostn- að Diegos Forlán. Hann skoraði öll mörk Atletico í 3–2 sigri á Osasuna. Hann skoraði sex mörk í þeim 28 leikjum sem hann kom við sögu í. Fór næstum til Tyrklands Meiðsli settu um sumarið strik í reikninginn hjá Costa. Hann meiddist illa á hné á undirbúningstímabilinu, í júlí 2011, og tímabilið var í uppnámi. Fram hefur komið að Besiktas í Tyrk- landi hafi einhverju síðar reynt að kaupa leikmanninn en forráðamenn liðsins hættu við eftir læknisskoðun. Eftir áramótin, í janúarlok, var Costa enn á ný lánaður til annars félags, að þessu sinni til Rayo Vallecano. Þar lék hann í hálft ár og skoraði fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum, þar á með- al tvö í 5–3 sigri á Levante. Hann skoraði 10 mörk í 16 leikj- um alls fyrir Rayo Vallecano. Agabrot Um sumarið sneri Costa aftur til Madrid. Hann vann sér sæti í byrjunarliðinu og skoraði alls 20 mörk 44 leikjum fyrir Atletico á leiktíðinni. Liðinu gekk vel og hafnaði í þriðja sæti deildarinnar, eft- ir að hafa verið í öðru sæti lengst af. Tvö atvik fyrir jól settu þó blett á tímabilið hjá þess- um frábæra leikmanni. Hann slapp við bann eftir að hafa fengið rautt spjald eftir glórulausa tæklingu í tapleik gegn Real Madrid. Stöðva þurfti leikinn og handalögmál brutust út í kjölfar brotsins. Fleiri um- deild atvik komu upp í þeim leik. Á Youtube má til að mynda sjá mynd- band af því hvernig Costa virðist hafa klínt hori, oftar en einu sinni í Sergio Ramos, leikmann Real Madrid. Fleiri leikmenn gerðust sekir um viðlíka hegðun, svo sem gáfnaljósið Pepe, en mörg ljót leikbrot áttu sér stað í leikj- um liðanna á tímabilinu. Í næsta leik, Evrópuleik gegn Vikt- oria Plzen, missti Costa aftur stjórn á skapi sínu þegar hann skallaði and- stæðing. Hann var rekinn af velli og dæmdur í fjögurra leikja bann. Aga- brotin komu ekki í veg fyrir að Diego Simone þjálfari héldi áfram að velja hann í liðið. Costa skoraði í öðrum hverjum leik og var sérstaklega skæður í bikarkeppninni, þar sem hann skoraði átta mörk í jafn mörg- um leikjum. Hann kom sér rækilega á kortið á leiktíðinni. Liverpool vildi fá hann Í ágúst 2013 var Costa ítrekað orðaður við félagaskipti til Liverpool. Félagið bauð uppsett lágmarksverð, 25 millj- ónir punda, í leikmanninn og bauðst til þess að þrefalda launin hans. Hann valdi að vera áfram í Madrid og skrif- aði undir fimm ára samning við félag- ið, sem tvöfaldaði launin hans. Hann sér líklega ekki eftir því. Atletico Madrid spilaði frábærlega á leiktíðinni og stóð uppi sem spænskur meistari síðastliðið vor, auk þess sem liðið varð naumlega af sigri í Meist- aradeild Evrópu, eftir dramatískan úrslitaleik gegn Real Madrid. Hann skoraði 27 deildarmörk í 35 leikjum en 36 mörk alls í öllum keppnum fyrir liðið á leiktíðinni. Það var svo í sumar sem Chelsea tilkynnti að félagið hefði komist að samkomulagi um kaup á kappanum. 32 milljónir punda runnu úr djúpum vösum Romans Abramovic og Costa var mættur í ensku úrvalsdeildina. Sló til Gylfa Þó Costa hafi farið á kostum í fyrstu fjórum leikjum úrvalsdeildarinnar, og verið valinn leikmaður ágúst- mánaðar, hefur hann ekki alveg komist átakalaust í gegnum leikina. Hann varð uppvís að því, í viðskipt- um sínum við landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson, í leik Chelsea og Swansea um liðna helgi, að slá til leikmannsins. Dómarar leiksins sáu atvikið ekki en það mátti hins vegar glögglega sjá á upptökum. Enska knattspyrnusambandið mun ekki taka atvikið fyrir. Það mun hins vegar ef til vill verða til þess að beina sjón- um þeirra að hegðun leikmannsins markheppna, en hann fékk 68 gul spjöld og sjö rauð á þeim átta árum sem hann lék á Spáni. n n Diego Costa byrjaði að æfa 16 ára n áskrifandi að rauðum spjöldum Sneri baki við Brasilíu Gerðist spænskur ríkisborgari n Í september í fyrra sendi spænska knattspyrnusambandið þá beiðni til FIFA að Costa yrði gjaldgengur í spænska landsliðið. Honum hafði verið veittur spænskur ríkisborgararéttur. Í október lýsti hann því yfir opinberlega að hann vildi fá að spila með Spáni – og sendi bréf til brasilíska knattspyrnusambandsins þess efnis. Felipe Scolari, þjálfari Brasilíu, gerði mönnum ljóst að krafta hans væri ekki óskað. „Brasilíumaður sem neitar að spila fyrir þjóð sína er sjálfkrafa út úr myndinni. Hann er að snúa baki við draumi allra brasilískra knattspyrnu- manna, um að spila fyrir hönd fimmfaldra heimsmeistara á HM í knattspyrnu.“ Costa hefur spilað tvo leiki fyrir hönd Brasilíu en fjóra fyrir hönd Spánar. Hann kom aðeins við sögu á HM í sumar en tókst ekki að setja mark sitt á leik liðsins. Spánverjar komust ekki upp úr riðlinum. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Sló Gylfa Costa skeytti skapi sínu á Gylfa Þór Sigurðssyni í leik Chelsea og Swansea um síðustu helgi. Sjö mörk Costa hefur byrjað leiktíðina frábærlega. MyNd ReuTeRS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.