Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 19.–22. september 201444 Menning Fjölþjóðlegar innsetningar í Hafnarhúsi Myndun nefnist alþjóðleg sam- sýning sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar- húsi, laugardaginn 20. september klukkan 16.00. Sjö listamenn frá sex löndum taka þátt í sýningunni. Þó að bakgrunnur listamannanna sé ólíkur vinna þeir allir með þrí- víðar innsetningar sem þeir vinna inn í rými. Í fréttatilkynningu í tilefni af opnuninni segir að lista- verkin hafi orðið til í ferli þar sem orka og tími virðast hafa hlaðið þau. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Ernesto Neto, Mona Hatoum, Monika Grzymala, Ragna Róbertsdóttir, Rintaro Hara og Ryuji Nakamura, en sýningar- stjóri er Ingibjörg Jónsdóttir. „Vonandi verður fullt hús af íslenskum Pólverjum“ Blái hnötturinn sýndur á pólsku í Tjarnarbíói og á Akureyri A llir Íslendingar þekkja Söguna af bláa hnettin- um,“ segir Erling Jóhann- esson, leikari og leikstjóri, sem leikstýrir pólskri upp- færslu á leikriti og margverðlaunaðri barnabók Andra Snæs Magnason- ar í Tjarnarbíói um þessar mundir. Sagan af bláa hnettinum var sett upp af Barnaleikhúsinu í Gdansk í vor en sýningin er hluti af „Blue Planet“- verkefninu, sem er fjármagnað úr EES-sjóði veittum af Íslandi, Nor- egi og Liechtenstein ásamt innlendu fjármagni. Hluti af verkefninu var að koma með sýninguna hingað til lands og sýna á pólsku í samstarfi við Sjálfstæðu leikhúsin á Íslandi. Þess má geta að íslenska hljómsveitin Múm samdi tónlist fyrir verkið. Náttúruvernd Eins og flestir vita segir bókin frá hnetti þar sem einungis búa börn. Einn góðan veðurdag lendir stjarna í fjörunni með mikilli sprengingu og birtist þar fullorðinn maður – geim- ryksugufarandsölumaðurinn Gleði- Glaumur Geimmundsson. Þannig hefst töfrandi, fallegt og margslungið ævintýri. „Sagan af bláa hnettinum er partur af mikilli umræðu um náttúru- vernd og náttúruauðlindavernd sem á sér stað á Íslandi. Hún afhjúpar meðal annars hvernig stjórnmálamenn nota falska mælsku til að blekkja kjósend- ur og hvaða afleiðingar það getur það haft. En þrátt fyrir að bókin hafði ver- ið skrifuð í ákveðnum aðstæðum hef- ur málið miklu meira umfang og spyr spurninga um ábyrgð okkar gagnvart jörðinni,“ segir Erling. Stórkostlegar viðtökur „Viðtökurnar úti í Póllandi voru stór- kostlegar,“ segir Erling. „Sýningin var sýnd um þrjátíu sinnum í vor og verður á sýningarskránni hjá þeim í Gdansk í vetur. Þarna er bara leikið fyrir börn frá klukkan tíu á morgn- ana og fram eftir degi. Framleiðslan er gríðarleg. Allir skólar og öll börn í Gdansk koma í leikhúsið,“ segir hann og bætir við að brýn þörf sé á sam- bærilegu barnaleikhúsi hér á landi. „Hérna á Íslandi höfum við stóru barnasýningarnar sem frumsýndar eru í stóru leikhúsunum. En það er mjög mikilvægt að leikhúsið sé partur af menningaruppeldi og að stofnanir og skólar hafi aðgang að menningu fyrir börnin. Börn hafa ekki frumkvæði sjálf af því að fara og njóta menningar. Stór hluti barna hefur ekki sama aðgang að menn- ingu og aðrir vegna þess að það er ekki hefð fyrir því inni á heimilinu að fara til dæmis í leikhús. Þegar þú ert síðan kominn með stóran hóp innflytjenda þá vandast málin enn frekar. Foreldrar þessara barna hafa eðlilega minna frumkvæði af menn- ingarþátttöku sem byggir á málþekk- ingu sem þau skortir. Þá þurfa þessir krakkar enn frekar á því að halda að uppeldisstofnanir, skólar og menn- ingarstofnanir sjái til þess að börn hafi aðgang að menningu.“ Aðeins fimm sýningar „Pólverjar eru orðnir fimm prósent þjóðarinnar,“ segir Erling. „Þannig að það er frábært að þessi hópur komist loksins í pólskt menningarefni fyrir börn hér á landi. Vonandi verður bara fullt hús af íslenskum Pólverjum,“ segir Erling Jóhannesson að lokum. Leikritið verður einungis sýnt fimm sinnum hér á landi. Frumsýn- ing á verkinu var fimmtudaginn 18. september en tvær sýningar verða í Tjarnarbíói föstudaginn 19. sept- ember, klukkan 11 og 18. Þá verða einnig tvær sýningar í Samkomu- húsinu á Akureyri sunnudaginn 21. september. n aslaug@dv.is Erling Jóhannesson Telur mikilvægt að öll börn hafi jafnan aðgang að menningu. Frá sýningunni Erling segir viðtökur í Póllandi hafa verið stórkostlegar. Vegglistaverk Ragnars og Miðbergs vígð Laugardaginn 20. september fer fram formleg vígsla á vegg- myndum eftir Ragnar Kjartans- son og vegglistahóp Miðbergs í Breiðholti. Boðið verður upp á veitingar og tónlist við vígsluna sem fer fram klukkan 14.00 að Krummahólum 2. Verkin eru staðsett víða í hverfinu, til dæmis á veggjum frí- stundamiðstöðvarinnar, í undir- göngum og á húsveggjum. Verkin eru hluti af átaki borg- arráðs sem miðar að því að fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti, en þar má finna verk eftir Erró, Söru Riel og Theresu Himmer. Verkefninu er ætlað að breiða út list í opinberu rými utan miðborgarinnar, fegra hverf- ið og skapa umræðu. Gráir tónar í Gallerí Þoku Listamaðurinn Curver Thorodd- sen mun opna nýja einkasýn- ingu í Gallerí Þoku á laugardag. Sýningin ber heitið Gráskali og í henni skoðar listamaðurinn andstæður gráa litarins, allt frá hvítum og upp í svartan. Curver mun frumsýna nýtt myndband á sýningunni en hann er einmitt þekktur fyrir að nota margar fjöl- breyttar leiðir til þess að miðla skilaboðum til áhorfenda; mynd- bönd, myndir, gjörninga og aðra fagurfræðilega nálgun á hug- myndir á borð við sjálfið, popp- menninguna og samfélagið. Sýningin verður opnuð kl. 16 á laugardag í Gallerí Þoku sem er til húsa í kjallara Hríms Hönnunarhúss á Laugarveginum. Styttist í hátíðina Aðstandendur RIFF kynntu dagskrá kvikmyndahátíðar- innar á miðvikudaginn. MyNd Sigtryggur Ari Dagskrá RIFF kynnt Yfir 140 myndir og fjölmargir sérviðburðir á alþjóðlegri kvikmyndahátíð D agskrá Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík var kynnt formlega í Tjarnarbíói á miðvikudag. Hátíðin er nú haldin í ellefta sinn og hefur sjald- an verið stærri. „Við erum sannfærð um að nú þegar hátíðin er að renna inn í sinn annan áratug hafi dagskrá- in aldrei verið betri,“ sagði Atli Bolla- son, einn aðstandenda hátíðarinnar við kynninguna. Ef stuttmyndir eru taldar með verða yfir 140 kvikmyndir sýndar á hátíðinni sem fer fram 25. september til 5. október víðs vegar um Reykjavík og í Kópavogi. Tólf leikstjórar sem eiga myndir í flokknum Vitranir keppast um aðal- verðlaun hátíðarinnar, Gyllta lund- ann. Myndirnar sem taka þátt þurfa að vera fyrsta eða önnur kvikmynd leikstjóra, en myndirnar í flokknum eru sagðar ögra viðteknum venjum í kvikmyndagerð. Þetta eru djarfar, öðruvísi, eða „edgy“ myndir að sögn Atla. Nokkrar aðrar viðurkenningar verða veittar á hátíðinni svo sem verðlaun fyrir bestu íslensku stutt- myndina. Heiðursgestir hátíðarinnar verða sænski leikstjórinn Ruben Östlund og breski kvikmyndagerðarmað- urinn Mike Leigh sem fær sérstök heiðursverðlaun fyrir ævistarf í þágu kvikmynda. Þar að auki mæta tugir kvikmyndagerðarmanna og ræða um eða svara spurningum um kvik- myndir sínar. Eins og áður eru kvik- myndir frá einu landi í brennidepli og í þetta skiptið er það Ítalía. Auk kvikmyndasýninga verður mikill fjöldi viðburða á vegum hátíðarinnar. Á málþingum hátíðarinnar verða stríð og átakasvæði í brennidepli, allt frá stærstu orrustu Norðurlanda í Finnlandi árið 1944 til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs í samtímanum. Meðal frummælenda verður bresk- ástralski rannsóknarblaðamaður- inn John Pilger. Miðvikudaginn 1. október mun rokksveitin Sólstaf- ir flytja eigin tónlist við kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur, sem kom út fyrir 30 árum, á sérstökum kvikmyndatónleikum í Salnum í Kópavogi. nkristjan@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.