Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 54
Helgarblað 19.–22. september 201454 Fólk Karen Grétars með Hollywood- stjörnu Karen Grétarsdóttir og banda- ríski leikarinn Amaury Nolasco eru nýtt par. Séð og heyrt greinir frá þessu. Karen er dóttir Grétars Örvarssonar, söngvara í Stjórn- inni, og býr í Los Angeles ásamt systur sinni, tónlistarkonunni Grétu Karen. Nolasco er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Fernando Sucre í sjónvarpsþátt- unum Prison Break sem nutu mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum. Töluverður aldursmunur er á parinu, eða 21 ár. Nolasco er 43 ára en Karen aðeins 22 ára. Móðgaði afgreiðslukonu á lestarstöð Unnur Eggertsdóttir ætlar aldrei að segja „what“ aftur S öng- og leikkonan Unnur Eggertsdóttir komst aldeilis í hann krappan á dögunum þegar hún bað afgreiðslu- konu í neðanjarðarlestar- stöð í New York um að aðstoða sig með lestarkortið. „Hún var eigin- lega alveg eins og Donna í Parks and Rec (ef þið horfið á þá brilliant þætti) og var að útskýra eitthvað fyrir mér. Ég heyrði ekki alveg síð- asta orðið svo ég sagði „what?“ og þá ta-rylltist hún. „You did not just say 'what' to me young lady“ með svona divu-handahreyfingum og ALLT. Ég varð skíthrædd og var al- veg „Oh I'm sorry, I meant pardon.“ En skvís var ekki ánægð með mig, hreytti í mig að hún ætlaði að opna hliðið fyrir mig og sagði mér að hurry up,“ skrifar Unnur á blogg- síðuna sína um atvikið. „Ég mun aldrei segja what aftur,“ bætir hún við að lokum. Rottur í ruslapokum Unnur flutti til New York í haust en hún komst í eftirsótt leiklistar- nám við The American Academy of Dramatic Arts í borginni. Unn- ur hefur haldið úti líflegri bloggsíðu frá því hún flutti út þar sem hún seg- ir meðal annars frá því þegar hún sá þrjár rottur koma hlaupandi úr ruslapokum beint fyrir framan sig, þegar hún týndist þegar hún var úti að hlaupa í Central Park og lífinu á Manhattan. Í fyrstu færslunni sem hún birti eftir að hún flutti til New York skrifar hún meðal annars. „Þá er ég komin til New York. Ég veit ekki hvað ég er að gera. Ég er búin að gráta stanslaust síðustu daga því mér finnst ég vera gjörsamlega geðsjúk að vera að fara frá öllum vinum mínum, og yfirgefa það full- komna heimili sem Hótel Mamma er.“ Af næstu færslum að dæma hef- ur Unnur hins vegar tekið borgina í sátt og virðist njóta lífsins til hins ýtrasta.“ n aslaug@dv.is Góður penni Unnur Eggertsdóttir heldur úti skemmtilegu bloggi frá New York. Mynd SiGtRyGGUR ARi Margeir fékk bréf frá meintri barnsmóður n DJ Margeir hlýtur makleg málagjöld fyrir gamlan hrekk É g á dásamlega vini. Vini sem eru tilbúnir til að leggja mik- ið á sig til að gleðja mig, en einnig til að hrekkja mig,“ segir Margeir Steinar Ingólfs- son, betur þekktur sem DJ Mar geir, á Facebook-síðu sinni á fimmtu- dag. Tilefnið er bréf sem hann fékk sent á skrifstofuna sína en þar er honum tilkynnt að hann eigi þrett- án ára dóttur. „Ég þarf að tilkynna þér eitt. Hef frestað því of lengi þar sem ég hef verið í mikilli afneitun og verið að díla við fleiri tilfinn- ingaleg vandamál síðustu árin. Fyrir 13 árum eignaðist ég yndis- lega dóttur. Stuttu seinna byrjaði ég með manni sem gekk henni í föðurstað. Við erum nýskilin og nú þarf ég að horfast í augu við sannleikann. Þú ert faðir hennar. Enginn annar kom nokkurn tíma til greina,“ segir meðal annars í bréf- inu en þess skal getið að það inni- heldur margar innsláttar villur og er nánast hvert einasta orð skrifað með stórum staf. „Ég myndi alls ekki vilja valda óþarfa vandræðum. Ég vona að þú getir skilið mína hlið en ég gef þér tíma til að melta þetta. Ég hefði vilj- að tala við þig augliti til auglitis en ég fékk mig ekki til þess. Ég ætla að gefa þér dá- lítinn tíma til að spá í þessu og hef svo sam- band símleið- is til að spjalla nánar. Vona að þú getir fyrirgef- ið mér,“ segir að lokum í bréfinu sem er einungis undirritað með bókstafnum A. Þá bætir viðkom- andi við að lagið Something About Us með Daft Punk minni sig alltaf á Margeir. Makleg málagjöld „Það verður að viðurkennast að það var undarleg tilfinning að eign- ast og missa strax aftur dóttur sem ég vissi ekki að væri til. En maður verð- ur víst að sætta sig við það að manns eigin stríðni getur komið margfalt til baka. Vel gert!“ skrifar Margeir að lokum og ljóst að fleiri hrekkir hafa tíðkast í vinahópnum. Í samtali við DV viðurkenndi Margeir að hér hefði gam- all félagi verið að hefna fyrir forn- an hrekk en Margeir þykir sjálfur af- skaplega stríðinn meðal kunningja. DJ Margeir er einn vinsælasti plötusnúður landsins um þessar mundir. Sem dæmi þá gaf hann nýverið út plötu í samstarfi við Bláa lónið, hann valdi tón- listina sem spiluð er um borð í af- þreyingarkerfi flugvéla Icelandair og hélt tónleika á toppi Esjunnar í samstarfi við símafyrirtækið Nova í sumar. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is dJ Margeir Plötusnúðurinn hlaut makleg málagjöld á dögunum. Mynd FAcEbooK. bréfið Hér má sjá bréfið sem Margeir fékk sent á skrifstofuna. Mynd FAcEbooK. Á leið í heimsreisu Útvarpsmaðurinn Frosti Logason heldur brátt í sex vikna heims- reisu um Asíu og Afríku ásamt vini sínum, Sigurði Þorsteinssyni. Félagarnir ætla meðal annars í safarí í Suður-Afríku, búa hjá ind- verskri fjölskyldu á Indlandi, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Þetta kom fram í Fréttablaðinu á fimmtu- dag. „Við erum sjúklega spennt- ir að fara enda ævintýri og í raun langþráður draumur hjá okkur báðum,“ segir Frosti í samtali við Fréttablaðið. Hann mun síð- an skrifa reglulega pistla á Vísi úr reisunni og þá verður hann einnig með innslög í útvarps- þættinum Harmageddon. Áhuga- samir ættu því að geta fylgst vel með ferðalaginu. „Ég get hætt að hlusta á tónlist“ „Ég get hætt að hlusta á tónlist. Nú hefur Bubbi flutt fyrir mig De smukke unge menesker eftir Kim Larsen,“ skrifar leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir á Facebook og birtir mynd af sér og poppkónginum með gítarinn. Myndin er tekin í Borgarleik- húsinu við æfingar á leikritinu Kenneth Máni sem Saga skrif- ar ásamt þeim Jóhanni Ævari Grímssyni og Birni Thors. Saga segir augnablikið hafa verið algjört „double rainbow“ fyrir hana, því ef henni finnist einhver yndislegri en Larsen sé það Bubbi. Bubbi virðist sjálfur ekkert minna hrifinn og ritaði athugasemd við myndina. „Fyrir mig að fá að syngja fyrir þig var dásemd.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.