Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Síða 15
Faxafen 12, 108 reykjavík opið mán. föst. 11-18 Út-Rýmingarsala Rýmum fyrir nýjum vörum Allt að 60% afsláttur út október! V erktakafyrirtækið Jarðbor- anir, sem sérhæfir sig í að bora eftir jarðhita, var lækk- að í verði um rúmlega 1,5 milljarða króna í fyrra vegna erfiðleika í rekstri þess á síðasta ári. Fjárfestingarfélag útgerðarrisans Sam- herja, Kaldbakur hf., keypti Jarðboranir í fyrra ásamt Stefni – íslenska athafna- sjóðnum, lífeyrissjóðnum Gildi, Festa, Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og fleiri aðilum. Fyrirtækið var keypt í gegnum sjóð sem heitir SF III slhf. Þetta kemur fram í ársreikningi SF III slhf. sem skilað var til ársreikninga- skrár ríkisskattstjóra þann 23. septem- ber síðastliðinn. Baldvin Þorsteinsson, sonur Þor- steins Más Baldvinssonar, stærsta eiganda Samherja, er forstjóri Jarðbor- ana um þessar mundir og jafnframt stjórnarformaður SF III slhf. Kaldbakur er í dag næst stærsti eiganda SF III slhf. með tæplega 20 prósenta eignarhlut í félaginu en Gildi er stærsti hluthafinn með 43 prósent. Félagið á allt hlutafé í Jarðborunum eftir að hafa keypt þau 20 prósent sem voru útistandandi í byrjun þessa árs. Það kaupverð miðaðist við stöðu Jarðborana í árslok í fyrra. Lækkað niður í milljarð Þessir aðilar keyptu Jarðboranir á rúm- lega 2,5 milljarða í ársbyrjun í fyrra en í ársreikningnum er búið að lækka bók- fært verðmæti félagsins niður í tæpan milljarð króna. Fyrir vikið tapaði félag- ið sem nemur þessari upphæð í fyrra. Hlutaféð var greitt inn í félagið og not- að til að kaupa eignarhlutinn í Jarðbor- unum og því virðist vera um talsvert bókfært tap að ræða. Um þetta segir í skýringu í ársreikningi fyrirtækisins: „Bókfært verð eignarhlutar er lækkað um 1.544 millj. kr. á árinu 2012 vegna erfiðleika í rekstri dótturfélags og lakari stöðu þess en gert var ráð fyrir við kaup á því.“ Á móti kemur að félagið skuldar eigin lega ekki neitt. Ástæðurnar fyrir þessari niður- færslu eru að Jarðboranir töpuðu 649 milljónum króna í fyrra og 994 millj- ónum árið þar á undan. Heimildir DV herma að ástæðurnar fyrir þessu tapi séu meðal annars tap hjá dótturfélög- um Jarðborana í Þýskalandi og á Nýja- Sjálandi. DV hefur heimildir fyrir því að í samningnum um kaupin á Jarðbor- unum hafi ekki verið ákvæði um lækk- un kaupverðs vegna væntanlegs taps. Þessi niðurfærsla lendir því í Samherja, Gildi og öðrum eigendum félagsins. Samstarf lífeyrissjóða og einkaaðila Fjárfesting Samherja, Stefnis og lífeyris- sjóðanna er eitt dæmi um þróun sem sést hefur í auknum mæli á Íslandi frá hruninu 2008. Í ljósi gjaldeyrishaftanna eru lífeyrissjóðirnir nauðbeygðir til að fjárfesta á Íslandi að mestu og leita logandi ljósi að fjárfestingartækifær- um: Allt frá hlutabréfum í skráðum og óskráðum félögum til fasteigna. Margir einkaaðilar vilja ólmir taka þátt í fjár- festingum með lífeyrissjóðunum þar sem þeir eru fjársterkir og veðja yfir- leitt á traustar fjárfestingar þar sem ávöxtunarkrafa þeirra er há. Í tilfelli Jarðborana virðist þetta hafa klikkað, að minnsta kosti á fyrsta rekstrarári fyr- irtækisins eftir eigendaskiptin, þar sem bókfært tap er hjá félaginu. Út spurðist fyrr á árinu að nokkrir lífeyrissjóðir væru að skoða kaup á Ís- landsbanka ásamt Skúla Mogensen eiganda MP banka og öðrum í fjár- festahópi MP. Vitað er að Skúli og að- ilar á vegum MP komu að máli við líf- eyrissjóðina um möguleikann á slíkri fjárfestingu en opinberir aðilar, sér- staklega Seðlabanki Íslands, voru ekki hrifnir af þeirri hugmynd að einkaað- ilar væru að kaupa fjármálafyrirtæki ásamt lífeyrissjóðunum og hugsanlega hagnast vel á því. Slíkt samkrull lífeyris- sjóða og einkaaðila er þó staðreynd í ís- lensku viðskiptalífi í dag og munum við örugglega sjá fjölmörg dæmi um aðrar slíkar fjárfestingar áður en gjaldeyris- höftin verða afnumin. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Bókfært verð eignarhlutar er lækk- að um 1.544 millj. kr. á ár- inu 2012 vegna erfiðleika í rekstri dótturfélags. n Verðmæti Jarðborana fært niður um rúmlega 1.500 milljónir króna Tap á fyrsta ári Þorsteinn Már Baldvinsson og Samherji keyptu Jarðboranir á síðasta ári og var tap á rekstrinum. Verðmæti fyrirtækisins lækkaði um 1.500 milljónir. Fréttir 15Helgarblað 25.–27. október 2013 Samherji og lífeyrissjóðir töpuðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.