Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 15
Faxafen 12, 108 reykjavík opið mán. föst. 11-18 Út-Rýmingarsala Rýmum fyrir nýjum vörum Allt að 60% afsláttur út október! V erktakafyrirtækið Jarðbor- anir, sem sérhæfir sig í að bora eftir jarðhita, var lækk- að í verði um rúmlega 1,5 milljarða króna í fyrra vegna erfiðleika í rekstri þess á síðasta ári. Fjárfestingarfélag útgerðarrisans Sam- herja, Kaldbakur hf., keypti Jarðboranir í fyrra ásamt Stefni – íslenska athafna- sjóðnum, lífeyrissjóðnum Gildi, Festa, Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og fleiri aðilum. Fyrirtækið var keypt í gegnum sjóð sem heitir SF III slhf. Þetta kemur fram í ársreikningi SF III slhf. sem skilað var til ársreikninga- skrár ríkisskattstjóra þann 23. septem- ber síðastliðinn. Baldvin Þorsteinsson, sonur Þor- steins Más Baldvinssonar, stærsta eiganda Samherja, er forstjóri Jarðbor- ana um þessar mundir og jafnframt stjórnarformaður SF III slhf. Kaldbakur er í dag næst stærsti eiganda SF III slhf. með tæplega 20 prósenta eignarhlut í félaginu en Gildi er stærsti hluthafinn með 43 prósent. Félagið á allt hlutafé í Jarðborunum eftir að hafa keypt þau 20 prósent sem voru útistandandi í byrjun þessa árs. Það kaupverð miðaðist við stöðu Jarðborana í árslok í fyrra. Lækkað niður í milljarð Þessir aðilar keyptu Jarðboranir á rúm- lega 2,5 milljarða í ársbyrjun í fyrra en í ársreikningnum er búið að lækka bók- fært verðmæti félagsins niður í tæpan milljarð króna. Fyrir vikið tapaði félag- ið sem nemur þessari upphæð í fyrra. Hlutaféð var greitt inn í félagið og not- að til að kaupa eignarhlutinn í Jarðbor- unum og því virðist vera um talsvert bókfært tap að ræða. Um þetta segir í skýringu í ársreikningi fyrirtækisins: „Bókfært verð eignarhlutar er lækkað um 1.544 millj. kr. á árinu 2012 vegna erfiðleika í rekstri dótturfélags og lakari stöðu þess en gert var ráð fyrir við kaup á því.“ Á móti kemur að félagið skuldar eigin lega ekki neitt. Ástæðurnar fyrir þessari niður- færslu eru að Jarðboranir töpuðu 649 milljónum króna í fyrra og 994 millj- ónum árið þar á undan. Heimildir DV herma að ástæðurnar fyrir þessu tapi séu meðal annars tap hjá dótturfélög- um Jarðborana í Þýskalandi og á Nýja- Sjálandi. DV hefur heimildir fyrir því að í samningnum um kaupin á Jarðbor- unum hafi ekki verið ákvæði um lækk- un kaupverðs vegna væntanlegs taps. Þessi niðurfærsla lendir því í Samherja, Gildi og öðrum eigendum félagsins. Samstarf lífeyrissjóða og einkaaðila Fjárfesting Samherja, Stefnis og lífeyris- sjóðanna er eitt dæmi um þróun sem sést hefur í auknum mæli á Íslandi frá hruninu 2008. Í ljósi gjaldeyrishaftanna eru lífeyrissjóðirnir nauðbeygðir til að fjárfesta á Íslandi að mestu og leita logandi ljósi að fjárfestingartækifær- um: Allt frá hlutabréfum í skráðum og óskráðum félögum til fasteigna. Margir einkaaðilar vilja ólmir taka þátt í fjár- festingum með lífeyrissjóðunum þar sem þeir eru fjársterkir og veðja yfir- leitt á traustar fjárfestingar þar sem ávöxtunarkrafa þeirra er há. Í tilfelli Jarðborana virðist þetta hafa klikkað, að minnsta kosti á fyrsta rekstrarári fyr- irtækisins eftir eigendaskiptin, þar sem bókfært tap er hjá félaginu. Út spurðist fyrr á árinu að nokkrir lífeyrissjóðir væru að skoða kaup á Ís- landsbanka ásamt Skúla Mogensen eiganda MP banka og öðrum í fjár- festahópi MP. Vitað er að Skúli og að- ilar á vegum MP komu að máli við líf- eyrissjóðina um möguleikann á slíkri fjárfestingu en opinberir aðilar, sér- staklega Seðlabanki Íslands, voru ekki hrifnir af þeirri hugmynd að einkaað- ilar væru að kaupa fjármálafyrirtæki ásamt lífeyrissjóðunum og hugsanlega hagnast vel á því. Slíkt samkrull lífeyris- sjóða og einkaaðila er þó staðreynd í ís- lensku viðskiptalífi í dag og munum við örugglega sjá fjölmörg dæmi um aðrar slíkar fjárfestingar áður en gjaldeyris- höftin verða afnumin. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Bókfært verð eignarhlutar er lækk- að um 1.544 millj. kr. á ár- inu 2012 vegna erfiðleika í rekstri dótturfélags. n Verðmæti Jarðborana fært niður um rúmlega 1.500 milljónir króna Tap á fyrsta ári Þorsteinn Már Baldvinsson og Samherji keyptu Jarðboranir á síðasta ári og var tap á rekstrinum. Verðmæti fyrirtækisins lækkaði um 1.500 milljónir. Fréttir 15Helgarblað 25.–27. október 2013 Samherji og lífeyrissjóðir töpuðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.