Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Qupperneq 16
16 Fréttir Jólablað 20.–27. desember 2013 Þ að er svo skrítið, maður hefur svo miklar áhyggjur af börnunum sínum, en aldrei datt mér svona nokk- uð í hug,“ segir móðir ungr- ar stúlku sem fór í andnauð eft- ir að hafa drukkið svokallað Purple drank. DV greindi frá sögu stúlkunn- ar í nóvember, en þar kom fram að stúlkan hefði í samkvæmi fengið Purple drank, drukkið það og lent í andnauð í kjölfarið. Fyrir þá sem ekki vita er Purple drank eiturlyf sem er blandað með kódínlyfi. Oftar en ekki er notuð hóstasaft til að búa til drykkinn en henni er í kjölfarið blandað við gosdrykki. Kódínlyf hafa öndunarbælandi áhrif á líkamann, þegar þeirra er neytt í miklu magni. Afar auðvelt er að taka inn of stóran skammt og eru dauðsföll þekkt eftir ofneyslu á því. Vildi ekki segja frá Í umfjöllun DV kom fram að stúlkan, sem við köllum Rakel, hafði notað fíkniefni um tíma. Hún hafði eignast nýjan kærasta og í kjölfarið kynnst vinum hans sem voru margir á kafi í neyslu. Stúlkan hóf sjálf að nota fíkni- efni reglulega, þá sérstaklega þegar hún fór út að skemmta sér. Oftast notaði hún fíkniefnið Mollý, MDMA- töflur, en síðsumars hafði hún próf- að Purple drank. „Vinkona mín segir að ég hafi verið bjargarlaus, en þegar ég hugsa um þetta þá leið mér eins og ég væri að deyja,“ sagði Rakel við DV í nóvember, en hún fór sem fyrr segir í andnauð eftir neyslu á Purple drank. Eftir þessa reynslu sneri hún við blaðinu, hætti með kærastanum og hefur látið fíkniefni vera. Hún treysti sér hins vegar ekki til þess að ræða málið við foreldra sína og hafði ekki gert það þegar greinin birtist í nóvember. Í byrjun desember lagði hún svo spilin á borðin og ræddi við fjölskyldu sína. Áfall og erfitt að treysta „Þetta var eiginlega bara áfall, ég get ekki lýst því betur,“ segir móðir Rakelar. „Mig hafði grunað í smá tíma að það væri kannski ekki al- veg allt eins og það ætti að vera. Hún var að læðast um og faldi eiginlega kærastann sinn fyrir okkur. Það var ekki líkt henni, enda veit hún að all- ir eru velkomnir á okkar heimili,“ segir hún. Hana óraði þó ekki fyr- ir því að málin væru komin í svona ólestur. „Við eigum fjögur börn og Rakel hafði alltaf verið sú pottþétta. Hún er rosalega dugleg í skóla, hef- ur unnið mikið með honum og skil- ar alltaf sínu mjög vel. Við vissum að hún var byrjuð að drekka og að hún var að prófa sig áfram í skemmtana- lífinu, en að hún væri að nota fíkni- efni var eitthvað sem okkur pabba hennar fannst fjarstæðukennt að hún myndi nota,“ segir hún. „En þegar hún kom til okkar og sagði okkur frá þessu, þá brá okkur auðvit- að en það fyrsta sem við gerðum var að láta hana vita að hún hefði stuðn- ing okkar og að við myndum hjálpa henni við að halda sig frá þessu – já, þessum heimi eiginlega. Við þurfum að finna traustið okkar í milli aftur, en við munum vinna í því enda erum við mæðgurnar nánar.“ Móðir Rakelar er sannfærð um að neysla fíkniefna meðal ung- menna er meiri og alvarlegri en foreldrar og aðrir gera sér grein fyr- ir. „Ég held að við þurfum kannski að vakna og velta þessu fyrir okkur. Við vorum svo miklir kjánar og héld- um að svona myndi aldrei gerast hjá börnunum okkar. En ef þetta kom f yrir hjá okkur, getur þetta gerst alls staðar. Við vorum heppin og stönd- um saman, vonandi eru fleiri svo heppnir,“ segir hún. Fann aðstoð Rakel hafði sjálf leitað sér aðstoðar og mun halda því áfram um nokkurt skeið. Hún segir að MDMA-neysla hafi gert henni erfitt með að einbeita sér. Erfiðast hafi þó verið að halda sig frá kannabisefnum. Það var þó léttir fyrir Rakel að segja frá. Hún er aðeins átján ára og stundar nám við framhaldsskóla. „Það var ekkert auð- velt að kveðja vinina, en það var bara eitthvað sem varð að gerast,“ segir hún um það hvort hún haldi sam- bandi við hópinn. „Ég veit að einn þeirra er að reyna að hætta. Ég vona að það takist,“ segir Rakel. n n Móðir stúlku sem fór í andnauð eftir Purple drank segir mikilvægt að fylgjast með ungmennum Neysla dótturinnar var gríðarlegt áfall Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Óvanir í hættu Í umfjöllun DV í nóvember sl. kom fram að Hjalti Þór Björnsson, dagskrárstjóri á Vogi, segir yngra fólk sem leitar aðstoð- ar á spítalanum ræða um að dauðsföllin vegna eiturlyfja séu fleiri en hefur verið sagt frá í fréttum. Hann sagðist hafa heyrt mikla umræðu ungmenna um það, en að ekkert væri fast í hendi sem staðfesti orðróminn. Hann sagðist þó ekki greina hræðslu á meðal þeirra sem neyta efnanna, enda sé hræðsla fjarri neytandanum. Hætta við neyslu fíkniefna er þó mest hjá þeim sem eru óvanir ef svo má að orði komast. Það er sérstaklega ungt fólk sem neytir eiturlyfja sjaldan. Það sé óvant neyslu og hafi ekki þol. Lítið megi bera út af til þess að fólk fari í öndunarstopp þegar um er að ræða morfínskyld efni. Samheldnar Þær mæðgurnar eru nánar, en segjast þurfa að vinna í trúnaðarbresti sín á milli. Málið hefur reynst þeim báðum þungbært, en þær hafa valið að standa saman, og öll fjölskyldan raunar. SViðSett Mynd Sigtryggur Ari ekki af neyslunni og ekki systkini hennar. Systir hennar hefur þó gengið á hana, en Rakel segir það af og frá að hún geti rætt þetta við fjölskylduna að sinni. Hún fær þó stuðning frá vinkonum sín­ um, sem reyna eftir bestu getu að styðja við bakið á henni. Hún hef­ ur jafnframt leitað sér faglegrar að­ stoðar og segist vera að vinna í sín­ um málum. „Núna verð ég bara að byggja mig upp og ég veit að ég þarf að tala við fjölskylduna mína um þetta. Ég held að ég sé ótrúlega heppin að ekki fór verr.“ n P urple drank, sem einnig er kallað „dirty sprite“ eða síróp, er blanda af kódín­ lyfjum og gosdrykkjum. Um er að ræða hóstasaft sem inniheldur efnin kódín, sem er kvalastillandi ópíumlyf, og gjarnan ofnæmislyfið promethazine, sem einnig er notað fyrir þá sem verða sjóveikir eða bíl­ veikir vegna slævandi áhrifa þess. Purple drank dregur nafn sitt af lit hóstasaftarinnar, sem er fjólublá. Hóstasaftinni er blandað í gosdrykki og síðan drukkið. Talsvert magn af hóstasaftinni fer í drykkinn og hef­ ur drykknum verið líkt við sykurleðju sem slævir. Drykkurinn hefur hættu­ leg áhrif og getur leitt til öndunarbæl­ ingar – jafnvel öndunarstopps. Hann er því ekki skaðlaus eins og margir vilja láta, heldur er talsvert auðvelt að innbyrða allt of mikið af efninu. Fleiri tegundir af hóstasaft eru notaðar, en flestar innihalda þær kódín og sumir reyna að nota saft sem hægt er að fá án lyfseð­ ils. Einnig hefur kódínlyfjum verið blandað við drykkinn, og virðist það vera algengasta birtingarmyndin hér á landi. Eitthvað er um að saft­ in sé flutt hingað inn ólöglega sam­ kvæmt heimildum DV, en aðeins ein tegund fæst hér á landi og er henni sjaldan ávísað. Lögreglumenn sem DV ræddi við segjast hafa heyrt af drykknum en hafa ekki fengið staðfesta neyslu á honum eða tilvist hans hér. Í samtölum DV við fólk sem vinn­ ur með ungmennum sem eiga við fíknivandamál að stríða kom fram að unglingarnir ræða um Purple drank. Þeir sem DV ræddu við sögðu að eiturlyfið virtist vera nokkuð vel þekkt meðal ungmenna en þó sé ákveðinn leyndarhjúpur yfir því. Það þykir spennandi og mörg ung­ menni gera þau mistök að setja það í flokk með áfengi. Það er óráðlegt þrátt fyrir hættuna á ofneyslu ung­ linga á áfengi. n astasigrun@dv.is Fréttir 9 Mánudagur 25. nóvember 2013 „Leið eins og ég væri að deyja“ E ftir þetta vissi ég að þetta gat ekki gengið svona leng­ ur,“ segir átján ára stúlka sem fór í andnauð eft­ ir að hafa fengið drykkinn Purple drank í partíi. Purple drank er blandað með kódínlyfi, sem oft­ ar en ekki er hóstasaft, sem bland­ að er við gosdrykki. Kódínlyf hafa öndunarbælandi áhrif á líkamann, þegar þeirra er neytt í miklu magni. Afar auðvelt er að taka inn of stór­ an skammt og eru dauðsföll þekkt eftir ofneyslu á því. Lífið breyttist Stúlkan, vill ekki koma fram undir nafni, og verður því hér eftir köll­ uð Rakel. Flestir sem hana hitta myndu gera ráð fyrir að hér væri á ferðinni skelegg ung stúlka sem fetaði beinu brautina og snerti ekki fíkniefni. Hún hefur staðið sig vel í skóla og er vinsæl meðal félaga sinna. Hlutirnir breyttust hins vegar talsvert þegar hún kynntist fyrr­ verandi kærasta sínum og vinum hans. Í kjölfarið hóf hún að neyta fíkniefna að staðaldri, þá helst eitur lyfsins Mollý. Það var svo þegar að henni var boðið að prófa, ef svo má að orði komast, nýtt eit­ urlyf í eftirpartíi þar sem hún var stödd síðsumars, að hún komst í krappan dans. Um var að ræða Purple drank, drykk sem nýtur vaxandi vinsælda hér á landi, sérstaklega meðal ungmenna. Þetta reyndist verða vendipunktur í lífi Rakelar og þegar hún prófaði Purple drank í fyrsta og hennar eina sinn var hún hætt komin. „Vinkona mín segir að ég hafi verið bjargarlaus, en þegar ég hugsa um þetta þá leið mér eins og ég væri að deyja,“ segir hún. Dofin Purple drank er búið til með kódín hóstasafti, eða öðrum kódínlyfjum. Því er hellt út í gos og síðan drukk­ ið. Auðvelt er að innbyrða of mik­ ið af efninu fyrir slysni, þó áhætt­ an sé alltaf fyrir hendi þegar fólk neytir eiturlyfja. „Það voru tveir með þetta í eftirpartíi þar sem ég var í sumar. Þeir blönduðu þetta og sögðu okkur svo að þetta væri eiginlega eins og að taka skot, en tilfinningin sem kæmi af þessu væri eins og eftir hass. Ég drakk þetta, en svo varð ég svo dofin og mér fannst ég vera að sofna,“ segir hún. Í kjölfarið átti hún erfitt með andardrátt, hann varð þungur og ójafn. Þekkt afleiðing ofneyslu er svokölluð öndunarbæling og blóð­ þrýstingsfall. Vinkona hennar sá að Rakel var að missa meðvitund. Hún kom Rakel til bjargar og kom henni til undir læknishendur. Helgin lengist Rakel átti tvo vinahópa, annar snertir ekki eiturlyf en hinn „djammar um helgar,“ að sögn Rakelar. „En svo getur helgin lengst um nokkra daga.“ Vinkonan sem aðstoðaði hana þetta örlagaríka kvöld tilheyrir þeim hóp sem ekki snertir eiturlyf. Það var henni mik­ ið áfall að fylgjast með aðstæðum og fékk hún í kjölfarið áfallahjálp. „Sem betur fer var hún þarna, ég veit ekki hvað hefði annars gerst. Þetta var svo ógeðslegt, en kannski var það gott að þetta gerðist. Ég tala ekkert við þennan hóp leng­ ur og hef ekkert viljað gera það. Ég er skíthrædd við allt svona núna,“ segir Rakel og henni er mikið niðri fyrir. Hún segir að neysla á lækna­ dópi fari sífellt vaxandi meðal ung­ menna fyrir utan þá miklu ásókn sem er í eiturlyfið Mollý, en um­ fjöllun um Mollý má sjá hér til hliðar. Mun fleiri tegundir ganga þó kaupum og sölum, svo sem gras eða marijúana, flogaveikilyf, OxyContin, OxyNorm Dispersa, kókaín og e­pillur og fleira. Láta eins og það sé skaðlaust „Mig langar svo að fólk átti sig á því að þetta er bara alls ekk­ ert sniðugt og það er ekki auðvelt að hætta,“ segir hún. Undanfarna mánuði hefur hún ekki hreyft við eitur lyfjum og segir það mikilvægt að fólk átti sig á skaðsemi þeirra. „Ég var orðin svo föst í því að gera eins og allir í kringum mig voru að gera. Ég gleymdi mér bara í þess­ um heimi,“ segir hún. Rakel segist þakka fyrir að vera ekki skuldug og að henni hafi tekist að slíta að mestu á samskiptin við kærastann og vini hans. „Mér fannst Mollý eiginlega bara vera það sama og íbúfen. Það töluðu allir svoleiðis. Ég finn það núna, þegar ég er ekki í þessu rugli, hvað þetta hafði slæm áhrif á mig, líkamlega og andlega,“ segir hún. Feluleikur Það sem reynist henni erfiðast er feluleikurinn. Það er erfitt að draga sig úr félagsskapnum en öllu erfiðara er að geta ekki sagt nein­ um frá þessu. „Mér finnst mjög erfitt að ljúga að pabba, en ég get bara ekki sagt honum þetta,“ seg­ ir hún. Foreldrar hennar vita því n 18 ára í andnauð eftir neyslu á Purple drank n Vill að fólk átti sig á hættunni n Ofneys la getur valdið bráðum dauða n Slæm andleg og líkamleg áhrif Lyfið getur valdið dauða n Actavis tengt við vinsældir í Bandaríkjunum Purple drank sækir vinsældir sínar mikið til hiphop-heimsins í Banda- ríkjunum. Sé nafninu slegið inn á myndbandasíðuna Youtube koma upp mörg myndbönd tengd neyslu á hon- um, en virðist hann einnig hafa orðið tónlistarmönnum innblástur. Dauðsföll af völdum ofneyslu á Purple drank eru þekkt í þeim hópi og má nefna að rapparinn vinsæli, Lil Wayne, var hætt kominn eftir ofneyslu á kódínlyfjum. Í Bandaríkjunum er drykkurinn gjarnan tengdur íslenska lyfjafyrirtækinu Actavis sem framleiðir lyfseðilsskylda hóstasaft með kódíni. Ef marka má leitarniðurstöður á Youtube og víðar á netinu framleiðir Actavis langvinsælustu hóstasaftina og eru bandarískir rapparar hrifnir af því.„Ég er skíthrædd við allt svona núna „Ég var orðin svo föst í því að gera eins og allir í kringum mig voru að gera Hvað er Purple drank? Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Purple drank Drykkurinn er gjarnan tengdur við hóstasaft sem inniheldur kódín. A f öllum þeim efnum sem ég hafði notað var „Mollý“ eða MDMA það eina sem skildi eftir varanlegt ör,“ skrifaði Sara Helena Bjarnadóttir Blöndal þar sem hún greindi frá reynslu sinni af MDMA eða Mollý snemma í haust. Sara vildi greina frá sinni sögu og í kjölfarið var mikil fjölmiðlaumfjöll­ un um reynslu hennar. Sara greindi frá því að eiturlyfjanotkun ungmenna fylgi ákveðin glamúrvæðing. Stein­ inn tók úr hjá henni þegar viðtal við Mollý­neytanda birtist í tímaritinu Monitor þar sem því var lýst sem smámáli. „Ég man að alltaf í vímuefnaneyslu hélt ég að ég væri safe. Meira segja eftir að mér var nauðgað, eftir að hafa verið ítrekað kynferðislega áreitt, að hafa oft verið nærri dauða en lífi. Þrátt fyrir alla hlutina sem ég var tilbúin að gera til þess að fá að vera undir áhrif­ um, hélt ég áfram voninni um það að ekkert slæmt myndi gerast fyrir mig,“ skrifaði Sara Helena á vefinn Inni­ hald.is. Sara var aðeins fjórtán ára þegar hún keypti efnið af manni sem fór með hana í ókunnugt hús þar sem fólk á aldur við móður hennar var að neyta fíkniefna í mars árið 2011. Sara greindi frá því að í MDMA­ vímu hefði hún stórskaðað á sér and­ litið og varirnar. Hún hafði myndað með sér þráhyggju, sem er algengur fylgikvilli MDMA­neyslu. Sara hafði byrjað að naga varirnar á sér, fljótlega myndaðist sár, en ósjálfrátt gekk hún lengra. Þegar Sara vaknaði næsta dag fór hún til móður sinnar og bað hana um aðstoð. Móður Söru brá afskap­ lega mikið, enda stórsá á henni. „Með storknað blóð og dauða vör og sagði henni að ég þyrfti að fara á spítala. Hún sagði ekki neitt heldur fór beint með mig þangað. Ég man hvað fólk gat ekki hætt að stara á mig, ég reyndi að fela þetta þegar við gengnum á milli ganga og lækna. Ég man hversu brugðið lækninum sem tók fyrst á móti mér var, hvað hann var sorgmæddur yfir því að geta ekki lagt mig strax inn á sjúkrahúsið. Þá vegna ástandsins á mér, hversu óút­ reiknanleg ég var útaf áhrifum,“ sagði hún. Þegar hún var hætt að vera í vímu var hún lögð inn á spítala og var þar í viku. Sara segist hafa verið ótrúlega heppin og í dag sér lítillega á andliti hennar. „Þetta var mitt fyrsta skipti af því að prófa MDMA, og ég hefði getað afmyndast í andlitinu varanlega,“ segir hún. n Mollý skildi eftir varanlegt ör n „Ég man að alltaf í vímuefnaneyslu hélt ég að ég væri safe“ M ollý er lík e­töflum, en efnið er búið til úr meth­ ylendioxymetamfetamin (MDMA) sem er virka efnið í e­töflum. Í e­töflum er öðr­ um efnum blandað við, en Mollý stendur fyrir MDMA eitt og sér. Lyf­ ið er flokkað sem ofskynjunarefni, það er almennt búið til á tilrauna­ stofu. Á vefnum Spyr.is svarar Karl Steinar Gunnlaugsson, yfirmað­ ur fíkniefnadeildarinnar á höf­ uðborgarsvæðinu, spurningum lesenda um Mollý, eða MDMA. Þar segir hann að amfetamín og metamfetamín hafi verið og séu framleidd hér á landi og segir að það sé því í raun ekki ólíklegt að þessi efni séu það einnig. MDMA þarf ekki að vera í töfluformi, held­ ur er það gjarnan í duftformi, og þá sett í drykki eða þess neytt eins og kókaíns, eða það líkist kristal. Áhrifin af neyslu þessara efna eru oft og tíðum mikið úthald, til dæmis í skemmtun. Viðkom­ andi finnur lítið fyrir þreytu, fyrr en áhrifin dvína og þá finnur hann líklega fyrir mikilli ofþreytu. Karl Steinar greinir frá því að eigend­ ur skemmtistaða á Íslandi telji MDMA algengt efni, ákveðnir hóp­ ar hafi mikið úthald á djamminu og getið dansað nóttina á enda án þess að þreytast. Á vef SÁÁ kemur fram að í stór­ um skömmtum komi fram ofsjón­ ir, óróleiki, hiti og ofsahræðsla. Þar sem þol gegn vímunni mynd­ ast fljótar en gegn ýmsum hliðar­ verkunum geta vaxandi skammt­ ar valdið alvarlegum einkennum. Stórir skammtar valda hröðum hjartslætti og hækkuðum blóð­ þrýstingi. Stærri skammtar auka þó ekki vímuna, heldur aðeins aukaverkanirnar. Þeir sem nota efnið oft og reglulega eiga á hættu að fá eitranir og hættulega fylgi­ kvilla, því þeir nota efnið eðlilega í stærri skömmtum en hinir, svo sem heilablóðfall og jafnvel öran hjart­ slátt sem leiðir til hjartaáfalls. Eft­ ir vímuna finna margir fyrir kvíða, depurð og þunglyndi, en einnig geta komið fram enn alvarlegri geðtruflanir eins og ofsóknarsturl­ un. Þá eru einnig líkamlegir fylgi­ kvillar. Þessi einkenni geta oft var­ að í vikur eftir neysluna og geta komið eftir einn skammt. n Hvað er Mollý? 8 Fréttir 25. nóvember 2013 Mánudagur Ofskynjunarefni Karl Steinar segir að efnið sé jafnvel búið til hér á landi. Steig fram Sara sagði sögu sína meðal annars í Kastljósi. Stórsködduð Áverkar Söru eftir að hafa tekið inn MDMA. Vinkonan kom til bjargar Þrátt fyrir að hún treysti sér ekki til að ræða við fjölskyldu sína, segist Rakel eiga góðar vinkonur sem hafi hjálpað henni að leita sér aðstoðar. Sviðsett mynd/ DV SViðSett MynD Sigtryggur Ari Óvanir eru í mestri hættu Hjalti Þór Björnsson, dagskrárstjóri á Vogi, segir yngra fólk sem leitar aðstoðar á spítalanum ræða um að dauðsföllin vegna eiturlyfja séu fleiri en hefur verið sagt frá í fréttum. „Við höfum ekkert sem staðfestir það, en heyrum umræðuna stöðugt þessa dagana.“ Hann segist þó ekki greina hræðslu á meðal þeirra sem neyta efnanna. Hræðslan sé oft víðsfjarri hjá neytendum örvandi efna. „Það er engin hræðsla meðal fólks. Hluti af vímu- ástandinu er mikilmennska, sérstaklega í þessum örvandi efnum. Fólk er með mikilmennskuhugmyndir og heldur að eitur drepi það ekki.“ Hættuna segir Hjalti mesta hjá ungu fólki sem neytir eiturlyfja sjaldan. Það sé óvant neyslu og hafi ekki þol. Lítið þurfi að bera út af til þess að fólk fari í öndunarstopp þegar um er að ræða morfínskyld efni. „Hættan er mest hjá þessum tilraunaneytendum, þessu unga fólki á djamminu. Það er óvant neyslu og hefur ekkert þol. Það er svo stutt í hvatvísina á djamminu þá getur fólk verið til í að taka þessa áhættu sem það myndi aldrei gera annars. Það sem er hættulegt við þessi morfínefni er að það þarf svo lítið að fara úrskeiðis til þess að fólk fari í öndunarstopp.“ 25. nóvember 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.