Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Síða 30
30 Umræða Jólablað 20.–27. desember 2013 Gleðilega hátíð Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við óskum landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Starfsfólk Íslandsbanka um land allt. Hugvekja um kanínubændur E inn af þeim erlendu sér- fræðingum, sem fyrir hrun vöruðu okkur Íslendinga við afleiðingum oflátungsháttar- ins, hefur aftur reynt að gefa okk- ur holl ráð. Þar sem hann var bæði útlendingur og danskur í þokka- bót virtum við hann ekki annars svars fyrir hrun en að segja að hann væri bara öfundsjúkur í garð hins upprennandi fjármála- og banka- veldis á Íslandi. Svo kvað reynslan upp sinn dóm. Allir þeir ráð- hollu útlendingar, sem við töldum vera marklausa, öfundsjúka eða sárlega þarfnast endurmenntun- ar, reyndust hafa rétt fyrir sér. Þeir sem reyndust vera marklausir, of- látungsfullir og í mikilli þörf fyrir endurmenntun vorum við sjálf. Lætur aftur í sér heyra Nú hefur þessi sami Dani, aðalhag- fræðingur Danske bank, aftur reynt að beina athygli okkar að hættu- merkjum í hegðun okkar. Hann hef- ur bent á að við aðhyllumst alltaf skammtímalausnir og veljum þær ávallt fremur en að horfa til fram- tíðar. Töfralausnir; kanínur upp úr hatti; séu miklu líklegri til að afla vinsælda en að setja sér skynsamleg framtíðarmarkmið. Þess vegna velji íslenskir stjórnmálamenn fremur kanínur í hatta sína en skynsamlegt vit. Fyrri kosturinn hrífi kjósendur. Sá síðari alls ekki. Besti kosturinn Skammtímalausnir – eru þær besti kosturinn í augum okkar? Skoð- um nokkur dæmi. Öllum þeim, sem komnir eru til vits og ára, á að vera fyrir löngu orðið ljóst, að hin ógjaldgenga íslenska mynt er ógn við afkomu þjóðarinnar. Hún hefur valdið því, að stór hluti yngri kyn- slóðanna á ekki lengur fyrir skuld- um. Hún hefur orsakað það að kaupmáttur almennings á Íslandi hefur fallið niður fyrir Evrópumeð- altal og er nú ívið lægri en á Spáni. Engar líkur eru til þess að slíkt áfall – enn eitt hrun krónunnar – endur- taki sig ekki. Svo oft og iðulega hef- ur sagan endurtekið sig. Samt er þetta vandamál ekkert rætt. Það verður ekki leyst með kanínum upp úr hatti. Þvert á móti þarf úrlausn þar sem horft er til framtíðar. Slík umræðuefni eru ekki við hæfi okkar Íslendinga. Við viljum bara kanínur. Námsgetan Í hverri rannsókninni á fætur annarri á lesskilningi, reiknings- getu og þekkingu á náttúruum- hverfi barnanna okkar samanborið við börn annarra þjóða innan OECD hefur árangri okkar barna hrakað. Íslenska grunnskólakerfið er eitt hið allra dýrasta meðal saman burðarþjóðanna en samt getur þriðji hver drengur ekki les- ið sér til skilnings eftir 10 ára nám. Lesskilningur er samt grundvöll- ur allrar þekkingaröflunar. Hvern- ig reiðir þessum þriðjungi svo af – í námi og störfum? Þá verður stöð- ugt algengara að verða vitni að því að ungt fólk við afgreiðslustörf get- ur ekki gefið til baka ef kassavélin bilar. Kann ekki einföldustu undir- stöðuatriði í almennum reikningi. Þessum niðurstöðum saman- burðarkannana er ávallt mætt með miklum hávaða. Hrópað er og kall- að, hneykslast og rifist – en ekkert gert. Allar aðgerðir krefjast nefni- lega þess að greint sé hvað farið hefur úrskeiðis og síðan sé lagður grundvöllur að framtíðarlausn. Slíkt hentar okkur hins vegar ekki. Við viljum skyndilausnir – kanínur. Fyrirhyggjuleysið Lífeyrisréttindin okkar eru einu réttindin, sem engir kröfuhafar geta frá okkur tekið. Þeir geta gengið að öllum okkar eigum – nema þessum. Þessari eign er ætlað að tryggja okk- ur sem áhyggjuminnst ævikvöld. Samt er það talið til happs að fá að ráðstafa þessum „ósnertanlegu“ eignum núna strax til þess að greiða kröfuhöfum – bæði iðgjöldunum okkar sem og þeim lífeyrisréttind- um, sem þegar hefur verið safnað – þó það geti kostað okkur að ævi- kvöldið verði óyndislegra sem því nemur. Við lifum jú í núinu, ekki í framtíðinni. Hún reddast þegar þar að kemur. Þær einu annars „ósnertan legu“ eignir, sem fólk nú á og býr sig undir að afhenda kröf- uhöfunum er í margra augum það, sem allir leita að. Kanína! Dómur Danans Kanínubændurnir í pólitíkinni njóta mestrar hylli. Sá var dómur Danans – í mikilli vinsemd. Hann segir sitthvað um kanínubænd- urna. Miklu meira þó um þá, sem þannig búskap vilja hafa. Hattana höfum við jú sjálf. Komið með kanínurnar! n Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi ráðherra Kjallari „Lífeyrisréttindin okkar eru einu réttindin, sem engir kröfuhafar geta frá okkur tekið. Þeir geta gengið að öllum okkar eigum – nema þessum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.