Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Page 52
Jólablað 20.–27. desember 201352 Lífsstíll Algjör skyldueign Þ ess var beðið með mikilli eftir væntingu að fá að prófa PlayStation 4, nýjustu afurð Sony, en hún hefur hlotið afar góðar viðtökur á erlendri grundu. Til að mynda er leikjatölv- an vinsælli í Bandaríkjunum en Xbox One frá Microsoft sem vekur mikla athygli, enda bandaríski markað- urinn hlynntari vörum frá heima- landinu en innfluttum. Í stuttu máli sagt er PlayStation 4 stórt stökk til hins betra frá forvera sínum og var einstök upplifun að spila tölvuleiki á henni. Leikirnir eru framleiddir í fullri háskerpu (1080) sem er nýjung og gerir það að verk- um að minnstu smáatriði í grafíkinni njóta sín afar vel. Við spilun á Killzo- ne mátti greina örsmáa vatnsdropa sem láku niður andlit karaktersins – mögnuð framför. Ný og umtöluð fjarstýringin er þægilegri og betrumbætt. Pinnarnir eru kúptir niður svo þumlarnir renni ekki af þeim eins og á þeirri gömlu. Fyrir miðju fjarstýringarinnar er hátalari sem bætir alla upplifun leiks- ins og gerir hana dýpri og raunveru- legri. Þar að auki er hægt að tengja heyrnartól við fjarstýringuna sem er skemmtileg viðbót. Snertiflöturinn eykur möguleika spilunarinnar með ýmsum hætti. Á fjarstýringunni er einnig takki sem gerir notandanum kleift að deila síðustu 10, 15 mínútum spiluninnar. Það er virkilega skemmtilegur kostur og auðveldur í framkvæmd. PlayStation 4 er ótrúleg leikjatölva og sú besta sem hefur verið gerð. Tölvan fór fram úr öllum væntingum og fær fullt hús stiga. Algjör skyldu- eign fyrir tölvuleikjaunnendur. n n PlayStation 4 er stórt stökk til hins betra n Fjarstýringin þægilegri og betrumbætt Svona er tölvan Hönnun PlayStation 4 þykir einstaklega smekkleg. Killzone í fullri háskerpu Höfundar segja ótrúlega upplifun að spila Killzone í PS4. PlayStation 4 Framleiðandi: Sony Útgáfudagur á Íslandi: Lok janúar Atli Sigurðsson og Sveinn Ingi Einarsson skrifa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.