Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Qupperneq 56
Jólablað 20.–27. desember 201356 Skrýtið
Sagðist vinna fyrir CIA til að fá frí frá vinnu
John Beale þykir gríðarlega latur en með mikið og gott hugmyndaflug
Þ
egar þú nennir ekki að mæta í
vinnuna lengur en færð of góð
laun til að vilja hætta, hvað
er þá til ráða? Bandaríkja-
maðurinn John Beale fékk, að hon-
um fannst, frábæra hugmynd. Hann
vann hjá Umhverfisverndarstofnun
Bandaríkjanna og var launahæsti
starfsmaðurinn, en hann sérhæfði
sig í geislun og loftslagsbreytingum.
Hann er hins vegar afar latur en um
leið með gott hugmyndaflug. Hann
sagði yfirmönnum sínum að hann
hefði verið beðinn um að vinna fyrir
CIA og mætti síðan ekki í vinnu svo
mánuðum skiptir. Í eitt skiptið mætti
hann ekki í átján mánuði samfleytt.
Eyddi peningum í glæsihótel
Beale sagðist oftast vera að vinna
fyrir CIA í Pakistan. Eitt skiptið sagð-
ist hann þurfa að fara í skyndi vegna
þess að starfsmanni sem gegndi
sömu stöðu hjá CIA hefði ver-
ið rænt af talibönum, og að hann
þyrfti að taka við skyldum hans. Yfir-
menn hans fengu þessi skilaboð frá
honum: „Vegna nýlegra atburða sem
þið hafið væntanlega lesið um, er ég
kominn til Pakistan. Ég fékk símtal á
fimmtudegi og fór á föstudegi. Von-
andi verð ég kominn til baka fyrir jól
… hó,hó,hó.“ Beale lét þó ekki þar við
sitja, heldur eyddi peningum sem
hann fékk frá ríkinu vegna meintra
CIA ferða, í ferðir til Lundúna þar
sem hann gisti á glæsihótelum.
Hann sagðist einnig hafa smitast af
malaríu þegar hann gegndi herþjón-
ustu í Víetnam, en hann hafði hvorki
sinnt herþjónustu né smitast af sjúk-
dómnum.
Vann samviskusamlega í 25 ár
Þegar Beale sagðist vera í Pakistan
var hann í raun í heima hjá sér að
lesa, hjóla eða í sumarhúsi sínu við
Cape Cod í Massachusetts. Hann
hefur verið ákærður fyrir að hafa
stolið 900.000 dollurum frá ríkinu
með því að ljúga að yfirmönnum
sínum og á yfir höfði sér fangelsis-
vist í allt að þrjátíu mánuði. Verjandi
hans bað dómarann um að taka til
greina að hann hefði unnið sam-
viskusamlega fyrir ríkið í 25 ár og að
það ætti að milda refsingu Beale. n
rognvaldur@dv.is
John Beale Sagðist þurfa að
vinna fyrir CIA svo hann gæti
verið í fríi heima hjá sér.
James Bond líklega
getulaus alkóhólisti
Læknar myndu ráðleggja njósnara hennar hátignar að leita sér hjálpar vegna drykkju
M
argir vilja vera hann
og aðrir vilja vera með
honum. Hinn sívinsæli
njósnari hennar hátign-
ar, James Bond, hefur
verið dáður um víða veröld í rúm-
lega fimmtíu ár þar sem sex leikar-
ar hafa leikið hann í 23 kvikmynd-
um. Sean Connery gerði línuna
„shaken, not stirred“ ódauðlega
þegar hann pantaði Vodka-Martini-
drykkinn í hlutverki Bonds í Gold-
finger árið 1964. Þetta var ekki fyrsti
drykkurinn Bonds og alls ekki sá
síðasti. Reyndar eru þeir svo margir
að læknar óttast að ef einhver tæki
upp drykkjusiði njósnarans þá
myndi hann enda uppi sem fár-
sjúkur alkóhólisti.
Ætti að leita sér hjálpar
Greint var frá niðurstöðu þriggja
lækna í breska læknatímaritinu
British Medical Jorunal um áhrif
drykkju á líkama
Bonds og sögðust
þeir hafa miklar
áhyggjur af þessu
líferni njósnarans.
Sögðust þeir hafa
ákveðinn skilning á
drykkju Bonds, sem
þarf iðulega að fást
við stórhættulega
hryðjuverkamenn,
en myndu þó ráð-
leggja honum að
leita sér hjálpar.
Fer yfir öll mörk
Læknarnir ákváðu
að lesa tólf af bókum
rithöfundarins Ians
Fleming og komust
að því að á meðan
Bond var í erinda-
gjörðum fyrir land sitt
og þjóð drakk hann
65 til 95 einingar af
áfengi á viku. Karl-
mönnum er ráðlagt
að drekka ekki meira
en þrjár til fjórar ein-
ingar af áfengi á dag.
Læknarnir komust að því að
Bond ók ítrekað ölvaður en þeir
leiða að því líkur að Bond hafi
drukkið svo mikið vegna álags í
vinnunni.
„Í Goldfinger til dæmis, drakk
hann átján einingar á meðan hann
snæddi kvöldverð með Auric Gold-
finger. Eftir kvöldverðinn keyrði
hann heim,“ segja læknarnir í grein-
inni. „Í Casino Royale drakk hann
39 einingar af áfengi áður en
hann lagði af stað í glæfralega
eftirför á bíl sínum. Hann þurfti
að liggja á sjúkrahúsi í tvær vikur
eftir þessa eftirför.“
Edrú í 36 daga
Af þeim rúmu 123 sólarhringum
sem þessar tólf bækur ná yfir var
Bond aðeins allsgáður í 36 daga. Var
það vegna ytri aðstæðna þar sem
Bond var meðal annars á sjúkra-
húsi og haldið föngnum. Mest drakk
hann 49,8 einingar af áfengi á ein-
um degi í bókinni From Russia With
Love.
Líklega getulaus
Læknarnir segja þetta líferni Bonds
vera honum afar skaðlegt. Til að
mynda eru miklar líkur á að hann
eigi eftir að þjást af lifrarsjúkdóm-
um tengdum drykkjunni og þá get-
ur drykkjan einnig valdið getuleysi.
Svo ekki sé minnst á hættuna á því
að valda sjálfum sér skaða sökum
ölvunar. „Við erum á því að það væri
ólíklegt að James Bond gæti hrært
í drykkjum sínum sökum áfengis-
skjálfta.“ n
„Það væri ólíklegt
að James Bond
gæti hrært í drykkjum
sínum sökum áfengis-
skjálfta.
Birgir Olgeirsson
birgir@dv.is
Einum of mikið?
Hér fær James Bond,
leikinn af Pierce Brosnan,
sér vænan sopa af áfeng-
um drykk. Læknar óttast
að breski njósnarinn muni
í raun drekka sig í hel með
þessu áframhaldi.
„Shaken, not
stirred“ Sean
Connery sagði
fyrstur þessa frægu
línu í kvikmyndinni
Goldfinger sem kom
út árið 1964.
Óléttar
hreinar
meyjar
Ein af hverjum 200 ungum
konum segjast hafa orðið óléttar
án þess að hafa stundað kynlíf.
Þetta kemur fram í rannsókn sem
framkvæmd var í Bandaríkjunum
yfir 14 ára tímabil. Tekin voru
viðtöl við 7.870 unglingsstúlkur,
en rannsóknin var á vegum há-
skólans í Norður-Karólínu. Ein af
hverjum þúsund stúlkum sagðist
hafa orðið ólétt sem hrein mey og
án þess að nota tæknifrjóvgun.
Þá hafði 31 prósent þeirra sem
urðu óléttar, skrifað undir skuld-
bindingu um skírlífi. Einnig kom
fram að þær sem höfðu stundað
kynlíf áttu í betri samskiptum við
foreldra sína um kynlíf almennt,
en þær sem voru hreinar meyjar.
Stálu hnetum
drottningar
Elísabet Bretadrottning var svo
óánægð með að konunglegir
lögregluþjónar tækju sér hnetur
úr skálum á göngum Bucking-
ham-hallar að hún sendi út sér-
staka tilkynningu til þeirra. Hún
merkti skálarnar sérstaklega svo
hægt væri að sjá hvort búið væri
að taka af hnetunum og fylgdist
því greinilega vel með. Þetta kom
fram í málaferlum vegna sím-
hlerana News of the World, en
fréttamaðurinn sem fylgdist með
konungsfjölskyldunni greindi frá
þessu fyrir dómi.
Flintstones-
bílnum stolið
Fyrir utan teiknimyndasögubúð í
Sacramento hefur Flintstone-bif-
reið vakið mikla lukku. Þeir sem
þekkja til vita að Flintstone vísar til
Steinaldarmannanna svokölluðu,
teiknimyndaþáttaraðar sem var
afar vinsæl á síðustu öld. Bifreiðin
var þó aðeins eftirlíking og því ekki
gangfær, hvorki með eldsneyti eða
á fæti. Kom það því eiganda versl-
unarinnar mikið á óvart þegar
bifreiðin var horfin á sunnu-
daginn þegar hann mætti til vinnu.
Þjófarnir hafa þurft að hafa talsvert
fyrir því að nappa bifreiðinni, en
eigandinn, Dave Downey, segist
tilbúinn til þess að kæra málið ekki
til lögreglu ef bílnum verði skilað.