Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Side 58
Jólablað 20.–27. desember 201358 Menning É g sótti innblástur í myndina á bolinn til melgresis sem er uppáhaldsjurtin mín. Þetta er svolítið táknrænt fyrir mig því fyrsta alvöru starfið mitt sem ég fékk borgað fyrir var þegar ég var 11 ára að skera melgresi í Vestur- Skaftafellssýslu. Melgresi getur vaxið hvar sem er, meira að segja í svört- um sandi. Það bindur jarðveginn þannig að það myndast ekki rof. Mér fannst þetta táknrænt og tengjast vel UN Women þar sem konur tengj- ast saman til þess að hjálpa öðrum konum um allan heim,“ segir Saga um fiðrildabolinn sem hún hann- aði ásamt Katrínu Maríu Káradóttur yfir hönnuði hjá ELLU. Mikið lagt í hönnunina Myndin sem prýðir bolinn er kyrra- lífs- og skuggamynd af hlutum úr fjörunni milli Eyrarbakka og Þor- lákshafnar. Allur kostnaður við gerð bolsins var kostaður af styrktaraðil- um, Landsbankanum, WOW air, DHL og ELLU. „Það er frábært því að þá fer allur ágóði af sölunni beint til styrktar málefna UN Women,“ segir Saga. Hún segir mikið hafa verið lagt í hönnun hans. „Við tókum okkur langan tíma til þess að gera bol- inn. Við vildum hafa hann þannig að myndin væri ekki of áberandi en falleg og táknræn. Katrín tók sér langan tíma í að hanna sniðið til þess að það myndi henta öllum konum. Hann er ótrúlega klæðilegur og fallegur.“ Tískuheimurinn harður Saga er nýkomin til lands- ins og verður hér fram yfir áramót. Hún er bú- sett í London og hefur verið það í fimm ár. Hún nam tískuljósmynd- un þar í borg og útskrifaðist þaðan fyrir tveimur árum. Frá því hún út- skrifaðist hefur verið nóg að gera og verk efnin eru fjölbreytt. „Ég tek að mér alls konar verkefni og vil ekki einskorða mig við neitt eitt þó ég sé kannski mest að vinna við eitthvað tískutengt enda lærði ég það. Auð- vitað eru verkefnin misskemmtileg,“ segir hún. Til að mynda segir hún að skemmtilegustu verkefnin séu oft ólaunuð. „Þannig er það í tísku- heiminum. Þegar ég er að gera tískuþætti þá fæ ég yfirleitt ekki borgað fyrir þá og þarf stundum að borga með mér í kostnað. En svona virkar þetta bara. Svo fæ ég önnur verk efni sem ég fæ borgað fyrir en eru kannski ekki eins skemmtileg. Maður þarf að gera þetta visst lengi til þess að ná á ákveðinn stað. Þetta fær- ir manni svo stærri verk- efni sem eru betur borguð. Þetta er harður heimur og það nær enginn langt nema hafa virkilega ástríðu fyrir þessu.“ Myndaði M.I.A. Meðal stórra verkefna sem Saga hefur tekið að sér er meðal annars Inspired by Iceland-herferðin, Nike og svo myndaði hún fyrir tónlistar- konuna M.I.A. á dögunum, svo eitt- hvað sé nefnt. Hún segir það hafa ver- ið ótrúlega skemmtilegt verkefni sem átti sér langan aðdraganda. „Það var mjög skemmtilegt verkefni. Hún hafði fyrst samband við mig fyrir tveim- ur árum því hún hafði séð mynd- ir eftir mig og vildi fá mig til að taka myndir þegar hún var að gera Bad Girls-tónlistar- myndbandið sitt. Það var rétt fyrir jól, ég var komin heim til Íslands og fargjaldið var orðið svo dýrt að það var ekki innan kostnaðaráætl- unar hennar. Ég var því ánægð að geta myndað hana núna enda ber ég mikla virðingu fyrir henni. Hún er ótrúlega flottur listamaður.“ Uppeldið mótaði hana Saga hefur einnig kennt ljósmyndun og segist hafa gaman af því. „Ég læri eiginlega mest af því sjálf enda er ég mjög feimin og það er hollt fyrir mig að standa og tala fyrir framan svona margt fólk,“ segir Saga sem hef- ur verið að kenna stundakúrsa við St. Martins en hún hefur einnig kennt í Ljósmyndaskóla Sissu hér heima. Myndir Sögu hafa vakið mikla athygli. Hennar ástríða er ljósmyndun og það er eitthvað ævintýra- legt og öðruvísi við myndirnar hennar. Saga ólst upp á hinum ýmsu stöðum úti á landi til 15 ára aldurs og segir mik- ið návígi við nátt- úruna hafa mótað sig. „Ég hugsa oft um það hversu mikil forréttindi það eru að hafa fengið að alast upp í svo mikilli tengingu við náttúruna og það hefur mótað mig. Fólk er svo mik- ið að týna þessu í dag – að kunna að vera í tengslum við náttúruna. Það þykir mér sorglegt. Þegar ég var lítil þá fann ég mér alltaf eitthvað að gera. Ég ólst upp á stöðum eins og Þing- völlum og þegar ég fór út að leika mér þá var ég bara að leika mér úti í þjóð- garðinum, fann ævintýri í hrauninu og sprungunum. Að láta sér leiðast er ekki til í mínum orðaforða. Ég veit ekki hvað það er.“ Ástar/haturssamband við London Þrátt fyrir að lifa og hrærast innan tískuheimsins þá kann Saga best við sig í rólegheitum. „Ég kem til Íslands til þess að pústa. Það vinna allir svo mikið úti. Ég er alltaf að vinna og það er svo mikill hraði. Mér finnst gott að koma heim og vera í tengslum við náttúruna og safna kröftum áður en ég fer aftur út. Ég er algjör „introvert“ og líður best heima í rólegheitum með bók þótt mér finnist hitt líka ótrúlega skemmtilegt.“ Hún segist þó ekki hugsa um að flytja heim til Íslands á næstunni. „Mér finnst gott að vera í London. Ég á reyndar í svona elska/hata-sam- bandi við London. Stundum finnst mér hún mjög erfið þegar mað- ur er að reyna að borga leiguna en svo eru aðrir dagar sem mér líður ótrúlega vel í þessari borg. Vinnu- lega séð er þetta sú borg sem auð- veldast er fyrir unga ljósmyndara að koma sér á framfæri. Í París og New York er það miklu erfiðara. Þar eru öll gömlu, stóru og eldri nöfnin og það er erfiðara að komast að. London er frábær því hún er svo opin. Hún er svo mikill miðpunktur og margir sem koma þangað til að gera verkefni. Ég ferðast líka mikið vegna starfsins og fæ alls konar verkefni í gegnum fólk sem leitar til London til að mynda.“ Hún segir það dýrmætt að fá að ferð- ast vegna starfsins og kynnast ólíkum menningarheimum. „Ég er alltaf að vinna með mismunandi fólki og fólki alls staðar að úr heiminum. Þetta er allt dýrmæt reynsla og styrkir tengslanetið.“ n Plastmódel í miklu úrvali Tómstundahúsið er flutt að Bíldshöfða 18. S: 5870600. Finnið okkur á Facebook. Sækir innblástur til æsku sinnar n Fjöldi verkefna hjá Sögu n Mikil vinna lögð í fiðrildabolinn Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Fjörugaldurinn Hér má sjá mynd Sögu sem prýðir bolinn. Myndaði M.I.A. Saga myndaði rappsöngkonuna M.I.A. á dögunum. Nóg að gera Það er nóg við að vera hjá Sögu sem er í jólafríi núna á Íslandi. Fiðrildabolurinn n Saga hannaði fiðrildabolinn ásamt Katrínu Maríu Káradóttur, yfirhönnuði ELLU, og Elínrós Líndal, eiganda ELLU. Allt kaupverð fiðrildabolsins rennur óskert í Styrktarsjóð Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum. Bolurinn fæst í ELLU og í Mýrinni í Kringlunni en einnig er hægt að nálgast hann hjá UN Women.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.