Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 2
„Ég hef aldrei vitað til þess að hund- ur verði svona gamall,“ segir Hrönn Guðjónsdóttir. Fjölskylda hennar á hundinn Lubba sem er um tvítugt. „Hann er bæði blindur og heyrn- arlaus og ratar held ég mest með lyktarskyninu.“ Afar sjaldgæft er að hundar nái jafnháum aldri og Lubbi. Hann var tólf ára þegar Hrönn kynnt- ist honum fyrst. „Þá var mér sagt að hann væri orðinn heldur gamall og ætti líklega ekki mikið eftir.“ Síðan eru hins vegar liðin sjö ár og Lubbi enn á lífi þó hann sé orðinn heldur hrumur. Með elstu hundum Almennt er talað um að hvert ald- ursár hunds jafnist á við sjö manns- ár. Það er hins vegar einföldun því misjafnt er hvernig hundar eldast eftir stærð og bera þeir minnstu ald- urinn best. Lubbi er Border Collie- blendingur af millistærð. Þannig má segja að hann ef hann væri maður hefði hann nýlega skriðið yfir hundr- að ára aldurinn. „Þetta er mjög sérstakt,“ segir Guðríður Valgeirsdóttir, varaformað- ur Hundaræktarfélags Íslands, um aldur Lubba. Hún bendir á að með- alaldur stærstu hundategundanna sé lægri en þeirra minni, og ná minnstu hundarnir almennt hæstum aldri. Meðalaldur hunda á við Lubba segir hún vera um átta til fjórtán ár. „Það þykir mjög gott ef íslenski fjárhund- urinn verður sextán eða sautján ára,“ segir Guðríður en hann er smala- hundur af millistærð líkt og Border Collie. „Ég man ekki til þess að hafa hitt svona gamlan hund,“ segir hún. Smalaeðlið í blóð borið Hrönn á annan hund, Móra, sem er eins árs. „Hann hefur ekkert í Lubba. Hann hefur greinilega alltaf verið forystuhundur og aðrir hundar lúffa fyrir honum,“ segir Hrönn. Hrönn segir fólk hafa talið að Lubbi myndi ekki sýna tíkum mikinn áhuga vegna hás aldurs en annað kom á daginn. „Þegar tíkin mín fór á lóðarí var eins og hann yngdist upp um mörg ár,“ segir hún hlæjandi. Smalamennskan er honum í blóð borin enda af kyni smalahunda. Lubbi sinnti starfinu alltaf með prýði en þegar aldurinn færðist yfir taldi mannfólkið ástæðu til að gefa hon- um frí. „Hann vildi hins vegar ólmur vera með. Það var eins og hann dytti bara í gírinn þegar þurfti að smala. Hann er alltaf besti smalahundurinn hér á bænum,“ segir Hrönn sem býr að Brimnesi í Fáskrúðsfirði. Hún rifjar upp að þegar Lubbi var rétt orðinn stálpaður hafi mað- urinn hennar ekki talið hann neitt efni í smalahund en raunin hafi aldeilis orðið önnur. „Hann sagði að við þyrftum mögulega að láta hann fara en það er eins og Lubbi hafi heyrt í honum því hann hrökk í gang,“ segir Hrönn sem er afskap- lega stolt af Lubba. Hún vonast til að Móri geti síðar tekið við af hon- um sem forystuhundur í smala- mennsku á bænum en skarðið verður erfitt að fylla. Á ekki langt eftir Lubbi er afskaplega skapgóð- ur hundur. „Allir krakkar sem koma hingað halda mikið upp á Lubba. Hann er skemmtilegur karakter. Þó að hann siði alla aðra hunda til er hann einstaklega blíður við okk- ur mannfólkið,“ segir Hrönn. Dóttir hennar Védís Elsa hefur mjög gaman af því að leika sér við Lubba. Smalaeðlið tók yfirhöndina þeg- ar hann fór að kenna hvolpunum á bænum að hlaupa í bílana. „Það er það eina. Við misstum nokkra hvolpa þannig. En hundurinn okkar hann Móri slapp sem betur fer við þá kennslu,“ segir hún. Hrönn segir fjölskylduna gera sér grein fyrir að Lubbi á ekki mikið eftir. „Ég held að það verði gott fyrir hann að fá að fara. Hann er orðinn svo gamall. En það verður mikill sökn- uður þegar hann kveður,“ segir hún að lokum. Þetta helst föstudagur 8. ágúst 20082 Fréttir DV - þessar fréttir bar hæst í vikunni Snarræði Heimis Freys Geirssonar varð sjö manns til bjargar þegar fólkið lenti í sjávarháska við ströndina á Bakka. Verið var að flytja Bubba Morthens, Pál Magnússon og fleira fólk í land með gúmbát vegna þess að ekki varð komist úr Eyjum flugleiðis. Brotsjór reið yfir bátinn og lentu menn í miklum vandræðum. Þá tók Heimir Freyr að sér stjórn bátsins og stýrði fleyinu úr hættu. Páll Magnússon útvarpsstjóri var á ferð með tólf ára syni sínum og sagði það hafa verið óþægilegt að lenda í þessu, sérstaklega vegna stráksins. Sjálf- ur óttaðist Heimir Freyr mest um son útvarpsstjóra en menn töldu á tímabili að honum kynni að skola útbyrðis þegar brotsjórinn reið yfir bátinn. sjö í sjávarháska Sjö í háska við Bakkafjöru Brotsjór reið yfir bátinn Litlu munaði að syni Páls skolaði útbyrðis Bubbi segir sjómann vera bjargvættinn ottaðist um sig og soninn Páll Óskar á bleiku dúkkudiskÓteki áfangasigrar samkynhneigðra draggkePPni í íslensku ÓPerunni dagskrá hátíðarinnar m i ð v i k u d a g u r 6 . á g ú s t 2 0 0 8umsjón: krista hall, krista@dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.isbesta rannsóknarblaðamennska ársins miðvikudagur 6. ágúst 2008 dagblaðið vísir 141. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 Fimmta kæran á hendur séra Gunnari Björnssyni, sóknarpresti á selFossi heFur Borist löGreGlu. unG kona úr sókn séra Gunnars varð Fimmta manneskjan til að leGGja Fram kæru á hendur honum. kærum á PreStinn fjöLgar páll maGnússon oG sonur hans í sjávarháska við BakkaFjöru: rændur í rúSSLandi árni Þór siGurðsson, ÞinGmaður vinstri- Grænna lenti í mikl- um hremminGum ÞeGar hann Fór í sumarFrí til rúss- lands. gay Pride að hefjaSt fréttir fréttir stærsta draGGkeppni íslands til Þessa oG Bleikur diskóBíll páls óskars. yFirdráttarvextirnir í Glitni eru jaFn háir oG dráttar- vextirnir. sá sem Fær lánað Greiðir Því sömu vexti oG sá sem BorGar ekki reikninGa. okrað á yfirdrætti hoLLendingur Benti á kragh Þorsteinn kraGh var hand- tekinn eFtir að hollendinGur- inn sem Flutti tæp 200 kíló aF FíknieFnum til íslands neFndi hann á naFn við yFirheyrslur. fréttir fréttir SérBLað Ný kæra hefur bæst við á hendur séra Gunnari Björnssyni vegna kyn- ferðisbrota. Alls hafa því fimm sóknarbörn hans kært hann. „Þarna er um að ræða aðila sem lögreglan hafði áður verið í sambandi við vegna málsins og ákvað í síðustu viku að leggja fram kæru,“ sagði Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi á Selfossi. Hún var orðin lögráða þegar meint brot áttu sér stað. Lögreglan á Selfossi hefur áður greint frá því að hún rannsaki brotin sem blygðunarsemisbrot. Elís vill þó ekki útiloka að ríkis- saksóknari líti á brotin sem kynferðislega áreitni, en lögum samkvæmt eru slík brot alvarlegri. fimmta kæran komin Miðvikudagur 6. ágúst 20084 Fréttir InnlendarFréttIrritstjorn@dv.is „Þarna er um að ræða aðila sem lögreglan hafði áður verið í sam- bandi við vegna málsins og ákvað í síðustu viku að leggja fram kæru,“ segir Elís Kjartansson, lögreglu- fulltrúi á Selfossi. Eftir að ung kona lagði í liðinni viku fram kæru á hendur séra Gunnari Björnssyni, presti á Selfossi, vegna kynferðis- brota hafa lögreglunni alls borist fimm kærur í málinu. Áreitni ekki útlokuð Stúlkan sem lagði fram síð- ustu kæruna er sóknarbarn séra Gunnars líkt og hin- ar stúlkurnar fjór- ar. Hún var orðin lögráða þegar meint brot áttu sér stað. Lögregl- an á Sel- fossi hefur áður greint frá því að hún rann- saki brot- in sem blygðun- arsem- isbrot. Elís vill þó ekki útiloka að ríkissaksóknari líti á brotin sem kynferðislega áreitni, en lögum samkvæmt eru slík brot alvarlegri. Þó lögregla sjái um rannsókn málsins er það í höndum ríkis- saksóknara að heim- færa það sem gerst hefur undir hegningar- lagaákvæði. Þannig tek- ur ríkis- saksóknari endanlega ákvörðun um hvort gefnar verða út ákærur eða ekki og þá fyrir hvers konar brot ákært er. Vísað aftur til ríkissaksóknara Málinu var vísað til ríkissak- sóknara í síðasta mánuði en hann óskaði eftir frekari gögnum frá lög- reglunni á Selfossi áður en ákvörð- un yrði tekin um framhaldið. Elís býst við að málið verði aftur sent til ríkissaksóknara í dag eða á morg- un. Þrjár stúlknanna sem um ræð- ir eru undir átján ára aldri og fóru þær í skýrslutöku hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Að öllu eðlilegu hefðu þær verið yfirheyrðar hjá Barna- húsi en þar sem starfsmaður húss- ins sat einnig í fagráði Þjóðkirkj- unnar þótti það óheppilegt. Hinar stúlkurnar tvær voru yfirheyrðar hjá lögreglunni. Víðförull prestur DV hefur áður rætt við Sigurð Þ. Jónsson, lögmann séra Gunn- ars, sem segir umbjóðanda sinn alsaklausan. Gunnar hefði aðeins sýnt stúlkunum hlýju en ekki áreitt þær á nokkurn hátt. Sigurður tekur því undir orð séra Gunnars í viðtali í DV. Þorbjörg Inga Jónsdóttir, réttar- gæslumaður einnar af stúlkunum sem kært hafa séra Gunnar, hefur hins vegar í samtali við blaðið sagt að hann hafi brotið alvarlega gegn stúlkunum og sannarlega ekki um blygðunarsemisbrot að ræða. Gunnar Björnsson hef- ur verið sóknarprestur í Selfosskirkju frá septem- bermánuði 2001. Eftir að kærurnar komu fram fór hann í hálfs árs leyfi. Áður hefur hann verið sóknar- prestur í Bolungarvík, í Ön- undarfirði og víðar á Vest- fjörðum. Við vinnslu fréttarinn- ar náðist ekki tal af séra Gunnari. Gunnari Björnssyni KÆRUM FJÖLGAR Á SÉRA GUNNAR Stúlkan sem lagði fram síðustu kæruna er fyrrverandi sóknarbarn séra Gunnars líkt og hinar stúlkurnar fjórar. Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Mánudagur 5. Maí 2008 dagblaðið vísir 80. tbl. – 98. á rg. – verð kr. 295 besta rannsóknar blaðamennska árs ins bundin með hundaól Ill meðferð Jósefs frItz l á eIgIn fJölskyldu í kJa llaranum í austurríkI t ekur á sIg sífellt skuggalegr I mynd. dóttIr hans, elís abet, er taugahrúga og fJöl- skyldan gJaldþrota. yfI rvöld reyna að koma tIl hJálpar. talIð er að níð Ingur- Inn berI vIð geðveIkI. ástfanG Páll Óskar Hjálmtýsson s ÓPaði til sín verð- launum á Hlustendaverð launum Fm 957. Hann segir Farsælast að taka H æðum og lægðum með jaFnlyndi. ,,Faðmaði og smellti kossi“ segir málið misskilni ng séra gunnar kærður Fyrir kynFerðislega áreitni: trúir eiginmanninum dv-mynd Ásgeir 5. maí 2008 rannsókn að ljúka Lögreglan býst við að máli séra gunnars Björnssonar verði vísað til ríkissaksóknara í dag. sóknarbörnin kæra Fimm sóknarbörn séra gunnars hafa kært hann fyrir kynferðisbrot. Þrjár stúlknanna voru ekki orðnar sjálfráða þegar meint brot voru framin. „Það kemur alltaf fyrir einstaka sinnum að börn komast ekki strax inn á leikskólann,“ segir Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Í fund- argerð bæjarráðs á dögunum kem- ur fram að sveitarfélagið leggur fram umsókn um leikskóladvöl barns fyrir utan lögheimili þess, eða í Reykjavík. Barn sem fluttist nýverið til Hvera- gerðis með foreldrum sínum fær ekki pláss á leikskólanum þar í bæ. „Við höfum nóg húsnæði fyrir öll börnin og meira til en okkur vantar starfs- fólk. Þetta tiltekna barn kemst inn eft- ir nokkrar vikur, þetta er bara tíma- bundið ástand,“ segir hún og bætir við að sveitarfélagið borgi einungis fyrir leikskólapláss í öðru sveitarfélagi ef leikskólinn í Hveragerði hefur ekki tök á að taka við fleiri börnum. Ég veit ekki annað en að það ríki sátt um málið í bæjarstjórn,“ segir Ró- bert Hlöðversson, einn af fulltrúum A-listans í bæjarstjórn Hveragerðis- bæjar. „Ég get svo sem ekki ímynd- að mér að foreldrarnir séu ósáttir við þetta fyrst þeir starfa í Reykjavík. Ég hef allavega ekki heyrt annað,“ seg- ir hann og bætir við að fjöldi manns sækist eftir að búa í kyrrðinni í bæn- um þó þeir vinni í höfuðborginni. liljag@dv.is Barnið sent burt Fær ekki pláss vegna manneklu sækir leikskóla utan eigin sveitafélags. Ungir drengir voru hætt komnir í sjónum út af Langa- sandi á Akranesi þegar þeir hættu sér of langt út á sjó á gúmmítuðru. Piltarnir lentu út- byrðis en tókst að koma sér heilu og höldnu aftur í land. Langisandur er vinsæll dval- arstaður barna og ungmenna á sólardögum og er fólk beðið um að vera í björgunarvestum ef far- ið er út á sjó á báti. Hætt komnir á gúmmítuðru Á Hraunið fyrir skróp Mikael Már Pálsson sem af- plánar dóm fyrir fíkniefnainn- flutning var á fimmtudag fluttur af fangaheimilinu Vernd og í fangelsið að Litla-Hrauni eftir að hann hætti að mæta í vinnu, sem er eitt skilyrða fyrir vistun á Vernd. Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir afar sjaldgæft að menn séu fluttir af Vernd af þessari ástæðu enda sinni fangar sem þar eru vistaðir almennt vinnunni vel. Mikael Már er 28 ára og var árið 2006 dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að flytja inn rúm- lega 400 grömm af kókaíni frá Amsterdam, í félagi við tvo aðra menn. Keyrði yfir tjald Vestfirskir lögreglumenn höfðu afskipti af manni sem var ölvaður á húsbíl. Bílstjórinn var á ferð inni á tjaldsvæði á Þing- eyri og keyrði yfir hluta tjalds þar sem erlendur ferðamað- ur var. Ferðamaðurinn náði að velta sér undan er hann sá bíl- ljósin nálgast tjaldið. Ferðamað- urinn meiddist ekki. Annar ökumaður sem grun- aður er um ölvun við akstur var síðar stöðvaður á Barðaströnd. Landsmót 2010 á Hólmavík Unglingalandsmótinu vex ásmegin með hverju árinu sem líður. Að þessu sinni voru gestir mótsins í Þorlákshöfn um 10 þúsund talsins og hafa aldrei verið fleiri. Um helgina var til- kynnt að unglingalandsmótið verði haldið á Hólmavík árið 2010 og á síðunni www.strandir. is má sjá að von er á mikilli upp- byggingu á íþróttaaðstöðu bæj- arins. Á næsta ári verður mótið hins vegar haldið í Grundarfirði á Snæfellsnesi, um verslunar- mannahelgina eins hefð hefur skapast fyrir. Nafn ljósmyndara Með grein um fordóma í garð samkynhneigðra sem birtist í síðasta helgarblaði DV birtist mynd af Þorvaldi Kristinssyni, forseta Hinseg- in daga í ár. Þar láðist að geta nafns ljósmyndara en Bára Kristinsdóttir tók myndina. 2 Hollendingurinn sem var handtekinn vegna stærsta fíkniefnasmygls Íslandssögunnar nefndi nafn Þorsteins Kragh við yfirheyrslur og í kjölfar- ið var hann handtekinn. Ekki er ljóst hvor Hollendingurinn hafi játað alfarið en lögreglan segir góðan gang á rannsókn málsins. Andleg heilsa Þorsteins er með besta móti en hann stundar jóga í gæsluvarðhaldinu. Hingað til hefur Þorsteinn neitað þeim sök- um sem á hann eru bornar. Það kom þó í ljós við eftirgrennsl- an DV að Þorsteinn er ekki alls ókunnugur fíkniefnaheiminum. Í hæstaréttardómi sem féll árið 1992 var sérstaklega minnst á Þorstein. Þar kom fram að annar hinna ákærðu í því máli hefði sést á gangi með Þorsteini í Amsterdam. hollendingurinn benti á kragh miðvikudagur 6. ágúst 20082 Fréttir erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Að eiga og elska heimsins versta hund -Mjög fyndin ástarjátning ... Í bókinni Marley og ég er viðfangsefninu lýst af hlýju ... gamansemi og ástúð. New York Times -Fyndin og hjartnæm saga um fimmtíu kílóa Labrador sem var jafn tryggur og elskulegur og hann var óþekkur. People -Hugsanlega hugljúfasta bók ársins. Sannarlega hundavinabók ársins. USA Today MARLEY OG ÉG er bók sem allir hundaáhugamenn verða að lesa - og hinir líka. Mjög mikil umferð var um Hval- fjarðargöngin um helgina, en hún gekk að mestu mjög vel. Í heildina fóru 33.542 bílar um Hvalfjarðar- göngin um verslunarmannahelgina, sem er umtalsverð aukning frá sömu helgi á síðasta ári, þegar 29.750 bíl- ar fóru um göngin. Eitthvað bar hins vegar á því að pirraðir ökumenn létu skap sitt bitna á starfsmönnum í af- greiðslu. Í flestum tilfellum voru það vegfarendur sem höfðu í eftirdragi fellihýsi eða hjólhýsi. Samkvæmt nýrri gjaldskrá borga þeir sem hafa slíkan búnað í eftir- dragi tvö hundruð krónum meira fyrir að fara í gegnum göngin. „Menn hafa misjafna skoðun á því hvað á að fara frítt í gegn,“ segir Sigurð- ur Ingi Jónsson, starfsmaður Spalar. „Það kom fyrir að menn kvörtuðu yfir þessum gjöldum, en við biðjum fólk að fara með góða skapið í útileg- una, við teljum það mjög hófstillt að rukka þetta gjald. Ef ökumenn þurfa að skeyta skapi sínu á einhverjum biðjum við þá frekar að hafa sam- band við yfirstjórn fyrirtækisins en fólkið í skýlinu sem er bara að vinna vinnuna sína,“ segir hann. Þrátt fyrir nokkra fúla fellihýsa- eigendur sem fóru um göngin gekk helgin mjög vel. „Á álagstímum erum við með útirukk, þannig að þeir sem eru tilbúnir með reiðufé eða afslátt- armiða geta brunað í gegn á rauðu ljósi.“ Aðspurður hvort algengt sé að ökumenn reyni að nýta sér þetta fyr- irkomulag og bruna í gegn án þess að borga svarar hann: „Nei, við erum ansi vel tækjum búnir, þeir sem reyna að svindla sér svona eru yfir- leitt myndaðir af öryggismyndavél- unum.“ valgeir@dv.is Fellihýsaeigendur fúlir Hvalfjarðargöng um verslunarmannahelgina fóru 33.542 bílar um göngin. Með dóp og haglabyssu Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær Gísla Birgi Olsen til þess að greiða 50 þúsund króna sekt fyrir að hafa haft undir höndum hlaðna, óskráða, afsag- aða haglabyssu í bifreið sinni, þegar lögregla stöðvaði hann í júlí árið 2004. Þá var annar far- þegi í bílnum, Eyvindur Eggerts- son, fundinn sekur um vörslu á 0,51 grammi af amfetamíni, 2,80 grömmum af hassi og 0,11 grammi af maríjúana. Þeir voru hins vegar sýknaðir af tveimur ákæruliðum um tvö innbrot. Þjóðhátíðar- gestur dæmdur Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær Teit Guðmunds- son í fimm mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa slegið dyravörð í andlitið og haft í hótunum við lögreglu- menn. Atvikið átti sér stað á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, árið 2006. Dyravörðurinn hafði afskipti af Teiti á veit- ingastaðnum Drífanda með þeim afleiðingum að Teitur sló hann í andlitið og braut meðal annars úr honum tönn. Þegar lögregla kom á vettvang brást hann ókvæða við. Íþróttahús bíður Enn er beðið eftir niðurstöðu brunavarnayfirvalda um hvort uppblásið íþróttahús fái að rísa í Hveragerði. Brunamálastofnun hafnaði byggingunni fyrr á árinu á þeim forsendum að bannað væri að setja upp skemmtitjöld til lengri tíma en mánaðar í senn. „Við bíðum enn eftir niður- stöðu og vonum að sjálfsögðu það besta,“ segir Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri Hveragerðis- bæjar, en minnihlutinn er ekki á sama máli. „Auðvitað er þetta á valdi meirihlutans en ef það verður af þessu er það andstætt vilja okkar,“ segir Róbert Hlöð- versson, fulltrúi A-listans í bæj- arstjórn. Þorsteins Kragh Hollendingur benti á kragH Hollendingurinn, sem er í haldi lögreglu eftir að hafa reynt að smygla tæpum 200 kílóum af hassi, maríjúana og kókaíni til landsins, nefndi nafn Þorsteins Kragh við yfirheyrslur lögreglunnar eftir að hann var handtekinn. Í kjölfarið var Þorsteinn hnepptur í gæslu- varðhald og þar hefur hann setið síðan 3. júlí. Þorsteinn hefur neitað sakar- giftum ítrekað en hefur samkvæmt heimildum ekkert verið yfirheyrð- ur undanfarna daga. Handtaka Þorsteins hefur vakið alþjóðlega athygli og hefur Monty Roberts, betur þekktur sem hestahvíslar- inn, lýst yfir hneykslan sinni á að ekki sé hægt að leysa Þorstein úr haldi gegn tryggingu. Sjötugur smyglari Það var í byrjun júní sem Hol- lendingur á sjötugs aldri var handtekinn þegar hann reyndi að smygla tæpum 200 kílóum af hassi með Norrænu. Maðurinn var stöðvaður við komuna til Seyðis- fjarðar og þá var leitað í húsbíl sem hann var á. Nokkurt magn af fíkni- efnum fannst í bílnum en þó ekki allt. Það var ekki fyrr en nokkrum tímum eftir að maðurinn hafði ver- ið handtekinn sem hann benti lög- reglumönnum á hvar efnin voru geymd í bílnum. Þá kom í ljós að um var að ræða allt að 190 kíló af hassi og sitthvort kílóið af mari- júana og kókaíni. Maðurinn var í kjölfarið hnepptur í gæsluvarðhald og yfirheyrður vegna málsins. Hollendingurinn kjaftaði Svo virðist sem yfirheyrslur yfir Hollendingnum aldraða hafi bor- ið árangur því samkvæmt áreið- anlegum heimildum DV þá nefndi hann nafn Þorsteins Kragh. Í kjöl- farið var Þorsteinn handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald þann 3. júlí. Handtaka Þorsteins kom þeim sem til hans þekktu í opna skjöldu. Hingað til hafði hann verið þekkt- ari fyrir að flytja inn stórtenóra og svo hestahvíslarann fræga en um hann var gerð kvikmynd þar sem Robert Redford fór með hlutverk Montys. Gæsluvarðhald Þorsteins var til þriggja vikna en var síðan endurnýjað í lok júlí og svo stað- fest fyrir hæstarétti. Neitar sök Hingað til hefur Þorsteinn neitað þeim sökum sem á hann eru bornar. Það kom þó í ljós við eftirgrennslan DV að Þorsteinn er ekki alls ókunnugur fíkniefna- heiminum. Í hæstaréttardómi sem féll árið 1992 var sérstaklega minnst á Þorstein. Þar kom fram að annar hinna ákærðu í því máli hafi sést á gangi með Þorsteini í Amsterdam. Sérstaklega var tekið fram að fíkniefnalögreglunni væri vel kunnugt um tilvist Þorsteins og að hann væri þekktur fyrir að hafa milligöngu um fíkniefnavið- skipti. Þorsteinn var ekki ákærður í málinu heldur tveir aðrir menn. Þeir voru síðan dæmdir fyrir að hafa smyglað 70 kílóum af hassi til landsins. Þorsteinn í jóga „Ég má ekkert segja um málið,“ sagði Helgi Jóhannesson, verjandi Þorsteins og bendir á lögregluna í því sambandi. Rannsóknardeild lögreglunnar er einnig þögul sem gröfin en þó fengust þær upplýs- ingar að rannsókn miðaði vel. Enginn annar hefur verið hand- tekinn í tengslum við smyglið sem er það stærsta í sögu Ís- lands. Efnin fundust fyrir til- viljun við reglubundið eftirlit samkvæmt tollgæslu Seyð- isfjarðar. „Hann er bara í jóga og er mjög stabíll,“ segir Sigríð- ur Klingenberg, spákona og vinkona Þorsteins aðspurð út í andlega heilsu Þorsteins í gæsluvarðhaldinu. „Hann er bara í jóga og er mjög stabíll.“ Þorsteinn Kragh var nefndur á nafn af hollenska smyglaranum við yfirheyrslur lögreglunnar. Hassfjall söluverðmæti hassins sem Hollendingurinn reyndi að smygla inn nemur hundruðum milljóna króna. valur grettiSSoN blaðamaður skrifar: valur@dv.is 3 Langjök- ull hverfur um miðja næstu öld, nýir fiski- stofnar festa sig í sessi og fuglategundir flýja land. Allt eru þetta áhrif hlýnunar jarðar, sem er nærri örugg- lega af mannavöldum. Ef fram fer sem horfir mun hiti á Íslandi hækka um 0,2 gráður hvern áratug. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem um- hverfisráðuneytið lét gera um hnattræna hlýnun. Nefndin, sem skip- uð var af umhverfisráðherra, skilaði skýrslu sem nefnist Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi og í henni kemur skýrt fram að hlýnun jarðar er staðreynd. Nýjustu rannsóknir sýna 0,7 gráða hitaaukningu hér á landi frá árinu 1906 til 2005. miklar breytingar fram undan 4 Smalahundurinn Lubbi er með þeim elstu á Ís- landi, ef ekki hreinlega sá elsti. Hann er orðinn bæði blindur og heyrnarlaus en kemst allra sinna leiða með aðstoð lyktarskyns- ins. Ef Lubbi væri maður hefði hann þegar náð aldarafmælinu. Eigandi Lubba segir hann mikinn forystuhund en sérlega ljúfan við mannfólkið. Varaformaður Hundaræktarfélags Íslands man ekki til þess að hafa hitt jafn gamlan hund. hitt málið HUNDRAÐ ÁRA HUNDUR Fimmtudagur 7. Ágúst 20086 Fréttir „Það eru 99 prósent líkur á að hlýn- un jarðar sé af mannavöldum því rannsóknir sýna að hún er umfram eðlilegar hitasveiflur,“ segir Hall- dór Björnsson, formaður nefndar fræðimanna um loftslagsbreyting- ar við Ísland. Nefndin, sem skip- uð var af umhverfisráðherra, skil- aði skýrslu sem nefnist Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi og í henni kemur skýrt fram að hlýnun jarðar er staðreynd. Nýj- ustu rannsóknir sýna 0,7 gráðu hita- aukningu hér á landi frá árinu 1906 til 2005. Stöðug hlýnun jarðar Niðurstöður margra loftslagslík- ana hér á landi benda til 0,2 gráðu hlýnunar á hvern áratug framan af þessari öld. Hvað verður eftir það er mjög háð losun gróðurhúsaloftteg- unda í nánustu framtíð og áhrifum þess. Hlýnunin gæti því orðið 1,4 til 2,4 gráður á þessari öld,“ segir Hall- dór. Vísindamenn búast við að hit- inn hækki mest á veturna en minnst á sumrin. Kuldaköstum myndi því fækka hér á landi en svokölluðum hitabylgjum fjölga. Það hefði í för með sér minni hættu á snjóflóðum og hlýrri sumur. „Ríkisstjórnin var sammála um að það væri orðið tímabært að leggja í þá vinnu að skoða áhrif hlýnunar jarðar á Ísland,“ segir Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverfisráðherra, en vinna við skýrsluna hófst haust- ið 2007. Langjökull hverfur á næstu öld Áhrifin af þessari hlýnun eru margvísleg fyrir loftslagið á Íslandi. Einnar gráðu hlýnun hefur mikil áhrif á jökla sem hafa hopað hratt á undanförnum árum. Ef fer sem horfir verður Langjökull búinn að rýrna um 15 prósent undir lok þess- arar aldar. „Ef spár rætast verður Langjökull líklega með öllu horf- inn um miðja næstu öld því hann stendur lægst jökla hér á landi. Ein- ungis toppar Hofsjökuls og Vatna- jökuls stæðu eftir,“ segir hann. Þeg- ar jöklarnir hopa verður landris sem gerist afar hratt hér á landi. „Jarðskorpan er þunn á Íslandi sem gerir það að verkum að landrisið gerist hratt. Suð-austurland mun rísa mikið og þá sérstaklega við Jök- ulsárlón, allt upp í 4 metra við lok aldarinnar,“ segir hann. Afleiðingar af þessu yrðu aukinn vatnsflaumur um landið sem gerir vatnsmagnið meira og orkuupptöku meiri,“ seg- ir Halldór en vatnsorkan myndi ná hámarki rétt fyrir aldamót. LiLja guðmundSdóttir blaðamaður skrifar lilja@dv.is HLÝNUN AUÐGAR LÍFRÍKIÐ umhverfisráðherra kynnti skýrsluna Í he nni kemur meðal annars fram að lífríkið við Ísla nd taki breytingum í kjölfar hlýnunar á heimsvísu. „Ferlið gengur þannig fyrir sig að við sendum Office 1 bréf um að mögulega sé um óréttmæta við- skiptahætti að ræða hjá fyrirtækinu. Við gefum þeim tækifæri til að svara fyrir það. Framhaldið fer svo allt eft- ir því hvernig þau svör verða,“ segir Þórunn Anna Árnadóttir, lög- fræðingur Neytendastofu. Office 1 sendi nýlega seð- il inn á flestöll heimili lands- manna þar sem fullyrt var að seðillinn væri 1.000 króna gjöf til heimila landsins, því fyrirtækinu væri annt um sparnað heimilanna. Stað- reyndin er hins vegar sú að handhafi ávísunarinn- ar þarf að versla fyrir 5.000 krónur eða meira í einni af verslunum keðjunnar til að þessar þúsund krónur dragist frá upphæðinni. Ávísunin rann út í gær. Forstjóri Office 1 kannaðist ekki við að þeim hafi borist kvartanir vegna auglýsingarinnar: „Ég hef ekki orðið var við neina óánægju í sambandi við þetta, það eru allir mjög sáttir. Eina sem ég hef frétt af þessari ávísun er frá viðskiptavini á Sauðárkróki sem óskaði eftir að fá hana senda heim til sín því hún hafði ekki borist. Í kjöl- farið höfðu svo fleiri samband og að sjálfsögðu sinntum við þessum við- skiptavinum,“ segir Hannes Sigur- björn Jónsson. Fyrirtækið Pósthúsið sá um dreifingu seðilsins um allt land en nokkrir staðir urðu þó útundan. „Ég var ánægður með að viðskiptavinir sóttu í að fá ávísunina, hún hefur þá væntanlega komið sér vel,“ segir hann, en fyrirtækinu hafði ekki borist form- leg ábending frá Neyt- endastofu þegar blaða- maður náði af honum tali. liljag@dv.is Gjöfin reyndist ekki gjöf nýir möguleikar Gróðurfar breytist alltaf í takt við hlýnun og því megum við búast við auknum ræktarmöguleikum á næstu árum. „Nýjar tegundir gætu rutt sér til rúms en að sama skapi myndu rústarmýrar hopa,“ seg- ir Halldór. Birkiskógar gætu dreifst vítt og breytt um landið samfara þessari hlýnun en það þarf ekki endilega að gerast því mannfólkið stýrir gróðurmyndun með sauð- fjárbeit á þessi svæði. Stuttnefjan flýr Ísland Lífríkið breytist einnig og áhrifa þess er þegar farið að gæta. Taln- ingar á stuttnefjuvarpi í sjóklettum við landið frá árinu 1985 sýna hratt fall stofnsins sem ræðst af aukn- um hita. „Varpfuglum í sjófugla- byggðum hefur fækkað verulega á síðustu árum. Margar þessara teg- unda leita í kaldara loftslag en auk stuttnefju má nefna þórshana sem mun líklega leita annað á komandi árum,“ segir hann. Að sama skapi hefur orðið vart við nýja fiskistofna við landið á kostnað annara teg- unda. Fiskistofnar breytast „Loðnugöngur hafa breyst mik- ið og loðnan hefur hopað frá land- inu. Suðlægari botnfiskar hafa hins vegar aukið útbreiðslu sína, til að mynda ýsa, skötuselur og ufsi sem veiðast nú í mun meira mæli norð- an við landið,“ segir Halldór en 16 nýjar tegundir hafa fundist við landið. Meðal þeirra eru makr- íll sem fannst í svo miklu magni FiSkitegundir Sem Fara Loðna rækja FiSkitegundir Sem koma makríll Kolmuni Flundra sandhverfa síld FugLategundir Sem Fara Þórshani stuttnefja FugLategundir Sem koma Bókfinka aðrir skógarfuglar umdeild auglýsing Office 1 sagðist gefa hverju heimili þúsund krónur. reyndin var sú að enginn fékk krónu en hins vegar bauðst afsláttur. Fimmtudagur 7. Ágúst 2008 7 Fréttir Í I Jöklar hopa Hofsjökull er hár og mun því halda velli lengur en aðrir íslenskir jöklar. Gjöfin rey i i j að sjómenn veiddu 30 þúsund tonn árið 2007. Hlýnunin kemur einnig til með að breyta skilyrðum þorsksstofnsins því uppvaxtarsvæði þorsksins stækka en fæði hans kem- ur til með að minnka á sama tíma. Almennt má þó búast við meiri framleiðni lífríkis í sjó við landið þó erfitt sé um það að spá vegna þess hve flókið lífkerfi hafsins er. Tónlistarhúsið hækkað upp Þó hlýnun jarðar feli að mörgu leyti í sér jákvæða breytingu hér við land þá fylgir böggull skammrifi. Landsig í Reykjavík er 20 til 40 sentí- metrar á öld. Það auk hækkandi sjávarmáls getur komið illa við suð- vesturlandið. „Það var tekin ákvörð- un um að fylgja spá fræðimanna við byggingu nýja Tónlistar- og menn- ingarhússins við höfnina í Reykja- vík. Húsið var hækkað tvöfalt á við spár um landsig og hækkun sjávar- máls því það er byggt til fjölda ára,“ segir Halldór. Krafa um fjárhagsaðstoð „Það má ekki vanmeta hlut iðn- ríkjanna í þeirri loftslagshlýnun sem þegar er orðin og heldur áfram á komandi árum. Þróunarlöndin fara verst út úr þessari breytingu bæði í formi þurrka og flóða. Krafan frá þessum þjóðum verður sífellt há- værari um að iðnríkin komi þeim til hjálpar með fjárhagsaðstoð og borgi þannig fyrir þessar skuldir sín- ar,“ segir Halldór og bætir við að öll jörðin þurfi að greiða fyrir útblástur þessara þjóða, þó Ísland sleppi við flóð og þurrka að svo stöddu. Halldór Björnsson formaður nefndarinnar segir hlýnun jarðar stafa af mannavöldum. Starfshópur félags- og trygginga- málaráðuneytisins um gerð aðgerða- áætlunar gegn mansali, sem starfað hefur frá 22. janúar síðastliðnum, hefur ekki enn skilað drögum að áætluninni. Starfshópurinn hefur litið nokkuð til Noregs við gerð aðgerðaáætlun- arinnar, en norsk yfirvöld hafa starf- að eftir slíkri áætlun frá árinu 2003. Í Noregi er andvirði eins og hálfs millj- arðs íslenskra króna varið til verkefn- isins. Hér á landi er baráttunni gegn mansali ekki eyrnamerkt neitt fé og engin sérstök úrræði standa fórnar- lömbum mansals til boða. Ísland er eitt af örfáum aðilum að Palermo- viðauka Sameinuðu þjóðanna um mansal sem ekki hafa staðfest við- aukann. Hildur Jónsdóttir, starfsmað- ur starfshópsins, segir gerð fyrstu aðgerðaáætlunar landsins langt komna. „Það er bara verið að fara yfir lokadrög að henni,“ segir Hildur. „Þetta er alltaf spurning um að pússa orðalag og svona. Hún verður tilbúin snemma í haust.“ Hildur telur ekki að starf nefnd- arinnar hafi tekið langan tíma. Hún segir eðlilegt að starfshópur af þess- um toga kalli til sín fólk úr mörgum geirum sem sinni mansali og reyni að kortleggja umfang þess. Það taki sinn tíma. Hildur vildi ekki tjá sig sérstaklega um hversu langt yrði gengið í áætl- uninni, en taldi ekki að Ísland myndi standa langt að baki Norðmönnum í þeim efnum. Hún segir aðgerðir gegn mansali einkum felast í aðstoð við fórnarlömb og öflugri löggæslu og áætlunin taki mið af því. hafsteinng@dv.is Fórnarlömb mansals Ný aðgerðaá- ætlun auðveldar fórnarlömbum mansals vonandi að leita sér aðstoðar. myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. myNd getty images Umfang mansals kortlagt „Þegar tíkin mín fór á lóðarí var eins og hann yngdist upp um mörg ár.“ ErLa HLynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Fjör á Brimnesi Heimasætan á Brimnesi, Védís Elsa guðmunds- dóttir, er afar hrifin af Lubba og leika þau sér mikið saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.