Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 13
DV Helgarblað föstudagur 8. ágúst 2008 13 Sægreifinn Sem Slökkti ljóSið önnur svæði urðu eftir. Þeir sem þekkja þessa sögu vilja ekkert af henni vita. Það er svo einfalt,“ segir hann þungum rómi. Hann segir allt í heiminum hverfult. „Það skrítna í lífinu er að það breytist allt saman. Þegar menn halda að eitthvað sé komið til að vera þá breytist það. Frystitogaran- ir áttu að bjarga okkur fyrir 15 árum. Nú á að setja á þá segl,“ bendir hann á. Brotthvarfið áfall Íbúum á Flateyri fækkaði um 15 prósent milli áranna 2007 og 2008. Þann 1. janúar 2007 bjuggu þar 337 manns. Ári síðar 285. Ekki hafa færri búið á Flateyri um áratugaskeið en þegar kvótakerfinu var breytt árið 1992 bjuggu 410 íbúar á Flateyri. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að vissulega hafi brotthvarf Kambs verið mik- ið áfall fyrir Flateyri. Hann segir þó jákvætt að veiðiheimildirnar hafi ekki farið suður, heldur hafi flust til á Vestfjörðum. Hann segir einnig já- kvætt að Kristján og félagar hafi tek- ið sig til og hafið útgerð á Flateyri. Það hafi skipt miklu máli auk þess sem smærri aðili hafi einnig tekið sig til og keypt bát með nokkrum kvóta. „Það varð töluverð fólksfækk- un en tilkoma þessara manna bjarg- aði miklu. Kambur hafði vaxið mjög hratt og var stórglæsilegt hjá þeim. Þeir unnu ótrúlegt magn af fiski,“ segir Halldór. Að hans mati bera Flateyring- ar almennt ekki kala til Hinriks og félaga. „Þessir menn byggðu fyrir- tækið upp úr engu. Það var enginn kvóti eftir á Flateyri og þeir lögðu gríðarlega mikið á sig við að byggja þetta upp. Steinþór leggur mikið af mörkum til samfélagsins hér fyrir vestan og er í atvinnurekstri. Ég veit ekki með Hinrik en það er ekki ólík- legt að hann leggi sitt af mörkum, án þess að mikið fyrir því fari,“ segir Halldór. „Það verða alltaf einhverjir sárir en við ráðum engu um þetta. Ég reyni að horfa á heildarmyndina. Þeir njóta kannski ávaxta uppbygg- ingarinnar núna en það hefði allt eins geta farið á hinn veginn,“ segir hann. Ekki kvótakerfinu að kenna Halldór segir afkomu Vestfirð- inga ráðast af því hvort takist að byggja upp fiskistofnana við landið. „Ég hef alltaf verið á þeirrar skoðun- ar að það skipti ekki máli hvað kerfið heitir. Það má veiða um 130 þúsund tonn og það þarf einhvern veginn að skipta því niður. Ef aflaheimildirnar rýrna enn frekar erum við ekki í góð- um málum. Ef við hins vegar náum árangri í að rækta fiskinn í sjónum, þá eiga Flateyri og aðrar byggðir á landsbyggðinni bjarta framtíð. Það skiptir öllu að mega veiða meira,“ segir hann og bætir við: „Ég held að um 10 prósent af heildarkvóta landsins séu á Vestfjörðum. Þar búa tæplega þrjú prósent landsmanna. Ef menn ætla að endurúthluta sam- kvæmt höfðatölu þá færum við illa. Það er alltaf fullt af göllum á kerfum sem úthluta verðmætum,“ útskýrir Halldór. Skildir eftir í skítnum Níels Ársælsson, skipstjóri og út- gerðarmaður á Tálknafirði, er óm- yrkur í máli þegar kemur að sam- skiptum sínum við Kamb. Hann er einn þeirra sem áttu viðskipti við Kamb til fjölda ára. Hann landaði nærri eingöngu á Flateyri og átti þar yndislegar stundir að eigin sögn. Hann hætti viðskiptum við Kamb árið 2006 og harmar hvernig komið er fyrir Flateyringum. „Það var ein- staklega gott að vera þarna. Á með- an Einar Oddur var áhrifavaldur á Flateyri og hafði eitthvað um rekst- urinn að segja, þá var þetta ákaf- lega ljúft. En eftir að afskiptum hans lauk, rétt fyrir aldamót, hófst mar- tröð ein,“ segir hann. Guðmundur Kristjánsson, eig- andi Brims, keypti þá meirihluta í Kambi. Níels segir að hann hafi komið inn á fölskum forsendum. „Hann ætlaði að byggja upp fyrir- tækið en stakk af og skildi okkur eft- ir í skítnum. Rétt fyrir aldamótin fór hann með veiðiheimildirnar í burtu og skildi ekkert eftir nema rjúkandi rústir,“ fullyrðir Níels og bætir því við að sparisjóðurinn á Flateyri hafi gert honum og fleiri lífið óbærilegt. Hann hafi greinilega lent á röngum lista í bankanum. Hann segist enn fremur enn sakna þess tíma á Flat- eyri þegar öll dýrin í skóginum hafi verið vinir. Allar bjargir bannaðar Níels er sannfærður um að sú ákvörðun að selja Kamb hafi ekki komið frá Hinriki. „Það var bankinn sem tók þá ákvörðun að þarna væri nóg komið. Menn vissu að það yrði 30 prósent niðurskurður á þorsk- veiðiheimildum,“ segir hann og bætir við að Hinrik hafi ekkert get- að að þessu gert. „Það er hræðilegt að þetta skyldi fara svona. Ég myndi aldrei skipta á samvisku minni og öllum þessum peningum,“ segir hann. Níels var í ágúst 2003 dæmdur til að greiða eina milljón í sekt eða sæta þriggja mánaða fangelsi fyrir að fleygja 53 fisk- um í hafið. Brottkast- ið var fest á filmu af sjónvarpsmönnum sem voru með Níels í för. Hann er ósam- mála Halldóri Halldórssyni um að kvótakerf- inu sé ekki um að kenna. „Ég hef alla mína tíð fengist við fiskveiðar. Ég er kominn af sjómönnum í báðar ættir og það eina sem ég fer fram á er að geta séð mér og fjöl- skyldu minni. Það get ég ekki í dag. Mér eru allar bjargir bannaðar. Þetta er alveg skelfilegt. Fisk- urinn er hérna í fjöru- borðinu og miðin blasa við. Okkur er bannað að bjarga okkur,“ segir Níels. Hann á fimm syni og gefur þeim skýr fyrir- mæli: „Komið aldrei ná- lægt sjómennsku er boð- orð mitt til þeirrra. Það er beinlínis niðurlægjandi að vera sjómaður í dag,“ segir hann að lokum. Samgöngur breyta miklu Halldór Halldórsson von- ast eftir björtum tímum fyr- ir Flateyringa. „Hvað Flateyri sérstaklega varðar hefur ver- ið ákveðið að gamla húsnæði sparisjóðsins verði notað undir Innheimtustofnun sveitarfélaga sem verið er að flytja vestur. Þar verður skrifstofuvinna fyrir þrjá til að byrja með en jafnvel 6 til 8 þeg- ar fram líða stundir,“ segir Halldór en hvert starf í svona litlu þorpi er mikilvægt. Halldór segir að bættar samgöngur hafi mikil áhrif á Vest- firðinga alla. „Áður var hver og einn staður sjálfum sér nægur. Það var kaupfélag í flestum þorpum enda var stundum ekki hægt að fara á milli staða svo mánuðum skipti yfir vetrartímann,“ bendir hann á. Til- koma ganganna og fleiri samgöngu- mannvirkja gerðu það að verkum að nú getur fólk búið í einu þorpi en unnið í öðru. Það nýttu margir Flateyringar sér þegar Kambur hætti,“ segir hann að lok- um. Glæsivilla Hinriks í Hafnarfirði Húsið fékk hann á 70 milljónir, og staðgreiddi. Hafði hundruð milljóna upp úr krafsinu Hinrik Kristjánsson fyrrum eigandi Kambs situr eftir með hundruð milljóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.