Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 6
föstudagur 8. ágúst 20086 Fréttir DV Sandkorn n Blaðakonan Edda Jóhanns- dóttir, sem starfar á vefmiðlinum Eyjan.is, skrifar athyglisvert blogg í gær. Þar sagði hún frá því þeg- ar hún sat í hægindum sínum á Kaffi París við Austurvöll á þriðju- daginn og sötraði kaffið sitt. Margt bar fyrir sjón- ir en eitt stóð þó upp úr að hennar mati. Hún segist hafa séð Jón Ásgeir Jóhannesson og Björgólf Guð- mundsson rölta saman – næst- um hönd í hönd. Þessi tíðindi eru nokkuð merkileg í ljósi þess að uppi hafa verið getgátur um framtíð fjölmiðla innan Árvak- urs og 365 miðla. Sagan segir að þeir eigi í samningaviðræðum og hugsanlega er tíðinda að vænta eftir þennan hjartnæma göngu- túr þeirra. Þá hefur verið nefnt að 24 stundir rói lífróður og hugs- anlegt að blaðið verði lagt niður í heild sinni. n Dómsmálaráðherrann Björn Bjarnason hefur reyndar eigin skoðanir á fjölmiðlum sem sést glögglega á því að hann vill helst ekki tjá sig við þá nema í gegnum tölvupóst og heima- síðu sína. Það mátti þó finna at- hyglisverða bakstungu í pistli sem hann ritaði á miðvikudag- inn þar sem hann segir orðrétt: „Af lestri 24 stunda má auðveld- lega ráða, hve góðan svip Ólafur Þ. Stephensen setti á blaðið í rit- stjóratíð sinni.“ Hvort Björn sé að ýja að því að blaðið hafi versnað með brotthvarfi Ólafs skal látið ósagt. n Veruleikastjarnan Magni Ás- geirsson sem þenur raddbönd- in fyrir sveitaballahljómsveitina Á móti sól, hefur dýft sér ofan í pytt þjóðfélagsumræðunnar og heldur núna úti bloggi inn- an vébanda Morgun- blaðsins. Þar er honum fátt óviðkom- andi. Magni rassskellir olíufursta hér á landi fyrir að lækka ekki bens- ínverðið jafnt og hann fjallar á ljóðrænan hátt um fagurt sumar. Hitt vakti þó athygli að Magni er reiður vegna sparkvallar sem karpað er um í Skerjafirðinum. Þar skrifar hann að spillingin sé alls staðar og einhver fúll á móti hafi hringt í vini sína. Sá „fúli“ er reyndar Örnólfur Thorsson, aðstoðarmaður Ólafs Ragnars Grímssonar, eins og fram kom í frétt 24 stunda um daginn. n Ofurbloggarinn Jens Guð- mundsson lenti í hatrammri rit- rimmu við Magna Ásgeirsson á blogginu en þá gagnrýndi Magni hann fyrir að vera miðaldra og sennilega nakinn lúða sem sæti við tölvuna sína. Austfirska hispursleysi Magna fékk Jens til þess að velta fyr- ir sér hver væri leiðinlegasta hljómsveit Íslands. Hann er þegar byrjaður á skoðanakönnun á bloggi sínu. Tillögur um leiðinlegustu hljóm- sveitina eru margvíslegar en svo virðist sem vöðvabandið Merz- edes Club ætli að verða sannfær- andi sigurvegari könnunarinnar. Henni er þó ekki lokið og því at- hyglisvert að sjá hvernig fer. Minni snjór, sokkinn Vesturbær og auðveldari umferð gætu orðið afleiðingar hlýnunar landsins. Sagan sýnir að hagvöxtur eykst samfara hlýindaskeiðum. Við lok aldarinnar gæti veðurfarið orðið eins og í Danmörku. Danmerkurblíða við lok alDarinnar „Breytingarnar verða ekki umflún- ar. Hinn almenni borgari kemur helst til með að finna fyrir minni snjó og auðveldari umferð þegar líður á öldina,“ segir Páll Bergþórs- son veðurfræðingur um þau áhrif sem hlýnun jarðar á eftir að hafa á landsmenn. Nýjustu tölur gera ráð fyrir 1,4 til 2,4 gráða hlýnun- ar á þessari öld. Kristján Jónasson gerði líkan árið 2004 um hvernig hitabreytingar mundu þróast hér á landi. Ef fer sem horfir verður með- alhitinn 2057 eins og í Færeyjum á síðustu öld en árið 2100 ætti hitinn að vera svipaður og á Borgundar- hólmi í Danmörku á síðustu öld. Telur áhrifin vanmetin Rannsóknarstofnunni IPCC spáir hnattrænni sjávarhækkun upp á 0,2 til 0,5 metra á öldinni. „Ég held að áhrifin séu vanmet- in því sjórinn þenst út í hita auk þess sem jöklarnir bráðna hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Samkvæmt því samræmi sem hefur verið milli hitabreytinga og hækkunnar sjáv- arborðs má búast við að sjórinn hækki eitthvað á annan metra á þessari öld,“ segir hann. Þetta hefði í för með sér minni snjóalög bæði í þéttbýli og strjálbýli en veðrið yrði seint eins og á Kanaríeyjum: „Samfara hlýnuninni yrði vetur- inn yrði mildari en það breytir ekki þeirri staðreynd að það getur orð- ið hvasst og leiðinlegt veður fyrir því, það breytist seint,“ segir Páll. Vísindamenn búast við að hitinn hækki mest á veturna en minnst á sumrin. Kuldaköstum myndi því fækka hér á landi en svokölluðum hitabylgjum fjölga. Það hefði í för með sér minni hættu á snjóflóðum og hlýrri sumur. Hagvöxtur fylgir veðurfari Sagan sýnir okkur að hagvöxtur hefur jafnan verið mestur á hlýinda- köflum en hefur minnkað þegar kólnar. „Þessi staðreynd er gríðar- lega þýðingarmikil fyrir samfélag- ið hér. Tölur frá 1870 til 1942 sýna nákvæma samræmi hagvaxtar við hitabreytingar,“ segir Páll. Aukinn hiti hefur hins vegar ekki bara já- kvæð áhrif því ókostirnir eru vissu- lega til þó þeir séu færri. „Ef hlýnun jarðar verður 3 gráður eða meiri þá mun sjávarmálið hækka um rúm- lega einn metra. Það í bland við landsig sem er 20 til 40 sentímetr- ar á öld hér suðvestanlands getur skapað varasamar aðstæður hér í Reykjavík. Mörg hús eru byggð nærri sjávarmáli eins og til dæmis í Vesturbænum svo það gefur auga- leið hvernig það mundi fara,“ segir hann. Mælingar benda til að síðasti áratugur aldarinnar sem leið hafi verið sá hlýjasti frá 1860. Samfélagslegir þættir skoðaðir Norrænar þjóðir glíma ekki við eins stór vandamál samfar hlýn- un eins og heimskautslöndin og heitu löndin. „Hér bráðnar ekki sífreri eins og í Alaska og Síberíu og við lendum heldur ekki í þurrk- um og flóðum sem heitar lönd- in glíma við. Röskunin hér á landi verður ekki eins mikil og áhrifin öllu jákvæðari en víðast hvar ann- ars staðar,“ segir Halldór Björns- son umsjónarmaður skýrslu um hnattrænar loftslagsbreytingar á Íslandi. lilja guðmundSdóTTir blaðamaður skrifar lilja@dv.is Íslenskt óveður á Hellisheiði Við lok þessarar aldar gætu snjóþungir vetur heyrt sögunni til. Halldór Björnsson haf- og veðurfræðingur segir norrænar þjóðir ekki glíma við stórvandamál samfara hlýnun jarðar. dV- Mynd sigtryggur meðalHiTi TÍmaBila á ÍSlandi ártöl meðalhiti Skýringar 1866–2003 4,28°C allt mælda tímabilið í reykjavík 1961–1990 4,31°C algengt viðmiðunartímabil 1931–1960 4,94°C Eldra viðmiðunartímabil 1991–2003 4,76°C síðastliðin 13 ár 1866 2,11°C Kaldasta mælt ár 1877–1887 3,37°C Köldustu 11 árin 1932–1942 5,14°C Hlýjustu 11 árin 1976–1986 3,98°C Köldustu 11 ár síðan um 1920 2003 6,06°C Heitasta árið 2005–2015 5,36°C Hlýnun 1981–2010 reiknast 0,48°C á áratug 2057 6,45°C Eins og meðalhiti í færeyjum 1890–2000 2090 7,45°C Eins og meðalhiti í utsira 1890–2001 2100 7,75°C Meðalhiti á Borgundarhólmi 1890–2001 var 7,98°C HEiMild: Kristján jónasson, raunVísindastofnun HásKólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.