Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 32
föstudagur 8. ágúst 200832 Helgarblað DV S tefán Guðmunds- son er þriggja barna faðir sem þar til fyrir tæpum þremur vik- um hafði ekki fengið að hitta sex ára gamla dóttur sína í tíu mán- uði vegna þess að móðir stúlkunnar hefur komið í veg fyrir samskipti þeirra. Móðirin hef- ur með því hundsað fjölda dómsúr- skurða sem kveða á um umgengnis- rétt Stefáns við stúlkuna. Aðra af eldri dætrum sínum tveim- ur, sem verður þrettán ára í haust, hafði Stefán einungis hitt á sama tímabili á einum stuttum fundi hjá Barnavernd Reykjavíkur í ársbyrjun, áður en hann hitti hana 21. júlí síðast- liðinn, sama dag og þá yngstu. Og það þurfti að beita svokallaðri innsetn- ingu með aðstoð sýslumanns til að koma á fundi föðurins við stúlkurn- ar eftir að dagsektir höfðu ekki skilað tilætluðum árangri. Þriðju dótturina, ellefu ára gamla, hefur Stefán ekki séð síðan síðastliðið haust. Tímamótaúrskurður Fyrst var greint frá málinu í DV þann 21. júlí síðastliðinn, daginn sem fulltrúar sýslumannsins í Reykjavík, barnaverndarnefndar Reykjavíkur auk lögmanna Stefáns og barnsmóð- ur hans sóttu yngstu dóttur Stefáns á heimili móðurömmu hennar og - afa. Þangað hafði móðir hennar far- ið með dætur sínar þrjár, vitandi að von væri á fulltrúunum sex á heimili hennar til að sækja þá yngstu. Hér- aðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði nefnilega þann 11. júlí síðastliðinn að yngsta dóttirin skyldi tekin úr umráð- um móður sinnar í síðasta lagi þenn- an dag, tíu dögum eftir að úrskurður- inn lá fyrir, til þriggja vikna dvalar hjá föður sínum. Stefán segir að þetta sé tímamóta- úrskurður í íslenskri réttarsögu hvað varðar tálmunarmál af þessum toga. Aldrei áður hefur verið úrskurðað um innsetningu vegna umgengnistál- mana, en úrræðið kom inn í barna- lög 2003. Í úrskurðinum segir raun- ar ennfremur að Stefáni sé framvegis heimilt að fá yngstu dóttur sína tekna úr umráðum móður sinnar, virði hún umgengnisrétt hans að vettugi ein- hvern tímann aftur. „Þetta er þróun í rétta átt,“ segir Stefán. Gekk út með börnin Stefán hóf sambúð með barns- móður sinni árið 1994. Þau eignuð- ust fyrstu dótturina árið eftir, 1997 kom stúlka númer tvö í heiminn og sú yngsta fæddist svo í mars 2002. Fjölskyldan bjó langstærsta hluta tímans í Grafarvoginum í Reykjavík. Einnig bjuggu þau um skeið á Húsa- vík en þar er Stefán fæddur og upp- alinn. Hann hefur svo dvalist þar síð- ustu fimm sumur þar sem hann rekur hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Gi- ants við góðan orðstír. Stefán stundaði átta ára fram- haldsnám eftir grunnskólanám, þar á meðal í Stýrimannaskólanum og Tækniháskólanum í Reykjavík. Hann hefur áratuga reynslu af sjómennsku, þar af margra ára reynslu sem skip- stjóri. Hann starfaði sem skipstjóri og meðstjórnandi í útgerð í eigu fjöl- skyldunnar um árabil á meðan hann var í sambúð með barnsmóður sinni og meðfram námi. Kaflaskipti urðu í lífi fjölskyldunnar í framhaldi af því að skipstapi varð hjá útgerðinni í lok september 2002. „Það varð til þess að mikið óvissu- ástand skapaðist í fjölskyldunni og ég missti vinnuna tímabundið. „Í kjölfarið komu upp erfiðleikar í fjöl- skyldulífinu sem enduðu með því að við skildum í desember það ár. Frek- ar eftirminnilegur dagur, um miðj- an þriðjudag þegar konan gekk út af heimilinu með börnin að mér fjar- stöddum á 35 ára afmælisdeginum mínum,“ segir Stefán. „Ég fékk lítið að sjá börnin mín fyrst eftir skilnaðinn. Ég held að ég hafi verið með þau í einn eða tvo sól- arhringa fyrsta hálfa árið eftir skiln- aðinn. Það var ekki fyrr en það kom bráðabirgðaúrskurður, sem ég fór fram á frá sýslumanni, að það fór að komast á einhver umgengni.“ Ná sér niðri á honum? Eftir sambúðarslitin flutti barns- móðir Stefáns með stúlkurnar í ann- að hverfi í Reykjavík og lét þær skipta um skóla, þvert á það sem Stefán taldi æskilegt að gera. Hún tók þær einnig úr öllu tómstundastarfi sem hann var alfarið á móti þar sem honum sýndist best fyrir börnin að sem eins lítið rót yrði á lífi þeirra og hægt væri í kring- um skilnaðinn. Stefán segist hafa séð að mestu um að koma dætrunum í tómstundirnar, til að mynda á ball- ettæfingar, skautaæfingar, í píanó- tíma og fimleika og honum finnist því eins og móðir stúlknanna hafi tekið þær úr þessu frístundastarfi til að ná sér að einhverju leyti niðri á honum eftir skilnaðinn. Umgengnin í úrskurði sýslumanns hljóðaði upp á fimm daga aðra hverja viku, sex vikur yfir sumarið, viku önn- ur hver jól, viku önnur hver áramót og viku aðra hverja páska. „Ég skildi ekki í þessum frumraun- um mínum við kerfið hvers vegna ég fékk ekki að hafa börnin mín til jafns við móðurina eins og ég vissi að var þeim fyrir bestu,“ segir Stefán. „Svör- in frá sýslumanni voru einföld við þeim spurningum mínum: „Af því bara.“ Slíkt hafði ekki gerst áður og stóð ekki til að faðir fengi jafnar sam- vistir við börnin á við móður, burt- séð frá þörfum barnanna. Ég átti víst bara að þakka fyrir þessa „rúmu“ umgengni samkvæmt orðum fulltrúa sýslumanns. Umgengni sem var heil- ir tíu dagar í mánuði, á þeim tíma- punkti sem börnin þurfa hvað mest á báðum foreldrum sínum að halda, strax eftir skilnaðaráfallið. Ekki var um að ræða að ég fengi úrskurðaða umgengni aftur í tímann sem hafði glatast í samvistum mín- um við börnin. En þegar meðlagsúr- skurðurinn var birtur var annað uppi á teningnum hjá sýslumanni. Hann náði marga mánuði aftur í tímann, þrátt fyrir miklar tálmanir á því tíma- bili. Þá fyrst áttaði ég mig á því hvern- ig kerfið var „innréttað“. Barnsmóðir Stefáns taldi úrskurð- aða umgengni of rúma og kærði úr- skurðinn til dómsmálaráðuneytis. Úrskurðurinn var staðfestur, enda var hann studdur í yfirlýsingu sálfræð- ings og sérfræðings embættisins. Í áliti þeirra segir meðal annars að ekkert hafi komið fram í viðtölum við stúlkurnar sem gæfi tilefni til að ætla að vera hjá föður sé þeim systrum erf- iðari en sem svarar eðlilegu róti við að fara á milli heimila þar sem foreldr- arnir eru ósáttir. Móðir stúlknanna hafði þá verið með stóryrtar yfirlýs- ingar við sýslumann um að börnin vildu ekki vera hjá föður sínum og vera þeirra þar væri þeim erfið. Áhyggjur vegna brjóstagjafar Í bráðabirgðaúrskurðinum kom fram að á meðan yngsta stúlkan væri enn á brjósti ætti hún ekki að vera yfir nótt hjá pabba sínum eins og eldri dæturnar. Hann mætti sækja hana klukkan níu á morgnana og þyrfti að skila henni klukkan sex síðdegis. „Móðir hennar nýtti sér þessa klausu og hélt stelpunni á brjósti til tuttugu mánaða aldurs, að eig- in sögn,“ segir Stefán. „Ég vissi auð- vitað allan tímann að þetta var ein- göngu gert til að koma í veg fyrir að ég gæti haft barnið jafnmikið og eldri dæturnar. Ég var svo farinn að hafa verulegar áhyggjur af dóttur minni vegna þessa langa tíma sem hún var á brjósti. Það endaði með því að ég fór með hana til læknis og hann sagði að best væri fyrir barnið að hætta tafar- laust á brjósti því þessi langa og mikla brjóstagjöf væri farin að hafa veru- leg áhrif á næringarstöðu barnsins.“ Móðirin brást ókvæða við þessum ráðleggingum og afskiptum læknis- ins af heilsu barnsins. Að sögn Stefáns virti sambýlis- kona hans fyrrverandi ekki þann rétt hans til umgengni við börnin sem fram kom í úrskurðinum. Eftir að um- gengnisúrskurður gekk var umgengni þó stopul því móðirin tilkynnti eldri dæturnar ítrekað og fyrirvaralaust veikar þegar Stefán átti að eiga um- gengni. „Oftar en ekki áttu tilkynn- ingar um veikindi dætranna ekki við rök að styðjast. Það féll jafnvel niður jóla- og páskaumgengni. Maður vissi í raun aldrei hverju maður átti von á.“ Stefán jafnvel hæfari Stefán fór fram á sameiginlega forsjá stúlknanna og jafna umgengni. Barnsmóðir hans vildi aftur á móti fulla forsjá. Úr varð forsjármál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. „Ég vildi umfram allt verja áfram- haldandi rétt minn til forsjár barn- anna og fá að vera faðir þeirra áfram, en ekki réttindalaus gestur í lífi þeirra til framtíðar, eins og kerfið stuðlar að enn þann dag í dag með þeim úreltu viðhorfum starfsfólksins og því laga- umhverfi sem það vinnur eftir,“ segir Stefán. Dómkvaddur sálfræðingur í mál- inu var skipaður og vann hann að áliti, rannsóknum og prófum á for- eldrum og börnum í þrjá mánuði. Að því loknu skilaði hann viðamikilli álitsgerð til Héraðsdóms í ágúst 2003. Þar segir meðal annars að sálfræð- ingurinn telji að báðir foreldrar séu hæfir til að fara með forsjá barnanna, og Stefán jafnvel hæfari, til að mynda vegna þess að hann búi við betri að- stæður og sé með tryggari afkomu- möguleika til framtíðar. Í ítarlegri álitsgerðinni segir jafn- framt: „Skilningur beggja á þörfum barnanna er ágætur. Faðir á auðveld- ara með að lýsa mati sínu á þörfum barnanna og virðist metnaðarfyllri fyrir þeirra hönd. Tilfinningalegt samband móður og barnanna er náið og gagnkvæmt. Móðir er afar háð börnunum. Tengsl hennar byggja mikið á umönnunarþáttum enda börnin ung. Tilfinningalegt samband föður og barnanna er einnig náið og gagnkvæmt og lýsir sér annarsvegar í hlýrri og innilegri framkomu og hins- vegar í leiðbeiningum og stýringu.“ Móðirin hlýtur forsjána Móðirin hlaut að lokum forsjá stúlknanna. Stefán var afar hissa á þeirri niðurstöðu. „Sálfræðingurinn sagði í vitna- skýrslu sinni það verðugan kost til skoðunar fyrir héraðsdómi að dæma föður forsjá eldri stelpnanna og móð- ur þeirrar yngstu,“ segir Stefán. „Það myndi meðal annars skapa frið um börnin, jafna átök foreldra um forsjá og koma í veg fyrir að móðir gæti við- haldið umgengnistálmunum. Á þessa ábendingu sálfræðingsins var ekki hlustað af héraðsdómi á þeim tíma og var þar náttúrlega byggt á göml- um, úreltum hefðum í svona mál- um þar sem báðir foreldrar eru tald- ir hæfir. Mæður fá forsjá en feðurnir eiga að vera gestir í lífi barna sinna.“ Í ljósi þess að Stefáni þótti ekki einsýnt að héraðsdómur hefði virt þær meginreglur sem gilda eiga í for- sjármálum áfrýjaði hann dóminum til Hæstaréttar. Við meðferð málsins þar var óskað eftir öðru áliti vegna málsins frá öðrum sálfræðingi. Í áliti þess sálfræðings, sem lá fyr- ir í maí 2004, segir meðal annars að tengsl við föður séu báðum eldri dæt- runum mikilvæg, þeim líði oftast vel hjá honum og vilji ekki breyta neinu í tengslum við hann. Þrátt fyrir þetta álit staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms, en tók þó sérstaklega fram í rökstuðningi fyrir niðurstöð- unni að á það yrði að leggja áherslu að börnin nytu eðlilegrar umgengni við föður sinn. Tekur stúlkurnar úr skóla Ekki var fyrr búið að flytja málið í Hæstarétti en móðir- in tilkynnti að hún ætl- aði að breyta umgengninni og minnka. Eftir að dóm- ur Hæsta- réttar féll var umgengni stopul, enda bráðabirgða- úrskurður sýslumanns eingöngu fyrir hendi þangað til niðurstaða Hæsta- réttar lægi fyrir. Umgengni komst síðan ekki á aftur fyrr en í desember 2004 þegar sýslumaður úrskurðaði um umgengni dætranna og föður til frambúðar, á sama hátt og ákveðið hafði verið áður til bráðabirgða. Sú umgengni stóð hins vegar stutt yfir. Í lok janúar 2005 hófust tálmanir af hálfu móður stúlknanna sem vörðu í þrjá mánuði. „Það gekk svo langt að hún tók dætur okkar úr skóla og leik- skóla þessa þrjá mánuði til að koma í veg fyrir að ég gæti hitt þær og rækt mínar samvistarskyldur við börn- in, sótt þær og skilað í skóla og leik- skóla eins og mér bar samkvæmt úr- skurðinum,“ lýsir Stefán. „Hún hélt þeim inni á sínu heim- ili með þeim skýringum að dæturn- ar óttuðust föður sinn og vildu ekki fara í skólana. Dæturnar voru tættar eftir þá meðferð, verulega tættar. Ég skynjaði það mjög vel. Barnavernd- aryfirvöld höfðu svo seint og um síðir afskipti af málinu. Móðir stelpnanna lét þó ekki af umgengnistálmunum fyrr en ég höfðaði bráðabirgðaforsjár- mál um vorið til þess helst að koma þeim aftur í skólana og leyfa þeim að lifa eðlilegu lífi undir minni forsjá.“ Enn hrekur sálfræðingur málatilbúnað Að lokum leyfði móðir stúlknanna þeim að fara aftur í skólann. Í tengsl- um við hið nýja bráðabirgðaforsjár- mál voru stúlkurnar svo enn og aftur sendar til nýs sál- fræðings. Stefán segir að þar með hafi sérfræðingur enn á ný hrakið málatilbúnað móð- ur um að börnin óttist og vilji ekki umgangast föður sinn, þrátt fyrir að börnin hafi verið beitt mjög alvarlegum tálmun- um og fortölum móður. „Sömuleiðis hrekur sálfræð- ingurinn orð móður þeirra um að börnin hafi ekki viljað fara í skólann og segir meðal annars orðrétt í sínu áliti frá 6. júní það ár að það sé ekki að þeirra ósk sem þær fóru ekki í skólann,“ segir hann. „Dómari taldi að úr því móðir væri hætt tálm- unum og börnin byrjuð að sækja skóla á ný væri ástæðu- laust að hreyfa við forsjánni til bráðabirgða og hafnaði „Börn byrja ekki skyndi- lega á því af sjálfsdáðum í slíku tálmunarferli að óska föður sínum dauða við fyrsta tækifæri, líkt og miðjudóttir mín gerði undanfarna mánuði, og afmá föðurnafnið úr eftir- nafni sínu.“ mánudagur 21. júlí 2008 2 Fréttir InnlendarFréttIrritstjorn@dv.is „Við erum búnir að fljúga nokkr-um sinnum suður með Reykjanes-inu og það stendur til að leita frekar að honum í vikunni,“ segir Halldór B. Nellet, upplýsingafulltrúi Landhelg-isgæslunnar, en enn er leitað að Jak-obi Fenger. Bandaríska og kanadíska strandgæslan leituðu í sameiningu að seglskútunni Dystocia sem Jakob siglir á í byrjun júní en þá hafði ekk-ert spurst til hans. Þá var leitað á haf-svæðinu milli Bermúda og Nýfundna-lands en þeirri leit var síðan hætt þar sem svæðið er gríðarlega umfangs-mikið. DV sagði síðan frá því að raffræð-ingurinn og sæfarinn Baldvin Björg-vinsson hefði reiknað út allar hugs-anlegar stefnur bátsins og bjóst hann þá við því að Jakob myndi skila sér í byrjun júlí þar sem hægir vindar hafa verið á Atlansthafinu. Sjö vikum síðar hefur ekkert spurst til Jakobs.„Við höfum bætt við okkur útvörð-um og munum freista þess að finna hann,“ segir Halldór en með útvörð-um á hann við sérstaka eftirlitsmenn sem reyna að koma auga á skútuna úr lofti. Sjálfur segist Halldór langt því frá vera búinn að gefa upp vonina varðandi það að finna Jakob en hann mun hafa verið afar vel búinn og van-ur siglingum. Að auki hefur viðrað vel og því ætti veður ekki að hafa grandað honum. „Við vitum að hann er með neyðar-flugelda um borð þannig að hann ætti auðveldlega að geta látið vita af sér ef flugvél er í nágrenninu,“ segir Halldór að lokum. valur@dv.is Enn leitað að Jakobi Fenger Týndur í sjö vikur Sæfarinn jakobFenger hefur verið týndur í sjö vikur en landhelgisgæslan heldur í vonina. mynd tengist ekki frétt. Kynntu sér ÞjórsársvæðiðSaving Iceland-hópurinn gekk um svæðið við Þjórsá í gær, degi eftir að hann stóð fyrir mótmælum í Helguvík. Hópur-inn fór um það svæði sem mun verða fyrir áhrifum virkjana þar. Á miðvikudaginn verða þau með fyrirlestur í Reykjavíkur-Akademíunni en þar mun Andri Snær Magnússon rithöfundur meðal annars halda fyrirlestur. Saving Iceland-hópurinn gerir því annað en bara mótmæla, þó talsmaður hópsins segi að mót-mælum hans sé ekki lokið. Ísbirnir á Vestfjörðum? Á laugardagskvöldið barst tilkynning til lögreglunnar á Vestförðum frá gönguhópi en þau töldu sig hafa séð tvo ísbirni á ferð. Lögreglan fór strax í að kanna málið. Björg-unarskipið Gunnar Friðriks-son frá Ísafirði var kallað út með tvo lögreglumenn um borð. Þyrla Landhelgisgæsl-unnar kom á staðinn upp úr miðnætti og skannaði hún svæðið. Þeir ferðamenn sem vitað var um á svæðinu voru látnir vita. Leit var hætt um hálf þrjúleytið en þá var ekkert sem benti til þess að ísbirnir hafi verið þar á ferð. Lögreglan vill koma því á framfæri að allar svona til-kynningar séu teknar alvar-lega og málin skoðuð Mikil umferð til borgarinnar Mikil umferð var til höfuð-borgarinnar seinnipartinn í gær, bæði á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Samkvæmt lögreglunni var mikið um að fólk væri að reyna að taka fram úr en það reyndist erfitt vegna bílafjöldans. Enginn hafði verið stoppaður vegna hraðaksturs um kvöldmatarleytið og engin slys. Helgin var hin rólegasta hjá lögreglunni í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar var það sérstakast að enginn gisti í fangaklefunum á föstudagsnótt. Hipparnir snúa aftur í Ketilás Hljómsveitin Stormar frá Siglufirði hefur æft stíft í allt vor fyrir hippaball sem haldið verður laugardaginn 26. júlí á Ketilási. Vilborg Trausta-dóttir, skipuleggjandi hippa-ballsins sem haldið verður á Ketilási, segir líklegt að þetta sé fyrsta ballið sem haldið sé þar í meira en 20 ár. Segir Vil-borg að Stormar séu búnir að æfa 40 til 50 laga prógram og býst hún við því að allir gömlu hipparnir frá Ólafsfirði, Siglu-firði og nærsveitum muni loksins sameinast á nýjan leik á þessum margfræga stað. Lögregla, fulltrúar barnavernd-arnefndar Reykjavíkur og sýslu-mannsins í Reykjavík eiga að sjá til þess í dag að faðir og sex ára göm-ul dóttir hans hittist. Feðginin hafa ekki séð hvort annað í tíu mánuði vegna þess að móðir stúlkunnar hefur komið í veg fyrir samskipti þeirra. Maðurinn hefur ekki séð dóttur sína síðan seint á síðasta ári. Eftir það hefur móðir stúlkunnar komið í veg fyrir samskipti þeirra og þannig brotið gegn dómi um umgengnis-rétt. Samkvæmt dómnum á stúlk-an að vera hjá föður sínum 5 daga aðra hverja viku og um lengri tíma nokkur skipti á ári, þar á meðal í nokkrar vikur að sumri. Þetta hefur hins vegar ekki gengið eftir og hefur maðurinn leitað til sýslumanns og dómstóla til að tryggja að hann fái að hitta dóttur sína. Nú hefur fulltrúi sýslumanns fellt þann úrskurð að stúlkan skuli afhent föðurnum svo hún geti verið með honum í sumarfríinu. Ofbeldi gegn börn-unum Lúðvík Börkur Jónsson, formaður samtakanna For-eldrajafnréttis, segir mörg foreldri, einkum feður, standa í erf- iðri bar- áttu fyrir að tryggja umgengni við börn sín. Hann segir sorglegt hversu vægt sé tekið á brotum foreldra gegn um-gengnisrétti barna og hins foreldr-isins. Þannig komist fólk upp með að tálma umgengni barna við hitt foreldri sitt og þurfi í mesta lagi að greiða dagsektir. Hann segir harðar tekið á þessu sums staðar erlend-is og vísar til Frakklands þar sem hægt sé að dæma fólk til fangelsisvistar ef það kemur í veg fyrir sam-skipti barns og hins for-eldrisins. „Það hefur verið gríð-arleg barátta hjá félaginu Foreldrajafnrétti að skil-greina ástæðulausar tálm-anir eins og hvert annað ofbeldi gegn börnun-um en ekki gegn fyrr-verandi maka,“ seg-ir Lúðvík Börkur. Hann segir að brotin séu í raun sambærileg öðru ofbeldi eða vanrækslu sem foreldr- ar gætu gert sig seka um gagnvart börnunum. Sektir frekar en umgengni Maðurinn og konan hafa í nokkur ár deilt um umgengni hans og stúlkunnar. Fyrr á þessu ári ákvað fulltrúi sýslumanns að konan skyldi greiða dagsektir ef hún kæmi áfram í veg fyrir samskipti mannsins við dóttur sína. Það breytti þó engu og þau hafa enn ekki hist. Til stendur þó að það breytist í dag þegar móð-irin á að afhenda manninum dótt-ur þeirra til sumarleyfisdvalar. Við-staddir verða lögregla og fulltrúar sýslumanns og barnaverndarnefnd-ar Reykjavíkur. Í varúðarskyni hefur verið haft samband við lögregluna á Kefla-víkurflugvelli sem á að koma í veg fyrir að konan komist úr landi með stúlkuna, reyni hún það. Mjög erfið mál Lúðvík Börkur segir að oft geri fólk sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að börn fái ekki að hitta foreldri sitt eða foreldrið barn sitt, sérstaklega þegar feður eiga í hlut. Fjöldi manna hefur leitað til samtakanna Foreldrajafnréttis, ým-ist meðan á baráttu þeirra stend-ur eða löngu eftir að þeir hafa gef-ist upp í því mótlæti sem þeir hafa mætt. „Sum þessara mála eru ná-kvæmlega eins og mál Sophiu Hansen. Þessi mál eru nákvæmlega eins þó að hitt kynið eigi í hlut.“Hann bendir líka á að mikil áhersla hafi verið lögð á það í máli Pauls Ramses að ekki mætti hrifsa hann frá barni sínu, og að barnið eigi rétt á báðum foreldrum sínum. „Það er mjög skondið þegar við vit-um um tugi eða hundr-uð foreldra sem fá ekki að hitta börnin sín.“ Brynjólfur Þór GuðMundSSOn fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is „Sum þessara mála eru nákvæmlega eins og mál Sophiu Hansen. Þessi mál eru nákvæm-lega eins þó að hitt kynið eigi í hlut.“ lögregluvaldi Barnið sótt Með fer til föður síns Sálfræðingar hafa rætt við stúlkuna og telja ekkert mæla gegn samvistum hennar við föður sinn. Stjörnu n takaSt á F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknarblaðamennska ár sinsmánud agur 21. júlí 2008 dagblaðið vísir 131. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 StuðningSmenn Bjarkar BrugðuSt hart við þegar BuB Bi morthenS Sagði að hann hefði frekar viljað Sjá Björk og Sigur róS halda tónleika um fátækt en mhverfiSvern d. Móðirin hundsar fjölda dómsúrskurða Hefur ekki séð dót ur sína í 10 mánuði Dóttirin sótt með lögregluvaldi í ag ÍBúar á kjalarneSi hafa fengið Sig fullSadda á ólykt frá SvÍna- og kjúklingaBúum. þeir Segja óBærilegt að vera úti við þegar úrgangurinn er Borinn á tún. fréttir Matarboðið Dregur Dil áeftir Sér gróf Brot gegn umgeng iSrétti föður Í Sex r: LOgr gLA SÆKI BArNIÐ StærSta pi í áratugi Skagamenn töpuðu 6–1 fyrir Blikum Sem tættu Skagavörnina Í Sig. Ía hefur aldrei tapað með meiri mun Í efStu deild og aðeinS tviSvar með fimm marka mun. það gerðiSt SÍðaSt árið 1976 og þar áður árið 1966 þegar Skagamenn féllu Í fyrra Skiptið Í Sögu Sinni úr efStu deild. Sport fréttir jón magnúSSon þingmaður furðar Sig á þvÍ að ólafur ragnar grÍmSSon forSeti hafi farið út að Borða með mörthu Stewa t, dæmdri konu. kúgaSt á kjalarneSi fréttir 21. júlí 2008 fyrst var fjallað um mál stefáns í dV fyrir tæpum þremur vikum, daginn sem fulltrúar sýslumanns og barnaverndarnefndar reykjavíkur náðu í dóttur hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.