Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 15
DV Helgarblað föstudagur 8. ágúst 2008 15 Spyrlar ljósvakamiðlanna eru mikilvægir tengiliðir kjósenda og ráðamanna. Það skiptir því miklu að þessir umboðsmenn kjósenda séu beittir og geti krafið opinbera aðila um skýr svör í mikilvægum málum. DV setti saman dómstól til að leggja mat á beittustu og bit- lausustu spyrlana. Hverjum álits- gjafa var gert að velja þrjá öfl- ugustu spyrlana að sínu mati auk þeirra spyrla sem þeir töldu standa sig illa. Kastljósskumpánar Álitsgjafar DV voru nánast samdóma um beittustu spyrlana í íslenskum ljósvakamiðlum. Af sjö álitsgjöfum völdu fimm þeirra þá Kastljósskumpána Sigmar Guðmundsson og Helga Seljan beittasta. Þeir þóttu bæði fylgnir sér og kjarkaðir. Nokkrir álitsgjafar nefndu Sig- mari til hróss að hann léti ekki pólitísk tengsl sín við Sjálfstæð- isflokkinn verða viðmælendum sínum til vægðar, og honum tæk- ist vel að halda í sjálfstæði sitt sem fréttamaður. Einn vildi meina að þegar Sigmar horfði djúpt í augu viðmælenda sinna væri ómögu- legt að svara honum ekki. Yfirvegun Sigmars tekur Helga fram og því hafði hann vinning- inn í augum meirihluta viðmæl- endanna. Helgi of ákafur Þrátt fyrir almenna ánægju með störf Helga þótti mörgum hann stundum gangast um of upp í því að vera beittur. Einn álitsgjafinn orðaði það sem svo að hann væri of ákafur að jarða fórnarlambið og væri upptekinn af því að koma út sem sigurveg- arinn í umræðum sínum. Annar var þó hæstánægður með götustráksyfirbragð Helga og sagði kjósendur fá svör við mikilvægum spurningum þegar slíkum mönnum væri teflt á móti ráðamönnum. Enn annar álitsgjafi var þó ekki jafnhrifinn af Kastljósinu og sagði þar sífellt leikið sama leik- ritið jafnvel þegar ekki ætti við; hvassi spyrillinn afhjúpar! Stormsker drápsvél Sverrir Stormsker á útvarpi Sögu kom á eftir þeim félög- um í þriðja sæti, en þrír álits- gjafar völdu hann í hóp hinna beittustu. Einn álitsgjafinn sagði Sverri drápsvél og það væri allt að því dómgreindarskortur að fara í þáttinn til hans – hann væri tví- mælalaust beittur. Annar sagði sem svo að Sverr- ir reyndi stundum helst til mikið að ganga fram af fólki, en gerði hins vegar gott með því að spyrja óvæntra spurninga. Skemmst er þess að minnast þegar Guðni Ágústsson gekk út úr viðtali hjá Sverri á dögunum. Egill stílfagur Egill Helgason, umsjónar- ÞAU BEITTUSTUOG BITLAUSU Spyrlar ljósvakamiðlanna eru mikilvægir tengiliðir kjósenda og ráðamanna. Það skiptir því miklu að þeir séu beittir og vinni starf sitt vel. DV skipaði dómstól til að skera úr um beittustu og bitlausustu spyrlana á öldum ljósvakans. HafStEinn gunnar HauKSSon blaðamaður skrifar: hafsteinng@dv.is fjölmiðladómStól dV SKipa andrés Jónsson, markaðsstjóri og bloggari Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur Birgir guðmundsson, blaðamaður Hallgrímur Helgason, rithöfundur Jakob Bjarnar grétarsson, blaðamaður Kristján Hreinsson, skáld Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður Beittust Helgi seljan 5 stig sigmar guðmundsson 5 stig sverrir stormsker 3 stig Egill Helgason 2 stig arnar Páll Hauksson 1 stig gunnar gunnarsson 1 stig Heiðar örn sigurfinnsson 1 stig Hjálmar sveinsson 1 stig svanhildur Hólm 1 stig Þórdís arnljótsdóttir 1 stig Bitlaus svanhildur Hólm Þóra tómasdóttir Þórdís arnljótsdóttir „Mér finnst hann Helgi seljan mjög fylginn sér, til dæmis þetta fræga viðtal við borgarstjórann. Íslendingar eru svo aumingjagóð þjóð að alltaf þegar gengið er hart að viðmælendum, sem þó er krafan, þá er spyrillinn allt í einu orðinn dónalegur. Helgi er ákafur og honum tekst kannski ekki alveg nógu vel að spila á þetta og fer svoldið fram úr sér, en ég er mjög ánægður með hann.“ „Helgi seljan er beittur spyrill en stundum of ákafur að jarða fórnarlambið. Hann lítur svolítið á þetta sem leik þar sem hann á að koma út sem sigurvegarinn og gætir ekki alltaf hófs. Hann er þó óhræddur, hefur karakter og er beittur.“ „Það er eiginlega magnað að hann hafi komist í sjónvarp. Hann er svona hálfgerður götustrákur og það virkar vel að tefla saman götustrákum og ráðamönnum. Þá fá kjósendur svör við þeim spurningum sem þeir vilja að fá svör við.“ HElgi SEljan maður Silfursins, komst tvisvar á blað og þótti hafa tileinkað sér góðan stíl sem þáttastjórnandi, hann væri fjölfróður og spyrði efnislega. Einnig héldi hann við- mælendum sínum við efnið og reyndi að koma í veg fyrir inni- haldslaust þvaður. Aðrir sem þóttu beittir voru Heiðar Örn Sigurfinnsson og Arn- ar Páll Hauksson á RÚV, Hjálmar Sveinsson og Gunnar Gunnars- son í Speglinum auk þeirra Svan- hildar Hólm og Þórdísar Arnljóts- dóttur. Kvennanna síðastnefndu var reyndar einnig getið sem slöppustu spyrla landsins. Slappir spyrlar Tvö nöfn skutu öðrum frem- ur upp kollinum þegar bitlausa spyrla bar á góma; Þóra Tómas- dóttir á RÚV og Svanhildur Hólm í Íslandi í dag. Tveir álitsgjafar nefndu hvora þeirra sem dæmi um slappa spyrla. Þórdís Arn- ljótsdóttir þótti einnig í síðra lagi. Nokkrir álitsgjafar sögðu starfsmenn ljósvakamiðla al- mennt mega bæta sig mikið. Einn sagði að íslenskir umræðuþættir snerust of oft upp í hanaslag og lagði til að spyrlarnir tækju sér viku í að horfa á breska frétta- skýringaþætti og lærðu af kolleg- um sínum þaðan. Beitt ur Beittur „Hann er kjarkaður, vel inni í málum og sjarmerandi á ákveðinn hátt. Ég held að hann sé sá besti.“ „Ég man sérstaklega eftir einhverjum þætti þar sem sigmar tók Vilhjálm Þ. á beinið. Maður man ekki eftir svona meðferð síðan Vilmundur gylfa var og hét!“ „Hann er sjálfstæður þó hann sé sjálfstæðismaður. Hann hefur nærveru sem fær fólk til þess að tala, hann bíður og horfir djúpt í augun á þeim og þeir geta ekki annað en svarað.“ „Ég er rosalega hrifinn af sigmari. Hann er mjög fastur fyrir og lætur fólk ekki komast upp með neinn moðreyk. simmi hefur oft verið kenndur við stuttbuxnadeildina í sjálfstæðisflokknum en mér finnst honum hafa tekist það algjörlega að rísa yfir það.“ Sigmar guðmundSSon „Hann er ábyrgðarlaus og maður veit aldrei að hverju hann spyr næst.“ „Mér finnst sverrir oft skemma fyrir sér með að fara alveg út í móa. Hins vegar finnst mér það jákvætt sem hann gerir að koma með óvæntar spurningar.“ „Hann sér hlutina oft frá mjög furðulegum vinklum og stundum tekst það glimrandi vel en stundum ekki. stundum verður það ósmekklegt þannig að hlustandi og viðmælandi nenna ekki að taka þátt í leiknum.“ „sverrir stormsker er drápsvél. Menn taka ákveðna áhættu með að fara í þátt til hans. Manni finnst það næstum dómgreindarskortur af fólki að gera það nema það hafi gríðarlegan húmor fyrir sjálfu sér. Þetta er ómenguð skemmtun frá upphafi til enda og maður bíður alltaf eftir að viðmælandi gangi út.“ SVErrir StormSKEr „Hún veit einhvern veginn aldrei hvert hún er að fara.“ „Hún á einstaka innslög sem eru allt í lagi en voða oft er hún að spyrja já og nei spurninga og gefur viðmælendum sínum aldrei þögn því hún er alltaf að jánka öllu. Hún gæti verið góð en gerir svo mikið af byrjendamistökum ennþá.“ Þóra tómaSdóttir Bitlaus Beittur „Hún er alveg skelfileg því hún getur einhvern veginn aldrei hafið sig yfir eigin fordóma og pólitíska rétthugsun í sínum spurningum og á það til að fara að þrasa við viðmælendur sína.“ „svanhildur Hólm er ekki að gera góða hluti þessa dagana. Hún var alveg ágæt en tekur nú of oft afstöðu með viðmælendum sínum.“ SVanHildur Hólm Bitlaus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.