Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 42
föstudagur 8. ágúst 200842 Helgarblað DV umsjón: Berglind Bjarnadóttir berglind@dv.is Heima- tilbúnar sósur Kaupir þú tilbúnar sósur í búðum þegar þú ert að fara að grilla? Hvernig væri að búa þær til sjálfur? BBQ-sósa n 75 til 100 gr smjör n 1 bolli tómatsósa n 1 bolli aprikósumarmelaði n 1 og hálfur bolli púðursykur n 2 matskeiðar dijon-sinnep n 1 bolli hickory bbq n hálfur bolli jarðarberjasulta (helst með jarðarberjabitum í) n 1 msk. sojasósa n 1 msk. hunang n 1 lítil dós tómat-purré n 1 tsk. köd og grill krydd allt sett saman í pott og látið sjóða dágóða stund. frábært á allt grillkjöt, bæði á útigrilli og í ofni. Penslið sósunni á þegar um það bil helmingur steikingartímans er búinn. HvítlauKssósa n 1 dós sýrður rjómi n 1 dl. ab-mjólk n 2 msk. sítrónusafi n 2. msk. steinsleja, smátt söxuð n 4 hvítlauksgeirar, pressaðir n 1 msk. hunang öllu blandað vel saman. . grillsósa n 1 dós sýrður rjómi n ½ dós majones eða aðeins meira n 2 msk. mango chutney n 1 msk. karrí n 1 tsk. pipar n 1 laukur n 1 púrrulaukur n 5 plómutómatar tómatar og laukur er saxað smátt niður. allt blandað saman og kælt. & ínMatu Lúxus- pönnu- kökur Gestgjafinn býður upp á lúxus- pönnukökur þessa helgina. Það er fátt betra en að geta boðið gestum góðar pönnukökur með heitu súkkulaði. Yndislegur eftirréttur sem kemur munnvatninu af stað. Veiðikofakjötsúpa AB „Fyrir allmörgum árum var ég fenginn til að veiða fyrir Sporða- kastaþátt Eggerts Skúlasonar. Í þætt- inum var meðal annars sýnt þegar ég var að tilreiða all ógurlega kjöt- súpu. Þetta atriði hefur elt mig fram á þennan dag, þar sem ég er af og til beðinn um uppskriftina,“ segir Arth- ur Bogason, formaður Landssam- bands smábátaeigenda og jafnframt matgæðingur vikunnar. „Hvað kjöt- súpu þessa varðar eldaði ég hana eitt sinn í veiðihúsinu við Sandá í Þistilfirði þegar Eggert Skúlason var þar með mér við veiðar. Hann át svo hraustlega af henni um kvöldið að hann var rúmfastur daginn eftir.“ „Ég ætla að skora á Friðrik Þ. Stefánsson stórveiðimann og fyrrverandi formann Stangaveiði- félags Reykjavíkur að gerast næsti matgæðingur.“ Hráefni: n 2,4 kíló af nýju meðalfeitu súpukjöti, helst láta einhvern sem þið treystið í kjötborði sérvelja það. Biskupseistað á ekki að vera með. n 2 stórar stinnar og safaríkar gulrófur n 1/2 hvítkálshaus n 1 poki (8 stk.) vænar gulrætur n 4 meðalstórir laukar n 3 stilkar af sellerí n 10 cm stubbur af púrrulauk n 12 stk. meðalstórar nýjar kartöflur n 3 hnefar river rice hrísgrjón n 1 - 1,5 bréf Köd & grill krydd n mcCormic season all-krydd n Paprikukrydd n fínmalað sjávarsalt n ferskur fínmalaður hvítur pipar n 1- 1,5 poka af súpujurtum mjög áríðandi að vanda einnig valið á grænmetinu, því ferskara – því betri er súpan. undirBúningur og eldun: n snyrta smávegis af fitunni af kjötinu (aðallega til að geta sagst hafa gert það) og skera stærstu bitana í tvennt. Kjötið sett í kalt vatn í pottinum. n saltað lítilsháttar og suðunni komið rólega upp. eftir nokkra suðu er hroðinn sem flýtur veiddur ofanaf. láta krauma í lágmarki. n Kartöflurnar skrældar og skornar í tvennt, gulrófurnar afhýddar og skornar í stóra bita, endarnir skornir burt af gulrótunum og þær skornar í 1 - 2 sentimetra bita, laukarnir afhýddir og skornir í fernt, u.þ.b. 3/4 af hvítkálshausnum saxaður gróft og miðjunni hent. selleríið og púrrulaukurinn söxuð í smátt. n allt klabbið skolað rækilega úr köldu vatni og dengt í pottinn. vatn aukið til samræmis - sem og á síðari stigum. (12 l pottur á að vera með u.þ.b. tommu fríborði) n Hrísgrjónin skoluð úr volgu vatni og sett út í. saltað á nýjan leik. suðan látin koma rólega upp og látið krauma í u.þ.b. 30 - 40 mínútur og þá er Köd og grillinu, season all-kryddi, 1,5 tsk. af paprikukryddi og 1 tsk. af hvíta piparnum bætt út í. n Hrærið stöðugt í - passið mjög vel að hrísgrjónin festist ekki við botninn. n eftir um 30 mínútur til viðbótar á „kraumi“ er súpu- jurtunum bætt út í. nokkru síðar er súpan smökkuð til og stillt af með kryddunum og saltinu. látið krauma í 15 – 20 mínútur. Hrærið allan tímann með stuttum hléum.M atg æð ing ur inn uPPsKrift: sarah Cameron sorensen mynd: Bent raanes Kaffið í frystinn Þegar kaffipoki hefur verið opnað- ur og er geymdur þannig getur kaffið misst bragðið. Betra er að loka honum til dæmis með þvottaklemmu og geyma hann í frysti. Þannig geymist kaffið ferskt og kaffið er eins og nýtt í hvert skipti. í boði GestGjafans n 3 egg n 4 dl mjólk n 4 dl hveiti n 6 msk. kakó n 3 msk. sykur n 1/2 tsk. salt n 1 tsk. lyftiduft n smjör, til steikingar Þeytið egg, mjólk, hveiti, kakó, sykur, salt og lyftiduft saman þar til blandan er orðin létt og ljós. steikið pönnukök- ur við meðalháan hita. Heit súkkuLaðisósa: n 1 dl kakó n 1 dl sykur n 1 dl vatn n 1 tsk. salt setjið allt saman í pott og hitið að suðu. Hrærið í á meðan. setjið vanilluís á hverja pönnuköku, brjótið hana saman og skreytið með jarðarberjum. Hellið súkkulaðisósu yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.