Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 59
föstudagur 8. ágúst 2008 59Sviðsljós Rússíbani og Rómantík í tívolí Brosandi í Kaupmannahöfn Paris Hilton virtist skemmta sér vel í Köben. Stuð Benji og Paris skemmtu sér vel í rússíbananum í tívolíinu. Rómantík Paris fór að sjálfsögðu í parísarhjólið. Paris Hilton er nú stödd í Kaupmannahöfn ásamt unn- usta sínum Benji Madden. Hilt- on-hótelerfinginn er stödd í dönsku höfuðborginni til þess að kynna nýja línu af handtösk- um sem nefnist Confidence, eða sjálfsöryggi. Paris og Benji kíktu að sjálf- sögðu í tívolíið í hjarta Kaup- mannahafnar þar sem parið var ákaflega vinalegt við aðdáend- ur. Pósuðu fyrir myndavélar og gáfu eiginhandaráritanir. Paris og Benji skelltu sér í nokkur tæki, þar á meðal rússí- banann sem og parísarhjólið. Það hafa án efa verið nokkrir Íslendingar á staðnum, en tív- olíið er ávallt stútfullt af Íslend- ingum. Fjölmiðlafár Ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn umkringdu Paris og Benji, sem athyglinni vel. Með tvö ný börn í húsinu sem virðast vera að fá alla athygli fjölmiðla þessa dagana gleymdu Angelina Jolie og Brad Pitt ekki sjö ára afmælinu hans Maddox. Það var að sjálfsögðu haldið upp á afmælisdaginn með stæl en í tilefni dagsins skellti Pitt sér í gókart með Maddox og vini hans. Á mynd- um að dæma virðist Pitt skemmta sér alveg jafn vel og Maddox í kappakstr- inum. Það er líka örugglega huggulegt fyrir þá að fá smá svona karlastund saman á meðan mamma er heima með öll litlu börnin. Brad Pitt hélt upp á sjö ára afmæli Madd- ox með því að bjóða honum í gókart: Strákarnir saman í gókaRt Maddox gerir sig kláran Litli töffarinn hélt upp á sjö ára afmælið eins og alvöru karlmanni sæmir. Vel girtur í gókart Brad Pitt passaði að girða sig nú vel áður en hann settist í gókartbílinn. Hvor skyldi hafa unnið? Brad og Maddox fóru í afmæliskappakstur. Spiderman-leikarinn James Franco fer með eitt af aðalhlut- verkunum í myndinni Pineapp- le Express. Þar leikur James Fran- co hasshaus sem selur einnig gras. Franco segir gras alls ekki slæman hlut. „Mér finnst gras ekkert verra en að fá mér bjór.“ Hann viðurkenn- ir einnig að hann hafi reykt gras í fyrsta sinn er hann horfði á mynd- ina Dumb and Dumber. Seth Rog- en, handritshöfundur Knocked Up, skrifar einnig handritið af Pineapp- le Express ásamt því að leika eitt aðalhlutverkið. Hann segir karakt- er sinn í þessari mynd miklu líkari en karkater hans í Knocked Up. „Ég hef aldrei barnað konu áður, en ég hef þurft að glíma við gras-sala sem ég gat ekki losnað við.“ Hann við- urkennir einnig að myndin Friday með Ice Cube og Chris Tucker hafi verið myndin sem fékk hann til þess að reykja gras í fyrsta sinn. GraS betra en bjór Nú verður allt brjálað og margar konurnar ósáttar. Sögusagnir herma að leikkonan Catherine Keener, úr The Forty Year Old Virgin, sé kom- in með hjartaknúsarann Benicio Del Toro upp á arminn. Það sást til parsins á veitingastaðnum Green Door í Los Angeles. Þar hvíslaði Del Toro ljúflega í eyra leikkonunn- ar og strauk bak hennar. Catherine Keener er besta vinkona Brads Pitt og fyrrverandi eiginkona leikarans Delmonts Mulroney. Benicio Del Toro hefur ekki verið orðaður við neina konu síðan hann skaust upp á stjörnuhimininn. Del toro genginn út Paris Hilton og Benji Madden í Kaupmannahöfn:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.