Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 24
föstudagur 8. ágúst 200824 Menning DV Aurora Bor- ealis á Siglu- firði Tvíeykið Aurora Borealis heldur tónleika í Þjóðlagasetr- inu á Siglufirði í kvöld, föstu- dag, klukkan 20. Þar syngja og leika saman Margrét Hrafns- dóttir sópran og Ólöf Sigur- vinsdóttir sellóleikari. Þær flytja íslensk þjóðlög sem komu nýverið út á geisladiski þeirra sem nefnist Hjartahljóð. Einn- ig prýða efnisskrána brot úr verki Snorra Sigfúsar Birgisson- ar, Lysting er sæt að söng, auk sönglaga eftir Sigvalda Kalda- lóns og Jón Þórarinsson. tónleikar Safnarými Kjarvalsstaða verður nýtt á sérstakan hátt í kvöld: Tónskáldið sem Kubrick elskaði Kammersveitin Ísafold flytur fjögur verk eftir einn mesta áhrifa- vald 20. aldar tónlistar, György Li- geti, á Kjarvalsstöðum í kvöld, föstu- dag. Ligeti lést fyrir tveimur árum en þó eru mörg verka hans löngu orðin klassísk og eru vinsæl bæði í geisladiskaútgáfu og til flutnings í tónleikahúsum. Tónlistin er þrung- in mikilli spennu og notaði kvik- myndaleikstjórinn Stanley Kubrick verk Ligetis í þremur kvikmynda sinna, 2001: A Space Odyssey, The Shining og Eyes Wide Shut. Félagar Ísafoldar hafa allir skar- að fram úr á sínu sviði og sumir hafa hlotið alþjóðlegar viðurkenn- ingar. Sveitin hefur hvarvetna hlot- ið góða dóma í fjölmiðlum og vakið athygli fyrir vandaðan og kraftmik- inn flutning á tónleikum sínum. Ísafold hefur nýlega gefið út ann- an disk sinn, All sounds to silence come, hjá 12 tónum og hlaut Ís- lensku tónlistarverðlaunin sem besti flytjandinn í flokki sígildrar/ samtímatónlistar á árinu. Auk þess er Ísafold tónlistarhópur Reykjavík- urborgar 2008. Ligeti var af ungversku foreldri en hann fæddist í Transylvaníu árið 1923 eftir að Rúmenar höfðu tekið yfir héraðið. Þar sem Ligeti var gyð- ingur varð hann sem ungur maður að gera hlé á tónlistarnámi þegar hann var sendur ásamt fjölskyldu sinni í vinnubúðir nasista þar sem öll fjölskyldan endaði lífið að hon- um og móður hans undanskildum. Tónleikarnir hefjast klukkan átta og er frítt inn. Skúlptúr og hljóðverk í einu verki Jóna Hlíf Halldórsdótt- ir opnar sýninguna Hole Up í Listasal Mosfellsbæjar á laugardaginn. Hún sýnir þá samnefnda innsetningu sem samanstendur af skúlptúr og hljóðverki. Jóna Hlíf hefur verið að prófa sig áfram með ljós og efni til að kveikja í hugrif í rým- um. Titill sýningarinnar vísar að sögn Jónu til árstímans, nú þegar dagur er tekinn að stytt- ast og nóttin að lengjast. Því fer fólk að sækjast í að marka sér holur og híði og sumir draga sig í hlé fram í maí. Sýning Jónu Hlífar stendur til 6. september. Leiðsögn á Kjarvalsstöð- um Á sunnudaginn klukkan 15:00 verður Æsa Sigurjóns- dóttir sýningastjóri með leið- sögn um sýninguna Draum- ar um ægifegurð í íslenskri samtímalist sem nú er á Kjarvalsstöð- um. Mörg ný verk eru á sýningunni eftir fram- sæknustu listamenn landsins sem byggja á ólíkum hugmynd- um þeirra um náttúruna sem fyrirbæri í ljósmynda- og vídeó- list. Meðal listamannanna eru Gjörningaklúbburinn, Ólafur Elíasson, Spessi, Hreinn Frið- finnsson, Olga Bergmann og Pétur Thomsen. Sjö myndlistarmenn opnuðu sýningu í yfirgefinni síldarbræðslu á Hjalteyri við Eyjafjörð um síðustu helgi. Húsnæðið hefur hingað til verið nýtt að hluta undir tilraunir í lúðueldi ásamt því að vera skreiðar- geymsla. Að utanverðu hefur hrön- andi byggingin þó fyrst og fremst verið minnisvarði um liðna tíma síldveiða við Íslandsstrendur. „Það þarf samt ekki að leita langt til þess að finna dæmi um að af- dönkuðum verksmiðjum hafi ver- ið breytt í menningarstofnanir, með góðum árangri,“ segir Hlynur Hallsson, einn aðstandenda sýn- ingarinnar. Án þess að minnast sérstaklega á Tate-nýlistasafnið í Lundúnum, sem er staðsett í gömlu kolaorkuveri á bökkum Temps-ár- innar, þá rekur hann dæmi um svip- aðar framkvæmdir í Berlín og Par- ís. „Við reiknum með að konseptið verði París, Berlín, Hjalteyri.“ Tilraunastarfsemi „Þetta er að sjálfssögðu tilrauna- starfsemi hjá okkur,“ heldur Hlynur áfram. „Þessi sýning, sem ber nafn- ið Start, stendur til 23. ágúst. Í haust verður svo grasrótarsýning í sam- vinnu við Nýlistasafnið.“ Hann bendir á að kostnaðurinn við að halda úti heilli verksmiðju undir menningarstarfsemi sé mikill. Menningarráð Eyþings hafi styrkt hópinn, ásamt Nýsköpunarmið- stöð og fleiri aðilum. „Í stóra sam- henginu eru þessir peningar aðeins dropi í hafið en hafa samt gert okkur kleift að ýta þessu af stað. Þegar líð- ur á haustið munum við svo setjast niður með hreppsnefnd Arnarnes- hrepps og ákveðum framhaldið.“ Þegar fram í sækir hyggst hóp- urinnn starfrækja vinnustofur í verksmiðjunni og halda þar dans- sýningar og tónleika, auk myndlist- arsýninga. Lífsmark í manngerðu landslagi Menning Ísafold Þessi verðlaunaða hljómsveit spilar lög eftir györgy Ligeti á Kjarvalsstöðum í kvöld. „Oft fer þetta svo að lista- mennirnir þurfa að koma sér á brott þegar hverfin eru orðin of dýr fyrir þá.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.