Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 4
föstudagur 8. ágúst 20084 Fréttir DV
Sandkorn
n Ólafur F. Magnússon borg-
arstjóri virðist ekki hafa gleymt
því þegar sjálfstæðismenn töldu
honum trú, í fyrndinni, um að
þeir ætluðu að
mynda með
honum meiri-
hluta þegar þeir
voru í raun að ná
samningum við
Framsóknar-
menn. Hanna
Birna Krist-
jánsdóttir
og félagar
hafa hingað
til talið sér
nægja að telja niður dagana þar
til borgarstjórasætið er þeirra. Nú
heyrast þær raddir hins vegar sí-
fellt háværari innan borgarstjórn-
arflokks Samfylkingar að Ólafur
ætli að launa þeim lambið gráa
og hætta í stjórnmálum þegar
hann þarf að láta stólinn. Vandi
sjálfstæðismanna yrði þá enn
meiri en áður enda enginn annar
í borginni sem virðist vilja vinna
með þeim.
n Óánægja kjósenda með störf
borgarstjórnarflokk sjálfstæðis-
manna er
orðin út-
breiddari en
áður. Jafnvel
heiðblá-
ir borgarar
eru farnir að
efast og þykir
helst til mik-
ið um valda-
brölt sinna manna. Hanna Birna
Kristjánsdóttir, krónprinsessa
borgarinnar, hefur ekki farið var-
hluta af þessu þó hún hafi fengið
mestan meðbyr til borgarstjórn-
arembættisins. Því er ekki að
undra að hún óttist opið prófkjör
fyrir næstu kosningar þar sem lík-
legt má telja að hún yrði að borga
fyrir afglöp flokksins líkt og aðrir
þó henni hafi verið hlíft hing-
að til. Hennar í stað hafa margir
horft til Ásdísar Höllu Bragadótt-
ur sem stýrt hefur bæði Byko og
Garðabæ með glæsibrag.
n Oddný Sturludóttir borgarfull-
trúi er ötul baráttukona fyrir jafn-
rétti kynjanna. Þannig leggur hún
sig fram við
að vera góð
fyrirmynd
barna
sinna,
móðir sem
jafnt skúrar
gólfin og
ræðir pól-
itík. Þriggja
ára dóttir
hennar fer reglulega í hlutverka-
leiki eins og barna er vísa. Oddný
sárnaði þó eitthvað að stúlkan léti
pabbann alltaf vera í aðalhlut-
verki sem foreldri og spurði for-
viða hvar mamman væri. „Svar-
ið er stutt og laggott; Hún er á
fundi,“ skrifar Oddný á Eyjunni.
n Írönsku flóttamennirnir sem
Magnús Þór Hafsteinsson, bæj-
arfulltrúi á Akranesi, mótmælti
svo mjög að kæmu til bæjar-
ins eru væntanlegir í byrjun
september.
Skessuhorn
greindi ný-
lega frá því
að söfnun
húsgagna og
annarra nytja
sem Akranes-
deild Rauða
Krossins stóð
fyrir handa
fólkinu, hefur gengið það vel að
á dögunum þurfti að afþakka
fleiri muni. Viðtökurnar eru því
talsvert jákvæðari en Magnús Þór
hefur búist við og ætti að vera lít-
ið mál fyrir Akurnesinga að taka
á móti enn fleiri flóttamönnum
enda gnótt tómra nýbygginga í
bænum sem sárvantar íbúa.
erla@dv.is
Bátur Ásmundar Jóhannssonar, sjómanns í Sandgerði, var í gær innsiglaður. Ás-
mundur hefur enda róið til fiskjar, kvóta- og veiðileyfislaus, um nokkra hríð til þess að
mótmæla kvótakerfinu. Ásmundur segir að áfanga í baráttunni sé náð. Hann hafi verið
þvingaður til borgaralegrar óhlýðni, en ætlar ekki að brjóta meira af sér að sinni. Ás-
mundur segir almenning vera með sér í liði en stjórnvöld séu huglaus.
ÞORA EKKI AÐ
HAFA SKOÐUN
Eitthvað uppbyggilegt
Skáldið Skrifar
Kristján Hreinsson sKáld sKrifar. „Og þá komum við að kjarna málsins sem er sjálfselskan.“
S
jálfselska er ein af þeim dyggðum sem
fæstir viðurkenna opinberlega en öll-
um er þó ljóst að án hennar verður
ekkert vit í tilverunni. Hún er nefnilega
eins nauðsynleg framþróun mann-
legra samskipta og letin er vítamínsprauta vís-
indanna. Án letinnar verður ekkert fundið upp
sem léttir okkur störfin og án sjálfselskunnar
getur okkur aldrei lærst að þykja vænt um ann-
að fólk.
Ég dreg fram vangaveltur mínar um sjálfsel-
skuna af illri nauðsyn og að gefnu tilefni. En ég
frétti það um daginn að ung hjón hefðu fallið frá
og á milli dánardægranna voru aðeins nokkrir
sólarhringar. Það fylgdi sögunni að þau átt nokk-
ur börn. Og svo frétti ég af konu á besta aldri sem
fór til vinnu og varð bráðkvödd um leið og hún
settist við skrifborð sitt. Ungur maður kom heim
eftir vinnu, lagðist í sófa og dó. Ung kona var að
bíða eftir leigubíl utan við hús vinkonu sinnar og
fékk hjartastopp eða eitthvað slíkt, með þeim af-
leiðingum að hún dó.
Dauðsföll þessi eru rifjuð upp til að benda
okkur á lífið sjálft – á þá óumflýjanlegu stað-
reynd að við lifum um leið og okkar bíður hið
óvænta sem ætti þó engum að koma á óvart. Og
á sama tíma og fólk á besta aldri fellur frá, þá er
annað fólk – einnig á besta aldri – sem ekki getur
sætt sig við lífið einsog það er. Við sjáum daglega
fólk sem lætur örfína agnúa, algjör aukaatriði,
smávægilegt tuð og tittlingaskít eyðileggja ann-
ars ágæta daga. Það að einhver sagði eitthvað
verður til þess að ást gleymist, umhyggja hverf-
ur, hamingja týnist og von verður að engu.
Við gleymum því að fjöreggið er brothætt
og við gleymum að elska þá sem standa okkur
næst. Við gleymum því að lífið er einsog blóm –
ef við önnumst það vel þá ilmar það lengi.
Og þá komum við að kjarna málsins sem er
sjálfselskan. Án þeirrar merkilegu dyggðar erum
við varnarlaus. En ef við notum hana ekki öðr-
um til framdráttar þá nýtist hún okkur ekki. Svo
einkennileg er hún nú þessi ágæta dyggð þegar
öllu er á botninn hvolft. Sá einn sem elskar sjálf-
an sig er fær um að sýna öðrum ást. Og þegar
sjálfselska okkar er ómeðvituð og án tildurs og
uppgerðar, þá njótum við lífsins – áhyggjulaus
og sátt við núið sem nær aldrei að líða.
Mundu það, lesandi góður, að sjálfselskan er
dyggð – hún er sú mesta góðvild sem þú getur
sýnt þér sjálfum og er um leið lykill að leyndar-
málum lífsins.
Góðvild heimtar langa leit
og líka náin kynni
því öðlingurinn ekki veit
af allri gæsku sinni.
„Þjóðin er mér að langstærstum
hluta sammála en stjórmálamenn-
irnir þora ekki að mynda sér skoð-
un.“
Bátur Ásmundar Jóhannssonar,
kvótalausa sjómannsins sem róið
hefur kvótalaus frá Sandgerði upp
á síðkastið, var í gær innsiglaður
af lögreglu. Ásmundur ætlar ekki
að rjúfa innsiglið og halda aftur á
sjó. „Ég neyddist til þess að beita
svokallaðri borgaralegri óhlýðni
til þess að ná ákveðnu marki. Ef
ég geng lengra þá er ég orðinn að
hættulegum glæpahundi,“ segir
hann.
Landhelgisgæslan fór um borð
hjá Ásmundi þar sem hann var á
veiðum í gærdag og sigldi bát hans
í land. Búist var við skýrslutökum
við komuna í land en Ásmundur
sagði að sér lægi ekkert á. „Ég sagði
þeim að ég myndi koma til þeirra á
mánudaginn.“
Áfanga náð
Ásmundur segir að nú sé
ákveðnum áfanga náð í baráttu
gegn óréttlátu kvótakerfi. Nú sé
tími til þess að huga að næstu
skrefum. Hann kveðst hafa undir-
búið sig undir þessa baráttu í fjög-
ur ár og sé til í slaginn. „Ég hef setið
og viðað að mér gögnum á þjóð-
skjalasafni og í Bókhlöðunni. Brátt
taka við málaferli sem vonandi
draga fram kjarna málsins.
Það athyglisverðasta í andránni
er að aðeins einn stjórnmálamað-
ur hefur sýnt málinu áhuga, og þó
hef ég rætt við marga,“ segir Ás-
mundur. Hann segir Grétar Mar
Jónsson, þingmann frá Sandgerði,
hafa lagt sér lið í baráttunni. Fæst-
ir hinna stjórmálamannanna skilji
um hvað málið snýst.
Dauðans druslur
„Ég ræddi meðal annars við
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
þegar ég ákvað að leggja út í þenn-
an slag fyrir um fjórum árum síð-
an. Hún tók erindi mínu dauflega
og virtist ekki skilja hvað það var
sem ég ætlaði mér að gera,“ held-
ur Ásmundur áfram. Hann segir
að þetta sé staðan þrátt fyrir að í
stjórnarsáttmála Samfylkingar og
Sjálfstæðisflokks sé sérstakt ákvæði
um að leiða verði til lykta ágreining
um þjóðareign á náttúruauðlind-
um, „í ljósi niðurstöðu sérnefndar
um stjórnarskrármál um það at-
riði,“ eins og segir í sáttmálanum.
„Þetta virðast vera dauðans
druslur mestallt, þessir stjórnmála-
menn, að hafa ekki áhuga á máli
eins og þessu sem varðar alla þjóð-
ina. Þjóðin er mér að langstærstum
hluta sammála en stjórmálamenn-
irnir þora ekki að mynda sér skoð-
un.“
Grunaður um brot
Bátur Ásmundar var sviptur
veiðileyfi í júní síðastliðnum en
Ásmundur hefur róið staðfastlega.
Þegar yfirvöld komu um borð til
Ásmundar í gær hafði hann fiskað
hátt í 800 kíló, að eigin sögn. Land-
helgisgæslan sendi frá sér tilkynn-
ingu í gær þar sem sagt var að tekið
yrði á móti Ásmundi með viðeig-
andi hætti.
Það kemur svo í hlut lögreglu-
stjórans á Suðurnesjum að rann-
saka mál Ásmundar, þar eð hann
er grunaður um brot á lögum um
stjórn fiskveiða, eins og það er kall-
að.
SiGtryGGur Ari JóhAnnSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Komið í land
ásmundur ætlar ekki að róa meira í bili.
Báturinn hefur verið innsiglaður og hann
ætlar ekki að brjóta fleiri lög en hann
kemst af með til þess að fá umfjöllun um
kvótakerfið.
H&N-mynd DV-MYND GUNNAR