Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 36
föstudagur 8. ágúst 200836 Helgarblað DV V ið höfum horft á hann á sviði í söngleikjum eins og Grease, Eurovision og á tón- leikum svo eitthvað sé nefnt. Hann nýtur sín í sviðsljós- inu, hefur einstaka útgeisl- un og stjarna hans skín skært. Enda er hljómsveitin hans Í svörtum fötum komin aftur á fullt og kom fram „Aldrei naktari“ eins og þeir orðuðu það á Þjóðhátíð í Vestmanneyjum. Þeim fannst þeir standa naktir á sviðinu því á laugardagskvöld- inu léku þeir eingöngu tónlist eftir sjálfa sig, nokkuð sem þeir hafa hikað við að gera til þessa. „Okkur hefur oft skort kjark til þess á böllum en núna kom í ljós að hræðslan var óþörf. Tónlist okkar var gríðarlega vel tekið. Það voru yfir 7000 manns í dalnum og fólkið söng lögin okkar og stemningin var ógleymanleg.“ Jónsi trommari Jón Jósep Snæbjörnsson, eða Jónsi í Svörtum fötum, á sér tvær fyrirmyndir í tónlistinni. Það eru Freddy Mercury og Vilhjálmur Vilhjálms- son. „Maður verður að hafa íslenska fyrirmynd til að halda tungunni við og til að hafa einhverja stefnu. Villi Vill var einn okkar sterkasti söngv- ari. Hann var íslenski tenórinn sem fór að syngja popp. Tónninn hár og bjartur og minnir á sveita- strákinn sem söng við mjaltir og varð atvinnu- söngvari. Ég hlustaði fyrst á hann þegar ég var 7 ára. Og ég get sungið plötuna hans „Hana nú“ fram og til baka. Ég ætlaði fyrst að læra á gítar, svo píanó og síðar bassa. En mamma mín, hin hálf norska Liv Gunnhildur Stefánsdóttir, barði í borðið og sagði mér að velja og að ég þyrfti að borga fyr- ir tónlistarnámið sjálfur. Ég tók því námið al- varlega fyrir vikið. Lærði á trommur í nokkur ár á Akureyri. Var í blásarasveit niðri í Tónó og í smókingnum hans pabba að spila slagverk í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Það er frábært tónlistarlíf fyrir norðan. Og möguleikarnir á að spila voru svo miklir. En ég var trommari með „sóló artista“ hugs- un. Sem er ekki gott, það er eins og að láta íþróttaálfinn prjóna peysu. Og það er ekki kúl að syngja og spila á trommur. Svo árið 1998 þegar við Rósa, konan mín, fluttum suður ákvað ég að taka ekki trommusettið með. Ég seldi tromm- urnar og fékk mér míkrófón.“ Rósu kynntist Jónsi í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands þar sem hún lék á fiðlu. Þau voru líka saman í Menntaskólanum á Akureyri og hafa verið saman síðan þau voru 17 ára gömul. Sonur þeirra Trausti er að læra á fiðlu. „Rósa er miklu menntaðri í tónlist en ég og það er mjög gott að hafa hana sér við hlið.“ Björgunarhringurinn Jónsi gengur með hvítagullsskartgrip um hálsinn sem hann kallar björgunarhringinn sinn. Þetta er hringur með nöfnum Rósu og sonanna Trausta og Ara. „Þau halda mér á floti í lífinu og eru minn björgunarhringur svo ég vil hafa þau um hálsinn.“ Jónsi komst ungur í sviðsljósið. „Ég var að vinna á leikskólanum Drafnarborg fyrsta vet- urinn okkar í Reykjavík og lærði söng í FÍH. Og þá komst ég inn í söngleikinn Carmen Negra í Íslensku óperunni. Þar voru engar smá stjörn- ur: Bergþór Pálsson, Garðar Thor Cortes, Bubbi Morthens, Gunni Þórðar, Gulli Briem... Þetta var stjörnum hlaðinn söngleikur. Í kjölfarið á þessu datt ég inn í Abba show á Broadway og var í þeirri sýningu í 3 ár. Meðfram þessu próf- aði ég að fara í HÍ í viðskiptafræði. Ég kláraði það nú ekki. Ég byrjaði vel um haustið en svo var ég kominn í hljómsveit sem hafði brjálæð- islega mikið að gera. Í svörtum fötum var með 30 „gigg“ á mánuði og annirnar fóru í klessu. Eitt „gigg“ hjá okkur er eins og 3-4 eróbikktím- ar um miðja nótt og maður var ekki upplagður í kennslustund morguninn eftir. Ég hef gefið viðskiptafræðina upp á bátinn í bili, en ég græddi mikið á að fara í Háskólann. Páll Skúlason rektor byrjaði skólaárið á því að ræða um gagnrýna hugsun við nýnema. Ekki ganga að neinu sem gefnu – alltaf spyrja: Af hverju? Og í þjóð- hag- fræð- inni lærð- um við um kenningar eins og „There is no such thing as a free lunch“. Þó ekki hafi verið annað þá græddi ég heilmikið á þessu tvennu. Um tíma var ég fjárhalds-bókhalds-tölvu- kerfisfræðingur, sem er flott nafn fyrir þjónustu- fulltrúa, en hugurinn var alltaf í tónlistinni. Svo að í staðinn fyrir að verða viðskiptafræð- ingur ákvað ég að leggja alla áherslu á tónlistar- ferilinn og gaf mig allan í það.“ Gullplötur og góðæri „Hljómsveitin fór á mikið flug. Við fengum allt í hendur sem okkur langaði til að fá og vel það. Gátum lifað af því að spila, gáfum út fjórar plötur og fengum 3 gullplötur! Við áttum yndis- leg samskipti við fólkið sem líkaði vel við tónlist- ina okkar – (Ég kann ekki við orðið aðdáendur. Þá finnst mér talað niður til fólks.) En sumarið 2006 fundum við að það gæti reynst gott að hvíla hljómsveitina. Það var ekkert ósætti, við bara fundum að það er gott að kæla dísilvélarnar. Vildum hægja á okkur og finna fyrir spilahungri aftur. Spilahungrið fór í gang hjá mér aftur eftir korter en eftir hálfan mánuð hjá öðrum. En þetta hlé gerði okkur gott því við stöndum nær kjarna okkar nú. Erum rokkskot- in popphljómsveit og viljum að það sé gaman – og að við séum að færa fólki á öllum aldri gleði. Núna viljum við gera hlutina betur, viljum velja „giggin“ úr og vera með ljós og fá góðan hljóm út úr græjunum. Metnaður hljómsveitarinnar hefur aukist og við ætlum að spila áfram, en ekki 30 sinnum í mánuði eins og hér áður.“ Sveittur í Grease „Ég hef haft svo gaman af tónlistar- lífinu. En ekkert stendur eins upp úr og fyrsta stóra leikverkið. Ég fékk aðalhlutverk- iðí Grease í Borgar- leikhúsinu og þetta var meiriháttar tími. Yfir 30.000 manns sáu sýninguna og þetta var æðislegt. Allt hjálpaðist að, það var heitt sumar í Reykjavík, loftræstingin biluð í Borg- arleikhúsinu, steikjandi hiti, það var keyrt um á bíl á sviðinu, ég fékk að stökkva 4 metra upp í loftið. Leðurbuxurnar mínar voru farnar að lykta svo af svita, fólk þekkti mig á lyktinni áður en ég gekk fyrir horn – ótrúlegt „tvist“. Ég á eftir að segja barna- börnunum frá þessum tíma. En ég lenti í smá klemmu þegar ég var að leika í Grease því ég kom þar inn sem popp- ari, Gunni Helga leikstýrði mér og útskýrði fljótt fyrir mér muninn á poppara og leikara. Sem söngvari í hljómsveit er maður að stýra, (mað- ur getur stoppað og skipað fólki að vera kátt en það er skilyrðislaus krafa að það sé stuð á böll- um hjá okkur) en leikari í sýningu er sagnamað- ur. Mér líkaði það hlutverk líka vel. Það voru 25 aðrir á sviðinu, en ekki bara fjórir strákar með mér í bandi sem þekkja mig út og inn og skilja látbragðið mitt. Þetta var lærdómsríkt og krefj- andi. Og margt var í gangi á þessum tíma. Við „súkkulaðiparið“: Jónsi og Birgitta Hauk- dal, fórum í gegnum Eurovision ár eftir ár og tækifærin sem komu upp í hendurnar á manni á sama tíma voru slík að þetta varð rússíbana- reið . Ég hélt að ferillinn myndi þynnast út og verða óspennandi og starfið jafnvel leiðinlegt, en það hefur ekki gerst enn. Mér nægir að heyra tónlist, semja tónlist og fá að flytja hana og skemmta fólki. Þá er ég ánægður.“ Ekkert einkalíf „Ef þú velur þér þetta starf sættirðu þig við að einkalífið verður lítið sem ekki neitt og vinnuálagið verður mikið. Og að fá mikla athygli getur tekið frá manni of- boðslega mikla orku. En ef maður get- ur ekki sætt þig við þennan fylgikvilla þá getur maður heldur ekki fylgt eftir þessum draumi að verða tónlistar- maður. Og mér finnst athygli ekki leiðinleg!“ Þú hefur verið opinskár og gef- ið mikið af þér. Hefur athyglin aldrei gengið of nærri þér? „Það eru þrennt í heimin- um sem eru mér heilagt: Það eru börnin mín tvö og konan mín. Og það er „trist“ að ég er að spilla möguleika þeirra á að hafa einkalíf út af fyrir sig, kon- an mín valdi sér ekki að lenda milli tannanna á fólki og börnin mín ekki heldur. Og ég bregst ókvæða við ef þau verða fyrir truflunum. Það er eina þversögnin í þessu öllu saman hjá mér. Ég óska þess að þau þurfi ekki að lifa í skugga af mér eða samsíða mér í einhverjum óþægindum. En það hefur því mið- ur verið svo. Það hefur verið bankað upp á eða hringt í konuna mína að nóttu til. Og hlutum hefur verið hent í íbúðina mína og leiðinlegir hlutir sagðir við annan son minn. Mér er alveg sama þó ég sé kallaður öll- um illum nöfnum. Það má segja við mig að ég sé leiðinlegur, ljótur og fólk getur velt sér upp úr kynhneigð minni og stjórnmálaskoðunum en ég vil ekki að þetta sé sagt fyrir framan fjöl- skyldu mína. Ég get nefnt sem dæmi að þekkt- ur sjónvarpsmaður kom fram á opinberri hátíð og fór að tala um flugþjónastarfið mitt og hvað það hefði „letjandi áhrif“ á hommasögurnar um mig. Þetta er örugglega fyndinn brandari en á ekki heima á opinberum vettvangi. Og þetta er ekki umræða sem maður vill eiga við börnin sín sem spyrja út í kjaftasögur um pabba sinn. Sonur minn á ekki að þurfa að svara fyrir mig. Ég dreifi ekki sögum um aðra opinberlega. En ég þarf að passa að koma mér ekki í þessa stöðu og þversögnin í mér er náttúrlega að ég hef gert það. Eina leiðin til að takast á við svona er að hafa húmor fyrir því og vita sjálfur hver maður er. Ég kom út úr skápnum „físískt“ í skemmtiat- riði sem var pantað á árshátíð Icelandair og það var bara mjög skemmtilegt. En þeir sem angra mann gera sér ekki grein fyrir að það eru tveir Jónsar: Jónsi poppari og svo Jónsi fjölskyldumaður. Ég get ekki átt mín- ar prívatstundir í Smáralind, það er ljóst, en við reynum að vera saman í útlöndum. Höfum farið í slíkar ferðir og það er draumur í dós sem við þurfum að gera aftur.“ Þarf að minna á sig „Varðandi hvort það sé erfitt að vera svona op- inber þá má kannski segja að ég hef ekki þann hemil á mér sem ég þarf til að vernda einkalífið. En gleymum því heldur ekki að skemmtikraftar eins og ég hafa megintekjur sín- ar af því að koma út á meðal fólks og skemmta því og við getum ekki falið okkur þess á milli og vonað að fólk gleymi okkur ekki á meðan. Við þurfum að minna á okkur. Stundum segjum við í bransanum: „Hvað gerist ef síminn hættir að hringja?“ Ef fólk gleymir þér ertu jafn illa sett- ur og trúarbrögð sem fólk er hætt að iðka. Þetta er ekki valkostur að vera alveg prívat. En ég fæ í leiðinni tækifæri til að hafa áhrif, hugsanlega vera góð fyrirmynd og fá fólk til að brosa – ef það brosir ekki að því hvað ég er gáfaður þá bara að því hvað ég er vitlaus. Tónlistarfólk hafði svo mikil áhrif á mig þeg- ar ég var yngri svo ég veit að það er ábyrgðar- hluti að vera fyrirmynd. Ef einhver hlustar á mig þegar ég segi krökkum að nota tannþráð og fara í háskóla þá er það fínt. Því segi ég þetta við alla krakka. Gagnrýnin hugsun og „There is no such thing as a free lunch“ – þetta lærði ég í háskóla og það borgaði sig.“ Óskabiskupinn „Umræðan um þekkt fólk er bara komin á undarlegt stig. Við ættum ekki að vera ræða það fram og til baka hvort einstaklingur er samkyn- hneigður eða ekki. Ef fólk vill velta fyrir sér ein- hverju eins og samkynhneigð ætti það frekar að ræða um afstöðu þjóðkirkjunn- ar til giftingar samkyn- hneigðra. Húsbílar eru blessaðir af prest- um! Já, prestar skvetta vígðu vatni á húsbíla – en þeir vilja sumir ekki Helgarviðtalið SiGríður ArnArdÓttir sirryarnar@gmail.com Með björgunarhringinn um hálsinn Jónsi gengur alltaf með hvítagullsskart- grip um hálsinn með nöfnum konu sinnar og sona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.