Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 64
n Eðalhommarnir Beggi og Pacas eru búnir að gera upp 100 ára gam- alt hús í Hafnarfirði. Fyrir fjórum árum keyptu þeir hús sem var í mikilli niðurníðslu, þar var hvorki rafmagn né hiti og garðurinn var í villtri órækt. Beggi og Pacas fóru létt með taka allt húsið og garðinn í gegn sjálfir. Þeir felldu tré, byggðu pall og kofa og skreyttu garðinn sem er 800 fermetrar með þúsund plönt- um, gosbrunni, blómálfum og engl- um. Fengu svo verðlaun fyrir að eiga glæsilegasta garðinn í Hafnarfirði. „Garðurinn er algjört æði ... Við höf- um meira að segja borðað jólamat- inn hérna úti,“ segir Beggi í viðtali í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla þar sem sjá má fullt af myndum af ævin- týrahúsinu þeirra Begga og Pacasar sem verða með eigin matreiðsluþátt á Stöð 2. Showmenn? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Stjörnuskipið Aðalsteinn Jónsson SU kom til hafnar á þriðjudag með hátt í 1400 tonn af makríl. Sú venja virðist hafa skapast um borð að hafa sjónvarps- stjörnur í áhöfninni. Eins og DV greindi frá á dögunum var Kastljósstjarnan og ríkisstarfsmaðurinn Helgi Seljan há- seti um borð í þarsíðasta túr. Helgi datt svo sannarlega í lukkupottinn því hann labbaði í land með um 700 þúsund krónur í laun. Helgi átti ekki heiman- gengt úr Kastljósinu til að fara í annan túr. Skipstjórinn er greinilega á þeirri skoðun að það fylgi því gæfa að hafa sjónvarpsstjörnur um borð því Hálfdán Steinþórsson var munstraður í pláss- ið í staðinn. Hann er þekktur úr Djúpu lauginni á Skjá einum auk þess að hafa verið við hlið Völu Matt í Innlit-útlit. Ekki stóð á veiðinni því reikna má með að aflaverðmætið nú sé líkt og Hálfdán uppskeri svipuð laun og Helgi. Um borð í Aðalsteini höfðu sjónvarpsmennirnir það hlutverk að blogga fyrir hönd áhafn- arinnar. Hálfdán hefur nú horfið á braut en í færslu hans eru vangaveltur um arftakann: „Það er herra Vala Matt sem skrifar að þessu sinni fyrir hönd stýri- mannsvaktarinnar en Kastljóskóngur- inn er farinn í land með fulla buddu af aurum. Það kemur svo í ljós í næstu viku hvort það verður Logi Bergmann, Hemmi Gunn eða Sirrý sem skrifar pistilinn fyrir hönd vaktarinnar.“ n Gunnar Þorsteinsson sem kennd- ur er við Krossinn ætlar ekki að gleðjast með fólki í Gleðigöngu Hinsegin daga um helgina. „Nei, nei, það hafði ég ekki hugsað mér. Enda held að þetta sé frekar ástæða til þess að hryggjast en að fagna,“ segir Gunnar. Þegar hann er spurður um það hvers vegna hann geti ekki glaðst með fólkinu segist hann gleðj- ast með þeim sem „eru á réttunni en ekki röngunni“. Gunnar segist þó alltaf vera glaður sjálfur og að hann muni mæta á samkomu hjá Krossin- um um helg- ina eins og vana- legt er. n„Þetta hefur gengið vel. Þetta eru tvö gigg. Það er eitt í kvöld og annað í París á morgun,“ sagði Barði í Bang Gang þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Barði er staddur í Sviss um þessar mundir og stóð nánast á sviðströppunum þegar blaðamað- ur hringdi. Tónleikar hans í Sviss og Frakklandi eru hluti af Evrópu- túr Bang Gang, en ferðalagið hefur að hans sögn gengið vel framan af. Barði var hins vegar fljótur að kveðja í símann, enda þurfti hann að stíga á svið og trylla Sviss- lendinga eins og hon- um einum er lagið. Gunnar ekki í GleðiGönGu Hreysið varð að paradís Útlitsgallaðar vörur með miklum afslætti HÁFAR ÚTVÖRP BÍLTÆKI HLJÓMBORÐ BÍLHÁTALARAR BÍLMAGNARAR HEYRNARTÓL HÁTALARAR FERÐATÆKI DVD SPILARAR MP3 SPILARAR MAGNARAR REIKNIVÉLAR ÞRÁÐLAUSIR SÍMAR STRAUJÁRN KAFFIVÉLAR ELDAVÉLAR UPPÞVOTTAVÉLARHRÆRIVÉLAR ÖRBYLGJUOFNAR ÞVOTTAVÉLAR SAMLOKUGRILL BLANDARAR ÍSSKÁPARRYKSUGUR VÖFFLUJÁRN RAKVÉLAR MEIRA EN 1000 VÖRUTEGUNDIR MEÐ ÓTRÚLEGUM AFSLÆTTI ALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR Panasonic 32” sjónvarp – Verð áður kr. 119.995 – Nú kr. 79.995 Pottar og pönnur með 25% afslætti Brauðristar, kaffivélar, sléttujárn, hárblásarar og fleira frá kr. 995 Þvottavélar og þurrkarar með miklum afslætti Philips sjónvörp með allt að 200.000 kr. afslætti Örbylgjuofnar – Verð frá kr. 5.995 REYKJAVÍK AKUREYRI HÚSAVÍK SELFOSS SUÐURLANDSBRAUT 26 SÍMI 569 1500 GLERÁRGÖTU 36 460 3380 GARÐARSBRAUT 18A 464 1600 EYRARVEGI 21 480 3700 TAKMARKAÐ MAGN Fyrstur kemur – fyrstur fær! Opið á laugardögum 10–16 FRYSTIKISTUR ÞURRKARAR HELLUBORÐ OFNAR MYNDAVÉLAR SJÓNVÖRP NOKKUR VERÐDÆMI Stjörnuskipið Aðalsteinn Jónsson SU með fullfermi af makríl: enn Græðir sjónvarpsstjarna Barði tryllir svisslendinGa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.