Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 50
föstudagur 8. ágúst 200850
Flóamarkaður
í Vesturbæ
Ef þú hefur safnað dóti í geymsl-
una þína í mörg ár en tímir
hreinlega ekki að henda því, er
flóamarkað-
ur algjörlega
málið. Það
gæti verið að
einhverjum
öðrum finnist
geymsludót-
ið þitt vera
algjörar ger-
semar. Laug-
ardaginn 16.ágúst verður haldinn
flóamarkaður fyrir framan KR-
heimilið í Frostaskjóli þar sem
allir mega selja allt, bæði börn
og fullorðnir. Markaðurinn hefst
klukkan 12 og stendur til klukkan
17. Það eina sem þú þarft að gera
er að mæta á staðinn með veiting-
ar til sölu, skemmtiatriði eða hvað
sem þér dettur í hug en það er
engin básaleiga og allir velkomn-
ir. Markaðurinn er í samstarfi við
Frístundamiðstöðina Frostaskjóli
og Vesturgarð.
Verslaðu
þig granna
Ekki það að kvenfólk þurfi yfir
höfuð einhverjar ástæður til að
fara í verslunarleiðangra en nú
hefur nýleg rannsókn leitt í ljós
að konur missa rúmlega tólfþús-
und kaloríur á ári við það eitt
að versla. Hin venjulega kona
gengur um það bil þrjá kílómetra
í hverjum verslunarleiðangri
sem gerir það að verkum að hún
brennir rúmlega tólfþúsund
kaloríum á ári. Karlmenn aftur á
móti brenna einungis um það bil
níu þúsund kaloríum í verslun-
arleiðöngrum sínum á ári enda
óþolinmóðari og líklegri til að
taka sér styttri tíma í verslunar-
leiðangra en kvenfólk.
Hentug
Hleðslu-
taska
Nýtt veski sem hleður símann
þinn meðan þú röltir um í versl-
unum hefur nú verið fundið upp
af verkfræðinema nokkrum frá
Iowa í Bandaríkjunum. Ekki nóg
með að veskið hlaði símann þinn
heldur getur það einnig hlaðið i-
podinn þinn eða jafnvel mynda-
vélina sem er einstaklega hentugt
fyrir uppteknar dömur. Hleðslan í
veskinu gengur fyrir sólarorku og
eftir einungis tvo tíma í sólarljós-
inu er síminn orðinn fullhlaðinn.
„Vandamálið með ýmislegt svo
tæknilegt er að það er kannski
ekki beint það smartasta í útliti.
Takmarkið mitt er hinsvegar að
koma tækninni í tísku,“ sagði
verkfræðineminn snjalli.
Gallabuxur með uppábroti
gallabuxurnar detta nú aldrei úr tísku
en eins og með allt annað er jú alltaf
einhver ein gallabuxnaútfærsla heitari
en önnur. Þessa dagana virðist málið
vera að bretta upp á gallabuxurnar
eins og þær Katie Holmes, sarah Jessi-
ca Parker og rachel Bilson.
Mineralize
kinnalitur
Dökkir tónar hafa verið að verið að ryðja sér rúms í förðuninni frá því í vor en það má
með sanni segja að í haust og vetrarlínu MAC séu dökku tónarnir allsráðandi. Goth-rokk
áhrifa gætir í bland við glamúr og pönk og nú er um að gera að hætta sér aðeins út fyrir
þægindarammann og vera óhræddar við að prufa eitthvað nýtt.
Glamúr,
Goth oG
pönk
Búinn til úr einstaklega steinríku vatni og
jojoba olíu, litarefnum er svo blandað
saman við formúluna og liturinn bakaður í
ofni í 24 tíma. Jojoba olían hentar
einstaklega vel fyrir íslenskar konur þar
sem húðin verður oftar en ekki þurr. Hann
gefur sérlega fallega gegnsæja perlu-áferð
og nærir húðina.
tíska
Umsjón: Krista Hall Netfang: krista@dv.is
Tíska
Mineralize
Skinfinish
Glimmer og
glamúr
áhrifa glamúrrokksins mun gæta í
haust- og vetrarförðuninni.
glimmerið er hægt að nota jafnt sem
eyeliner sem og yfir augnskuggann..
Púðrið mattar húðina með náttúrulegri áferð en við framleiðslu
púðursins er það bakað í 24 klukkustundir og vatnið úr því látið
gufa upp. Þessi áferð skilar frábærri áferð.
shimmery hliðin á púðrinu hentar til að lýsa og móta andlitið,
eða sem kinnalitur allt eftir því hvaða litur er keyptur. Einnig má
nota það blautt en þá fæst meiri metallic áferð, að auki er hægt
að nota það sem augnskugga, þurrt sem blautt.
Mineralize
augnskuggar
tvískiptir augnskuggar sem líkt og púðrið og kinnaliturinn hafa verið
bakaðir í ofni í 24 tíma. augnskuggana má nota þurra sem gerir áferðina
fremur gegnsæja en einnig má nota rakan pensil í augnskuggann sem
gerir áferðina þétta með fallegum gljáa. auk þess getur verið sniðugt að
nota kremaugnskugga undir í stað þess að bleyta burstann en þannig
helst augnskugginn lengur á og klessist síður.
Dökkir varalitir
verða sjóðandi
heitir í haust
Í sumar hefur eitthvað borið á dökkum varalitum í
tískublöðunum en í haust má segja að þeir komi til með að
tröllríða öllu. Þær sem treysta sér kannski ekki alveg út í jafn
dökkan lit og þennan þurfa þó ekki að örvænta því það má
jú alltaf tóna sig aðeins niður með dökkrauðum til dæmis.
Litapalletturnar eru einstaklega
þægilegar en hér hefur verið raðað
saman tónum sem eiga eftir að
vera mjög áberandi í haust.
Litapalletta frá MAC