Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 40
Ættfræði DVföstudagur 8. ágúst 200840 Jóhann fæddist í Reykjavík. Hann lauk Samvinnuskólaprófi frá Bifröst 1958. Jóhann var bókari í fjármála- ráðuneytinu 1958-62 og fulltrúi þar 1962-66. Hann var bæjarstjóri á Ísafirði 1966-70, bæjarstjóri í Keflavík 1970-80 og aðstoðarmað- ur félagsmálaráðherra 1983-87. Hann var alþingismaður Reyk- nesinga fyrir Framsóknarflokkinn 1979-83 og 1987-91 og 1994-95, og var framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs (síðar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja) 1992-2004. Jóhann sat í stjórn Handknatt- leiksráðs Reykjavíkur 1961-66 og var formaður þess 1962-66, í stjórn Handknattleikssambands Íslands 1974-76, var formaður bygging- arnefndar Ísafjarðar 1966-70, for- maður byggingarnefndar Kefla- víkur 1970-79, sat í stjórn Samtaka sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi 1971-78 og var formaður þeirra 1974-75, sat í stjórn Samtaka sveit- arfélaga á Suðurnesjum 1971-80, í stjórn Hitaveitu Suðurnesja 1975- 79, 1984-88 og um skeið frá 1990 og var formaður 1975-79, sat í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga 1974-80, sat á alls- herjarþingi SÞ 1980 og 1990, var fulltrúi Íslands í Þingmannasam- tökum NATO, Atlantshafsbanda- lagsins, 1980-83 og 1987-91 og sat þing Alþjóðaþingmannasamtak- anna 1995. Jóhann starfaði í Lionshreyf- ingunni frá 1967 og í Oddfellow- hreyfingunni frá 1967, hefur setið í ýmsum nefndum á vegum sveit- arfélaga og ríkisins og var formað- ur Sjúkrahúss Keflavíkurlæknis- héraðs. Fjölskylda Kona Jóhanns er Guðný Gunn- arsdóttir, f. 11.12. 1942, húsmóðir. Hún er dóttir Gunnars Ármanns- sonar, málarameistara og skrif- stofumanns hjá Reykjavíkurborg, og k.h.,, Guðríðar M. Helgadóttur húsmóður sem bæði eru látin. Jóhann og Guðný eiga þrjú börn. Þau eru: Gunnar, f. 1965, tryggingaráðgjafi hjá Tryggingu og ráðgjöf, kvæntur Fríðu Kristjáns- dóttur; Einvarður, f. 1968, íþrótta- kennari á Akureyri, kvæntur Alice Tryggvadóttir; Vigdís, f. 1977, við- skiptafræðingur, gift Birgi Tryggva- syni. Jóhann á tvö systkini. Þau eru Hallvarður, f. 2.12. 1931, fyrrv. rík- issaksóknari; Sigríður Guðbjörg, f. 14.9. 1947, hjúkrunarfræðingur. Foreldrar Jóhanns: Einvarður Hallvarðsson, f. 20.8. 1901, d. 22.2. 1988, starfsmannastjóri Lands- banka Íslands, og k.h., Vigdís Jó- hannsdóttir, f. 5.7. 1908, d. 1.2. 1990, húsmóðir. Ætt Meðal bræðra Einvarðs voru Sigurjón skrifstofustjóri; Jónat- an hæstaréttardómari, faðir Hall- dórs, fyrrv. forstjóra Landsvirkjun- ar, og Jón sýslumaður, faðir Bjarna Braga, fyrrv. aðstoðarseðlabanka- stjóra. Einvarður var sonur Hallvarðs, b. í Hítarnesi og í Skutulsey á Mýr- um Einvarðssonar, b. í Skutulsey Einarssonar. Móðir Einvarðs var Sigríður Jónsdóttir, b. í Skiphyl á Mýrum Jónssonar, b. þar Jóns- son, dýrðarsöngs í Haukatungu Pálssonar, bróður Páls, langafa Megasar. Systir Jóns var Oddný, föðuramma Helga yfirlæknis á Víf- ilsstöðum, föður Ingvars, stórkaup- manns í Reykjavík, föður Júlíusar borgarfulltrúa, en systir Helga var Soffía, móðuramma Sveinbjarnar I. Baldvinssonar rithöfundar. Vigdís var dóttir Jóhann, tré- smíðameistari í Reykjavík, bróð- ur Ólafíu, móður Guðmundar Óla Ólasonar yfirflugumferðarstjóra. Önnur systir Jóhanns var Kristín, móðir Ólafs Ketilssonar, áætlunar- bílstjóra á Laugarvatni. Jóhann var sonur Hafliða, b. á Birnustöðum á Skeiðum Jónssonar, b. í Auðs- holti Jónssonar, b. á Iðu Jónsson- ar. Móðir Hafliða var Elín, systir Eiríks í Vorsabæ, langafa Sigríð- ar, móður Vigdísar Finnbogadótt- ur, fyrrv. forseta. Eiríkur var einn- ig langafi Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, föður Errós. Móðir Jó- hanns var Sigríður Brynjólfsdótt- ir, b. í Bolholti Brynjólfssonar, b. í Þingskálum Jónssonar. Móðir Vigdísar var Guðbjörg Gísladóttir, b. í Þverspyrnu Guðna- sonar, b. í Þverspyrnu í Ytrihreppi Brynjólfssonar, b. í Langholtskoti og Þverspyrnu Brynjólfssonar, b. í Gerðum og Kolsholti í Flóa Bjarna- sonar, b. á Stóra-Ámóti, Erlends- sonar. Móðir Gísla var Katrín Jóns- dóttir, ættföður Hörgslandsættar Magnússonar, og Katrínar Jóns- dóttur, b. á Úlfsstöðum í Land- eyjum Sigurðssonar. Móðir Guð- bjargar var Vigdís Jónsdóttir, b. í Gröf Jónssonar, b. á Högnastöðum Jónssonar, í Langholti Andrésson- ar. Jóhann verður að heiman á af- mælisdaginn. 70 ára á sunnudag Jóhann Einvarðsson fyrrverandi bæjarstjóri og alþingismaður Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson kgk@dv.is Kjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Heiðar Jónsson snyrtir og flugþjónn Heiðar fæddist í Reykjavík en ólst upp á Staðastað á Snæfellsnesi hjá fósturforeldrum sín- um, Þorgrími V. Sigurðs- syni, prófasti þar, og k.h., Áslaugu Guðmundsdótt- ur húsfreyju. Heiðar fór til Banda- ríkjanna á unglingsárun- um og var þar við nám en starfaði eftir heimkomuna hjá Flugleiðum. Hann var sölumaður hjá Glóbus í ellefu ár en sneri sér síðan æ meira að innflutningi á snyrtivörum og kynningu á þeim og starfaði þá jöfnum höndum fyr- ir umboðsaðila hér á landi og er- lenda framleiðendur. Heiðar er einn af stofnendum Karonsamtakanna en hann starf- aði með þeim samtökum nokk- ur ár. Þá hefur hann starfað með Módelsamtökunum og Módel 79. Heiðar stofnsetti eigið fyrirtæki 1987, Snyrti- og tískuhús Heiðars Jónssonar sem hann starfrækti í nokkur ár, en þar kenndi hann konum, jafnt sem körlum, flest sem lýtur að útliti fólks og fram- komu. Hann gerðist flugþjónn í árs- byrjun 1999 og var þá búsettur í yfir þrjátíu borgum, víðst vegar um heim. Hann er nú fluttur heim og kynnir nú snyrtivörur hjá Forvali og er flugþjónn hjá Iceland Ex- press auk þess sem hann ritstýrir vefsíðunni brúðurin.is. Heiðar hefur unnið mikið að fegurðarsamkeppnum hér á landi, allt frá 1968. Hann hefur þá sinnt þjálfun og leiðsögn fyrir keppend- ur, komið að skiplagningu og upp- setningu keppnanna og oft verið kynnir á þeim. Heiðar hefur sinnt dagskrár- gerð fyrir útvarp og sjónvarp í gegnum tíðina. Hann vann með- al annars að sjónvarpsþáttunum Fiskur án reiðhjóls og síðan Allt í drasli. Bókin Heiðar eins og hann er, kom út árið 1991, skráð af Nönnu Rögnvaldardóttur. Fjölskylda Kona Heiðars var Bjarkey Magnúsdóttir, f. á Hellissandi, 28.5. 1948, forstöðumaður. Hún er dóttir Magnúsar Magn- ússonar frá Vestmanna- eyjum og Hrefnu Júlíus- dóttur. Heiðar og Bjarkey slitu samvistum 1998. Heiðar og Bjarkey eiga þrjú börn. Þau eru: Júlíus Steinar Heið- arsson, f. 8.9. 1969, flugstjóri og úrahönnuður, búsettur í Reykja- vík; Sigríður Lára Heiðarsdóttir Mi- chell, f. 9.9. 1971, kennari í Norð- ur-Karólínu í Bandaríkjunum en maður hennar er James Edward Mishell en dóttir þeirra er Viktoría Lára Michell auk þess sem Sigríður Lára á tvö stjúpbörn; Áslaug Olga, f. 5.8. 1978, nemi. Heiðar eignaðist sjö hálfsystk- ini samfeðra og tvö sammæðra. Þá voru fóstursystkini hans fjögur en tvær fóstursystur hans eru látn- ar, sem og hálfsystir hans, sam- mæðra. Foreldrar Heiðars: Jón Páls- son, f. 15.3. 1928, d. 13.4. 2008, frá Krossum í Staðarsveit, lengst af vélstjóri í Reykjavík, og Steinunn Benónýsdóttir, f. 27.11. 1927, d. 19.12. 1951, húsmóðir. Ætt Föðurforeldrar Heiðars voru Páll Jónsson, heildsali í Reykjavík, og Stefanía Ásmundsdóttir, b. á Krossu, Jónssonar. Páll var bróðir Arnfinns, skólastjóra Austurbæjar- skólans og föður Róberts leikara. Móðurforeldrar Heiðars voru Benóný Salómonsson og Halldóra Hafliðadóttir. 60 ára á laugardag Guðrún Jónsdóttir húsmóðir í Hafnarfirði Guðrún fæddist á Auðkúlu í Arnarfirði. Eft- ir að hún gifti sig bjuggu þau hjónin fyrst á Þing- eyri en fluttu síðar til Hafnarfjarðar þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Guðrún vann á tíma- bili á saumastofu Vogue á Skólavörðustígnum og tók sjálf að sér sauma- verkefni. Hún er við góða heilsu og býr ein í lítilli stúdíóíbúð í Hafnarfirði. Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar var Gunnar Andrew Sigurðsson, f. 25.2. 1907, d. 1967, sjómaður og síðar yfirfiskimatsmaður í Hafn- arfirði. Börn Guðrúnar og Gunnars: Guðmunda María, f. 28.2. 1937, fyrrv. póstafgreiðslumaður og húsmóðir í Hafnarfirði, gift Antoni Jónssyniog eiga þau fjögur börn; Sigurður Garðar, f. 24.7. 1938, fyrrv. bankastarfsmaður í Hafn- arfirði, kvæntur Magneu Gunn- arsdóttur og eiga þau fjögur börn; Gunnar Örn, f. 13.9. 1940, sjómað- ur í Hafnarfirði, var kvæntur Guð- nýju Ragnarsdóttur og eiga þau þrjú börn; Gísli Einar, f. 24.11. 1942, trésmiður í Hafnarfirði, var kvænt- ur Guðmundu Þ. Gísla- dóttur, sem nú er látin en þau áttu fjögur börn, þau skildu; Jón Bjarni, f. 25.7. 1945, sjómaður á Skagaströnd, kvæntur Ingibjörgu Kristinsdótt- ur og á hann eitt barn. Systkini Guðrúnar: Matthea Kristín, f. 27.11. 1900, d. 24.2. 1901; Matthías Kristinn, f. 18.6. 1902, d. 19.8. 1902; Matthea Kristín, f. 25.5. 1904, d. 2006, húsmóðir í Reykja- vík og Garðabæ; Gísli Guðni, f. 12.5. 1909, d. 6.6. 1980, stýrimaður í Reykjavík; Ólafur, f. 9.7. 1911, d. 24.6. 1993, póstafgreiðslumaður í Hafnarfirði; Ásgeir, f. 29.3. 1914, d. 22.8, 1914; Guðný, f. 19.10. 1915, d. 14.7. 1916; Páll Marinó, f. 19.7. 1919, fyrrv. trésmiður, nú búsettur í Hafnarfirði. Foreldrar Guðrúnar voru Jón Bjarni Matthíasson, f. 25.4. 1876, d. 15.1. 1929, bóndi og skipstjóri á Auðkúlu í Arnarfirði, og Guð- munda María Gísladóttir, f. 2.7. 1878, d. 28.7. 1966. 102 ára á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.