Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Side 40
Ættfræði DVföstudagur 8. ágúst 200840
Jóhann fæddist í Reykjavík.
Hann lauk Samvinnuskólaprófi frá
Bifröst 1958.
Jóhann var bókari í fjármála-
ráðuneytinu 1958-62 og fulltrúi
þar 1962-66. Hann var bæjarstjóri
á Ísafirði 1966-70, bæjarstjóri í
Keflavík 1970-80 og aðstoðarmað-
ur félagsmálaráðherra 1983-87.
Hann var alþingismaður Reyk-
nesinga fyrir Framsóknarflokkinn
1979-83 og 1987-91 og 1994-95, og
var framkvæmdastjóri Sjúkrahúss
Keflavíkurlæknishéraðs (síðar
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja)
1992-2004.
Jóhann sat í stjórn Handknatt-
leiksráðs Reykjavíkur 1961-66 og
var formaður þess 1962-66, í stjórn
Handknattleikssambands Íslands
1974-76, var formaður bygging-
arnefndar Ísafjarðar 1966-70, for-
maður byggingarnefndar Kefla-
víkur 1970-79, sat í stjórn Samtaka
sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi
1971-78 og var formaður þeirra
1974-75, sat í stjórn Samtaka sveit-
arfélaga á Suðurnesjum 1971-80, í
stjórn Hitaveitu Suðurnesja 1975-
79, 1984-88 og um skeið frá 1990
og var formaður 1975-79, sat í
fulltrúaráði Sambands íslenskra
sveitarfélaga 1974-80, sat á alls-
herjarþingi SÞ 1980 og 1990, var
fulltrúi Íslands í Þingmannasam-
tökum NATO, Atlantshafsbanda-
lagsins, 1980-83 og 1987-91 og sat
þing Alþjóðaþingmannasamtak-
anna 1995.
Jóhann starfaði í Lionshreyf-
ingunni frá 1967 og í Oddfellow-
hreyfingunni frá 1967, hefur setið
í ýmsum nefndum á vegum sveit-
arfélaga og ríkisins og var formað-
ur Sjúkrahúss Keflavíkurlæknis-
héraðs.
Fjölskylda
Kona Jóhanns er Guðný Gunn-
arsdóttir, f. 11.12. 1942, húsmóðir.
Hún er dóttir Gunnars Ármanns-
sonar, málarameistara og skrif-
stofumanns hjá Reykjavíkurborg,
og k.h.,, Guðríðar M. Helgadóttur
húsmóður sem bæði eru látin.
Jóhann og Guðný eiga þrjú
börn. Þau eru: Gunnar, f. 1965,
tryggingaráðgjafi hjá Tryggingu og
ráðgjöf, kvæntur Fríðu Kristjáns-
dóttur; Einvarður, f. 1968, íþrótta-
kennari á Akureyri, kvæntur Alice
Tryggvadóttir; Vigdís, f. 1977, við-
skiptafræðingur, gift Birgi Tryggva-
syni.
Jóhann á tvö systkini. Þau eru
Hallvarður, f. 2.12. 1931, fyrrv. rík-
issaksóknari; Sigríður Guðbjörg, f.
14.9. 1947, hjúkrunarfræðingur.
Foreldrar Jóhanns: Einvarður
Hallvarðsson, f. 20.8. 1901, d. 22.2.
1988, starfsmannastjóri Lands-
banka Íslands, og k.h., Vigdís Jó-
hannsdóttir, f. 5.7. 1908, d. 1.2.
1990, húsmóðir.
Ætt
Meðal bræðra Einvarðs voru
Sigurjón skrifstofustjóri; Jónat-
an hæstaréttardómari, faðir Hall-
dórs, fyrrv. forstjóra Landsvirkjun-
ar, og Jón sýslumaður, faðir Bjarna
Braga, fyrrv. aðstoðarseðlabanka-
stjóra.
Einvarður var sonur Hallvarðs,
b. í Hítarnesi og í Skutulsey á Mýr-
um Einvarðssonar, b. í Skutulsey
Einarssonar. Móðir Einvarðs var
Sigríður Jónsdóttir, b. í Skiphyl
á Mýrum Jónssonar, b. þar Jóns-
son, dýrðarsöngs í Haukatungu
Pálssonar, bróður Páls, langafa
Megasar. Systir Jóns var Oddný,
föðuramma Helga yfirlæknis á Víf-
ilsstöðum, föður Ingvars, stórkaup-
manns í Reykjavík, föður Júlíusar
borgarfulltrúa, en systir Helga var
Soffía, móðuramma Sveinbjarnar
I. Baldvinssonar rithöfundar.
Vigdís var dóttir Jóhann, tré-
smíðameistari í Reykjavík, bróð-
ur Ólafíu, móður Guðmundar Óla
Ólasonar yfirflugumferðarstjóra.
Önnur systir Jóhanns var Kristín,
móðir Ólafs Ketilssonar, áætlunar-
bílstjóra á Laugarvatni. Jóhann var
sonur Hafliða, b. á Birnustöðum
á Skeiðum Jónssonar, b. í Auðs-
holti Jónssonar, b. á Iðu Jónsson-
ar. Móðir Hafliða var Elín, systir
Eiríks í Vorsabæ, langafa Sigríð-
ar, móður Vigdísar Finnbogadótt-
ur, fyrrv. forseta. Eiríkur var einn-
ig langafi Guðmundar Einarssonar
frá Miðdal, föður Errós. Móðir Jó-
hanns var Sigríður Brynjólfsdótt-
ir, b. í Bolholti Brynjólfssonar, b. í
Þingskálum Jónssonar.
Móðir Vigdísar var Guðbjörg
Gísladóttir, b. í Þverspyrnu Guðna-
sonar, b. í Þverspyrnu í Ytrihreppi
Brynjólfssonar, b. í Langholtskoti
og Þverspyrnu Brynjólfssonar, b. í
Gerðum og Kolsholti í Flóa Bjarna-
sonar, b. á Stóra-Ámóti, Erlends-
sonar. Móðir Gísla var Katrín Jóns-
dóttir, ættföður Hörgslandsættar
Magnússonar, og Katrínar Jóns-
dóttur, b. á Úlfsstöðum í Land-
eyjum Sigurðssonar. Móðir Guð-
bjargar var Vigdís Jónsdóttir, b. í
Gröf Jónssonar, b. á Högnastöðum
Jónssonar, í Langholti Andrésson-
ar.
Jóhann verður að heiman á af-
mælisdaginn.
70 ára á sunnudag
Jóhann
Einvarðsson
fyrrverandi bæjarstjóri og alþingismaður
Ættfræði
umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson kgk@dv.is
Kjartan gunnar Kjartansson
rekur ættir þjóðþekktra
Íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp
fréttnæma viðburði liðinna ára
og minnist horfinna merkra
Íslendinga. Lesendur geta sent
inn tilkynningar um stóraf-
mæli á netfangið kgk@dv.is
Heiðar Jónsson
snyrtir og flugþjónn
Heiðar fæddist í
Reykjavík en ólst upp á
Staðastað á Snæfellsnesi
hjá fósturforeldrum sín-
um, Þorgrími V. Sigurðs-
syni, prófasti þar, og k.h.,
Áslaugu Guðmundsdótt-
ur húsfreyju.
Heiðar fór til Banda-
ríkjanna á unglingsárun-
um og var þar við nám en
starfaði eftir heimkomuna
hjá Flugleiðum. Hann var
sölumaður hjá Glóbus í
ellefu ár en sneri sér síðan
æ meira að innflutningi á
snyrtivörum og kynningu á þeim
og starfaði þá jöfnum höndum fyr-
ir umboðsaðila hér á landi og er-
lenda framleiðendur.
Heiðar er einn af stofnendum
Karonsamtakanna en hann starf-
aði með þeim samtökum nokk-
ur ár. Þá hefur hann starfað með
Módelsamtökunum og Módel 79.
Heiðar stofnsetti eigið fyrirtæki
1987, Snyrti- og tískuhús Heiðars
Jónssonar sem hann starfrækti
í nokkur ár, en þar kenndi hann
konum, jafnt sem körlum, flest
sem lýtur að útliti fólks og fram-
komu.
Hann gerðist flugþjónn í árs-
byrjun 1999 og var þá búsettur í
yfir þrjátíu borgum, víðst vegar um
heim. Hann er nú fluttur heim og
kynnir nú snyrtivörur hjá Forvali
og er flugþjónn hjá Iceland Ex-
press auk þess sem hann ritstýrir
vefsíðunni brúðurin.is.
Heiðar hefur unnið mikið að
fegurðarsamkeppnum hér á landi,
allt frá 1968. Hann hefur þá sinnt
þjálfun og leiðsögn fyrir keppend-
ur, komið að skiplagningu og upp-
setningu keppnanna og oft verið
kynnir á þeim.
Heiðar hefur sinnt dagskrár-
gerð fyrir útvarp og sjónvarp í
gegnum tíðina. Hann vann með-
al annars að sjónvarpsþáttunum
Fiskur án reiðhjóls og síðan Allt í
drasli.
Bókin Heiðar eins
og hann er, kom út árið
1991, skráð af Nönnu
Rögnvaldardóttur.
Fjölskylda
Kona Heiðars var
Bjarkey Magnúsdóttir, f.
á Hellissandi, 28.5. 1948,
forstöðumaður. Hún er
dóttir Magnúsar Magn-
ússonar frá Vestmanna-
eyjum og Hrefnu Júlíus-
dóttur. Heiðar og Bjarkey
slitu samvistum 1998.
Heiðar og Bjarkey eiga þrjú
börn. Þau eru: Júlíus Steinar Heið-
arsson, f. 8.9. 1969, flugstjóri og
úrahönnuður, búsettur í Reykja-
vík; Sigríður Lára Heiðarsdóttir Mi-
chell, f. 9.9. 1971, kennari í Norð-
ur-Karólínu í Bandaríkjunum en
maður hennar er James Edward
Mishell en dóttir þeirra er Viktoría
Lára Michell auk þess sem Sigríður
Lára á tvö stjúpbörn; Áslaug Olga,
f. 5.8. 1978, nemi.
Heiðar eignaðist sjö hálfsystk-
ini samfeðra og tvö sammæðra.
Þá voru fóstursystkini hans fjögur
en tvær fóstursystur hans eru látn-
ar, sem og hálfsystir hans, sam-
mæðra.
Foreldrar Heiðars: Jón Páls-
son, f. 15.3. 1928, d. 13.4. 2008, frá
Krossum í Staðarsveit, lengst af
vélstjóri í Reykjavík, og Steinunn
Benónýsdóttir, f. 27.11. 1927, d.
19.12. 1951, húsmóðir.
Ætt
Föðurforeldrar Heiðars voru
Páll Jónsson, heildsali í Reykjavík,
og Stefanía Ásmundsdóttir, b. á
Krossu, Jónssonar. Páll var bróðir
Arnfinns, skólastjóra Austurbæjar-
skólans og föður Róberts leikara.
Móðurforeldrar Heiðars voru
Benóný Salómonsson og Halldóra
Hafliðadóttir.
60
ára á
laugardag
Guðrún Jónsdóttir
húsmóðir í Hafnarfirði
Guðrún fæddist á
Auðkúlu í Arnarfirði. Eft-
ir að hún gifti sig bjuggu
þau hjónin fyrst á Þing-
eyri en fluttu síðar til
Hafnarfjarðar þar sem
þau bjuggu allan sinn
búskap.
Guðrún vann á tíma-
bili á saumastofu Vogue
á Skólavörðustígnum og
tók sjálf að sér sauma-
verkefni. Hún er við góða
heilsu og býr ein í lítilli
stúdíóíbúð í Hafnarfirði.
Fjölskylda
Eiginmaður Guðrúnar var
Gunnar Andrew Sigurðsson, f.
25.2. 1907, d. 1967, sjómaður og
síðar yfirfiskimatsmaður í Hafn-
arfirði.
Börn Guðrúnar og Gunnars:
Guðmunda María, f. 28.2. 1937,
fyrrv. póstafgreiðslumaður og
húsmóðir í Hafnarfirði, gift Antoni
Jónssyniog eiga þau fjögur börn;
Sigurður Garðar, f. 24.7. 1938,
fyrrv. bankastarfsmaður í Hafn-
arfirði, kvæntur Magneu Gunn-
arsdóttur og eiga þau fjögur börn;
Gunnar Örn, f. 13.9. 1940, sjómað-
ur í Hafnarfirði, var kvæntur Guð-
nýju Ragnarsdóttur og eiga þau
þrjú börn; Gísli Einar, f.
24.11. 1942, trésmiður í
Hafnarfirði, var kvænt-
ur Guðmundu Þ. Gísla-
dóttur, sem nú er látin
en þau áttu fjögur börn,
þau skildu; Jón Bjarni,
f. 25.7. 1945, sjómaður
á Skagaströnd, kvæntur
Ingibjörgu Kristinsdótt-
ur og á hann eitt barn.
Systkini Guðrúnar:
Matthea Kristín, f. 27.11.
1900, d. 24.2. 1901;
Matthías Kristinn, f.
18.6. 1902, d. 19.8. 1902;
Matthea Kristín, f. 25.5.
1904, d. 2006, húsmóðir í Reykja-
vík og Garðabæ; Gísli Guðni, f.
12.5. 1909, d. 6.6. 1980, stýrimaður
í Reykjavík; Ólafur, f. 9.7. 1911, d.
24.6. 1993, póstafgreiðslumaður í
Hafnarfirði; Ásgeir, f. 29.3. 1914, d.
22.8, 1914; Guðný, f. 19.10. 1915,
d. 14.7. 1916; Páll Marinó, f. 19.7.
1919, fyrrv. trésmiður, nú búsettur
í Hafnarfirði.
Foreldrar Guðrúnar voru Jón
Bjarni Matthíasson, f. 25.4. 1876,
d. 15.1. 1929, bóndi og skipstjóri
á Auðkúlu í Arnarfirði, og Guð-
munda María Gísladóttir, f. 2.7.
1878, d. 28.7. 1966.
102
ára á
laugardag