Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 18
föstudagur 8. ágúst 200818 Helgarblað DV Einn þeirra pallbíla sem keyrir niður laugaveginn í Gleðigöngunni 2008 ber þemaheitið Stolt fjölskyldunn- ar og er tileinkaður fjölskyldum samkynhneigðra sem ekki hafa verið mjög sýnilegar til þessa. „Það eru mjög mörg réttindi sem samkynhneigðir hafa öðlast að undanförnu sem gera fólki kleift að gifta sig og eignast börn,“ segir Guðrún Óskarsdóttir, annar skipuleggjanda atriðisins. ÁSDÍS BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR blaðamaður skrifar: asdis@dv.is „Við ákváðum að hafa þetta al- mennilegt í ár og gera okkur sýni- legri en áður,“ segir Guðrún Óskars- dóttir, bókari hjá Birtingi og annar skipuleggjanda að fjölskylduatriði Gleðigöngunnar. „ Samkynhneigðir foreldrar hafa verið í göngunni áður en það hefur ekki verið merkt sér- staklega og fólk hefur ekkert gert sér grein fyrir því að það er þarna líka.“ Tákn fjölskyldunnar Um 70 manns taka þátt í atriðinu sem ber slagorðið Stolt fjölskyld- unnar og eru þar fyrst og fremst samkynhneigðir foreldar sem standa þar að baki. Einnig konur með börn, óléttar konur og ömm- ur með barnabörnin. „Við höfum líka fengið styrk frá Kjörís. Það verð- ur bíll frá þeim með okkur og græj- ur frá þeim sem við munum nota til að spila barnalög. Svo eru bolir með mynd af logoinu. Á bolnum er mynd af tveimur konum með barn og tveimur mönnum með barn,“ segir Guðrún og hlakkar mikið til. Ný réttindi samkynhneigðra „Það hefur verið ákveðin við- kvæmni í gegnum tíðina og enginn viljað ganga undir fána né vera sýni- leg. Nú í ár á hins vegar er breyting á,“ segir Guðrún. Að undanförnu hafa samkynhneigðir fengið mun meiri réttindi en áður. Fólk getur gift sig, staðfest samvist auk þess sem hægt er að fara í tæknifrjóvgan- ir sem er mikill hvati þess að skapa fjölskyldulegt andrúmsloft. „Það er allur gangur á því hvernig fjölskyld- urnar myndast. Sumar lesbíur kjósa homma fyrir feður en aðrar fara hina leiðina. Aðalatriðið er að við erum samkynhneigðir foreldrar.“ Feimni ýtt í burtu Guðrún stendur á bak við þetta framtak ásamt annarri konu. Hún segir að slagorðið Stolt fjölskyld- unnar sé til að ýta frá þeirri feimni sem ríkir í kringum samkynhneigða fjölskyldu. Stolt fjölskyldunnar á að sýna það að allir geti komið fram án þess að skammast sín eða haldi að það mæti fordómum. „Ég var ákveðin að hafa þetta skemmtilegt,“ segir Guðrún að lokum. Gleðigang- an fer fram laugardaginn 9. ágúst og verður lagt af stað frá Hlemmi klukkan 14. Gengið verður niður eftir Laugvegi og að Arnarhóli þar sem skemmtiatriði taka við fram eftir degi. Undanfarin ár hafa tug- þúsundir tekið þátt í göngunni. „Það er allur gangur á því hvernig fjölskyldurn- ar myndast. Sumar lesbíur kjósa homma fyrir feður en aðrar fara hina leiðina. Aðalatriðið er að við erum samkynhneigðir foreldrar.“ Stolt fjölSkyldunnar Föstudagur 8. ágúst Hádegi: Hinn gullfallegi Martin Knudsen frá Kaupmannahöfn syngur klassísk dægurlög frá miðri síðustu öld í hádeginu á Jómfrúnni. kl. 21:00 Carole Pope - tónleikar á Organ Á miðnætti: stelpnaball á Organ strákaball á tunglinu Laugardagur 9. ágúst UPPHITUN: Klúbbur Hinsegin daga - opinn frá kl. 11:00 gleðigöngunni stillt upp á Hlemmi 12:30 GLEÐIGANGAN: Lagt af stað frá Hlemmi klukkan 14:00. allir safnast saman á rauðarárstíg, rétt hjá Hlemmi, í síðasta lagi klukkan 12:30. Lagt af stað stundvíslega klukkan tvö í voldugri gleðigöngu eftir Laugavegi og niður að arnarhóli. HINSEGIN HÁTÍÐ VIÐ ARNARHÓL: Klukkan 15:15 úrval innlendra og erlendra skemmtikrafta Kl: 22:00 stereo total - swivel - tónleikar á Organ Miðnætti - hinsegin dansleikir: dansleikir verða á Nasa, Organ og Q-Bar Sunnudagur 10. ágúst Klúbbur Hinsegin daga á Q-Bar opinn frá kl. 11:00 NÝJUNG: Brjálað diskótek og brunch á Q-Bar frá hádegi sunnudags til lokunar kl. 01:00 aðfaranótt mánudags Kl:20:30 regnbogamessa í dómkirkjunni sr. anna sigríður Pálsdóttir dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari - nemendur Jóns Þorsteinssonar óperusöngvara syngja. Dagskrá gay PriDe 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.