Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 8
„Ef ég á frí á laugardögum reyni ég að fara þangað. Þetta er mest kósí sem þú kemst í í Reykjavík,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna og meðlimur Motor Sport Club á Ís- landi. Motor Sport Club, MSC, hefur starfrækt leðurkenndan einkaklúbb fyrir homma frá árinu 1985. Síðastliðin tólf ár hefur klúbb- urinn starfað í húsnæði við Banka- stræti 11. Nú er hins vegar komið að þáttaskilum því eftir september- mánuð kemur starfsemin til með að missa húsnæði sitt. Samkvæmt Vet- urliða Guðnasyni, eins af stofnend- um og forsvarsmönnum klúbbsins, hefur honum ekki verið fundinn nýr samastaður. Skýrar klæðareglur Klúbburinn er ætlaður karlmönn- um sem eru fyrir leður, gúmmí, ein- kennis- og gallaföt og leggja mikið upp úr góðum félagsskap, svo vitn- að sé í heimasíðu félagsskaparins. Á laugardagskvöldum eru haldin svo- kölluð klúbbakvöld í húsnæðinu við Bankastræti. Þá er kveikt á kerti úti í glugga til marks um að starsfemi sé í gangi fyrir innan. Til að komast inn er nauðsynlegt að hringja dyrabjöllu. Dyravörður tekur á móti aðkomumanninum, sem þá þarf að framvísa félagsskírteini sínu. Gestir geta fengið gestaskírteini sem gildir út kvöldið. Klúbbmeðlim- ir, jafnt sem gestir, verða þó að fylgja klæðareglum klúbbsins sem tíund- aðar eru á heimasíðu hans, msc.is. Þar er lýst þrettán manngerðum, allt frá lögreglu- og hermönnum til vélhjólagæja og kúreka. Einnig er skýrt tekið fram að: „Nekt er alltaf í lagi.“ Páll Óskar segir klæðareglurnar þó ekki heilagar: „Það er allt í lagi að mæta í gallabuxum og bol. Eina skil- yrðið er að mæta ekki þarna í jakka- fötum. Þetta er ekki bisnessmanna kokkteilklúbbur.“ Hræðslan minnkað Veturliði Guðnason þýðandi er einn af stofnendum MSC á Íslandi. Hann segir aðstæður þegar klúbb- urinn var stofnaður fyrir tuttugu og þremur árum allt aðrar en nú. „Þetta er svolítið seventís dæmi,“ segir Vet- urliði. „Það var þá sem þessir klúbb- ar voru stofnaðir. Þetta var mikilvægt því fólk vildi vera í friði á sínum stöð- um. Þá var einkageirinn ekki kom- inn í þann gír að þjóna þessum hluta samfélagsins.“ Þó aðstæður fyrir leðurhneigða hafi skánað mikið segir Veturliði skilning sem slíkan ekki hafa auk- ist, heldur hræðsluna einfaldlega minnkað. „Fólk heldur að það sé voðalega frjálslynt og skilningsríkt en það er það ekki, það er bara mis- munandi hrætt,“ segir Veturliði. MSC er möst Klúbburinn hafi engu að síður borið barr sitt vel öll þessi ár og sé nú orðinn þekktur í samfélagi samkyn- hneigðra úti í heimi. „Allir sem eru gay koma til okkar, hvort sem þeir eru inni í leðri eða ekki. Bláa lónið og MSC, það eru bara möst.“ Undir lok september missir MSC hins vegar húsnæði sitt og leggst starfsemin því af í núverandi mynd. Veturliði segir klúbbinn ekki hafa fundið nýtt klúbbhús. Sömuleið- is taki MSC ekki þátt í gleðigöngu Hinsegin daga næsta laugardag líkt og undanfarin ár. Ýmislegt er hins vegar á döfinni þangað til MSC missi húsið, meðal annars heimsókn frá bresku samtökunum Komdu til pabba (e. Come to Daddy). Samtök- in eru skipuð íturvöxnum karlmönn- um, svokölluðum böngsum. Eins og heimili Myndatökur innan klúbbhússins eru stranglega bannaðar og trúnaður umlykur alla starfsemi hans. Því fékk DV Pál Óskar til að lýsa innviðum staðarins í stað þess að mynda hann. Páll ber klúbbnum góða söguna. „Eins og þetta blasir við mér er ekki pláss fyrir fleiri en þrjátíu til fjörutíu manns,“ segir Páll Óskar um smæð staðarins. „Þannig að tilfinn- ingin er næstum því eins og að labba inn á heimili einhvers.“ Búr á staðnum Páll segir útlit staðarins fylgja ákveðnu MSC-normi sem þekkt sé í homma- heimum. „Allir þessir klúbbar líta svipað út. Veggirnir verða að vera dökkir, jafnvel svartmál- aðir, og gólfin líka. Allt er dökkt í hólf og gólf. Síðan eru felulituð net í loft- inu. Þetta gefur tilfinningu eins og þú sért kom- inn inn í hálfgerð- an frumskóg. Þetta er það sem einkennir klúbbinn, auk kerta- ljósa og stemningar.“ Þar sitji gestirnir, drekki bjór af litl- um bar og skiptist á slúðri. Spurður út í búr sem sagt er að hangi á staðnum hlær Páll og segist aldrei hafa séð neinn inni í búrinu. „En ef einhver vill láta loka sig inni í búri og fá drykkina sína afgreidda þangað inn, þá er honum guðvel- komið að gera það.“ föstudagur 8. ágúst 20088 Fréttir DV Leðurhommaklúbburinn Motor Sport Club hefur verið starfræktur á Íslandi frá árinu 1985. Þar eru haldin sér- stök klúbbakvöld alla laugardaga með skýrum klæðareglum. Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna er einn af meðlimum klúbbsins og segist alltaf reyna að kíkja þegar hann á frí á laugardögum. Klúbburinn missir hús- næði sitt í september. Ef ekkert verður að gert leggjast klúbbakvöldin af í óbreyttri mynd. Leðrið Lagt á hiLLuna HafStEinn gunnar HaukSSon blaðamaður skrifar: hafsteinng@dv.is „Fólk heldur að það sé voðalega frjálslynt og skilningsríkt en það er það ekki, það er bara mismunandi hrætt.“ Leðurfáninn Einkennisfáni leður- og latexunnenda um heim allan. Leðra sig upp Hommar um allan heim eru hrifnir af leðri. Þessir koma frá Kaliforníu. Mynd gEtty IMagEs Páll Óskar reynir að mæta á leðureinkaklúbbinn Motor sport Club þegar hann á frí. Motor Sport Club Inngangur MsC er í gegnum hliðið á myndinni. fyrst þarf þó að hringja bjöllunni. dv-Mynd róbErt rEynIsson Motor Sport Club vagninn MsC hafa verið með vagn í gay Pride-göngunni undan- farin ár. nú verður breyting á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.