Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 60
föstudagur 8. ágúst 200860 Fólkið Útvaldir fengu geisladisk „Við erum í samkeppni við önnur fyrirtæki og þetta er hluti af því,“ segir Ingi- björg Valdimarsdóttir deild- arstjóri sölu- og markaðsviðs Orkuveitu Reykjavíkur sem hefur boðið um það bil fimm- tíu viðskiptavinum sínum á tónleika Erics Clapton. Að auki hafa boðsgestir fengið tvöfaldan geisladisk með tónlist goðsins svo þeir geti komið sér í gírinn fyrir tón- leikana. Síðan verður gestunum boð- ið í móttöku fyrir tónleikana þar sem miðarnir verða afhentir og fólk still- ir strengi sína áður en það hlustar á hljómfagra tónlist Claptons. Síðan verða þeir ferjaðir á tónleikastaðinn í Egilshöll. „Við hittumst aðeins áður þar sem við afhendum miðana og ferj- um fólkið síðan á staðinn,“ segir Ingibjörg jákvæð varðandi móttöku gestanna sem verður áður en haldið er á tónleikana. Hún segir það mikil- vægan hluta af boðsferðinni að treysta tengsl fyrirtækisins við viðskiptavinina. Hún bendir jafnframt á að umfang boðsins sé ekki mikið í ljósi þess sem þekkist. Fyr- irtækið standi í samkeppni við önnur hlið- stæð orkufyrirtæki og því hið eðlilegasta og besta mál að það bjóði viðskiptavinum sín- um á slíka uppákomu. Að sögn Ingibjarg- ar er það „minglið“ sem skiptir máli enda treystir það við- skiptatengslin. Aðspurð hvort boðs- gestir hafi feng- ið geisladiska senda með Eric Clapton seg- ir hún svo vera. „Já, það er rétt, við leynum því ekki,“ segir Ingibjörg og ítrekar að sviðið hafi engu að leyna yfirhöfuð. Þau stundi aðeins sína vinnu sem rúmast innan markaðs- og sölusviðs og það sé í beinni samkeppni við önnur fyrir- tæki og því ekkert óeðlilegt. Boðsferðin kostar Orkuveituna hálfa millj- ón króna en miðaverð á tónleikana er 8.900 krónur á A-svæði en 7.900 krónur á B- svæði. valur@dv.is Eric clapton á landinu Það hefur eflaust ekki farið fram- hjá mörgum að leikarinn Gísli Örn Garðarsson kemur til með að leika eitt aðalhlutverkið í Hollywood- myndinni Prince of Persia�� �he Sands of �ime. Myndin er fram- leidd af Jerry Bruckheimer, sem meðal annars hefur gert Arma- geddon, �he Rock og Pearl Har- bour. Gísli, sem er kvæntur leik- konunni Nínu Dögg Filippusdóttur, hefur verið staddur í Marokkó við tökur undanfarið en nú er Nína komin út til Gísla og líkar lífið í Marokkó vel samkvæmt Facebook- síðu leikkonunnar. Leikarinn Jake Gyllenhaal fer með aðalhlutverkið í myndinni en það er aldrei að vita nema vinskapur náist með Gísla og Nínu og Jake og kærustu hans, Reese Witherspoon, sem eru nán- ast óaðskiljanleg þessa dagana. Fimmtíu boðsgestir mark- aðs- og sölusviðs Orkuveitu Reykjavíkur hafa fengið tvö- faldan geisladisk með tón- list Claptons til þess að hita upp fyrir tónleikana. Orku- veitan hefur eytt hálfri millj- ón í boðsferðina en deild- arstjóri sviðsins, Ingibjörg Valdimars- dóttir, segir ferðina eðlilegan þátt í starf- semi fyrirtækis í samkeppni. með Clapton „Ég vildi ekki skyggja á Draggkeppnina,“ segir Haffi Haff aðspurður hvort hann hafi tekið Eurovisionlagið á draggkeppninni á miðvikudaginn. Haffi Haff sá um að kynna Draggkeppnina og söng Play dead með Björk. „Það átti að koma á óvart að ég söng lag- ið með Björk og allir voru mjög hissa,“ segir Haffi Haff. Hann hefur haft nóg að gera frá því hann kom til Íslands. Hann vinnur sem blaðamaður á Vikunni, stílisti, förðunar- meistari, útvarpsmaður og er að undirbúa sólóplötu. „Það var ógeðslega mikil stemning, þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið kynnir fyrir svona stórt dæmi og það gekk bara vel,“ seg- ir Haffi. Hann gerði eins og alvöru kynnar og skipti sex sinnum um alklæðnað. Meðal þess sem hann klæddist voru föt sem Svala Björg- vinsdóttir, vinkona hans gaf honum í fyrra á Gay Pride. „Ég ætlaði ekki að koma fram en gerði það svo til gamans,“ segir Haffi. Hann segir að í ár hafi verið dæmt meira út á per- sónuleikann, skipulagningu hvers atriðis og hvernig keppendunum tókst að leika atriðin sín frekar að einblína á útlitið eitt og sér. „Það er alltaf hægt að vera með skrípalæti á svið- inu en það er erfiðara að koma með flott leik- ið atriði og þetta snerist um það að setja upp trúverðuga leiksýningu. Það er erfitt að gera það. Magnús, sá sem vann, var mjög sann- færandi í sínu hlutverki,“ segir Haffi Haff að lokum. astrun@dv.is skipti sex sinnum um föt Haffi Haff sló í gegn sem kynnIR á dRaggkeppnInnI í áR: Haffi Haff Hann skipti sex sinnum um föt eins og alvöru kynnar. á myndinni er hann í fötum sem svala Björgvinsdóttir gaf honum á gay Pride í fyrra. Í marokkó með gÍsla Didda, aðalleikkona myndarinnar Skrapp út eftir Sólveigu Anspach, var heldur betur glæsileg á frumsýningu myndarnnar í Háskólabíó á miðviku- dagskvöld. Didda klæddist beislitaðri satín skyrtu, hvítum jakka og svörtum capri-buxum. Um hálsinn var hún með Íslands-men eftir listamanninn Lenu Viderø. Didda bar af á frum- sýningunni þar sem helstu listamenn landsins fjölmenntu. Klæðnaður hennar var öllu dannaðri en á Edd- unni fyrir fáeinum árum, er hún tók á móti verðlaunum í svörtum netakjól og litlu öðru. Bar af á frumsýningu Eric Clapton Mun trylla lýðinn þegar hann rifjar upp slagarana í Egilshöll. Orkuveita Reykjavíkur Viðskiptavin- ir Orkuveitunnar fengu geisladisk svo þeir gætu hitað upp fyrir tónleikana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.