Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Síða 24
föstudagur 8. ágúst 200824 Menning DV Aurora Bor- ealis á Siglu- firði Tvíeykið Aurora Borealis heldur tónleika í Þjóðlagasetr- inu á Siglufirði í kvöld, föstu- dag, klukkan 20. Þar syngja og leika saman Margrét Hrafns- dóttir sópran og Ólöf Sigur- vinsdóttir sellóleikari. Þær flytja íslensk þjóðlög sem komu nýverið út á geisladiski þeirra sem nefnist Hjartahljóð. Einn- ig prýða efnisskrána brot úr verki Snorra Sigfúsar Birgisson- ar, Lysting er sæt að söng, auk sönglaga eftir Sigvalda Kalda- lóns og Jón Þórarinsson. tónleikar Safnarými Kjarvalsstaða verður nýtt á sérstakan hátt í kvöld: Tónskáldið sem Kubrick elskaði Kammersveitin Ísafold flytur fjögur verk eftir einn mesta áhrifa- vald 20. aldar tónlistar, György Li- geti, á Kjarvalsstöðum í kvöld, föstu- dag. Ligeti lést fyrir tveimur árum en þó eru mörg verka hans löngu orðin klassísk og eru vinsæl bæði í geisladiskaútgáfu og til flutnings í tónleikahúsum. Tónlistin er þrung- in mikilli spennu og notaði kvik- myndaleikstjórinn Stanley Kubrick verk Ligetis í þremur kvikmynda sinna, 2001: A Space Odyssey, The Shining og Eyes Wide Shut. Félagar Ísafoldar hafa allir skar- að fram úr á sínu sviði og sumir hafa hlotið alþjóðlegar viðurkenn- ingar. Sveitin hefur hvarvetna hlot- ið góða dóma í fjölmiðlum og vakið athygli fyrir vandaðan og kraftmik- inn flutning á tónleikum sínum. Ísafold hefur nýlega gefið út ann- an disk sinn, All sounds to silence come, hjá 12 tónum og hlaut Ís- lensku tónlistarverðlaunin sem besti flytjandinn í flokki sígildrar/ samtímatónlistar á árinu. Auk þess er Ísafold tónlistarhópur Reykjavík- urborgar 2008. Ligeti var af ungversku foreldri en hann fæddist í Transylvaníu árið 1923 eftir að Rúmenar höfðu tekið yfir héraðið. Þar sem Ligeti var gyð- ingur varð hann sem ungur maður að gera hlé á tónlistarnámi þegar hann var sendur ásamt fjölskyldu sinni í vinnubúðir nasista þar sem öll fjölskyldan endaði lífið að hon- um og móður hans undanskildum. Tónleikarnir hefjast klukkan átta og er frítt inn. Skúlptúr og hljóðverk í einu verki Jóna Hlíf Halldórsdótt- ir opnar sýninguna Hole Up í Listasal Mosfellsbæjar á laugardaginn. Hún sýnir þá samnefnda innsetningu sem samanstendur af skúlptúr og hljóðverki. Jóna Hlíf hefur verið að prófa sig áfram með ljós og efni til að kveikja í hugrif í rým- um. Titill sýningarinnar vísar að sögn Jónu til árstímans, nú þegar dagur er tekinn að stytt- ast og nóttin að lengjast. Því fer fólk að sækjast í að marka sér holur og híði og sumir draga sig í hlé fram í maí. Sýning Jónu Hlífar stendur til 6. september. Leiðsögn á Kjarvalsstöð- um Á sunnudaginn klukkan 15:00 verður Æsa Sigurjóns- dóttir sýningastjóri með leið- sögn um sýninguna Draum- ar um ægifegurð í íslenskri samtímalist sem nú er á Kjarvalsstöð- um. Mörg ný verk eru á sýningunni eftir fram- sæknustu listamenn landsins sem byggja á ólíkum hugmynd- um þeirra um náttúruna sem fyrirbæri í ljósmynda- og vídeó- list. Meðal listamannanna eru Gjörningaklúbburinn, Ólafur Elíasson, Spessi, Hreinn Frið- finnsson, Olga Bergmann og Pétur Thomsen. Sjö myndlistarmenn opnuðu sýningu í yfirgefinni síldarbræðslu á Hjalteyri við Eyjafjörð um síðustu helgi. Húsnæðið hefur hingað til verið nýtt að hluta undir tilraunir í lúðueldi ásamt því að vera skreiðar- geymsla. Að utanverðu hefur hrön- andi byggingin þó fyrst og fremst verið minnisvarði um liðna tíma síldveiða við Íslandsstrendur. „Það þarf samt ekki að leita langt til þess að finna dæmi um að af- dönkuðum verksmiðjum hafi ver- ið breytt í menningarstofnanir, með góðum árangri,“ segir Hlynur Hallsson, einn aðstandenda sýn- ingarinnar. Án þess að minnast sérstaklega á Tate-nýlistasafnið í Lundúnum, sem er staðsett í gömlu kolaorkuveri á bökkum Temps-ár- innar, þá rekur hann dæmi um svip- aðar framkvæmdir í Berlín og Par- ís. „Við reiknum með að konseptið verði París, Berlín, Hjalteyri.“ Tilraunastarfsemi „Þetta er að sjálfssögðu tilrauna- starfsemi hjá okkur,“ heldur Hlynur áfram. „Þessi sýning, sem ber nafn- ið Start, stendur til 23. ágúst. Í haust verður svo grasrótarsýning í sam- vinnu við Nýlistasafnið.“ Hann bendir á að kostnaðurinn við að halda úti heilli verksmiðju undir menningarstarfsemi sé mikill. Menningarráð Eyþings hafi styrkt hópinn, ásamt Nýsköpunarmið- stöð og fleiri aðilum. „Í stóra sam- henginu eru þessir peningar aðeins dropi í hafið en hafa samt gert okkur kleift að ýta þessu af stað. Þegar líð- ur á haustið munum við svo setjast niður með hreppsnefnd Arnarnes- hrepps og ákveðum framhaldið.“ Þegar fram í sækir hyggst hóp- urinnn starfrækja vinnustofur í verksmiðjunni og halda þar dans- sýningar og tónleika, auk myndlist- arsýninga. Lífsmark í manngerðu landslagi Menning Ísafold Þessi verðlaunaða hljómsveit spilar lög eftir györgy Ligeti á Kjarvalsstöðum í kvöld. „Oft fer þetta svo að lista- mennirnir þurfa að koma sér á brott þegar hverfin eru orðin of dýr fyrir þá.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.