Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 4
föstudagur 29. ágúst 20084 Fréttir
Sandkorn
n Stuðmaðurinn Valgeir Guð-
jónsson fór mikinn á sviðinu
við Arnarhól á miðvikudaginn.
Hann þótti standa sig vel og var
afslappaður og nokkuð fyndinn
á sviðinu.
Athygli vakti
þó að Valgeir
notaði óhefð-
bundna lík-
ingu til þess
að fá fólkið
á Arnarhóli
til þess að
taka vel undir
með sér og hljómsveitinni. Val-
geir bað fólk um að mynda kraft á
við lítið álver. Við hlið hans stóðu
svo ráðherrarnir í ríkisstjórn-
inni sem hafa allir hver sitt álitið
á álversframkvæmdum. Það var
þó ekki annað að sjá en Þórunn
Sveinbjarnardóttir hafi klappað
með þegar Stuðmaðurinn lagði
þetta til.
n Þúsundþjalasmiðurinn Ásdís
Rán hefur nú gert fjölmiðlum
það ljóst að
þeir sem hafi
gerst sekir
um að stela
einhverri
af þeim
fjölmörgu
myndum
sem hún
hefur birt á
netinu, muni fá gíróseðil innan
skamms frá ljósmyndara henn-
ar. Sá ljósmyndari heitir Arnold
og samtvinnar áhuga sinn á að
mynda hesta og konur, ef marka
má vefsíðu hans að minnsta
kosti.
n Gísli Tryggvason, talsmaður
neytenda, segir frá því að hann
hafi þegið glas af kampavíni í
afmælisgjöf
frá ónefndu
flugfélagi,
þegar hann
var að gera
innkaup um
borð í flug-
vélinni. Þegar
hann gaf upp
kennitölu
sína hafi flugþjónninn kveikt á
því að hann átti afmæli þenn-
an dag. Gísli segir frá þessu á
blogginu í kjölfar hinnar meintu
mútuþægni Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar og Björns Inga
Hrafnssonar og félaga, þegar
þeim var boðið í glæsilega lax-
veiðiferð. Gísli segist sjálfur hafa
þegið kampavínið sitt - eins og
hver annar neytandi.
n Dagskrá Ólafs Ragnars Gríms-
sonar forseta Íslands er býsna
stíf þessa dagana og segja má að
hann búi í ferðatösku. Ólafur var
staddur um síðustu helgi í Kína
að hvetja handboltalandsliðið
áfram. Eftir leikinn á sunnudag
lagði hann á sig sólarhringsferða-
lag heim til Íslands þar sem hann
náði að hrista mestu flugþreyt-
una úr sér. Á miðvikudaginn var
hann hins vegar kominn í kast-
ljósið aftur vegna handboltans.
Strax í gærmorgun lagði Ólafur
Ragnar svo af stað í tæplega sól-
arhringsferðalag til Bangladess,
þar sem hann mun dvelja um
helgina.
Háskólakennarinn sem dæmdur var fyrir að níðast á sex stúlkubörnum er beittur of-
beldi af samföngum sínum á Litla-Hrauni. Algengt er að barnaníðingar verði fyrir
aðkasti annarra fanga enda fá brot jafnfordæmd. Kennarinn unir fjögurra ára fang-
elsisdómi sínum en frestur til að áfrýja rann út í gær. Hann getur óskað eftir flutningi
í annað fangelsi en um stundir heldur hann sig mest einn inni í klefa.
VERÐUR FYRIR AÐKASTI
Háskólakennarinn sem nýverið
var dæmdur í fjögurra ára fangelsi
fyrir kynferðisbrot gegn sex stúlku-
börnum hefur orðið fyrir aðkasti í
fangelsinu og verið beittur bæði
andlegu og líkamlegu ofbeldi af
hendi samfanga. Hann hefur ver-
ið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni
frá aprílmánuði og var dæmdur í
Héraðsdómi Reykjaness í byrjun
ágúst.
„Hann ætlar ekki að áfrýja,“ seg-
ir Oddgeir Einarsson, lögmaður
háskólakennarans, en frestur hans
til að áfrýja dómnum rann út í gær.
Ríkissaksóknari hefur rýmri
frest til að áfrýja en þær upplýs-
ingar fengust hjá embættinu að
niðurstöðu dómsins yrði unað.
Málinu er því lokið fyrir dómstól-
um. Kennarinn á þó fram undan
áralanga vist innan um fanga sem
sumum hverjum finnst fangavistin
ekki nægileg refsing fyrir að níðast
á börnum.
Er aleinn inni í klefa
Háskólakennarinn, líkt og aðr-
ir fangar, getur óskað eftir flutningi
í annað fangelsi. Slík beiðni er þá
tekin fyrir af fangelsismálayfirvöld-
um. Oddgeir Einarsson veit þó ekki
til þess að það sé á dagskránni.
Samkvæmt heimildum DV er
háskólakennarinn mikið út af fyrir
sig í fangelsinu og heldur sig helst
inni í klefanum sínum. Ekki er vit-
að hvort fangaverðir hafa þurft að
grípa inn í vegna aðkasts sem hann
verður fyrir, eða hvort þeim er yfir
höfuð kunnugt um aðgerðirnar.
Hentu eggi í barnaníðing
Barnaníðingar eiga mjög undir
högg að sækja í fangelsum og hefur
DV sagt frá slíkum tilvikum. Í maí-
mánuði 2007 voru fluttar fréttir af
því að Hlynur Freyr Kristjánsson
sem dæmdur var fyrir kynferðis-
ofbeldi gegn tveimur stúlkubörn-
um hefði verið grýttur með mat-
arbakka af samfanga sínum á
Litla-Hrauni. Hlynur þreif þá sjálf-
ur upp matinn af gólfinu en að því
loknu hellti annar samfangi yfir
hann úr matarbakka. Umræddir
fangar voru fluttir annað í fangels-
inu. Hlynur var auk þess færður á
annan gang en við komuna þangað
fékk hann í sig egg.
Braut gegn fjögurra ára
stúlku
Háskólakennarinn var í ágúst-
byrjun dæmdur í fjögurra ára fang-
elsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn
barnungum dætrum sínum, stjúp-
dóttur og vinkonum þeirra. Yngstu
stúlkurnar eru fæddar árið 1998.
Einni þeirra braut hann gegn þeg-
ar hún var fjögurra ára.
Samkvæmt dómi liggja alvar-
legustu brot mannsins í kynferðis-
mökum við stjúpdóttur hans í fjöl-
mörg skipti á sex ára tímabili.
Stúlkan bar vitni og greindi skýrt
frá því að maðurinn hefði gert við
sig „eins og foreldrar gera, svona
ríða“ eins og hún orðaði það.
Margrét Frímannsdóttir, for-
stöðumaður fangelsisins að Litla-
Hrauni, svaraði ekki skilaboðum
blaðamanns í gær.
Óli, Óli, Óli, Óli!
Skáldið Skrifar
yrir hálfum mánuði lofaði ég ykk-
ur, góðir hálsar, að strákarnir okkar
kæmu heim með gullið. Nú verð ég að
játa að eitthvað brást mér bogalistin
þegar ég fór að túlka boð draumkvenna minna.
En mig dreymdi að ég væri staddur í flugstöð og
þar voru stelpurnar okkar að koma heim með
silfurpeninga um háls eftir frækilega sigurför. Ég
undraðist það hve fáir væru að taka á móti stelp-
unum. Þá sá ég nokkra yrðlinga og hjá þeim stóð
gráleit, kórónuð tófa sem síðan breyttist í risa-
vaxna mús. Auðvitað kom í hugann nafnið Þór-
hildur Músarnef. En túlkun mín varð semsagt sú
að ég spáði strákunum okkar gulli. Strákarnir frá
„blíp“ landi í heimi áttu að koma heim með gull
um háls. Sannspár, en samt ekki...
Hitt er svo annað mál og lýtur að þeim fyr-
irmyndum sem strákarnir okkar óneitanlega
eru. Og þá er ég fyrst og fremst að hugsa um það
hvernig nýta megi meðbyrinn í þágu þjóðarinn-
ar. Það sem ég held að Óli og hinir strákarnir geri
best fyrir æsku landsins, er einfaldlega það að
hvetja til þess að siðareglur íþróttamanna leyfi
ekki börnum yngri en 12 ára að keppa til verð-
launa í íþróttum.
Ég er ekki viss um að fólk flest átti sig á alvar-
leika málsins. En þannig er, að þung og óþörf
ábyrgð er lögð á herðar barna sem keppa í íþrótt-
um. Þess eru jafnvel dæmi að börn hafi verið lögð
í áralangt einelti fyrir það eitt að skora ekki úr víti
eða fá dæmda á sig línu á lokamínútunni. Ég veit
þess meira að segja dæmi að börn hafi hugleitt
og jafnvel framkvæmt sjálfsvíg í framhaldi af nið-
urbroti á íþróttavellinum.
Það gengur ekki lengur að við leggjum á herðar
ungviðis klafa keppninnar, því það er svo auðvelt
að gera íþróttaiðkun að leik sem gefur endalausa
gleði – þar sem enginn tapar um leið og enginn
þarf að sigra. Það á ekki að leyfa íþróttafélögum
að raða börnum í lið eftir færni og styrkleika og
það á ekki að leyfa hvatningaróp foreldra þar
sem börn stunda íþróttir.
Hér er um það að ræða að við erum að ala upp
börn og ef við viljum halda börnunum okkar að
íþróttaiðkun, þá verðum við að gefa þeim svig-
rúm. Ekkert vinnst með svipuhöggum og sigur-
vilja þegar ungar sálir eiga í hlut.
Ég lét mig dreyma um gull og ég læt mig áfram
dreyma. En þegar ég sá að draumur minn um
gullið ætlaði að rætast – nokkurn veginn þá orti
ég:
Þeim úrslitum aldrei ég gleymi,
ég ávallt þá minningu geymi
er stóðu þar skrokkar,
já, strákarnir okkar
frá stórasta landi í heimi.
F
Kristján Hreinsson sKáld sKrifar. „Ekkert vinnst með svipuhöggum og sigurvilja þegar ungar sálir eiga í hlut.“
Erla Hlynsdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
Þriðjudagur 5. jÚNÍ 2007 dagblaðið vÍsir 74. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235
Hlynur Freyr Kristjánsson fékk slæmar
móttökur þegar hann var fluttur á
almennan gang á Litla-Hrauni:
Moloko blandar Tómas
>>Mark Brydon úr breska dúettnum
Moloko er einn þeirra sem hafa endurhljóð-blandað lög Tómasar R. Einarssonar. Tómas hefur átt góðu gengi að fagna með þremur nýjustu plötum sínum. Nú hefur hann
fengið ýmsa tónlistarmenn til að endur-
hljóðblanda lög sín. Þeirra á meðal eru
Moonbootica hin þýska, Gus Gus, Namito
og Tom Books auk Marks Brydon.
grýttu
barna-
níðinginn
fréttir
fréttir
fréttir
hafi verið uppi á hans fyrsta þingi og
gott ef hann var ekki líka umkringdur
samfylkingarmönnum eins og nú. „Ég
horfði aftan á Össur Skarphéðinsson.“
Hann telur fólk ekki bera skaða af því
að sitja við hlið og umgangast fólk úr
öðrum flokkum. „Maður kemst að því
þegar maður hefur störf á Alþingi að
það er mikill kærleiksvinnustaður þó
það komi mörgum á óvart því menn
byrsta sig oft í ræðustól og í fjölmiðl-
um.“
Kennir sessunautum ekki um
óþægindi
„Já ég er með gamla flokksfé-
laga sitt hvoru megin við mig. Svo geta
menn velt því fyrir sér hvort þeir voru
heppnir eða óheppnir í drættinum,“
segir Jón Magnússon, þingmaður
Frjálslynda flokksins hlæjandi en hann
var eitt sinn í Sjálfstæðisflokkum. Við
hlið hans sitja þeir Kristján Þór Júlíus-
son og Einar Oddur Kristjánsson. Jón
þekkir Kristján lítið en með Einari hef-
ur hann starfað í Sjálfstæðisflokknum.
Hann segir ágætisfólk í kringum sig.
Aðspurður hvort það muni fara vel um
hann segir Jón. „Nei það held ég ekki
en það er ekki sessunautum mínum
að kenna.“ Finnst Jóni þingsalurinn
helst til lítill fyrir 63 þingmenn og telur
að einhvern tíma verði tekin ákvörð-
un um að stækka salinn og gera hann
nútímalegri og telur hann betra að sú
ákvörðun verði tekin fyrr en seinna.
Sat hjá núverandi forseta og
dómkirkjupresti
Magnús Stefnánsson Fram-
sóknarflokki hefur ágætis sessunauta
að eigin sögn. Ögmundur Jónasson
situr við vinstri hlið hans og Grétar
Mar Jónsson til hægri og segir Magn-
Þrátt fyrir að hafa fallið niður um
sæti í Suðurkjördæmi vegna útstrik-
ana, úr öðru í þriðja, er Árni Johnsen
í öðru sæti á þingi þar sem hann dró
sæti númer tvö þegar þingmönnum
var úthlutað þingsæti með hlutkesti.
Aðspurður hvort hann væri
ánægður með annað sætið sagði
Árni. „Það eru öll sæti jöfn á þingi.
Annars er skemmtilegast að sitja af-
ast í þingsalnum því þar hefur mað-
ur góða yfirsýn yfir allan salinn,“ seg-
ir Árni. Hann situr við hlið Þuríðar
Backman og lýst honum ljómandi
vel á sessunaut sinn. Segir þau hafa
þeirra í sundinu heldur taki þær frekar
saman mullersæfingu á bakkanum.
Nýji þingmaðurinn Höskuld-
ur Þórhallsson situr til vinstri við Kol-
brúnu. „Ég er umkringd framsókn-
armönnum. Nú stöndum við sömu
megin línunnar og þurfum að vinna
saman í stjórnarandstöðu sem er nýtt
fyrir framsókn.“
Gaf henni flugu í afmælisgjöf
gæðaflugu að norðan sem hann hafði
sjálfur hnýtt,“ segir Steinunn Valdís.
þingmanna.
þriðjudagur 5. júní 20078
Fréttir DV DV Fréttir
SeSSunautar á þingi
HjördíS rut SiGurjóNSdóttir
blaðamaður skrifar: hrs@dv.is
Helgi
Hjörvar
ólöf
Norðdal
Valgerður
Sverris-
dóttir
Kolbrún
Halldórs-
dóttir
Höskuldur
Þórhalls-
son
Vara-
maður
Vara-
maður
Birgir
Ármansson
illugi
Gunnars-
son
Ellert B.
Schram
Stein-
grímur j.
Sigfúss.
Árni Páll
Árnason
Kristinn H.
Gunnarsson
Arnbjörg
Sveinsdóttir
Karl V.
Matthí-
asson
Guðbjartur
Hannesson
Sigurður
Kári
Kristj-
ánsson
Kjartan
ólafsson
ragnheiður
ríkharðsdóttir
Vara-
maður
Vara-
maður
Ágúst
ólafur
Ágústsson
Katrín
jakobsdóttir
ragn-
heiður E.
Árnadóttir
Árni Þór
Sigurðsson
Vara-
maður
jón
Bjarnason
Atli
Gíslason
Guðfinna S.
Bjarnadóttir
Sturla
Böðvarsson
Einar Oddur
Kristjánsson
jón
Magnússon
Kristján
Þór
júlíusson
Steinunn V.
óskars-
dóttir
Guðni
Ágústsson
Guðjón A.
Kristjáns-
son
Þuríður
Backman
Árni
johnsen
jón
Gunnarsson
Ásta
Möller
Bjarni
Harðarson
Gunnar
Svavarsson
Ármann
Kr.
ólafsson
Bjarni
Bene-
diktsson
Björk
Guðjóns-
dóttir
Siv
Friðleifs-
dóttir
Einar Már
SigurðssonÁlfheiður
ingadóttir
Lúðvík
Bergvinsson
ögmundur
jónsasson
Magnús
Stefáns-
son
Grétar
Mar
jónsson
Katrín
júlíusdóttir
Ásta r.
jóhannesdottir
Birkir j.
jónsson
Pétur H.
Blöndal
Guðlaugur
Þór
Þórðarson
Björgvin
G.
Sigurðs-
son
Þórunn
Svein-
bjarnar-
dóttir
Árni M.
Mathie-
sen
jóhanna
Sigurðar-
dóttir
össur
Skarphéð-
insson
Geir H.
Haarde
ingibjörg
Sólrún
Gísla-
dóttir
Björn
Bjarna-
son
Kristján
L.
Möller
Einar K.
Guð-
finnsson
Þorgerð-
ur Katrín
Gunnars-
dóttir
Sjálfstæðis-
menn
Vinstri
Grænir
Framsóknar-
menn
Samfylking
Frálslyndir
Varamenn,
embættismenn
og forseti
Alþingis
Sessunautar
Fyrrverandi
borgarstjóri og
fyrrverandi bæjar-
stjóri hafa bæði
áhuga á fluguveiði.
>>Ragnheiður Elín Árnadóttir settist á þing fyrir Sjálfstæð-isflokk í vor en er umkringd þingmönnum vinstri grænna.
Ráðgjöfin
hunsuð
>>Þorskveiðin umfram ráðleggingar síðasta áratug nemur 140 þúsund tonnum, meira en Hafrannsókna-stofnunin mælir með að sé veitt á næsta fiskveiðiári.
á biðlista í
allan vetur
>>Um fjörutíu grunnskólabörn í Reykjavík fengu ekki inni á frístundaheimilum í vetur, þetta gerðist þrátt fyrir að sótt hefði verið um vist fyrir þau.
- fangar á Litla-Hrauni
tóku því illa þegar Hlynur
Freyr Kristjánsson, sem
var dæmdur í tveggja og
hálfs árs fangelsi fyrir að
misnota fimm ára stúlku
kynferðislega, var fluttur
á þeirra gang. tveir
fangar voru settir í
aðskilnað í refsingarskyni
eftir að Hlynur Freyr var
grýttur. Sjá bls. 2
5. júní 2007
Fyrir dómara Maðurinn sést hér leiddur fyrir dómara 18.
júlí síðastliðinn. tæplega fjögurra mánaða gæsluvarðhald
dregst frá dómnum. Ef hann sýnir af sér góða hegðun
sleppur hann enn fyrr út. Mynd/róbErt rEynisson
„Hann ætlar
ekki að áfrýja.“