Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 10
föstudagur 29. ágúst 200810 Fréttir
Til meTorða
á sólarhring
Guðlaugur G. Sverrisson var öllum að óvörum skipaður nýr stjórnar-
formaður Orkuveitunnar í síðustu viku. Sem góðvinur og náinn sam-
starfsmaður Óskars Bergssonar talaði minnihlutinn í borginni um
einkavinavæðingu og gagnrýndi ráðninguna. Guðlaugur hefur starf-
að lengi innan Framsóknarflokksins þar sem hann gegnir nú for-
mennsku framsóknarfélags Reykjavíkur. En hver er þessi framsókn-
armaður sem flaug undir ratsjá sviðsljóssins og braust síðan til
metorða í einni eftirsóttustu stöðu borgarpólitíkurinnar? DV varp-
ar ljósi á nýskipaðan stjórnarformann Orkuveitunnar.
Þegar vélstjórinn og verkefnis-
stjóri Úrvinnslusjóðs, Guðlaugur
G. Sverrisson, var skipaður nýr for-
maður stjórnar Orkuveitu Reykja-
víkur þann 21. ágúst síðastliðinn
við meirihlutaskiptin í Reykjavík-
urborg ráku margir upp stór augu.
Guðlaugur hefur ekki verið mikið
í sviðsljósinu en gagnrýnt var að
hann er aldavinur og náinn sam-
starfsmaður Óskars Bergssonar
nýskipaðs formanns borgarráðs.
Minnihlutinn í borginni talar um
einkavinavæðingu en Óskar stend-
ur fast við sitt, Guðlaugur er rétti
maðurinn í starfið þrátt fyrir gagn-
rýnisraddir. Ráðningin kom mörg-
um stórlöxum innan Framsóknar á
óvart.
Guðlaugur G. Sverrisson hef-
ur gegnt formennsku í fram-
sóknarfélagi Reykjavíkur frá því
eftir áramót og starfað sem verk-
efnisstjóri hjá Úrvinnslusjóði. Við-
mælandi DV innan raða framsókn-
ar segir að hann hafi í gegnum
tíðina verið ötull stuðningsmað-
ur Sivjar Friðleifsdóttur, enda var
hann kosningastjóri hjá henni
í eina tíð. Viðmælandi DV segir
hann hafi notið góðs af því enda
skipaði Siv hann verkefnisstjóra hjá
Úrvinnslusjóði þegar hún var um-
hverfisráðherra. Siv segist hafa haft
trú á honum þá og hefur fulla trú á
honum nú, á nýjum vettvangi.
Viðkunnanlegur en
lítt áberandi
Viðmælendur DV voru sam-
mála um að Guðlaugur sé viðkunn-
anlegur maður og hafi ekki fengið
fólk upp á móti sér. Hann er mik-
ill framsóknarmaður sem starfað
hefur lengi innan flokksins og er
þekktur fyrir starf sitt innan hans.
Þó ekki hafi farið mikið fyrir hon-
um í gegnum tíðina hefur hann nú
brotist fram í sviðsljósið í eina eft-
irsóttustu stöðu í borgarpólitíkinni.
Stjórnarformennska í Orkuveitunni
þykir vera einn feitasti bitinn þegar
kemur að pólitískum bitlingum í
borgarmálunum, og sú staða hef-
ur nú fallið Guðlaugi í skaut. Guð-
laugi er einnig lýst sem heilsteypt-
um, nákvæmum og vönduðum
manni sem setur sig vel inn í mál,
enda hafi hann brennandi áhuga á
þjóðfélagsmálum. Glaðlyndi hans
þykir smitandi og hann á auðvelt
með að vingast við fólk í kringum
sig. Dugnaður og staðfesta eru eig-
inleikar sem viðmælendur DV gátu
með sanni sagt að prýddu Guðlaug,
og þeir framsóknarmenn sem rætt
var við sögðu að óeigingjarnt
framlag hans til flokksins í
gegnum árin væri aðdáun-
ar- og lofsvert. Innan fram-
sóknar var hann maður
Guðna Ágústssonar líkt og
vinur hans, Óskar Bergs-
son. Einn framsóknar-
maður sagði það ekkert
launungarmál að Óskar
hefði aldrei verið á sömu
bylgjulengd og fyrrverandi formað-
ur flokksins, Halldór Ásgrímsson,
og því mætti ætla að þeir félagar
væru skoðanabræður í þeim efn-
um.
Kom öllum á óvart
Viðmælendur DV sem þekkja
vel til segja að það hafi komið öll-
um í opna skjöldu þegar Óskar
Bergsson tilkynnti að Guðlaugur
G. Sverrisson yrði næsti stjórnarfo-
maður Orkuveitu Reykjavíkur. Auk
þess áttu fæstir innan Framsókn-
arflokksins von á því. Lýsti einn
framsóknarmaður því sem svo að
ef veðbankar hefðu verið að taka
við veðmálum um hver hlyti til-
nefninguna, hefði nafn Guðlaugs
líklega ekki verið á seðlinum. Talað
hefur verið um að Guðlaugur hafi
verið ráðinn með sólarhrings fyr-
irvara í stöðuna, en áður hafði Jón
Sigurðsson, fyrrverandi formaður
Framsóknarflokksins, verið sterk-
lega orðaður við stöðuna. Talað
var um að Óskar hefði nefnt Jón við
sjálfstæðismenn í borginni, og þar
á bæ hafi þeim ekki litist illa á. Ekki
hefur fengist staðfest hvort Óskar
hafi boðið Jóni stöðuna, en hlutirn-
ir gerðust hratt, og að endingu kom
það í hlut Guðlaugs að taka slaginn.
Hvort Guðlaugur hafi verið annar
valkostur í stöðunni er ekki vitað
með vissu, en Óskar hefur lýst yfir
trausti á vin sinn og félaga í starfi.
Opinberlega gerði Hanna Birna
Kristjánsdóttir borgarstjóri engar
athugasemdir. Sátt virðist því ríkja
um ráðninguna innan hins nýja
meirihluta, og innanbúðarmenn
staðfesta að svo sé.
Einkavinavæðing?
Svandís Svavarsdóttir, borgar-
fulltrúi vinstri grænna, tók hvað
dýpst í árina þegar ljóst var að Guð-
laugur tæki við stjórnarformennsku
OR og talaði um einkavinavæð-
ingu. Hún gagnrýndi að einn nán-
asti samstarfsmaður og vinur Ósk-
ars Bergssonar væri gerður að
stjórnarformanni Orkuveitunnar.
„Ég sé ekki betur en að þarna sé
um skýra mynd einkavinavæðing-
ar að ræða, sem er alvarlegt berg-
mál frá því sem gekk á haustið 2007
þegar menn voru farnir að nota
vinatengsl til að koma ár sinni fyr-
ir borð,“ sagði Svandís í samtali við
RÚV þann 21. ágúst.
Stendur við orð sín
Guðlaugur er sagður mikill
stuðningsmaður Sivjar Friðleifs-
dóttur innan Framsóknarflokksins
og störfuðu þau náið saman á sín-
um tíma innan flokksins. Guðlaug-
ur var kosningastjóri hjá Siv und-
ir lok síðasta áratugar og að sögn
hennar var hann ötull í starfi sínu
fyrir flokkinn. „Hann bjó á Seltjarn-
arnesinu þar sem hann var með
mér í kjördæminu áður en hann
fluttist til Reykjavíkur. Hann hef-
ur haft mikil áhrif hvað varð-
ar stefnu flokksins þar sem
hann hefur starfað vel og
lengi innan hans,“ seg-
ir Siv aðspurð um Guð-
laug. „Ég myndi lýsa
honum sem mjög heil-
steyptum, nákvæmum
og vönduðum manni
sem setur sig vel inn í
mál og fylgist vel með því
sem er að gerast í þjóð-
félaginu. Hann er mjög
traustur og ef hann segir
eitthvað þá stenst það.“
Vinirnir líkir
„Hann er mjög líkur Óskari
Bergssyni að því leyti að þeir eru
báðir glaðlyndir og jákvæð-
ir bjartsýnismenn. Þeir
eru góðir vinir og
maður finnur
það,“ segir Siv.
Hún hefur mikla trú á Guðlaugi
og eftir að hann hafði starfað mik-
ið með henni á sínum tíma innan
flokksins skipaði hún hann sem
verkefnisstjóra hjá Úrvinnslusjóði.
„Ég hef mikla trú á honum. Hann
er vélstjóri og býr yfir mikilli þekk-
ingu í þessum málum og það varð
til þess að hann fór inn í Úrvinnslu-
sjóð þegar ég var umhverfisráð-
herra.“
Gagnrýnin bítur ekki á hann
Siv segir ekki við öðru að bú-
ast af minnihlutanum í borgar-
stjórn en að skipun Guðlaugs sem
stjórnarformanns OR sé gagnrýnd,
miðað við það sem gengið hefur á
í Reykjavík. „Ég er þess fullviss að
hann muni leiða þessa gagnrýni hjá
sér og sannfærð um að þegar fólk
hefur séð hans störf mun það láta
láta sér þessa gagnrýni sem vind
um eyru þjóta,“segir Siv. Guðlaug-
ur sagði í samtali við DV á dögun-
um að hann hyggðist vera langlífari
í starfi stjórnarformanns Orkuveit-
unnar en forverar sínir. Framund-
an væri að sinna þeim störfum sem
lögð hafa verið á herðar honum og
koma þeim vel frá sér. Guðlaugur
bíður nú síns fyrsta stjórn-
arfundar í Orkuveit-
unni, og játar að
stutt sé í að hann
fari fram. Hann
hefur undan-
farið fundað
með æðstu
stjórnend-
um hjá
borginni
þar sem
skipulagi
hefur ver-
ið komið
á hlutina og
framtíðin
kortlögð.
SiGurður MiKaEl jÓnSSon
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
„Ég sé ekki betur en að þarna sé um skýra mynd
einkavinavæðingar að ræða.“
- Svandís Svavarsdóttir
ný áskorun guðlaugur g.
sverrisson er tekinn við eftirsóttu
ábyrgðarstarfi innan borgarinnar.
ráðningin var umdeild en þeir sem
þekkja til hans hlaða hann hrósi.
Mynd:/sigtryggur ari Jóhannsson
Siv Friðleifsdóttir guðlaugur vann
ötullega fyrir hana sem kosningastjóri
á sínum tíma. hún skipaði hann sem
verkefnisstjóra úrvinnslusjóðs.
Einkavinavæðing Framsóknar svandís
svavarsdóttir gagnrýndi ráðningu guðlaugs
harðlega ásamt minnihlutanum í borgar-
stjórn. Mynd:/sigtryggur ari Jóhannsson