Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 60
föstudagur 29. ágúst 200860 Helgarblað DV
Tónlist
Nýtt lag með aC/DC
Lagið rock 'N' roll train af Black Ice,
nýjustu plötu sveitarinnar aC/dC
heyrðist í gær. Lagið skartar öllum
einkennum sveitarinnar og greinilegt
að hún kann ennþá að rokka eftir að
hafa verið 35 ár í bransanum. Black
Ice er fyrsta plata hljómsveitarinnar í
átta ár. Hún kemur í búðir 20. október.
umsjóN: krIsta HaLL krista@dv.is
Pandabjörn
og gulldrengur
„Þegar ég og bróðir minn spil-
um klæðum við okkkur í búning
og málum okkur. Við erum und-
ir áhrifum frá Kiss og Alice Coop-
er. Ég er málaður eins og panda-
björn um augun, er með grifflur og
bróðir minn er í gylltu og setur á sig
glimmer, við erum svolítið fríkaðir
uppi á sviði,“ segir tónlistarmað-
urinn Steini. Hann vann hljóm-
sveitarkeppnina Þorskastríðið sem
haldin í maí á þessu ári og var það
útgáfufélagið Cod Music sem hélt
keppnina. Þorsteinn Einarsson,
eða Steini eins og hann er kallaður,
vann keppnina en yfir 100 hljóm-
sveitir tóku þátt í keppninni. Í verð-
laun fékk Steini útgáfusamning við
Cod Music og kemur fyrsta plata
hans út um miðjan september.
Frábærir tónlistarmenn
„Þetta er popptónlist, svona fift-
ís popp. Fyrsta lag í spilun af plöt-
unni Human Comfort er lagið Agn-
es of God. Núna kemur út fyrsta
alvöru platan, ég gaf út demó árið
2006 og í fyrra gaf ég út sjö laga EP
plötu sem hét Behold sem ég gaf
út sjálfur. Ég sem allt sjálfur og ég
hafði alltaf tekið upp heima en nú
fór ég auðvitað í stúdíó. Á seinustu
plötu spilaði ég á bassa og á þessari
plötu spila ég á bassa í sumum lög-
um og gítar í einu lagi en ég spila
með frábærum tónlistarmönnum.
Þetta eru djasshljóðfæraleikararnir
Eric Quick sem spilar á trommur,
Ásgeir Ásgeirsson sem spilar á gít-
ar og Pétur Sigurðsson á bassa. Að
auki spila með mér Kristinn Árna-
son sem er klassískur gítarleikari,
Sigurður Guðmundsson úr Hjálm-
um og síðast en ekki síst bróðir
minn sem kallar sig Golden Boy.“
Reyna að fá hina í búninga
Steini segir að hann og bróðir
sinn séu kjarninn í hljómsveitinni
en áður voru þeir í hljómsveitinni
The End sem er í pásu núna. „Ég
hef verið að semja lengi, ég byrjaði
þegar ég var 18 ára að spila á gítar
en fann ekki minn stíl fyrr en þrem-
ur árum síðar. Á nýju plötunni eru
einföld stutt popplög. Hljómsveitin
er ekki öll í búningum en við erum
að reyna að fá hina í hljómsveitar-
meðlimina til að fara líka í búninga,
við sjáum til hvernig það á eftir að
ganga,“ segir Steini að lokum. Hægt
að skoða myndbönd af fyrri plötu
Steina á youtube.
astrun@dv.is
Tónlistarmaðurinn Steini gefur út sína fyrstu alvöru plötu um miðjan september og
heitir platan Human Comfort. Steini vann hljómsveitarkeppni á vegum Cod Music og
fékk útgáfusamning í verðlaun. Hann og bróðir hans koma alltaf fram í búningum.
Sameinaðir
Talking HeadS
David Byrne og Brian Eno,
tónlistarmaður og upptöku-
stjóri úr hljómsveitinni Talk-
in Heads hafa tekið hönd-
um saman til að gera plötu.
Þeir unnu saman að Talking
Heads plötunni My Life in the
Bush of Ghosts árið 1981. Nýja
platan heitir Everything That
Happens Will Happen Today.
Við gerð plötunnar var Brian
Eno í Lundúnum og David
Byrne í New York. Þeir unnu
plötuna þannig að Eno fram-
leiddi undirleikinn en Byrne
setti laglínur, texta og sönginn
ofan á það. „Við töluðum ekk-
ert saman, við notuðum bara
tölvupóst,“ sagði Eno.
mynd DV / Karl Petersson
heilsumeðferð · heilsuvörur
dekur · hugræn leikfimi
• Vasar
• Diskar
• Lampar
• Pottar
• Myndir
o.m.fl .
Allt það fína frá Kína
Kínversk handgerð list
Tao lu
og
Tai chi
Opið hús í Skeifunni 3j
Föstudag og laugardag
Kínverskir
dagar
DREKINN
WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK
Skeifunni 3j · Sími 553 8282
www.heilsudrekinn.is
S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w. h e i l s u d r e k i n n . i s Skeifunni 3j · Sími 553 8282 · www.heilsudrekinn.is