Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 26
Helgarblað DVföstudagur 29. ágúst 200826
HIN HLIÐIN
Dræpist ef ég færi í megrun
Nafn?
„Guðmundur Ingi Þorvalds-
son.“
Atvinna?
„Ég er sjálfstætt starfandi
listamaður.“
Hjúskaparstaða?
„Ég er á föstu.“
Fjöldi barna?
„Engin eigin framleiðsla sem
mér er kunnugt um.“
Áttu gæludýr?
„Ekki hér í bænum, nei, það
finnst mér, komandi úr sveit,
allt að því ómannúðlegt.“
Hvaða tónleika fórst þú á
síðast?
„Ég var sjálfur að spila með
Atómstöðinni á menningar-
nótt. En ég fór á Tom Waits í
Barcelona í júlí.“
Hefur þú komist í kast við
lögin?
„Ég held ég hafi sloppið við
að fara á sakaskrá, en já, ég
hef verið handtekinn fyrir
að gera heimskulega hluti
nokkrum sinnum.“
Hver er uppáhaldsflíkin þín
og af hverju?
„Ætli það sé ekki bara gamli
jakkafatajakkinn hans afa
Guðmundar. Hann keypti
hann notaðan þegar móður-
systir mín gifti sig árið 1975
að mig minnir. Ég er búinn
að vera í honum meira eða
minna í tíu ár.“
Hefur þú farið í megrun?
„Ég er 193 sm og 80 kíló og
borða fyrir sama pening og
fjögurra manna fjölskylda.
Ég myndi drepast á svona
þremur tímum ef ég færi í
megrun.“
Hefur þú tekið þátt í skipu-
lögðum mótmælum?
„Já, já, … oft og mörgum
sinnum.“
Trúir þú á framhaldslíf?
„Ég trúi því að sá heimur
sem við skynjum með okkar
takmörkuðu mannlegu skyn-
færum sé langt í frá endan-
legur eða einn.“
Hvaða lag skammast þú þín
mest fyrir að hafa haldið upp á?
„Af hverju ætti ég að skammast
mín fyrir að halda upp á lög? Ég
stunda ekki mikla flokkadrætti
í tónlist og fíla allan fjandann
sem eflaust mörgum þykir lítt
kúl.“
Til hvers hlakkar þú núna?
„Að fara í meistaranám til Lond-
on í haust og fara í leitir áður en
ég fer. Ég hlakka líka til þess að
fá frítíma.“
Afrek vikunnar?
„Það er að koma barnaplötunni
minni Sagan af Eyfa í dreifingu
um allt land. Að klára æfingar-
ferlið á leiksýningunni What if?,
sýningu sem ég er að fara með
til London, og að koma nýju
myndbandi með Atómstöðinni
í spilun.“
Hefur þú látið spá fyrir þér?
„Já, það hef ég gert en fátt af því
hefur ræst.“
Spilar þú á hljóðfæri?
„Já, það geri ég. “
Styður þú ríkisstjórnina?
„Er hún komin til landsins úr
fríi?“
Hvað er mikilvægast í lífinu?
„Að vera alltaf hamingjusamur
í núinu, heilbrigð ást og góð fjöl-
skylda. Ég stend afar vel varð-
andi þetta þrennt núna.“
Hvaða fræga einstakling myndir
þú helst vilja hitta og af hverju?
„Tom Waits. Hann er bara best-
ur. Hann er eini frægi einstakl-
ingurinn sem ég get ímyndað
mér að ég yrði eins og hvolpur
við að hitta.“
Ertu með tattú?
„Nei, ég skil ekki alveg það
konsept.“
Hefur þú ort ljóð?
„Já, oft og iðulega.“
Hverjum líkist þú mest?
„Fólkinu mínu. Ég er bara hæfi-
leg blanda af þeim sem að mér
standa.“
Leikarinn Guðmundur inGi ÞorvaLdsson er nýbúinn að Gefa út barnapLöt-
una saGan af eyfa, er að fara með LeiksýninGuna What if? tiL London oG er
auk Þess að fara í meistaranám í London í haust.
dv mynd ásGeir
Aukin orka, vellíðan og aukakílóin hverfa
Jafnar sýrustig líkamans og blóðsykur.Glúten- og laktósafrítt.
Einstaklega mettandi.Stuðningur fyrir alla
og matarprógramm sniðið að þér.
Elva 8225443
lr.betralif@gmail.com
LR - kúrinn
-þín leið til betra lífs
ÓTRÚLEGA AUÐVELT -
10 KG Á 5 VIKUM
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Vantar þig fjármálaráðgjöf?
Þarftu að ná áttum í peningamálunum?
lVið gerum heildar yfirlit yfir fjárhagsstöðuna
lVið semjum við kröfuhafa um gjaldfallnar skuldir
lVið aðstoðum þig við fasteignaviðskipti
lVið gerum verðmat á fasteigninni þinni
lVið bendum þér á hvar má spara og minnka útgjöld
Hringdu núna!
Það er auðveldara að taka á vandanum strax!
GH Ráðgjöf
Sóleyjargötu 17, 101 Reykjavík Sími 510-3500 og 615-1020
Guðrún Hulda Ólafsdóttir hdl
Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali
Geymdu þessa auglýsingu – Hún getur komið sér vel