Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 46
föstudagur 29. ágúst 200846 Ferðir DV Á ferðinni Pakka rétt í tösku Þegar farið er í ferðalag á fólk til í að pakka of miklu í töskuna og ferðast með alltof mikinn farangur með sér. gott er að skrifa niður á blað hvað á að taka með áður en byrjað er að pakka og strika yfir það sem komið er ofan í tösku. Þannig er hægt að komast hjá því að ferðast með of mikinn farangur. umsjón: Berglind Bjarnadóttir berglindb@dv.is SjálfStyrking í Mexíkó kvíðameðferðarstöðin býður upp á ellefu daga sjálfstyrkingarnámskeið í Mexíkó í lok október til byrjun nóvember. Ferðin er fyrir alla þá sem hafa dreymt um að fara til fram- andi landa en hafa ekki haft tækifæri til þess. Á hverjum degi verður tveggja tíma sjálf- styrkingarnámskeið sem Sóley Dröfn og Sigurbjörg Jóna sálfræðingar sjá um. „Námskeiðið er ætlað fólki sem hefur dreymt um að fara í ferðalag til fram- andi landa en ekki haft sig í það eða ekki haft tækifæri til. Flestar ferðir miða við ferðamannastaði en núna erum við í raun að fara inn í mitt land til að kynnast „alvöru“ Mexíkó. Fara í fátækrahverfin til að kynnast örlæti og lífsgleði jafnt sem fátækt,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sál- fræðingur hjá Kvíðameðferðarstöð- inni, en hún ásamt Sigurbjörgu Jónu Ludvigsdóttur sálfræðingi eru að fara halda sjálfstyrkingarnámskeið í Mexíkó. Áhugaverð menning „Ég bjó sjálf í Mexíkó þannig að ég þekki þar til og tala spænsku og það er í raun ástæðan fyrir því að Mexíkó varð fyrir valinu,“ segir Sóley. „Það hefur gefið sjálfri mér rosalega mikið að kynnast svona framandi menn- ingu. Maður lærir svo margt á þessu, meðal annars að meta það sem við eigum hér heima á Íslandi.“ Sóley segir að Mexíkó sé mjög skemmtilegt land, áhugaverð menning og að Mexíkóar séu mjög vinalegir, einlægir og skemmtileg- ir. „Þegar maður fer til svona fram- andi landa þá reynir á svo margt hjá manni sjálfum. Maður þarf að tak- ast á við framandi menningu og tala önnur tungumál.“ takast á við erfiða hluti „Við hjá Kvíðameðferðarstöðinni vinnum mikið við að fá fólk til að fara í þær aðstæður sem því finnst erfiðar. Þannig að við sitjum ekki bara í viðtölum og tölum um hvað fólk eigi að gera og hvað ekki, heldur aðstoðum við fólk við að takast á við hlutina,“ segir Sóley. „Nú erum við að ganga skrefinu lengra með þetta og viljum bjóða fólki upp á þennan spennandi möguleika. Við leggjum áherslu á að þetta verði skemmtileg og gefandi ferð.“ Dagur hinna dauðu Sjálfstyrkingarnámskeiðið í Mex- íkó verður haldið dagana 29. október til 8. nóvember 2008. Búið er að gera ferðaáætlun og verður sjálfstyrking- arnámskeiðið í tvo tíma á hverjum degi. „Við munum meðal annars halda uppá Dag hinna dauðu með Mexíkóum en það er sérstök há- tíð í Mexíkó. Samkvæmt hefð Mex- íkó-indjána snúa hinir dauðu aftur einu sinni á ári til að heimsækja ætt- ingja sína,“ segir Sóley. „Þessari nótt ver hluti Mexíkóa í kirkjugörðum til þess að drekka og borða með fram- liðnum ættingjum.“ Ekki hefðbundinn ferða- mannapakki „Þessi ævintýraferð er fyrir alla og þá sérstaklega sem hafa viljað ferð- ast til framandi landa en ekki getað það til þessa,“ segir Sóley. „Það er ekki á hvers manns færi að stökkva inn í mitt land í Mexíkó og skoða sig um. Þetta er tækifæri til að upplifa ævintýri en samt í öruggu umhverfi. Fólk á eftir að læra að takast á við ýmsilegt sem því finnst erfitt.“ Hægt er að nálgast frekari upp- lýsingar á heimasíðu Kvíðameðferð- arstöðvarinnar á www.kms.is. Sérferðir hjá ferðaskrifstofum á Íslandi eru vinsælar yfir vetrarmánuðina: London og Köben vinsæLastar Þegar líður á haustið fara enn fleiri að huga að vetrarferðunum sem eru í boði þó þeir séu jafnvel nýkomnir heim úr fríi. Þegar fólk hugar að ferðum eru borgarferðir eða sérferðir mjög ofarlega í huga þess. Ferðaskrifstofurnar Ice- landair og Iceland Expess bjóða upp á margs konar ferðir á veturna og hafa margir nú þegar kynnt sér ferðirnar. Leikhúsferðir til London með Iceland Express „Undanfarin ár hafa fótboltaferðir verið vin- sælastar sem og ferðir til Berlínar og á „julef- rokost“ í Kaupmannahöfn. Þá hafa svokallaðar formúluferðir verið vinsælar og í ár verður bætt við ferðum á bílasýningar og ýmsa mótorsport- atburði,” segir Lára Ómarsdóttir upplýsingafull- trúi Iceland Express. „Síðan erum við að bjóða upp á nýjungar eins og leikhúsferðir til Lond- on í samstarfi við Borgarleikhúsið sem er mjög spennandi verkefni. Einnig erum við að bjóða kvennaferð til Kaupmannahafnar og fræðslu- ferð með Sirrý til London undir yfirskriftinni Framsækni - að tjá sig af öryggi.“ Fótboltaferðir með Icelandair „Það er mjög vinsælt hjá okkur að fljúga til New York og Boston í Ameríku og Toronto í Kan- ada, en það er tiltölulega nýr áfangastaður. Svo eru London og Kaupmannahöfn alltaf vinsælar enda tveir stærstu áfangastaðirnir okkar,“ segir Þorvarður Guðlaugsson, svæðisstjóri íslenska sölusvæðisins hjá Icelandair. „Við gerðum aftur samning við fótboltafélagið West Ham og verð- um með fótboltaferðir á heimaleiki þeirra. Síð- an fljúgum við á „Thanksgiving“-hátíðina í Bos- ton og er Sólveig Baldursdóttir á Gestgjafanum fararstjóri. Síðan verður farin aðventuferð til Glasgow og svo eru farnar reglulegar ferðir til St. Petersburg.“ gott er að taka kerru með sem hægt er að leggja bakið niður á, svo barnið geti líka sofið í henni. Þegar farið er til sólarlanda er oft gengið mikið og börnin þreytast oft mikið við það. Passa verður upp á að hafa stillanlega sólhlíf eða skyggni á kerrunni. flugferðirnar geta oft verið mjög leiðigjarnar og þá helst fyrir yngsta fólkið. sniðugt er að leyfa börnunum að velja leikföngin sín sjálf og setja þau í töskur, sem þau vilja hafa með sér. gott er að taka með bæði gömul og ný leikföng. sólhattur er nauðsynlegur fyrir börnin og gott er að hafa aukahatt til að nota í sjónum og lauginni. Börn eru viðkvæmari fyrir sólinni en fullorðið fólk. Best er að versla sólarvörnina hér heima áður en farið er út vegna strangari krafna um gæði. Þegar farið er í sjóinn er gott að setja barnið í þunnan bol yfir sundfötin til að verja axlirnar og bakið fyrir sólargeislunum. Bera skal sólarvörn á barnið áður en farið er í sjóinn. ekki er mælt með því að gefa börnum ískalda drykki í miklum hita. matarlystin minnkar oft vegna hitans. gott er að gefa barninu afhýdda ávexti til að narta í yfir daginn. ÓLíkIr mEnnIngarhEImar fólkið sem fer í ferðina fær að upplifa allt aðra menningu en það er vant. gömuL kona tilgangur ferðarinnar er að fá fólk til að takast á við hluti sem því þykir erfitt að gera. fólkið vinnur sjálft úr sinni hræðslu með hjálp námskeiðisins. sÁLFræðIngar sóley dröfn davíðsdóttir og sigurbjörg jóna ludvigsdótt- ir, sálfræðingar hjá Kvíðameð- ferðastöðinni, halda tveggja tíma sjálfstyrkingarnámskeið á dag í mexíkóferðinni. Þegar farið er til sólarlanda er margt sem þarf að hafa í huga, meðal annars að að muna að taka með sund- fötin og sólarvörnina. Þeg- ar farið er með börn í mikla sól eru fleiri þættir sem þarf að huga að. Hér verð- ur farið yfir nokkra punkta sem gott er að hafa í huga. mynd / Kári fannar lárusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.