Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 8
föstudagur 29. ágúst 20088 Helgarblað DV
„Við fórum út í Bónus og vorum
frá í svona tuttugu mínútur, þegar
við komum til baka sáum við húsið
standa í ljósum logum.“ Svona lýsir
fjölskyldumaðurinn Stefán Sipahi
aðkomu hans og konu hans, Jónínu
Guðrúnar Thorarensen, að heimili
sínu síðasta mánudag þegar stór-
bruni varð á Ísafirði. Stefán á konu
og þrjú börn en þau eru heimilis-
laus í dag. Þau leita logandi ljósi að
íbúð til þess að leigja en hafa ekki
fundið. Kona Stefáns brá meðal
annars á það ráð að auglýsa eftir
íbúð á barnaland.is. Enn sem kom-
ið er hafa þau ekki fundið neinar
vistarverur. Tvö eldri börn þeirra
þurfa að dvelja hjá bróður Stefáns.
Sjálf búa þau hjá móður Jónínu.
Fengu áfallÞað var síðdegis á
mánudaginn sem Stefán fór í Bónus
ásamt konu sinni. Þau skildu börn-
in eftir heima, það elsta passaði
systkini sín. Stefán segir að versl-
unarferðin hafi tekið um það bil
tuttugu mínútur. Þegar þau snéru
aftur heim sáu þau blikkandi ljós
í götunni og svartan reyk leggja frá
heimili þeirra. Stefán lýsir augna-
blikinu á hrollvekjandi hátt. Þau
töldu börnin vera inni í húsinu og
örvænting greip þau. Yngsta barn-
ið er sautján mánaða gamalt.
„Við fengum hreinlega áfall,“
segir Stefán sem reyndi strax að
nálgast húsið og freista þess að
bjarga börnunum.
Konan hágrét
„Við hlupum út úr bílnum og
þaðan að húsinu því við héldum
að börnin væru að brenna inni,“
segir Stefán um hrikalega reynslu
sína. Hann segir að þegar hann
nálgaðist húsið hafi verið kallað til
hans og honum tilkynnt að börn-
in hans væru óhult í lögreglubíl. Í
ljós kom að þrettán ára bjargvættur
hafði áttað sig á því að einhver gæti
verið í íbúðinni. Því hljóp hann inn
og kom börnunum út á farsælan
hátt. Fjölskylda Stefáns hefur þakk-
að honum innilega fyrir lífgjöfina.
Stefán segist eilíflega þakklátur
hetjudáð unglingspiltsins.
„Þetta var bara ógeðslegt sjokk,
konan hágrét og maður fékk sjálf-
ur sinn skerf af skelfingunni,“ segir
Stefán um hinn örlagaríka dag.
Lífið úr skorðum
Núna eru fjórir dagar liðnir frá
eldsvoðanum. Stefáns og Jónína
dvelja með yngsta barnið hjá móð-
ur Jónínu en eldri börnin tvö eru
hjá bróður Stefáns.
„Þetta er rosalega erfitt núna,“
segir Stefán sem er tuttugu og
fimm ára sjómaður. Bruninn hefur
sett líf þeirra algjörlega úr skorð-
um. Þau keyptu íbúðina fyrir ári
síðan og undu sér vel. Hið dular-
fulla gerðist aftur á móti fyrir rúmri
viku en þá kviknaði einnig í hús-
inu. Reykinn lagði um allt húsið
en innanstokksmunir björguðust í
það skiptið. Fjölskyldan sá þá ekki
ástæðu til þess að flytja út en Stef-
án segir lyktina sem fylgdi sótinu
hafa verið andstyggilega.
Allslaus fjölskylda
„Núna erum við bara allslaus og
reynum að byrja upp á nýtt,“ seg-
ir Stefán en fjölskyldan þarf nauð-
synlega að komast í hús áður en
langt um líður. Húsnæðið sem þau
deili með tengarmóður hans sé
lítið og öll fjölskyldan rúmist ekki
þar. Að auki fylgir því mikið álag
að takast á við aðstæðurnar. Stefán
segir að þau hafi skoðað allnokkrar
íbúðir, sumar eru allt of litlar, aðrar
of dýrar. Hann segir það ekki heigl-
um hent að fá húsnæði á þessum
síðustu og verstu tímum en von-
andi mun leit þeirra bera árang-
ur að lokum. Hann segir fjölskyld-
una enn vera að ná sér eftir áfallið.
Þeim brá verulega og aðspurður
segist Stefán líta lífið öðrum aug-
um eftir brunann. Hann vilji ekki
upplifa þá tilfinningu að hafa misst
börnin sín. Að fá nasasjón af til-
finningunni var meira en nokkur
maður þarf að þola.
Heimilislaus
Fjölskyldan bíður því og von-
ar að henni bjóðist gott húsnæði.
Á meðan eru þau heimilislaus og
úrræðið að búa hjá tengdamóður
Stefán aðeins hugsað sem algjört
örþrifaráð. Hafi einhver upplýsing-
ar um íbúð sem hægt er að leigja
getur sá hinn sami sent póst á rit-
stjorn@dv.is og því verður komið
áleiðis til fjölskyldu Stefáns. Þá er
einnig hægt að hringja beint í Stef-
án í númer 692 6321.
Hélt að
börnin Hefðu
brunnið inni
Fjölskyldufaðirinn Stefán Sipahi hélt að börnin hans hefðu brunnið inni í stórbruna á Ísafirði. Í ljós kom
að þrettán ára bjargvættur hafði aðstoðað börnin út. Stefán og fjölskylda þakka fyrir lífgjöfina á sama tíma
og þau reyna að finna nýtt húsnæði. Eftir raunir síðustu daga eru þau í ofanálag heimilislaus.
„Þetta var bara ógeðslegt
sjokk, konan hágrét og
maður fékk sjálfur sinn
skerf af skelfingunni.“
vALur grettiSSon
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Stefán í brunarústunum stefáni
sipahi brá mikið þegar hann kom að
heimili sínu í ljósum logum. Hann hélt að
börnin hans hefðu brunnið inni eftir að
hann og eiginkonan brugðu sér í verslun.