Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 50
Föstudagur 29. ágúst 200850 Helgarblað Sakamál UngUr eitUrbyrlari graham Young var einungis fjórtán ára þegar hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt föður sinn, systur sína og einn vina sinna. Hann var dæmdur til vistunar á öryggissjúkra- húsinu Broadmore. Young er yngsti vistmaðurinn sem dvalið hefur í Broadmore-öryggissjúkrahúsinu og fyrir- mæli dómarans voru að honum skyldi ekki sleppt þaðan út nema að undanfenginni heimild frá innanríkisráðuneytinu. gra- ham Young lagaði afbragðskaffi, en þeir sem neyttu þess greiddu hátt gjald. Lesið um eiturbyrlarann graham Young í næsta helgarblaði dV.umsjón: KoLBeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is Morðóði Músíkantinn Charles Peace var samviskulaus og illgjarn glæpamaður. Hann er einn fárra raunverulegra glæpamanna sem getið er um í sögum um Sherlock Holmes, einkaspæjarann snjalla. Peace var fyrst og fremst snjall inn- brotsþjófur, en lék einnig afbragðsvel á fiðlu. Skömmu áður en Charles Peace var hengdur fyrir ódæði sín lét hann í ljósi iðrun vegna þeirra glæpa sem hann hafði framið á lífsleiðinni, og sagði að hann bæri þá von í brjósti að mannkynið myndi gleyma nafni hans. Iðrun hafði fram að þeim tíma ekki verið Charles Peace hugleikin og ósk hans gekk ekki eftir. Charles Peace var hengdur árið 1879 vegna morðs á keppinauti í ástarþríhyrn- ingi. Ef það hefði verið eini glæpur hans hefði nafn hans sennilega fall- ið í gleymsku og dá, en sú var ekki raunin. Sem vitnisburður um frægð hans og hæfileika sem glæpamanns liggur sú staðreynd að hann er einn fárra glæpamanna sem vöktu at- hygli, ef svo má að orði komast, skáldsagnapersónunnar Sherlocks Holmes í smásögunni The Advent- ure of the Illustrious Client. „Flók- inn hugur,“ sagði Holmes. „Eitthvað sem allir snjallir glæpamenn hafa. Minn gamli vin, Charles Peace var fiðlusnillingur.“ Steinhjarta Peace Hvers konar maður gat setið ró- legur í réttarsal og fylgst með þeg- ar annar var dæmdur fyrir glæpi hans? Maður eins og Charles Peace gat gert það, og það var ekki fyrr en að tveimur árum liðnum, þegar hann hafði verið handtekinn vegna annars glæps, sem hann játaði á sig sök í umræddu máli og bjargaði lífi saklauss fanga. En það er rétt að Charles Peace var meira en frambærilegur tón- listarmaður, sérstaklega á fiðlu og önnur strengjahljóðfæri. Í reynd var Peace það góður að hann lék á tónleikum og var auglýstur sem „Hinn nýmóðins Paganini“. En frægð sína hlaut hann vegna ann- arra hæfileika. Hann var kattliðug- ur innbrotsþjófur og þó nafn hans væri alræmt víða á Englandi Vikt- oríutímans vegna glæpa hans, voru færri sem vissu hvernig hann leit út. Orðspor Peace dró dám af orðspori þjóðvegaræningja og honum hafði tekist að færa glæpi sína í búning rómantíkur; hann var djarfur og hæfileiki hann til að komast undan laganna vörðum varð almenningi til skemmtunar en Scotland Yard til minnkunar. Ófríður en naut kvenhylli Charles Peace var lítill, grann- holda maður. Hann haltraði og notaði gervihendi til að fela þá staðreynd að hann hafði misst tvo fingur vegna slyss í æsku. Eftir að hafa lokið tónleikum að kvöldi breyttist hann í innbrotsþjóf og í fiðlutöskunni geymdi hann verk- færi sín og og nýtti sér líkamsburði sína og styrk til að brjótast inn í hús af þaki þeirra. Í mörg ár þvældist hann mill bæja vegna iðju sinnar, en árið 1872 kom hann til fæðingarbæjar síns, Sheffield, ásamt eiginkonu og syni, og stti á laggirnar innrömmunar- verkstæði. Peace var þá fertugur, ófríð- ur maður með tungu sem virtist of stór til að passa í undarlega lagað- an skolt hans.Engu að síður virtis sem hann hefði sérstakt lag á kven- mönnum, og þess var ekki langt að bíða að hann tæki upp ástarsam- band við Katherine Dyson, eig- inkonu eins nágrannans. Fyrr en varði gerðist Peace kærulaus og heimsótti Katherine hvenær sem honum sýndist svo og að lokum fór svo að hr. Dyson, tveggja metra rumur, meinaði honum aðgang að heimili hjónanna. Peace gefst ekki upp Frávísun var eitt af því sem Charles Peace gat ekki þolað. „Ég á vart orð til lýsi því sem hann gerði til að ónáða okkur, hann stóð fyr- ir utan heimili okkar að kvöldlagi, horfði inn um gluggana með glott á vör. Honum var lagið að laumast um og birtast manni að óvörum,“ sagði hr. Dyson, sem á endanum fór til lögreglunnar. Þá hafði Peace ógnað honum með byssu. Charles Peace flýði til Hull og engar kærur voru lagðar fram. Dyson-hjónunum var ekki rótt og ákváðu að flytjast búferlum, en þegar þau komu á nýja heimilið sem átti að verða þeirra griðastað- ur, gekk enginn annar en Charles Peace út um framdyrnar. „Ég er hér til að angra ykkur og ég mun angra ykkur hvert sem þið farið,“ sagði hann. Að kvöldi 29. nóvember 1876 fór frú Dyson út til að ganga örna sinna á náðhúsi sem var utandyra. Í skuggunum beið Peace vopnað- ur skambyssu. Öskur hennar varð til þess að eiginmaður hennar kom hlaupandi út úr húsinu, og hann elti Charles Peace niður götuna. Skömmu síðar heyrðust tvö byssu- skot og Dyson féll dauður til jarð- ar með kúlugat á enninu. Þrátt fyr- ir að há upphæð væri sett til höfuðs Peace komst hann hjá handtöku og eftir ferðalag sem einkenndist af innbrotum settist hann að í Lund- únum. einkennilegt heimilishald Í Lundúnum bjó Peace undir nafninu Thompson, með hjákonu sinni, sem væru þau gift. Á með- an þau létu fara vel um sig í húsi við Evalina Road, hírðust Hannah, eiginkona hans, og sonur í kjallara hússins. „Thompson-hjónin“ héldu tón- listarveislur fyrir nýja nágranna og vini og sóttu messu á hverjum sunnudegi. Svo fór að þau eignuð- ust son. Ímynd Peace á þessum tíma var ímynd virðuleika og heiðarleika. „Lögreglunni dettur aldrei í hug að gruna nokkursn sem er vel til fara,“ sagði hann hreinskilinn. Hann lit- aði hárið og rakaði af sér skeggið. Á daginn ók hann um götur borgarinnar með vagn og losaði fólk við eigur sem það vildi ekki lengur eiga. Á næturnar fór hann á til sama fólks og losaði það við þá hluti sem það vildi ekki selja. Lög- reglan hafði ekki hugmynd um hver þessi áræðni innbrotsþjófur var, og gaf honum í reynd ekki mikinn gaum. Handtaka og svik hjákonu Í október 1878 yfirgaf lánið Charles Peace. Lögreglan hafði komið sér fyrir við hús í Black- heath, og þegar Peace kom út úr húsinu réðist lögreglan til atlögu. Afrakstur Peace þessa nótt var silfurpeli, veski og ávísanahefti. Charles peace var þó ekki á því að gefa sig þó búið væri að króa hann af, og upphófst skothríð. En enginn má við margnum og Peace þurfti að láta í minni pokann. Þegar réttað var yfir honum var ekki vitað hver hann var og hann hafði gefið upp nafnið John Ward. Ákæruatriðið var morðtilraun og það tók aðeins fjórar mínútur fyr- ir kviðdóminn að ná sektarniður- stöðu. Þrátt fyrir grát og gnístran tanna tókst Peace ekki að hafa áhrif á niðurstöðuna og var hann dæmd- ur til ævilangrar fangelsisvistar. Hjákona hans sýndi ekki meiri tryggð en svo að hún kom og gaf upp rétt nafn hans, svo hún gæti innheimt verðlaunin sem sett höfðu verið til höfuðs honum. Til að bæta gráu ofan á svart var sent eftir frú Dyson frá Bandaríkjun- um, en þangað hafði hún flutt eft- ir morðið á eiginmanni sínum. Morðákæra bættist nú við ákæru- atriðin á hendur Peace. lendir á höfðinu Í fylgd tveggja fangavarða var nú farið með Charles Peace frá Lundúnum til Sheffield. Alla leið- in var vörðunum mikill ami af Peace og þegar lestin var í Jórvík- urskíri fleygði Peace sér út úr lest- inni. Verðirnir létu stöðva lestina og fundu Peace þar sem hann lá í öng- viti við lestarteinana. Það var réttað yfir Peace í Leeds og innan tólf mínítna var búið að dæma hann til dauða. Á meðan Peace beið aftökunnar létti hann á samvisku sinni. Hann viður- kenndi meðal annars að hafa skot- ið og drepið lögregluþjón sem hafði truflað hann við næturiðju sína í Manchester. Aukinheldur viður- kenndi hann að hafa setið í réttar- salnum þegar tveir saklausir írskir bræður voru dæmdir til dauða fyrir ódæðið. Bræðurnir voru þá hreins- aðir af allri sök og Peace myndi taka stöðu þeirra undir gálganum. Klukkan átta að morgni 25. febrúar 1879 stóð Charles Peace, þá fjörutíu og sex ára, á aftökupall- inum. Fyrir hafði hann kvartað ön- uglega yfir „fjandans úldna beikon- inu“ sem hafði verið hans hinsta máltíð. Í klefa hans fundust eftirmæli hans og þar sagði meðal annars: „fyrir það sem ég hef gert,en ætlaði aldrei.“ ... honum hafði tek- ist að færa glæpi sína í búning rómantíkur; hann var djarfur og hæfileiki hann til að komast undan lag- anna vörðum varð al- menningi til skemmt- unar en Scotland Yard til minnkunar. Charles Peace hengdur Litlu munaði að saklausir enduðu í snörunni vegna glæpa Peace. alræmdur glæpamaður Þrátt fyrir ófríðleika virtist Peace njóta ákveðinnar kvenhylli. Peace við iðju sína Líkams- burðir og liðugleiki gerðu Peace kleift að stunda innbrot sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.