Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 25
DV Menning föstudagur 29. ágúst 2008 25
Fransk-ís-
lensk
Fransk-íslenska klezmer-
hljómsveitin Klezmer Kaos
spilar á NASA næsta miðviku-
dag, 3. september. Þetta er í
fyrsta sinn sem hljómsveitin
kemur fram á Íslandi en einn
meðlima hennar er Heiða Björg
Jóhannsdóttir klarinettuleikari.
Heiða, sem hefur búið í París
undanfarin ár, segir Klezmer
Kaos hafa getið sér gott orð víðs
vegar um Evrópu en hljóm-
sveitin hefur verið iðin við að
spila á tónlistarhátíðum
undanfarna mánuði. Hún
spilar allt frá hefðbundnum og
frumsömdum lögum til
íslenskra þjóðlaga sem klædd
hafa verið litríkum austur-
evrópskum klezmerklæðnaði.
16 metra
ástarkaka
Akureyrarvaka verður sett í
Lystigarðinum þar í bæ í kvöld
klukkan 20. Þar verður meðal
annars boðið upp á tónlist frá
Retro Stefson, gjörning, rúna-
lestur og rjúkandi heitt kakó
svo eitthvað sé nefnt. Klukkan
22 leggur Draugagangan af stað
frá Minjasafninu þar sem færist
vægast sagt draugalegur blær í
innbæinn. Á morgun, laug-
ardag, hefst svo hin eiginlega
Akureyrarvaka sem markar lok
Listasumars en hún nær há-
marki á laugardagskvöldið þeg-
ar boðið verður upp á sextán
metra langa ástarköku. Nánari
upplýsingar um hátíðina má
finna á akureyri.is.
Sýningarlok á
Kjarvalsstöð-
um
Sýningunni Draumar um
ægifegurð í íslenskri samtímalist
lýkur núna á sunnudaginn. Þar
gefur að líta mörg ný verk eftir
framsæknustu listamenn lands-
ins sem byggja á ólíkum hug-
myndum þeirra um náttúruna
sem fyrirbæri í ljósmynda- og
vídeólist. Sýningin var opnuð á
Listahátíð fyrr á þessu ári og hef-
ur hlotið góða aðsókn og verð-
skuldaða athygli innanlands og
utan. Á meðal listamannanna
sem eiga verk á sýningunni eru
Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn
Friðfinnsson, Anna Hallin,
DV08082832* Gjörningaklúbb-
urinn, Kristján Guðmundsson
og Ólafur Elíasson. Leiðsögn er
um sýninguna á sunnudaginn
klukkan 15.
Ný sýning helguð Sigurði Hallmarssyni opnuð í Laxdalshúsi á morgun:
Burðarás leiklistar á Húsavík í yfir 50 ár
Sýning sem er helguð listrænu
starfi Sigurðar Hallmarssonar verð-
ur opnuð í Laxdalshúsi, elsta húsi
Akureyrar, á morgun, laugardag. Að
henni standa Leikminjasafn Íslands
og Þórarinn Blöndal myndlistar-
maður.
Sigurður Hallmarsson hef-
ur í meira en hálfa öld verið einn
af burðarásum leiklistar á Húsa-
vík. Á þeim tíma hefur hann leik-
stýrt fjölda sýninga þar í bæ og víða
á Norðurlandi, auk þess sem hann
hefur staðið sjálfur í sviðsljósinu,
oft í burðarhlutverkum. Leikfélag
Húsavíkur hefur um langan aldur
verið þekkt fyrir gróskumikið starf
og óvenjulegan metnað í verkefna-
vali en áttatíu ár verða liðin í haust
frá því það var stofnað. Þó að marg-
ir góðir menn og konur hafi lagt
þar hönd á plóg er tæpast á nokk-
urn hallað þó fullyrt sé að mest hafi
munað um krafta Sigurðar, að því
er segir í tilkynningu um opnunina.
Þess má geta að Sigurður verður átt-
ræður á næsta ári.
Leikminjasafnið opnaði fasta-
sýningu í húsinu nú í júnílok. Er
áformað að hún standi þar áfram
og að húsið verði vettvangur nám-
skeiðahalds og ýmissa viðburða.
Sýningaropnunin verður á morg-
un klukkan 14 og eru allir velkomnir
á meðan húsrúm leyfir.
SÝNING
sem fóru í nýlistadeild og voru í til-
raunastarfsemi sem ég mæli auð-
vitað eindregið með. En það skiptir
auðvitað mestu máli að maður fylgi
því sem mann langar mest að gera.
Ég var og er best fallin til að mála í
olíu og mig langaði að hafa tækn-
ina eins einfalda og hægt er. Ég fann
að það átti ekki endilega við mig að
vera að prófa alls konar möguleika
til að koma hugmyndinni frá mér.
Mér finnst hugmyndin vera mögu-
leikarnir en tæknin þarf að vera
ákaflega einföld. Þess vegna hef ég
haldið mig við olíuna og einfaldar
aðferðir.“
Lítur ekki á sig sem trúarlegan
listamann
Verk Kristínar eru í eigu helstu
listasafna landsins og hanga meðal
annars uppi í kirkjum víðsvegar um
landið, svo sem í Hallgrímskirkju,
Stykkishólmskirkju og Keflavíkur-
kirkju. Fleiri kirkjur bíða. Sjálf seg-
ist hún hinsvegar ekki líta á sig sem
trúarlegan myndlistarmann.
„Það er mjög ánægjulegt og mik-
ill heiður að því þegar óskað er eftir
verki eftir mann fyrir kirkju. Ég hef
hinsvegar aldrei litið á mig sem trú-
arlegan myndlistarmann þó ég sjái
auðvitað tenginguna í því að fólki
finnist verkin mín vera trúarlegs
eðlis þar sem þau fjalla að miklu
leyti um innra líf manneskjunnar og
þörf fyrir kyrrð og jafnvægi hugans.“
Sjóndeildarhringur út að
ruslatunnu
Kristín hefur verið búsett á Sel-
tjarnarnesinu frá árinu 2004 þar
sem hún hefur komið sér huggulega
fyrir ásamt börnum sínum tveimur,
þeim Melkorku átta ára og Killian
sex ára.
„Ég flutti hingað fyrir fjórum
árum og kom mér fyrir á vinnustofu
hér heima og hef unnið hér síðan.
Það gerir það reyndar að verkum að
stundum er sjóndeildarhringurinn
bara rétt út að ruslatunnu en það
er mjög gott með lítil börn að geta
unnið heima.“
Í ár var Kristín kjörin bæjarlista-
maður Seltjarnarness sem hún seg-
ir heiður á svo margvíslegan hátt.
„Í fyrsta lagi er þetta viðurkenning
fyrir það sem ég er að gera og í öðru
lagi býður þetta mig velkomna á
Nesið. Ég met þetta tvennt jafnmik-
ils,“ segir Kristín, en í umsókn sinni
til bæjarins bauð Kristín upp á það
að kynna list sína fyrir krökkunum á
Seltjarnarnesi.
„Ég valdi hópa úr öllum stig-
um skólakerfisins og hef boðið
þeim hingað heim á vinnustofuna
mína. Ég fékk fimm heimsóknir og
þá sátum við niðri á vinnustofu og
spjölluðum. Það var mjög gaman
því krakkar eru svo opnir og til í að
hugsa sjálfstætt.“
Með listaverk á vínflöskum
Þrátt fyrir að verk Kristínar séu
ljúf og mikil kyrrð ríki yfir þeim er
ekki þar með sagt að þau hangi
bara uppi á listasöfnum, í kirkjum,
heimahúsum og stofnunum. Nú má
nefnilega einnig sjá verk listakon-
unar á austurrísku gæðavínunum
frá Hubert Sandhofer.
„Þetta gerðist bara eins og svo
margt annað í lífinu. Við Hubert
erum vinir til margra ára en við
kynntumst fyrst fyrir tuttugu og
fimm árum þegar ég starfaði sem
tjaldvörður á Akureyri. Þar kom Hu-
bert sem ferðamaður en hann er
af rótgróinni vínræktarfjölskyldu í
Austurríki og er með eigin vínfram-
leiðslu. Svo lágu leiðir okkar saman
aftur fyrir tveimur árum. Þá sá ég að
það þurfti svo sannarlega að breyta
vínmiðunum á flöskunum hans,“
útskýrir Kristín hlæjandi en Hubert
greip það tækifæri að sjálfsögðu
fegins hendi.
Áritar vínflöskur
„Í kjölfarið hófum við samstarf
með grafíska hönnuðinum Ámunda
Sigurðssyni sem var fenginn til að
hanna miðana. Í sameiningu völd-
um við verk eftir mig á flöskurn-
ar. Við tókum fyrir allan minn feril
og skoðuðum hvað myndi henta á
hvaða vín fyrir sig en þau vín sem
ÁTVR hafði tekið í sölu hjá sér voru
þau vín sem við vorum með í huga,“
segir Kristín en vínin eru fáanleg í
verslun ÁTVR í Kringlunni og í Hug-
rúnu.
„Arnar Bjarnason hjá Víni og mat
flytur vínin inn og sér um þau. Það
er mikið lagt í miðana og flöskurnar.
Útlitið á víninu er orðið mjög vand-
að og í samræmi við vínið sem er
afbragðsgott gæðavín. Þetta er ekki
ódýrasta vínið á markaðnum en
gott, og glæsileg gjöf. Til dæmis hef-
ur fólk keypt þetta sem gjöf fyrir vini
erlendis, jafnt erlenda sem íslenska
því það er gaman þegar vandað er
til með íslenskum myndlistarverk-
um á góðum vínflöskum. Ég er búin
að árita margar flöskur fyrir fólk
sem óskar eftir því.“
Völdu verk sem pössuðu við
vínið
Listaverk eftir Kristínu er að finna
á rósavíni, rauðvíni og hvítvíni.
„Við reyndum að finna verk sem
okkur fannst passa við þessar vín-
tegundir. Við völdum búta úr verk-
unum mínum til að setja á miðana.
Varðandi rósavínið langaði mig til
dæmis að ganga alla leið þar sem
vínið er svo fagurbleikt og mikið
keypt af konum, því gekk ég bleiku
línuna til enda. Á miðanum er mynd
af móður, barni og rós en vínið er al-
gjört gæðavín og alveg stórlega van-
metið með mat. Það á til að mynda
mjög vel við með vel krydduðum og
austurlenskum mat og ég hvet fólk
til að vera ófeimið að prófa það.“
Miðann á St. Laurent Reserve
rauðvíninu prýðir svartur hund-
ur en hvítvínið prýðir hvítur hjört-
ur. „Rauðvínið er mjög kraftmik-
ið og því fannst mér viðeigandi að
myndin á flöskunni yrði af þessum
kraftmikla og karlmannlega hundi.
Grüner Veltliner hvítvínið er þurrt,
hátíðlegt vín, hreint og tært. Því
fannst mér gaman að hafa þenn-
an hvíta hjört með gylltu hornin
sem leiða mann strax upp í sjöunda
himin.“
Finnur enn fyrir tengingunni
við fjöllin fyrir norðan
Fjórða vínið er hvítvín með gosi
sem ekki er fáanlegt í Ríkinu en
prýðir þó mynd eftir Kristínu. „Það
er hvítvín með ákveðnu bragði og
alveg brjálæðislega gott veisluvín, er
í raun uppáhaldsvínið mitt. Á því er
mynd af þremur hestum sem tákna
Kaldbak á Akureyri,“ segir Kristín
sem segist enn finna fyrir tengingu
við fjöllin fyrir norðan.
„Mótunarárin mín voru fyr-
ir norðan, ég ólst náttúrulega upp
þar og var þar alveg til tvítugs. Ég
finn tenginguna við fjöllin þar, kyrra
morgnana og löng næturkvöldin
í vetrarkyrrðinni. Þetta hefur allt
mjög djúp áhrif á mig og er í raun
grunnurinn að því sem ég er að gera
í dag. Inn í þetta blandast lífssýn
mín og þau áhrif sem ég hef orðið
fyrir í lífinu.“
Mismunandi tímabil
Aðspurð um það hvort list henn-
ar megi skipta niður í ákveðin tíma-
bil svarar Kristín: „Já, núna er ég til
dæmis mikið að mála fjöll og lands-
lagsmyndir. Ég skálda landslagið
sjálf og það er tákn fyrir innra ferða-
lag mitt og annara samferðamanna.
Leið okkar til þroska. Ég hef líka
verið að gera mörg verk um móður
með barn, tengt eigin reynslu sem
móður, áhrif missis og þörf fyrir
móður náttúru.
Annað sem hefur einkennt
myndir mínar eru öldungarnir, en
þeir eru að renna saman við fjöllin.“
Slær ekki hendi móti góðu
sýningartilboði
Á síðasta ári var mikið um að
vera hjá Kristínu en hún setti upp
fjórar sýningar.
„Það var mjög mikið að gera
hjá mér í fyrra varðandi sýningar. Í
ár ákvað ég að fá að mála í friði en
skipuleggja ekki langt fram í tím-
ann. Það er búið að ganga mikið á
hjá mér á undanförnum árum og
ég hef unnið mikið. Sýningarnar
koma svolítið af sjálfu sér en það
eru komnar uppástungur um sýn-
ingar erlendis sem ég hef áhuga á.
Meðal annars í Póllandi, Austurríki
og Bandaríkjunum. Mér finnst best
að sýna á Íslandi og þykir vænst um
ef verkin mín eru hér en slæ auð-
vitað ekki hendinni á móti góðu
sýningartilboði. Ég hef alltaf unnið
þannig að ég mála ekkert sérstak-
lega upp í sýningu, það hentar mér
betur að vinna út frá því sem er að
gerast innra með mér og svo koma
sýningarnar sjálfkrafa þegar mynd-
irnar eru tilbúnar,“ segir Kristín að
lokum.
Á meðan beðið er eftir næstu
sýningu Kristínar er fólk hvatt til að
kíkja á heimasíðu listamannsins,
kristing.is.
krista@dv.isGekk bleiku
línunatil enda
Menning
Laxdalshús sýningin er í þessu elsta
húsi akureyrar.
Jazz, jazz, jazz og aftur jazz
Mikið verður um að vera á Jazzhátíð í Reykjavík um helgina. Stórsveit
Reykjavíkur flytur tónlist Bjarkar á stórtónleikum í Háskólabíói á
morgun, laugardag, Jóel Pálsson og Ómar Guðjónsson og hljómsveit
spila á Organ í kvöld og þá má benda á Jazzquiz spurningakeppnina
sem fram fer í Iðnó klukkan 18 í kvöld þar sem góð verðlaun eru í
boði. Nánari upplýsingar um dagskrána eru á jazz.is/festival.
Birna Styff opnar sýningu
Birna Styff opnar sýningu í Gallerí Tukt í Hinu húsinu við Pósthússtræti á sunnu-
daginn. Sýningin opnar klukkan 14 og stendur til 18. Næstu tvær vikur er sýningin
svo opin á opnunartíma Hins hússins. Öll verk á sýningunni eru til sölu.
Vín og list „Við reyndum
að finna verk sem okkur
fannst passa við þessar
víntegundir.“
Listamaðurinn og
léttvínin Verk eftir Kristínu
prýða nú miðana á
austurrísku léttvíni frá
Hubert sandhofer.