Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 38
föstudagur 29. ágúst 200838 Sport „Það er stórkostlegt að koma og hitta fjölskylduna aftur. Ég er búinn að vera gríðarlega mikið frá og það hef- ur reynt á fjölskylduna, en þegar vel gengur þá eru allir sáttir,“ segir Guð- mundur Guðmundsson, landsliðs- þjálfari Íslands í handknattleik, dag- inn eftir heimkomuna eftirminnilegu þar sem allt að 50 þúsund manns mættu til þess að fagna hetjunum í miðbænum. „Þetta var einhver stórkostlegasti dagur lífs míns. Hann er ógleym- anlegur. Í fyrsta lagi tóku Flugleiðir ótrúlega vel á móti okkur. Flugið yfir Reykjavík var frábært og við hreinlega bara trúðum því ekki þegar við sáum allt þetta fólk sem saman var komið til að fagna okkur. Þarna voru aðilar úr öllum geirum þjóðfélagsins, ungir sem aldnir, og við upplifðum ofboðs- legt stolt og þakklæti. Þetta var of gott til að vera satt,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir strákana hafa vitað af því að til stæði að taka á móti þeim en þeim hafi ekki dottið í hug hversu stór móttakan yrði. „Ég hafði helst áhyggjur af því að enginn myndi mæta,“ segir Guðmundur hlæjandi. „Ég sagði við strákana í gríni meira en alvöru að þetta gæti orðið vand- ræðalegt ef enginn mætti,“ segir Guð- mundur. „Þetta sýnir hins vegar að fólkið er ánægt og okkur er gríðarlega mikils virði allur þessi stuðningur sem við höfum fengið.“ Eftir móttökuna á Arnarhóli var haldið að Bessastöðum þar sem landsliðið tók við orðum frá forsetan- um en Guðmundur fékk stórriddara- kross. „Það er gríðarlegur heiður að fá þetta afhent. Þetta hefur mikla merk- ingu fyrir mig og alla strákana. Við lít- um svo á að við séum fulltrúar þjóð- arinnar og uppskerum laun erfiðisins. Svo fáum við þarna á táknrænan hátt viðurkenningu fyrir störf okkar. Það er mér og strákunum gríðarlega mik- ils virði,“ segir Guðmundur. Um leið og sigrunum á Ólympíu- leikunum fjölgaði jókst handboltaá- hugi á Íslandi. Á endanum var það svo að nánast hvert mannsbarn í landinu fylgdist með framgöngu landsliðs- ins. Guðmundur segist ekki hafa get- að gert sér í hugarlund hversu mikið handboltafár var í gangi. „Ég sá aldrei blöðin á meðan ég var úti. Það eina sem við hugsuðum um var næsti leik- ur. Svo vannst hann og þá kom næsti. Við vorum raunverulega með und- irbúninginn í gangi á næsta leik og það gerði þennan árangur möguleg- an. Við upplifðum aldrei neitt af því sem var í gangi heima á Íslandi þó við fengum að sjálfsögðu fregnir af því að fólk væri ánægt með árangurinn.“ Áttu vart orð yfir framgöngu Íslendinga Guðmundur segir upplifunina af því að leika á ólympíuleikum vera einstaka. Hann tiltekur nokkra há- punkta sem komu upp. „Fyrsti leik- urinn var gegn Rússum og var algjört lykilatriði í árangri okkar. Þar gáfum við tóninn. Sá leikur endurspeglaði keppnina í heild og hann var mjög vel leikinn af okkar hálfu gegn sterku liði Rússa,“ segir Guðmundur. „Eins var stórkostlegt að ná að jafna á móti Dönum og Egyptum. Í báðum þessum tilvikum tókum við markmanninn útaf og settum auka- mann í sóknina í lokin. Við höfðum æft þetta atriði skömmu áður og því var mjög ánægjulegt fyrir mig sem þjálfara að sjá svona hluti ganga upp,“ segir Guðmundur, en nefnir einnig frábæran sigur á Pólverjum og Spán- verjum sem eftirminnilega. Guðmundur segist hafa feng- ið mjög jákvæð viðbrögð frá aðilum innan handboltageirans á leikun- um. Forráðamenn og þjálfarar ann- arra liða hrósuðu þeim í hástert. „Það bjóst enginn við þessu og þjálfarar liðanna létu það í ljós við mig að þeim fannst við spila ótrúlega vel. Þjálfarar Frakka, Þjóðverja og Dana töluðu við mig og áttu vart orð yfir framgöngu okkar.“ Íslendingar vöktu athygli margra og fjölmiðlar veittu árangrinum at- hygli. „Það kom frétt um okkur í kín- verska sjónvarpinu og aðrir íþrótta- menn í Ólympíuþorpinu voru farnir að þekkja okkur,“ segir Guðmundur. „Allt þetta, auk þess hve skipulagn- ingin hjá Kínverjunum var frábær, gerði þetta ógleymanlegt. Ég sé ekki að svona leikar verði endurteknir í bráð. Svo má ekki gleyma kínversku þjóðinni sem var ótrúlega viðkunn- anleg. Viðhorf allra var ótrúlega já- kvætt og það var hreinlega stórkost- legt að upplifa hvað allir í landinu voru samstilltir í að gera þetta eftir- minnilegt.“ Sérstakt að fá ekki silfur Samkvæmt reglu á Ólympíuleik- unum fékk Guðmundur ekki silfur- verðlaun þar sem hann er þjálfari liðs- ins. Honum þykir það skrítin regla. „Í liðsíþrótt er þjálfarinn og þeir sem eru á bekknum svo stór hluti af liðinu. Ég er þjálfarinn og er á leikskýrslu. Ég get fengið tveggja mínútna brottvísun og haft mikil áhrif á leikinn. Það verður „Of gott til að vera satt“ „Það verður að viðurkennast að það er sérstök tilfinning að fá ekki verðlauna- pening.“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er þakklátur fyrir þær viðtökur sem landsliðið fékk við heimkomuna frá Peking. Hann segir heimkomudaginn þann stórkostlegasta í lífi sínu. Hann liggur nú undir feldi og veltir fyrir sér hvort hann verði áfram þjálfari handknattleikslandsliðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.