Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 72
n Vatnskóngurinn Jón Ólafsson og fyrirtæki hans Icelandic Glacial gaf körfuknattleiksdeild Keflavíkur fimm þúsund lítra af vatni. Körfu- boltadeildin hefur ákveðið að nýta styrkinn til að fjármagna deildina sem stendur ekki undir sér sjálf. Ætlar körfuknattleiksdeildin að selja vatnið á Ljósanótt í Keflavík. Jón er ekkert að gefa neitt íslenskt kranavatn því fyrirtæki hans var valið með besta vatnið árið 2007 að mati bandarískra drykkjarvörusér- fræðinga. Áhugi Jóns á Keflvíking- um á sér eðlilegar ástæður enda er hann fæddur og uppalinn í þessum höfuðstað Reykjaness. Hann hefur áður veitt gjafir þar, meðal annars flygil á dvalarheim- ili aldr- aðra. n Eyjólfur R. Stefánsson tölvu- rekstrarfræðingur hefur kært Gísla S. Einarsson, bæjarstjóra á Akranesi, til samgönguráðuneyt- isins. Eyjólfur er að sögn ósáttur við framgöngu bæjarstjórans vegna deilna um tölvuþjónustu fyrr á árinu. Þá samdi Akranes- bær við Securstore um tölvu- þjónustu við bæinn án útboðs. Skömmu síðar eignaðist svo félag í eigu Bjarna Ármannssonar og Arnar Gunnarssonar, sem er sonur Gunnars Sigurðssonar forseta bæjarstjórnar, Securstore. Minnihlutinn í bæjarstjórn taldi að þarna væri um einkavinavæð- ingu að ræða. Og ekki var það til að bæta úr skák að endurskoð- andi Akranesbæj- ar var jafnframt endurskoðandi Securstore. Nú ber hins vegar svo við að hvorki Eyjólf- ur né Gísli bæjarstjóri vilja tjá sig um efni stjórn- sýslu- kær- unnar. Svo bregðast raddbönd ...! Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Íslenska landsliðið í handbolta tók við fálkaorðunni við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Ólafur Ragn- ar flaug sérstaklega heim til að veita liðinu orðuna. Strákarnir okkar voru fínir og fallegir við athöfnina. Svo fín- ir að eftir því var tekið. Nú hefur komið í ljós að föt margra í landsliðinu voru sérsaumuð. Hóp- ur af landsliðsmönnum rakst á kín- verskan skraddara á einum af sínum fáu frídögum. Talið barst fljótlega að því hversu ódýrt það væri að láta sér- sauma á sig jakkaföt í Kína sem hefðu annars kostað vel á annað hundrað þúsund króna. Og efnið sem notað var í jakkaföt sumra landsliðsmann- anna voru engar eftirlíkingar. Þarna var keypt alvöru kínverskt silki. Þegar landsliðið birtist í dyra- gættinni á Bessastöðum til að taka við fálkaorðunni tóku margir tísku- spekúlantar eftir því að leikmenn- irnir sumir voru fallega klæddir. Svo fallega að sumir tóku andköf. Leik- menn Íslands höfðu einnig áhyggj- ur af því að fálkaorðan með nælu og því var stungið gat á dýra kínverska silkið strax við fyrstu notkun. benni@dv.is Kærir Gísla bæjar- stjóra Strákarnir okkar létu klæðskerasauma á sig jakkaföt á Ólympíuleikunum í Peking: FalleGir oG Fínir á bessastöðum jón GaF Fimm þúsund lítra n Hinn íslenski stórsöngvari og ten- ór Kristján Jóhannsson fór veikur heim af æfingu á þriðjudaginn. Ekki er vitað hversu alvarleg veikindin eru en Kristján hefur verið að æfa stíft fyrir uppsetningu á óperunum Cavalleria Rusticana og Pagliacci en þær verða frumfluttar saman þann 19. september í Íslensku óperunni. Óljóst er hversu lengi Krist- ján verður frá æf- ingum en það er alþekkt staðreynd að söngvarar sem skipta um loftslag geta orðið kvef- aðir. Fór veiKur aF æFinGu VERÐHRUN! ÚTSÖLUNNI LÝKUR Á SUNNUDAG ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR F A B R I K A N Gerum hús að heimili TV skenkur Verð 95.000 Nú 28.500 Leðurstóll Verð 28.500 Nú 14.250 Glerskápur Verð 145.000 Nú 58.000 Spegill Verð 85.000 Nú 34.000 Borð Verð 75.000 Nú 30.000 Relax leðurstóll Verð 79.000 Nú 39.500 Borð Verð 25.000 Nú 12.000 Borð + 6 stólar Verð 139.000 Nú 69.500 Glerskápur Verð 115.000 Nú 57.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.