Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 30
„Ég er fæddur 2. október 1957 í Bol-
ungarvík,“ segir Pálmi um uppruna
sinn. „Ég er Bolvíkingur í húð og hár
og á allt mitt fólk þar,“ en Pálmi hef-
ur kynnst æskuslóðunum upp á nýtt
í sumar þar sem hann hefur starfað
sem hafnarvörður.
Pálmi var öll sín æskuár í Bol-
ungarvík en í kringum tvítugt flutt-
ist hann til Reykjavíkur. „Í fyrstu ætl-
aði ég að verða húsasmiður og fór í
nám hjá frænda mínum Jóni Friðgeiri
og klárað það að mestu leyti. Þó ég
hafi nú aldrei lokið við sveinsprófið.“
Pálmi segir leikarann hafa blundað í
sér þó að hann hafi ekki gert sér grein
fyrir því á þeim tíma.
„Ég var svo í heimsókn hjá Guð-
mundi Pálssyni frænda mínum og
leikara og konunni hans Sigríði Haga-
lín þegar ég nefndi það í bríaríi að
fara í leiklistarskólann,“ en þetta var
ári eftir að Leiklistarskóli Íslands tók
inn sína fyrstu nemendur 1977. „Guð-
mundur fór þá og náði í umsókn og
síðan þá hefur það verið mitt líf.“
Hliðarverkefnið Spaugstofan
„Ég var svo heppinn að fá strax
tilboð og debúteraði í Iðnó,“ segir
Pálmi um sitt fyrsta hlutverk eftir að
útskrifast úr Leiklistarskóla Íslands
árið 1982. „Það var í Írlandskortinu
eftir Brian Friel. Eftir það fór ég upp
í Þjóðleikhús og mín fyrstu hlutverk
þar voru í Skugga-Sveini og svo Kardi-
mommubænum í kringum 1983-84.“
Þeir eru eflaust ófáir Íslendingarnir
sem muna eftir Pálma í hlutverki Kas-
pers. „Ég hef oft sagt að ég hafi leikið
Kasper í tíu ár því Kardimommubær-
inn var svo settur aftur upp í kringum
1994-95.“
Pálmi var lengi fastráðinn hjá
Þjóðleikhúsinu en hætti þar árið
2005. „Ég hef samt alltaf verið mikið
á sviði og mun alltaf vera það.“ Að-
spurður segir Pálmi leikhúsið hafa
litað líf sitt sem leikara frekar en hlut-
verk hans í Spaugstofunni. „Hvort
tveggja er gaman en mjög ólíkt. Til
lengri tíma litið er ég þó kannski frek-
ar sviðsleikari því Spaugstofan átti
aldrei að vera í nema eitt ár. Meira að
segja bara fjórir þættir. Þannig að við
höfum alltaf samið til eins árs og því
hefur þetta alltaf verið svona hlið-
arverkefni. Hliðarverkefni sem vatt
upp á sig og er orðið að ferli,“ segir
Pálmi og hlær.
Hafnarvörðurinn Pálmi
Þó að leiklistin hafi átt hug hans
allan í gegnum árin ákvað Pálmi að
breyta heldur betur til í sumar þegar
hann tók að sér starf hafnarvarðar í
Bolungarvík. „Óli Svanur bróðir minn
hringdi í mig og bað mig um að leysa
sig af í sumar því það hafði ekkert
gengið hjá honum að finna afleysing-
armann. Fyrst kom þetta nokkuð flatt
upp á mig en síðan sá ég þetta sem
kjörið tækifæri til að komast aftur í
kynni við gamla bæinn minn.“
Pálmi segist í raun hafa verið að
leysa af tvo menn en hann hafði séð
föstudagur 29. ágúst 200830 Helgarblað DV
Pálmi
á hjara
veraldar
Pálmi Gestsson leikari
hefur verið stór partur af
lífi landsmanna undanfarin
20 ár. Í hlutverki sínu í vin-
sælasta sjónvarpsþætti Ís-
lands fyrr og síðar, Spaug-
stofunni. Þessi mikli
spaugfugl og eftirherma
segir Spaugstofuna alla tíð
hafa verið hliðarverkefni og
hann er þakklátur fyrir það
góða líf sem hann hefur
fengið að lifa.
Pálmi breytti heldur betur
til í sumar þegar hann starf-
aði sem hafnarvörður í Bol-
ungarvík en hann notaði
einnig tímann til að gera
upp elsta hús bæjarins. Hús-
ið Hjara sem hann fæddist í
og sér fyrir sér sem afdrep
listamanna.
Pálmi Gestsson segir
spaugstofuna vera hliðarverk-
efni sem varð að ferli.