Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 28
föstudagur 29. ágúst 200828 Helgarblað Konan Glæsimarkaður í Perlunni allar konur ættu að skella sér á súK glæsi- markaðinn í Perlunni Laugardaginn 30. ágúst og styrkja gott málefni. Markaðurinn er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi en til sölu verða ný og vönduð föt, skór, töskur og glæsilegir skartgripir svo eitthvað sé nefnt. allur ágóði súK markaðsins fer í uppbygg- ingu á skóla fyrir börn og konur í Jemen.uMsJón: KOLBrún PáLÍna hELgadóttIr kolbrun@dv.is „Ég hef í rauninni alltaf haft áhuga á snyrtivörum og ákvað að ég ætlaði að verða snyrtifræðingur þegar ég var sjö ára gömul,“ segir Katrín Magnea Jóns- dóttir, tuttugu og átta ára snyrtifræðing- ur, nagla- og förðunarmeistari sem ný- lega lét draum sinn rætast. Þetta byrjaði allt þegar Katrín var lít- il stúlka en þá starfaði móðir hennar við að kynna Oriflame snyrtivörur í heima- húsum. „Ég fékk mér til mikillar ánægju stundum að koma með mömmu í þess- ar kynningar.“ Katrín varð fljótt ákveð- in í þetta væri það sem hún vildi vinna við í framtíðinni og spurði mömmu sína hvað hún yrði þá. Móðir hennar svaraði: „Snyrtifræðingur“. Fyrir þær sem hafa áhuga á faginu bað blaðamaður Katrínu að lýsa leið- inni sem hún ákvað að fara til að öðlast snyrtifræðigráðuna. „Ég tók alla undan- fara í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, því næst fór ég í Snyrtiskólann í Kópavogi sem heitir í dag Snyrtiakademían og lauk námi mínu þar í mars á síðasta ári. Áður hafði ég lokið námi í förðun og nöglum.“ Katrín var ekki lengi að drífa í hlut- unum, því aðeins ári síðar eða í mars á þessu ári opnaði hún glæsilega snyrti- stofu við Bæjarlind 12 í Kópavogi. „Ég var ákveðin í að opna mína eigin stofu alveg frá því að ég uppgötvaði að það væru til snyrtistofur,“ segir Katrín og hlær. Að sögn Katrínar var erfitt að ákveða hvar stofan ætti að vera staðsett og finna húsnæði eftir því, en allt hafðist það að lokum. Aðspurð um kostnaðinn við að hefja rekstur sem þennan segist hún hafa verið vel undirbúin. „Ég var búin að gera ráð fyrir að þetta kostaði nú eitthvað og hafði safnaði mér upp í þá ákveðnu upp- hæð,“ segir þessi duglega kona. Katrín segir það frábæra tilfinningu að vera sinn eigin húsbóndi. „Það er frábært að ráða öllu sjálf, en auðvitað heilmik- il vinna. Ég þarf að halda vel utan um alla hluti. Ég myndi samt ekki vilja hafa þetta neitt öðruvísi. Mér þykir afar vænt um stofuna mína.“ Nýlega opnaði Katrín heimasíðuna snyrtistofan.is en þar má finna allar upplýsingar um stofuna. Þrátt fyrir annir á snyrtistofunni bíða þessarar kjarnakonu enn fleiri verkefni þegar heim er komið. „Ég á tvö börn, þriggja og fimm ára gömul,“ segir Katr- ín stolt. Blaðamaður kemst ekki hjá því að spyrja Katrínu hvernig hún samein- ar barnauppeldið og vinnuna. „Þetta er bara skipulag út í eitt. Maður getur allt sem maður ætlar sér. Svo á ég líka frá- bæra foreldra og systur sem hjálpa mér mikið. Lífið er mun léttara með þau mér við hlið,“ segir Katrín að lokum. kolbrun@dv.is Getur allt sem maður ætlar sér katrín magnea Jónsdóttir ákvað þegar hún var sjö ára að hún ætlaði að verða snyrtifræðingur og opna snyrtistofu. Núna, tuttugu árum seinna, hefur Katrín látið draum sinn rætast. notalegt umhverfi Í þessu notalega umhverfi lætur Katrín viðskiptavin- um sínum líða vel. katrín magnea Jónsdóttir „Ég hef í rauninni alltaf haft áhuga á snyrtivörum og ákvað að ég ætlaði að verða snyrtifræðingur þegar ég var sjö ára gömul,“ segir snyrtifræðingurinn Katrín Magnea Jónsdóttir. teyGðu úr þér Hvort sem þú ert nýkomin úr sumarfríi eða ert búin að sitja fyrir framan tölvuna í allt sumar er ágætt að hafa í huga að teyja reglulega á hálsin- um. Langur akstur eða löng seta fyrir framan tölvuna geta orsakað mikinn stirðleika og ættu því allir að gera æfing- ar til að mýkja hálsvöðvana. Leggið aðra höndina yfir öxl hinnar hliðarinnar. Hallið höfðinu í átt frá hendinni til að teygja á hálsvöðvunum. Gerið beggja megin. Legg- ið hönd við hnakkagrófina og ýtið höfðinu varlega fram til að teygja á aftanverðum hálsvöðvum og hálsliðum. Leggið því næst hönd á hnakkann og ýtið höfðinu niður til að ná fullri teygju frá hálsvöðvum og niður í herðablöðin. Gerið þetta ró- lega og með varúð og hættið strax ef þið finnið fyrir verk. Gott er að gera æfingarnar daglega. Langur akstur eða löng seta fyrir framan tölvuna geta orsakað mikinn stirðleika og ættu því allir að gera æfingar til að mýkja hálsvöðvana. Teygið daglega gott er að gera teygjur á hverjum degi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.